Fréttablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 25
Kvennalið Snæfells í körfu-bolta tryggði sér Íslands-meistaratitilinn fyrr í vik- unni, annað árið í röð. Leikurinn var einnig sögulegur fyrir fyrir- liða liðsins, Hildi Sigurðardóttur, sem um leið spilaði sinn síðasta leik eftir nær aldarfjórðungs farsælan feril. Hún segir margt standa upp úr í minningunni. „Allir Íslandsmeistaratitlarnir fimm standa upp úr, sérstaklega tveir síðustu með uppeldisfélagi mínu Snæfelli. Þegar ég flutti héðan 17 ára gömul gat ég ekki séð fyrir mér þetta ævintýri sem ég hef upplifað í Hólminum. Ég á ótal minningar tengdar körfubolt- anum, margir þjálfarar, stjórnar- menn og fólk í kringum starfið sem mér þykir virkilega vænt um.“ Hún var lengi búin að velta fyrir sér þeirri ákvörðun að hætta í körfubolta og segist ekki sjá eftir neinu. „Ég vil gera vel það sem ég tek mér fyrir hendur og hef metnað í að ná árangri. Það er svolítið síðan ég fór að finna fyrir að ég hafði ekki lengur sömu orku og vilja til að gera þetta 100% og þá finnst mér rétt að hætta og njóta mín á öðrum sviðum.“ Eftir nokkurra ára búsetu í Stykkishólmi ætlar Hildur að flytja til höfuðborgarinnar í sumar. „Ég er að skipuleggja sum- arið þessa dagana. Þar sem ég er einnig að leita að góðu starfi er sumarið aðeins í lausu lofti en ég ætla þó pottþétt að njóta lífsins. Ætli ég byrji ekki á að taka áskorun frá aðstoðarþjálfar- anum Baldri Þorleifssyni. Hann er búinn að skora á mig í jökul- míluna, sem er hjólreiðakeppni um Snæfellsnesið.“ Hildur segist hafa mikinn áhuga á eldamennsku en vilji þó einblína á hollan mat og hún seg- ist vera lítið fyrir brasaðan mat. „Þar sem æfingar og leikir eru yfirleitt á matmálstíma eða þegar leikir fara fram situr eldamennsk- an oft á hakanum, sérstaklega þegar álagið er mikið. Áhuginn er þó vissulega til staðar og nú sé ég að minnsta kosti fram á að sinna betur þessu áhugamáli.“ KJÚKLINGARÉTTUR MEÐ PESTÓI, FETAOSTI OG DÖÐLUM. „Í úrslitakeppninni hittumst við stelpurnar og þjálfarar í liðinu kvöldið fyrir leiki og borðuðum saman. Þar sem æfingar eru yfir- leitt á matartíma þá tók móðir mín það að sér að elda fyrir okk- ur. Þessi réttur var matreiddur kvöldið fyrir úrslitaleikinn og sló í gegn enda bæði afar einfaldur og mjög bragðgóður.“ 4 stk. kjúklingabringur, skornar í bita 1 krukka rautt pestó 1 krukka fetaostur 20 stk. döðlur Öllu hráefni blandað saman í eldfast form og látið malla í ofn- inum á 180°C í 30-40 mín (eða þar til kjúklingurinn er eldaður). Gott er að bera fram með kjúklingnum ferskt salat, hrísgrjón og naan- brauð. Húðflúr til frægðar Rokkabillígoðsögnin Smutty Smiff fékk fyrsta tattúið fjórtán ára. SÍÐA 2 Breytt tattúmenning Konur fá sér nú æ stærri húðflúr segja Svanur og Sessa á Tattoo og skarti. SÍÐA 3 SÍÐASTI BIKARINN Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells, fagnar fimmta og síðasta íslandsmeistaratitlinum fyrr í vikunni. Fram undan er nýr kafli í lífi hennar. MYND/ÓSKARÓ LJÚFFENGUR Einfaldur og góður kjúk- lingaréttur sem eldaður var fyrir lokaleik körfuboltaferils Hildar Sigurðardóttur. MYND/ÚR EINKASAFNI GÓÐAR MINNINGAR TÍMAMÓT Eftir langan og farsælan feril leggur Hildur Sigurðardóttir, leik- maður Snæfells, skóna á hilluna. Hún ætlar að njóta lífsins í sumar og slaka á. Vertu vinur á Facebook Vertu vinur á Facebook Yfirhafnir laxdal.is Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið laxdal.is/yfirhafnir Sumar- frakkar í úrvali Verð 23.900 .- 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 A -8 3 1 C 1 6 3 A -8 1 E 0 1 6 3 A -8 0 A 4 1 6 3 A -7 F 6 8 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.