Fréttablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 34
8 • LÍFIÐ 1. MAÍ 2015 Ítalskar kjötbollur í tómat- og basilíkusósu Tómat- og basilíkusósa 1 laukur, smátt skorinn 2 hvítlauksrif, marin 500 ml tómatapassata ½ kjúklingateningur 1 msk. fersk steinselja, smátt söxuð 1 msk. fersk basilíka, smátt söxuð skvetta af hunangi eða smá sykur salt og pipar, magn eftir smekk Hitið olíu við vægan hita í potti, steikið lauk og hvítlauk í olíunni í 1-2 mínútur. Bætið öllu hinu í pottinn og leyf- ið sósunni að malla á meðan þið búið til kjötbollurnar. Kjötbollurnar 500 g nautahakk 500 g svínahakk 1 dl brauðrasp 1 laukur, smátt skorinn 3 hvítlauksrif, marin 3 msk. fersk steinselja, smátt söxuð 1 msk. fersk basilíka, smátt söxuð 2 msk. rifinn parmesanostur 1 egg, létt pískað salt og pipar, magn eftir smekk smá hveiti góð ólífuolía Blandið öllum hráefnum saman með höndunum og búið til jafn stórar bollur úr deiginu. VINSÆLASTI EFTIRRÉTUR ÍTALA Veltið bollunum upp úr smá hveiti og leggið þær í eldfast mót. Sáldrið olíu yfir bollurnar og setj- ið inn í ofn við 180°C í 10-15 mínútur. Þegar bollurnar eru tilbúnar þá hellið þið sósunni varlega ofan í eldfasta mótið og eldið áfram í 20 mínútur. Sjóðið pasta sam- kvæmt leiðbeiningum á pakkan- um, ég mæli með að þið notið spagettí eða linguini. Berið réttinn fram með rifnum parmesan og mikið af honum. Tíramísú 4 egg 100 g sykur 400 g mascarpone-ostur, við stofuhita ½ tsk. vanilluduft eða vanillusykur 4 dl þeyttur rjómi 250 g kökufingur(Lady fingers) 6-7 dl sterkt uppáhellt kaffi kakó eftir þörfum smátt saxað súkkulaði Stífþeytið egg og sykur saman þar til þykk froða myndast. Blandið mascarpone-ostinum saman við eggjablönduna og hrærið vel. Bætið vanillu og rjómanum var- lega saman við með sleif. Hellið upp á sterkt kaffi og setjið kaffið í skál. Veltið kökufingrun- um upp úr kaffinu og raðið þeim í há glös. Setjið 2-3 matskeiðar af ostablöndunni ofan á og sigt- ið vel af góðu kakói yfir. Það er fullkomið að saxa niður dökkt súkkulaði og sáldra yfir réttinn í lokin. Þessi eftirréttur þarf að fá að standa í kæli í lágmark þrjár klukkustundir (helst yfir nótt) áður en hann er borinn fram. Eva Laufey heldur mikið upp á ítalska matargerð. Hún gefur lesendum Lífsins uppskriftir að gómsætum kjötbollum og ómót- stæðilegum eftirrétt sem svo vel vill til er einn þekktasti eftirréttur Ítala. Fleiri uppskriftir Evu Laufeyjar má finna á Matarvísi. Ítlaskar kjöt- bollur í tómat- og basiliku- sósu. Tiramisu Nú er genginn í garð tími ískaffis og annarra kaldra og svalandi drykkja, svo ekki sé minnst á endalausar heimsóknir í ísbúðina. Ef þig langar að huga að hollustu og spara þér koffínið þá gæti þessi sjeik hentað þér mjög vel. Súkkulaðilárperu- bananasjeik 1 stór frosinn banani í sneiðum 1 lítil kókómjólk eða súkkulaði- mjólk ½ lárpera Öllu er hent saman í blandara og blandað vel saman. Helltu blönd- unni í glas og settu inn í frysti í tæpa klukkustund og njóttu svo. SVALANDI SUMARSJEIK Matarvísir 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 9 -C C 6 C 1 6 3 9 -C B 3 0 1 6 3 9 -C 9 F 4 1 6 3 9 -C 8 B 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.