Morgunblaðið - 02.12.2014, Page 1

Morgunblaðið - 02.12.2014, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2. D E S E M B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  282. tölublað  102. árgangur  LÆRÐI AÐ PRJÓNA ÞEGAR HÚN VAR SEX ÁRA ÞORFINNI BREGST EI BOGALISTIN JEPPAR RÉÐU RÍKJUM Í LOS ANGELES DÓMUR UM VIKINGO 33 BÍLARGUÐRÚN MARÍA 10 Jóladagatalið er á jolamjolk.is dagar til jóla 22 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mikil aukning hefur orðið á notkun varmadæla til að draga úr raforku- notkun við upphitun húsa. Nú er verið að athuga möguleikana á því að koma upp sjóvarmadælum til að hita upp hús í þeim byggðarlögum sem hafa fjarvarmaveitur. Aðstæð- ur þykja sérstaklega hagstæðar í Vestmannaeyjum vegna stærðar bæjarins og aðgangs að tiltölulega hlýjum sjó sem Golfstraumurinn ber upp að suðurströnd landsins. Í kjölfar fræðslufunda Nýsköp- unarmiðstöðvar á árunum 2009 til 2010 varð vakning í notkun varma- dæla. Nú er málið komið á annað stig með því að unnið er í norrænu verkefni að athugun hitagjafa fyrir varmadælur fyrir heilu byggðar- lögin í Noregi, Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Hér á landi eru átta byggðarlög með fjarvarmaveitur þar sem notuð er ótrygg orka til að hita vatnið. Hentugt er að skipta um orkugjafa því kerfin nýtast áfram. Alls eru um tuttugu sveit- arfélög á „köldum svæðum“ þar sem rafmagn er notað beint til upp- hitunar. Áformað er að bora eftir 6-8 stiga heitum sjó í Vestmannaeyjum fyrir risastóra fjarvarmaveitu sem þar gæti risið. Kostnaður er hátt í millj- arður og miðað við raforkuverð í dag er á mörkunum að sparnaður í raforkukaupum standi undir fjár- festingunni. Þorsteinn Ingi Sigfús- son, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðv- ar, bendir hins vegar á að hækkun raforkuverðs virðist óumflýjanleg og það muni gera aðstöðu þeirra sem nýta rafmagn til húshitunar enn verri en hún er í dag. MGolfstraumurinn gæti hitað » 14 Varma dælt úr sjónum  Hugað að risastórri sjóvarmadælu til að hita upp hús í Vestmannaeyjabæ  Fleiri bæir á „köldum svæðum“ í athugun  Vörn gegn hækkandi raforkuverði Ísland er meðal fimm landa þar sem lífslíkur eftir greiningu krabba- meins eru hvað bestar. Þetta kemur fram í nýrri grein í breska lækna- blaðinu The Lancet og byggist á gögnum frá krabbameinsskrám sem ná til rúmlega 25 milljóna ein- staklinga sem greinst hafa með krabbamein í 67 löndum frá ár- unum 1995 til 2009. „Það eru blikur á lofti. Ef við ætl- um að halda þessari stöðu verðum við að halda áfram að bæta okkur og sækja fram. En eins og staðan er núna þá erum við að staðna,“ segir Helgi Sigurðsson, prófessor við Há- skóla Íslands og yfirlæknir krabba- meinslækninga Landspítalans. »4 Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjúkrahús Víða er slæmt ástand. Megum ekki staðna í krabba- meinslækningum Þeim fjölgar stöðugt sem vilja flokka sem mest af heimilis- úrgangi. Að sögn Rögnu I. Hall- dórsdóttur, deildarstjóra umhverfis- og fræðsludeildar SORPU, jókst áhugi íbúa á flokkun til endurvinnslu til muna eftir að bláar tunnur fyrir pappír komu á hvert heimili á höfuðborg- arsvæðinu. SORPA hyggst bregð- ast við áhuganum með því að auð- velda íbúum flokkun plasts, annaðhvort með sérstöku íláti eða viðbótartunnu. »6 Plast næst á dag- skrá í flokkuninni Sorp Íbúar eru duglegir að flokka. Þau stóðu sig með mikilli prýði krakkarnir úr kórastarfi Langholtskirkju í gær þegar þau sungu nokkur lög með sínum björtu barns- röddum þegar Barnamenningarverðlaun Vel- ferðarsjóðs barna voru veitt við hátíðlega athöfn í Iðnó. Hér hneigja þau sig að söng loknum og passa upp á að jólasveinahúfurnar detti ekki af kollunum. Jóhannes Kr. Kristjánsson fékk Barnamenningarverðlaunin þetta árið. Barnakór frá Langholtskirkju söng við afhendingu Barnamenningarverðlauna Velferðarsjóðs barna Morgunblaðið/Árni Sæberg Bjartar barnsraddirnar hljómuðu í Iðnó Benedikt Bóas Björn Jóhann Björnsson „Staðan er þannig að enginn fundur hefur verið boðaður. Ríkissáttasemj- ari boðar fund þegar hann telur ástæðu til – en eins og staðan er núna þá hefði verið tímaeyðsla að boða ann- an,“ segir Sigurveig Pétursdóttir, for- maður samninganefndar lækna, en læknar funduðu í Karphúsinu í tvo tíma í gær. Læknar eru því að huga að næstu aðgerðum og farnir að gera drög að næstu verkfallshrinu. Drögin ná fram í mars og sagði Sigurveig að læknar væru að kjósa um þær aðgerðir. Funduðu með ráðherra Talsmenn lækna áttu nýverið fund í Ráðherrabústaðnum með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráð- herra, Bjarna Benediktssyni fjár- málaráðherra og Kristjáni Þór Júl- íussyni heilbrigðisráðherra. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður for- sætisráðherra, staðfesti þetta í sam- tali við Morgunblaðið. Hann sagði þetta fyrst og fremst hafa verið upp- lýsingafund þar sem ráðherrar fengu beint í æð stöðuna í kjaradeilunni og viðhorf talsmanna lækna. Engir aðrir slíkir fundir hafa verið haldnir síðan, að sögn Jóhannesar, eða verið boð- aðir. Þorbjörn Jónsson, formaður LÍ, sagði lækna eiga marga fundi, auk samningafunda, við marga aðila, til að liðka fyrir samningum. Þeir fundir væru hins vegar trúnaðarmál og sagðist hann ekki vilja ræða efni þeirra. Tímaeyðsla að funda í stöðunni  Læknar huga að frekari aðgerðum  Rætt við ráðherra í Ráðherrabústaðnum Læknadeilan » Í næstu viku skellur ný verk- fallslota á. Hún verður þyngri en áður því það sem dreifðist á tvær vikur áður fer nú á eina viku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.