Fréttablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 12
1. maí 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 HEILBRIGÐISMÁL Ísfirska lækninga- vörufyrirtækið Kerecis hefur gert þróunarsamning við Rannsókna- miðstöð bandaríska sjóhersins (ONR) um að nýta vefjaviðgerðar- efni fyrirtækisins úr þorskroði til meðhöndlunar á bráðaáverkum á alvarlega slösuðum hermönnum. Helst er um skot- og sprengju- áverka að ræða. Guðmundur Fertram Sigurjóns- son, framkvæmdastjóri Kerecis, segir upphæð samningsins vera trúnaðarmál en ONR hafi tæpa tvo milljarða króna til ráðstöfun- ar fyrir verkefnið. „Samningurinn er einnig háður því að Kerecis nái að sýna fram á ákveðin vísinda- leg markmið en að því gefnu að við náum þeim markmiðum sem stefnt er að mun samningurinn færa fyrir tækinu verulegar tekjur á næstu árum,“ segir Guðmund- ur. Hann bætir við að öll vinna við verkefnið fari fram hjá Kerecis á Íslandi og hjá íslenskum og erlend- um samstarfsaðilum. Hingað til hafa sárarannsóknir Kerecis aðallega snúið að sárum vegna sykursýki og öðrum þrálát- um sárum sem eru alvarlegt heil- brigðisvandamál um heim allan. Með samningnum við ONR útvíkk- ar Kerecis rannsóknasvið sitt og vöruþróun yfir í úrræði til að með- höndla bráðaáverka. Baldur Tumi Baldursson, húðlæknir og læknis fræði- legur stjórnandi Kerecis, segir að undanfar- in fimm ár hafi fyrirtækið byggt upp sterkan vís- indalegan grunn fyrir sárameð- höndlunartækni fyrirtækisins þar sem einblínt hefur verið á meðhöndlun á þrálátum sárum, ekki síst vegna sykursýki. „Þetta verkefni útvíkkar þennan vísinda- lega grunn yfir í bráðasár með það að markmiði að fækka dauðsföll- um vegna slíkra áverka,“ segir Baldur Tumi. Samningurinn sem nú er í hendi er annar samningurinn sem Ker- ecis gerir við bandarísk varnar- málayfirvöld en í fyrrahaust gerði fyrirtækið smærri samning við Sárarannsóknasetur bandaríska landhersins (INR). Sá samning- ur snýst um rannsóknir á tækni Kerecis til að meðhöndla alvarleg brunasár. Kerecis stefnir á að útvíkka enn samstarfið við bandarísk varnar- málayfirvöld á næstu misserum, en skrifstofa Kerecis í Washington DC, sem var opnuð fyrr á þessu ári, er liður í þeim áætlunum. svavar@frettabladid.is Þróa meðferð fyrir slasaða hermenn Bandaríkjahers Kerecis hefur gert þróunarsamning við bandaríska sjóherinn um að nýta vefjaviðgerðarefni úr þorskroði við meðhöndlun á skot- og sprengjuáverkum. Náist vísindaleg markmið felur það í sér mikla tekjumöguleika. ● Vefjaviðgerðarefni Kerecis er affrumað þorskroð ríkt af ómega-3. ● Kerecis hefur fengið einkaleyfi í yfir 20 löndum á tækni til viðgerða á líkamsvef. ● Skaði á líkamsvef getur verið af ýmsum toga, allt frá sárum í kjölfar sykursýki, blóðrásarsjúkdóma og slysa yfir í skaða á líffærum. ● Fyrstu vörur fyrirtækisins sem ætlaðar eru til viðgerðar og meðhöndlunar á húð og sárum hafa hlotið samþykki bandarískra og evrópskra yfirvalda og hefur fyrirtækið nýverið hafið markaðssetningu. ● Fyrirtækið vinnur jafnframt að þróun á vörum til viðgerða á heilabasti, tannholdi og kviðsliti, ásamt efnum sem nota má til enduruppbyggingar á brjóstum eftir krabbamein og til nota við magaminnkun. ● Markmið fyrirtækisins er að í framtíðinni verði hægt að nota tækni fyrir- tækisins til að gera við eða jafnvel endurskapa flóknari líffæri líkamans. Stefna á að endurskapa flóknari líffæri GUÐMUNDUR FERTRAM SIGURJÓNSSON Á VÍGVELLINUM Meðferð við skot- og sprengjuáverkum er viðfangsefni Kerecis. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Lars Christensen, aðal- hagfræðingur Danske Bank, er hættur störfum hjá bankanum. Í færslu á Facebo- ok segist hana hafa ákveðið að hefja rekstur eigin ráðgjafar- fyrirtækis. „Þessi ákvörð- un hefur átt sér þó nokkurn aðdraganda. Ég hef átt dásamleg- an tíma hjá bankanum og bank- inn verður alltaf „bankinn minn“. Allir sem þekkja mig vita hvað ég samsama mig bankanum mikið, en það er líka tilefni til þess að halda áfram að lifa,“ segir Lars Christensen. - jhh Stofnar ráðgjafarfyrirtæki: Lars hættir hjá Danske Bank LARS CHRISTENSEN BANDARÍKIN Bernie Sanders, öld- ungadeildarþingmaður á banda- ríska þinginu, mun tilkynna í dag að hann hyggist óska eftir tilnefn- ingu Demókrataflokksins til að verða forsetaframbjóðandi flokks- ins í forsetakosningunum 2016. Sanders hefur verið óháður öld- ungadeildarþingmaður Vermont- ríkis frá árinu 2007. Sanders, sem lýsir sér gjarnan sem sósíalista eða jafnaðarmanni, hefur iðulega unnið náið með Demókrataflokknum en er nokkuð lengra til vinstri en flokkurinn. - srs Sanders gefur kost á sér: Sósíalisti vill í Hvíta húsið 3.990.000 kr. Kia cee’d EX SW Árgerð 5/2014, ekinn 28 þús. km, dísil, 1.582 cc, 128 hö, sjálfskiptur, eyðsla 5,6 l/100 km. 4.590.000 kr. Kia cee’d GT Árgerð 8/2014, ekinn 3 þús. km, bensín, 1.591 cc, 205 hö, beinskiptur, eyðsla 7,4 l/100 km. 4.590.000 kr.2.990.000 kr. Kia Carens EXKia cee’d EX Sport Árgerð 4/2014, ekinn 20 þús. km, dísil, 1.685 cc, 136 hö, sjálfskiptur, eyðsla 6,0 l/100 km. Árgerð 9/2012, ekinn 18 þús. km, dísil, 1.582 cc, 115 hö, sjálfskiptur, eyðsla 5,6 l/100 km. 3.890.000 kr. Kia Sportage EX Árgerð 10/2012, ekinn 91 þús. km, bensín, 1.998 cc, 168 hö, sjálfskiptur, fjór hjóladrifinn, eyðsla 8,2 l/100 km. *Á by rg ð er í 7 ár f rá s kr án in ga rd eg i b if re ið ar Afborgun aðeins 36.769 kr. á mánuði m.v. 1.945.000 kr. útborgun og 50% bílalán frá Landsbankanum í 72 mánuði. 9,0% vextir, 11,26% árleg hlutfallstala kostnaðar og lán til 72 mánaða. Afbo rgun aðe ins: 36.7 90 k r./mán . Bílaármögnun Landsbankans Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ ÁRA ÁBYRGÐ Notaðir ÁRA ÁBYRGÐ Notaðir ÁRA ÁBYRGÐ Notaðir Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ NOTAÐIR BÍLAR www.notadir.is Kletthálsi 2 110 Reykjavík 590 2160 Opnunartími: Virka daga 10–18 Laugardaga 12–16 Allt að 7 ára ábyrgð fylgir notuðum Kia*Ábyrgð fylgir! 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 A -1 1 8 C 1 6 3 A -1 0 5 0 1 6 3 A -0 F 1 4 1 6 3 A -0 D D 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.