Fréttablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 1. maí 2015 | SKOÐUN | 21 landsins útvöldum er erfitt að segja. Líklega engum. Svo kann hins vegar að vera að til sé sá heimur þar sem íslensk stjórn- völd selja, einmitt á þessari stundu, makrílkvóta hæstbjóð- anda og landsmenn njóti góðs af. Eðlisfræðin og strákabandið Eðlisfræðingurinn Stephen Hawking sat fyrir svörum á ráð- stefnu í Ástralíu á dögunum. Hawking er þekktastur fyrir að tjá sig um fræðilegar kenningar um upphaf alheimsins. En í Ástr- alíu brá hann út af vananum. Í mars síðastliðnum bárust heimsbyggðinni átakanlegar fréttir. Zayn Malik, söngvari í strákabandinu One Direction, var hættur í hljómsveitinni. Unglingsstúlkur veraldar voru harmi slegnar. Stephen Hawking réð stúlk- unum heilt eins og eðlisfræð- ingi einum er lagið. „Ráð mín til þessara ungu kvenna í ástar- sorg er að fylgjast vel með nýj- ustu rannsóknum á sviði kenni- legrar eðlisfræði.“ Og hvernig getur eðlisfræði verið bót slíkra meina? „Einn góðan veðurdag gætum við fundið sannanir þess að til eru margir samhliða heim- ar. Líkindi eru til þess að í ein- hverjum þeirra sé Zayn enn þá í hljómsveitinni.“ Fólkið í landinu í forgang Könnun MMR á áliti fólks á persónueiginleikum stjórnmála- leiðtoga sem kynnt var í vikunni sýndi að aðeins 11 prósent fólks töldu Sigmund Davíð Gunnlaugs- son standa vörð um hagsmuni almennings. Átta prósent töldu Bjarna Benediktsson standa vörð um hagsmuni almennings. Ekki ríkir því mikil bjartsýni um að senn snúi stjórnmála- menn við blaðinu og setji fólkið í landinu í forgang. Fáum virðist það koma á óvart að áfram eigi að gefa sameiginlegar auðlindir okkar útvöldum. Makrílfrumvarpið er skand- all. Í aðsendri grein í Frétta- blaðinu sagði hagfræðingurinn Jón Steinsson að með frumvarp- inu væri stigið „risastórt skref í þá átt að festa varanlega í sessi það fyrirkomulag að útgerðar- menn þurfi ekki að greiða eðli- legt leigugjald til þjóðarinnar fyrir afnot af sameign þjóðar- innar“. Hann spurði jafnframt: „Er ekki tími til kominn að landsmenn segi hingað og ekki lengra?“ Hægt er að bregðast við því hneyksli sem makrílfrumvarpið er á tvo vegu: Við getum tekið ráð eðlisfræðingsins Stephen Hawking til unglingsstúlkna heimsins til okkar; við getum fylgst með nýjustu rannsóknum á sviði kennilegrar eðlisfræði og yljað okkur við þá tilhugsun að einhvers staðar, í öðrum heimi, er eyja í Atlantshafi sem kallast Ísland þar sem veðrið er gott, lóan er friðsamleg, makríllinn arðvænlegur og stjórnmála- mennirnir heiðarlegir. Eða: Við getum farið að ráðum hagfræð- ingsins Jóns Steinssonar, stapp- að niður fæti og hrópað: „Hingað og ekki lengra.“ Hómer (ekki Simpson heldur hinn) kallaði það heilagt efni. Plató sagði það guðunum sér- staklega hjartfólgið. Við getum ekki lifað án þess. En það getur líka verið banvænt. Sex þúsund manns létust á síðustu fjórum árum í Bret- landi vegna ákvörðunar þar- lendra stjórnvalda um að hætta að krefjast þess að matvæla- fyrirtæki minnkuðu magn salts í vörum sínum. „Þetta er harmleikur,“ sagði Graham MacGregor, hjartalæknir hjá Queen Mary-háskólanum í Lond- on, í grein sem birtist í British Medical Journal í vikunni. „Allt þetta fólk væri á lífi í dag ef við hefðum staðið við áætlanir um að minnka salt í mat.“ Árið 2006 var bresku mat- vælastofnuninni falið að skera upp herör gegn salti í matvæl- um. Árangurinn þótti aðdáunar- verður. Neysla salts minnkaði um 15% á árunum 2003 til 2011. Hjartaáföllum og heilablóðföll- um fækkaði í kjölfarið en talið er að allt að 9.000 mannslíf hafi bjargast vegna aðgerðarinnar. En svo tók ný ríkisstjórn við. Átakinu var hætt og var fyrir- tækjum í sjálfsvald sett hve mikið salt þau settu í matvælin sem þau seldu. „Það er eins og þeim hjá heilbrigðisráðuneyt- inu sé meira umhugað um hags- muni matvælaiðnaðarins en hins almenna neytanda,“ sagði MacGregor. „Nei, ekkert taka upp veskið“ Íslensk stjórnvöld eru engir eftirbátar þeirra bresku þegar kemur að því að vinna gegn almannahag. Frumvarp sjávar- útvegsráðherra um makrílveið- ar ber þess skýrt vitni. Virðist frumvarpið vera einhvers konar sumargjöf til útgerðarinnar. „Gjörðu svo vel. Já, nei, vertu ekkert að taka upp veskið, þú þarft ekki að borga. Bara ekki gleyma að bjóða mér í næstu galaveislu. Og þegar ég er ekki lengur stjórnmálamaður fæ ég kannski að gerast ritstjóri á dag- blaðinu þínu.“ Í hvaða heimi það telst íslensk- um almenningi til hagsbóta að svo gott sem gefa auðlindir En svo tók ný ríkis- stjórn við. Átakinu var hætt og var fyrirtækjum í sjálfsvald sett hve mikið salt þau settu í matvælin sem þau seldu. Eðlisfræði læknar ástarsorg Í DAG Sif Sigmarsdóttir rithöfundur Þú getur hjálpað! Sendu sms-ið UNICEF í númerið 1900 og gefðu 1.500 krónur til neyðaraðgerða UNICEF í kjölfar jarðskjálftans í Nepal. NEYÐARKALL FRÁ NEPAL Börn í Nepal þurfa þína hjálp. Mikilvægt er að bregðast fljótt við til að bjarga mannslífum. GEFÐU HÆNU gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 FYRIR AÐSTOÐ INNANLANDS gjofsemgefur.is 9O7 2OO2 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 A -2 F 2 C 1 6 3 A -2 D F 0 1 6 3 A -2 C B 4 1 6 3 A -2 B 7 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.