Fréttablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 50
1. maí 2015 FÖSTUDAGUR| MENNING | 34 FÖSTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 01. MAÍ 2015 Leiklist 20.00 Sýningin Endatafl frumsýnd í Tjarnarbíó. Verkið er eftir írska Nóbel- skáldið Samuel Beckett og var frum- sýnt árið 1957. Leikarar í verkinu eru þau Þorsteinn Bachmann, Þór Tulinius, Harpa Arnardóttir og Stefán Jónsson en um leikstjórn sér Kristín Jóhannes- dóttir. Miðaverð er 3.900 krónur. 20.00 Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir leikritið Ubba kóng – skrípaleik í mörgum atriðum í Gaflaraleikhúsinu. Miðaverð er 2.500 krónur. Opnanir 15.00 Katrín Erna Gunnarsdóttir opnar sína fyrstu einkasýningu BROT/ FRACTURES í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Sýnd verða verk unnin með vatnslitum á brotinn pappír. Sýningin stendur þessa einu helgi. Allir velkomnir. 20.00 Listakonan Auður Ómarsdóttir opnar einkasýningu í galleríi Ekkisens í dag. Sýningin ber nafnið FJALL og rann- sakar Auður leitina að heilaga fjallinu, formi þess og hið innra og ytra ferða- lag. Sýningin verður opin í vikutíma. Farandsýning um kvenréttindabaráttu í 100 ár verður opnuð í Hofi, Akureyri. Sýningin er á vegum Kvenréttindafélags Íslands í samvinnu við Akureyrarbæ og Menningarfélag Akureyrar. Uppistand 20.00 Lengi lifi Mið-Ísland í Bíóhöllinni, Akranesi. Miðaverð er 3.000 krónur. 21.30 Uppistandarinn Will Mars verður á Bar 11 í kvöld. Miðaverð 2.000 krónur. Sýningar 13.30 Opin sýning í MÍR-salnum, Hverf- isgötu 105, á sovéskum ljósmyndum og veggspjöldum úr síðari heimsstyrjöld- inni. Aðgangur ókeypis. 16.30 Vorsýning Listdanskóla Hafnar- fjarðar í Borgarleikhúsinu. Þemað er ævintýrið um Hans og Grétu. Tvær sýn- ingar í dag og hefst sú seinni klukkan 18.30. Miðaverð er 2.500 krónur. Tónleikar 17.00 Kór Öldutúnsskóla heldur upp á 50 ára starfsafmæli með tónleikum í Víðistaðakirkju. Á efnisskránni eru lög úr ýmsum áttum og einnig verður verkið Sancta Caecilia frumflutt en höfundur verksins er Bára Gísla- dóttir. Aðgangur á tónleikana er ókeypis en tekið á móti frjálsum framlögum. 20.00 Karlakór Kópa- vogs ásamt góðum gestum efnir til vor- tónleika í Salnum Kópavogi. Miðaverð er 4.500 krónur. 20.30 Sæluvikutón- leikar á Sauðárkróki. Jógvan Hansen, Birgitta Haukdal og fleiri tón- listarmenn flytja gömul og góð íslensk dægurlög. Eftir tónleikana er ball með hljómsveitinni Von. Miðaverð á tónleika og ball er 5.900 krónur. 21.00 Andrea Gylfadóttir og Eðvarð Lárusson verða á RúBen, Grundarfirði í kvöld. Miðaverð 2.500 krónur. 22.00 Hljómsveitin Vio spilar á Græna hattinum, Akureyri í kvöld. Miðaverð er 2.000 krónur. Uppákomur 11.00 Kröfuganga stéttarfélaganna á Ísafirði. Lagt af stað frá Pólgötu 2 og niður að Edinborgarhúsi með lúðra- sveitina í fararbroddi. Tónlistaratriði, súpa og kvikmyndasýningar fyrir börnin í Ísafjarðarbíóí. 11.00 Verkalýðsfélag Þórshafnar býður frítt í Íþróttamiðstöðina á Þórshöfn og súpu og brauð í hádeginu. 14.00 Foreldrafélagið Velvakandi heldur bingó í Félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn. Spjaldið kostar 500 krónur. 14.00 Fjölskyldudagur Mótorsmiðjunar til styrktar Barnaspítala Hringsins í Skipholti 5 í dag. Heitar vöfflur, kaffi, góðgæti af grillinu og happdrættismið- ar gegn vægu gjaldi. Lifandi tónlist og skemmtiatriði. Allur ágóði rennur óskiptur til Barnaspítala Hringsins. 20.00 Útgáfu Íllgresis, málgangs Ungra vinstri grænna fagnað á Gauknum. Opið hús 14.00 Opinn dagur á Bifröst. Nemend- ur, kennarar og starfsfólk kynna námið við skólann og íbúðir nemenda verða sýndar. Boðið upp á vöfflur og kaffi. Hoppukastalar fyrir yngri kynslóðina. Tónlist 21.00 Trúbadorarnir Alexander og Guð- mann verða á American Bar í kvöld. 22.00 Dj Anna Brá með Rockabilly Rockout á Lebowski bar í kvöld. 22.00 Dj Casanova þeytir skíf- um á Kaffibarnum í kvöld. 22.00 Dj KGB þeytir skífum á Paloma í kvöld. 22.00 Frank Raven, Logi Marr og Lelló á Dillon í kvöld. Frítt inn. 22.00 Dj Styrmir Örn þeytir skífum á Bar- Ananas í kvöld. 23.30 Júlladiskó á Gull- öldinni Sportbar í kvöld. Upplýsingar um við- burði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Þriðja einkasýning myndlistakon- unnar Auðar Ómarsdóttur verður opnuð í galleríi Ekkisens í kvöld. Sýningin ber nafnið Fjall og hefur Auður unnið ósjálfráðar heilunarteikningar yfir nokkurra mánaða skeið sem umbreytast á sýningunni í eina heild en slík tegund af teikningum er vel þekkt í myndlistarheiminum og vinnur listamaðurinn þær á ómeðvitaðan hátt, oft á tíðum þegar hann er að gera eitthvað annað, til dæmis tala í símann. „Ég sat til dæmis bara á fund- um og byrjaði að teikna án þess að ég væri að spá í hvað ég væri nákvæmlega að gera,“ segir Auður um verkin. „Á endanum fór ég að sjá fjöll og fattaði eftir á að þetta var svona heilandi, eins og þetta væri hugleiðslan mín.“ Á sýningunni rannsakar hún leitina að heilaga fjallinu, form fjallsins og hið innra og ytra ferðalag og er sýningin helguð öllum fjöllunum sem þarf að klífa og samanstendur af teikningum sem Auður hefur fært yfir á aðra miðla. „Ég byrjaði á að gera teikn- ingar sem ég yfirfærði í skúlp- túra, málverk og í vídeóverk sem er innsetning þar sem ég prentaði sömu teikningarnar á plastfilmur og er búin að byggja risastórt fjall úr þeim.“ Sýningin verður opnuð í Ekki- sens í kvöld klukkan 20.00 og verður opin í vikutíma. Boðið verður upp á léttar veitingar á opnuninni. Leitin að heilaga fj allinu rannsökuð Sýningin Fjall með verkum eft ir listakonuna Auði Ómarsdóttur verður opnuð í galleríi Ekkisens í kvöld. AUÐUR ÓMARSDÓTTIR Sýningin Fjall verður opnuð í Ekkisens í kvöld klukkan átta. MYND/JONATANGRETARSSON Í dag er opinn dagur hjá Háskólanum á Bifröst þar sem áhugasömum gefst kostur á að kynna sér skólann og starf hans. Meðal annars verður boðið upp á gönguferðir um skóla- svæðið og hægt að fræðast um sögu hans, skoða byggingar og aðstöðu nemenda. Eins verða sviðstjórar deilda á staðnum og kynna námið auk kennara, nemenda og annarra starfsmanna skólans. Fyrir yngri kynslóðina verð- ur hoppukastali, leikhópurinn Lotta með sýningu og boðið upp á vöfflukaffi í hátíðarsal skólans og því kjörið fyrir fjöl- skyldufólk að kynna sér starf- semi Bifrastar sem býður upp á fjölda námsbrauta í grunn- og meistaranámi, háskólagátt og fjölbreytt námsúrval á sviði símenntunnar. Opni dagurinn hefst klukk- an 14.00 og stendur til klukkan 17.00 í Háskólanum á Bifröst og eru allir boðnir velkomnir. Opið á Háskólanum á Bifröst Gönguferðir, sögufræðsla og aðstaða nemenda, auk þess sem starfsmenn og nemendur verða á staðnum. OPIN DAGUR Áhugasömum gefst kostur á að kynna sér skólann og þær námsleiðir sem þar eru í boði. MYND/BIFRÖST 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 9 -B 3 B C 1 6 3 9 -B 2 8 0 1 6 3 9 -B 1 4 4 1 6 3 9 -B 0 0 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.