Fréttablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 20
1. maí 2015 FÖSTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR:
Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is.
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Baráttudagur verkalýðsins er að þessu
sinni haldinn hátíðlegur í skugga alvarleg-
ustu deilna á vinnumarkaði í áraraðir. Með
kjarasamningum á síðasta ári var tæki-
færi skapað fyrir stjórnvöld og launagreið-
endur að ávinna sér traust og sýna í verki
að þau hefðu hagsmuni heildarinnar í huga.
En í stað þess að leggjast á eitt með almenn-
ingi og vinna sameiginlega að bættum hag
fjöldans var haldið inn á braut sérhags-
muna.
Laun afmarkaðra hópa hækkuðu langt
umfram það sem fjölmennustu og lægst
launuðu hóparnir fengu. Ríkisstjórnin gaf
eftir tekjustofna á þá efnamestu. Áfram var
skorið niður á flestum sviðum opinberrar
þjónustu, skattar á matvæli voru hækkaðir
og réttur til atvinnuleysisbóta skertur.
Með aðgerðum sínum hafa stjórnvöld og
atvinnurekendur hafnað því að vinna sam-
eiginlega á grunni stöðugleika og samstöðu.
Þeir hæst launuðu skammta sér enn hærri
laun, bónusa og milljarða arðgreiðslur. Á
meðan eru hóflegar hækkanir lægstu launa
sagðar ógna efnahagslífinu í heild. Horfið
var frá jafnaðarhugsjóninni. Þess vegna er
staðan á vinnumarkaði eins og hún er nú.
Undanfarna daga hafa ráðamenn ítrekað
vegið að verkfallsrétti launafólks og fjár-
málaráðherra veltir því upp í alvöru hvort
gengið hafi verið of langt í að jafna kjör
fólks. Ummælin eru látin falla skömmu eftir
lækkun auðlindagjalda á útgerðir, afnám
auðlegðarskatts á þá efnamestu og hækkun
matarskatts.
Fjöldi fólks hefur ekki efni á að kaupa
sér húsnæði og ástandið á leigumarkaði er
afleitt. Þrátt fyrir það gera stjórnvöld lítið
sem ekkert í húsnæðismálunum. Er nema
von að launafólk upplifi mikinn ójöfnuð og
óréttlæti þegar framkoman er með þessum
hætti? Krafa launafólks er að stjórnvöld búi
svo um að fólk sjái hag sínum best borgið
á Íslandi. Hér þarf að hækka launin, auka
kaupmáttinn og tryggja öllum viðunandi
húsnæði á viðunandi verði. Við þurfum að
koma á fjölskylduvænna samfélagi svo að
ungt fólk öðlist trú á að hér sé best að vera.
Ég vona að ríkisstjórnin, sveitarstjórnir
landsins og launagreiðendur allir hlýði á
kall launafólks á baráttudegi verkalýðsins.
Kall um réttlátara þjóðfélag þar sem jöfn-
uður allra er hafður að leiðarljósi.
Launafólki um land allt óska ég til ham-
ingju með daginn um leið og ég vonast til
sem flestir taki þátt í hátíðarhöldum dagsins.
Jöfnuður er síst of mikill
KJARAMÁL
Elín Björg
Jónsdóttir
formaður BSRB
➜ Með aðgerðum sínum hafa
stjórnvöld og atvinnurekendur
hafnað því að vinna sameiginlega á
grunni stöðugleika og samstöðu.
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is
Gagnrýnin hugsun
Niðurstöður könnunar MMR um álit
almennings á persónueiginleikum
stjórnmálaleiðtoga hafa farið illa í
Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra.
Hann kom enda nokkuð illa út úr
könnuninni, til að mynda töldu aðeins
5% hann í tengslum við almenning og
10% töldu hann heiðarlegan. Bjarni
spurði á Facebook hvort hægt væri
að mæla heiðarleika fólks í könn-
unum. Hann segir könnunina tilvalda
auglýsingu fyrir fyrirtækið
sem framleiðir hana en
spyr einnig hvort enginn
telji þörf á að beita gagn-
rýninni hugsun þegar svona
lagað sé birt.
Mæling upplifunar
Bjarna og öðrum þeim
sem komu illa út úr könnuninni er
vorkunn. Það hlýtur að vera leiðinlegt
að heyra að fólk telji persónueiginleika
manns takmarkaða. Bjarni virðist þó
vera örlítið úti á þekju þegar hann spyr
hvort hægt sé að mæla heiðarleika
fólks. Augljóslega var ekki verið að
mæla raunverulega hversu heiðarlegur
Bjarni er. Það var verið að mæla skoð-
anir fólks. Þá tilfinningu sem það fær
fyrir honum. Upplifun þeirra af honum.
Bjarni hefði kannski átt að beita þess-
ari gagnrýnu hugsun á könnunina.
Niðurlægingin
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra,
segir fáheyrt að formaður stjórn-
málaflokks gangi gegn
utanríkisstefnu
eigin lands á
erlendum vett-
vangi eins og hann telur Árna Pál Árna-
son, formann Samfylkingarinnar, hafa
gert með því að biðja um að þrýst verði
á framkvæmdastjórn ESB að líta áfram
á Ísland sem umsóknarríki. Þetta gerði
hann á Twitter-síðu Jafnaðarmanna og
demókrata á ESB-þinginu. Björn sagði
niðurlægingu Samfylkingarinnar meiri
nú en áður. Ef til vill eru þessi tíst betri
til heimabrúks. Það hlýtur þó að hafa
farið fram hjá Birni svarið við bréfi
utanríksiráðherra frá ESB sem skildi
ekkert hvað hann var að meina
þegar hann bað sambandið að
„laga verklag sitt“ að því að
ríkisstjórnin vill ekki ganga í
ESB. Bréf Gunnars Braga var
svipuð ef ekki meiri „niður-
læging“ á erlendum vettvangi
en tístið. fanney@frettabladid.is
F
yrir þér ber ég fána þessa framtíðarlands. Svo lýkur
einu ástsælasta kvæði okkar sem þetta land byggja
og þau eru ófá sem hafa sungið það í gegnum tíðina.
Það er orðið svo samgróið okkur að langflest höfum
við gleymt tilurð þess. Það birtist fyrst á þessum degi
árið 1937 og var ort til verkalýðsins, sem þekkti tungutakið
vel. Einingarband samstöðunnar, vetur hins vinnandi manns er
að baki, maísólin – sól verkalýðsins sem rís hæst á 1. maí – er
á næsta leiti og fáni framtíðarlands verkalýðsins blaktir við
hún. Uppruni kvæðisins er okkur svo fjarri að þessi sósíalíski
söngur ómar á samkundum fólks sem mundi aldrei kalla sig
sósíalískt og það heyrist í jarðarförum frjálshyggjumanna.
Kvæðið er orðið svo sjálfsagður hluti okkar vitundar að tilefni
yrkingar þess, og raunar sjálft efni þess, skiptir ekki máli.
Það er kannski verið að
teygja sig í yfirfærslum en það
er erfitt að velta því ekki fyrir
sér hvers vegna svo sjálfsagðar
kröfur eins og það að fá nægi-
lega há laun fyrir vinnu sína til
að hægt sé, með góðu móti, að
lifa af eru ekki jafn sjálfsagður
hluti af vitund okkar og kvæðið
góða. Hvernig stendur á því að það þarf að velta sér mikið upp
úr því hvort fólk eigi að fá mannsæmandi laun?
Jú, segir einhver, verðbólgan, maður minn, verðbólgan. Og
já, verðbólgudrauginn er erfitt að kveða niður og eins og Pétur
Gunnarsson orti um fyrir Hrekkjusvín þá étur verðbólgan
litlu börnin sín. En ef það er ekki hægt að hanna samfélags-
gerð þannig að það að fólk fái laun sem hægt er að lifa af setji
ekki allt á hliðina – tja, þá erum við í frekar vondum málum.
Kannski er reyndin sú að það er hægt, við höfum bara aldrei
gert það.
Er óeðlilegt að velta því fyrir sér hvort það ætti ekki einfald-
lega að vera fyrsta hugsun allra sem að stjórnmálum koma að
allir, sama í hvaða stétt þeir eru, geti lifað sómasamlegu lífi?
Það ætti að ríma jafnt við sósíalíska jafnaðarstefnu, sem og
hreinræktuðustu frjálshyggju, því þeir sem geta séð um sig
sjálfir verða jú sjálfstæðir, meiri peningar komast í umferð og
hvað það er nú sem hagfræðin segir okkur að sé gott. Fyrir nú
utan það, sem er reyndar aðalatriðið, að velferð fólks er þannig
betur borgið.
Fjármálaráðherra hefur nýverið sagt að kannski sé kominn
of mikill jöfnuður í íslenskt samfélag. Um það má eflaust deila,
eins og allt á milli himins og jarðar, en það eru ekki nema um
40 ár síðan lagt var til á Alþingi Íslendinga að hæstu laun í
landinu mættu ekki vera hærri en svo að þau væru tvöföld
lægstu launin.
Kannski er það ekki leiðin heldur. En eitthvað þarf að gera til
þess að á hverju ári sé ekki sú sjálfsagða krafa höfð uppi sem
útópískt baráttumál að fólk geti lifað af laununum sínum. Sú
krafa þarf að verða eins og Maístjarnan, eitthvað sem eitt sinn
var þrungið pólitískri merkingu en er sjálfsagður hlutur í dag.
Hví eru sjálfsagðar kröfur ekki sjálfsagðar?
Maístjörnuvæðum
vinnulaunin
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
A
-0
2
B
C
1
6
3
A
-0
1
8
0
1
6
3
A
-0
0
4
4
1
6
3
9
-F
F
0
8
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
6
4
s
_
3
0
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K