Morgunblaðið - 02.12.2014, Qupperneq 27
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2014
réð ég mig sem sýslumannsfulltrúa á
Húsavík. Mér fannst Halldór Krist-
insson, þáverandi sýslumaður, eitt-
hvað lengi að ákveða hvort hann ætti
að ráða mig eða ekki, svo ég tók af
honum ómakið, fór til Húsavíkur og
sagðist vera tilbúin að byrja strax. Ég
vann þar næstu sex árin.“
Berglind rak síðan lögmannsstofu,
fasteignasölu og tryggingaumboð á
Húsavík fram til 2007 er hún flutti
suður. Hún öðlaðist hæstaréttarlög-
mannsréttindi 2008 og vinnur núna á
lögmannsstofunni Acta ehf. sem hún
á, ásamt sex öðrum konum.
Berglind átti þátt í stofnun Félags
lögfræðinga á Norður- og Austur-
landi og var formaður þess 2000-2002,
var formaður barnaverndarnefndar
Þingeyjarsýslu 1998-2007, sat í skóla-
nefnd Framhaldsskólans á Húsavík
1994-2002 og leikskólanefnd Húsa-
víkur 1994-98, þar af sem formaður
1996-98. Auk þess situr hún í stjórn
ýmissa fyrirtækja og félaga í dag.
Áhugamál Berglindar snúast um
skíðaferðir, gönguferðir, ferðalög al-
mennt, bókmenntir, sögu og menn-
ingu að ógleymdum mat og drykk í
góðra vina hópi. Hún segist hins veg-
ar ekki vera orðin nógu gömul fyrir
golfið.
Fjölskylda
Eiginmaður Berglindar er Frið-
finnur Hermannsson, f. 4.6. 1963, ráð-
gjafi, en þau gengu í hjónaband 23.7.
1988. Foreldrar Friðfinns eru Her-
mann Árnason, f. 4.9. 1942, löggiltur
endurskoðandi á Akureyri, og Guð-
ríður Solveig Friðfinnsdóttir, f. 17.1.
1942, framkvæmdastjóri Bókend ehf.
á Akureyri.
Börn Berglindar og Friðfinns eru
Freyr Friðfinnsson, f. 13.5. 1992,
nemi í hugbúnaðarverkfræði í HR;
Ari Friðfinnsson, f. 14.7. 1996, nemi í
Verslunarskóla Íslands, og Sólveig
Birna Friðfinnsdóttir, f. 7.6. 2001,
nemi í Álfhólsskóla í Kópavogi.
Systkini Berglindar eru Hildigunn-
ur Svavarsdóttir, f. 21.11. 1967, fram-
kvæmdastjóri hjúkrunar við Sjúkra-
húsið á Akureyri, búsett á Akureyri;
Anna Margrét Svavarsdóttir, f. 29.10.
1970, húsfreyja og nemi í Ameríku,
og Sveinn Svavarsson, f. 5.4. 1975,
landmælingamaður í Noregi.
Foreldrar Berglindar: Svavar
Eiríksson, f. 12.2. 1939, d. 24.3. 2006,
skrifstofustjóri hjá POB og síðar hjá
Vegagerðinni á Akureyri, og Birna
Sigurbjörnsdóttir, f. 13.9.1942, hjúkr-
unarfræðingur og fyrrv. deildarstjóri
bráðadeildar FSA , búsett á Akur-
eyri.
Úr frændgarði Berglindar Svavarsdóttur
Berglind
Svavarsdóttir
Sigríður Ólafsdóttir
húsfr. í Rvík
Berent Sveinsson
stýrim. í Rvík
Margrét Berentsdóttir
húsfr. á Akranesi
Sigurbjörn Jónsson
skipstj. á Akranesi
Margrét Birna Sigurbjörnsdóttir
hjúkrunarfr. á Akureyri
Halldóra Guðlaugsdóttir
húsfr. á Akranesi
Jón Jónsson
b. í Tjarnarhúsum á Akranesi
Svanur Eiríksson
arkitekt á Akureyri
Hafsteinn Sigurbjörnsson
pípulagningarm. á Akranesi
Börkur Eiríksson
skrifstofustj. í Rvík
Halldór Sigurbjörnsson
(Donni knattspyrnumaður á Akranesi)
Karen Eiríksdóttir
hjúkrunarfr. í Rvík
Helga Sigurbjörnsdóttir
húsfr. á Akranesi
Ólafía Sigurbjörnsdóttir
húsfr. í Rvík.
Þorleifur Guðmundsson
kaupsýslum. í Rvík
Guðný Einarsdóttir
húsfr. á Eyvindará
Sveinn Árnason
b. og hreppstj. á Eyvindará
Anna Sigurveig
Sveinsdóttir
húsfreyja á Akureyri
Eiríkur V. Guðmundsson
kjötiðnaðarm. á Akureyri
Svavar Eiríksson
skrifstofustj. á Akureyri
Sigmunda Katrín
Jónsdóttir
húsfr. á Hróarsstöðum
Guðmundur Jónasson
b. á Hróarsstöðum í Öxarfirði, systursonur Kristínar,
ömmu Ásgeirs Ásgeirssonar forseta
Þórhildur
Þorleifsdóttir
leikstjóri
Eggert
Þorleifsson
leikari
Sólveig
Arnarsdóttir
leikkona
Hjónin Berglind og Friðfinnur
í Hljóðaklettum.
85 ára
Höskuldur Guðmundsson
Magnús Hjartarson
Rósa Dagmar Björnsdóttir
Salbjörg Matthíasdóttir
Sigurbjörg Unnur
Jóhannesdóttir
Þór Elísson
80 ára
Bjarney Össurardóttir
Esther Unnur Júlíusdóttir
Gunnar Öxndal Stefánsson
Ingibjörg Auður Ingvadóttir
Stefán Jónsson
75 ára
Einar Erlendsson
Jón Lárusson
Kristján Jónsson
Ólafur M. Kristinsson
Soffía Jakobsdóttir
70 ára
Ketill Pálsson
Kristján Ármannsson
Laufey Magnúsdóttir
María Erna Sigurðardóttir
Sævar Lýðsson
60 ára
Anna Hallgrímsdóttir
Björn Guðjón Kristinsson
Erla Jónsdóttir
Guðlaug Pálsdóttir
Guðmundur Ólafur
Hauksson
Hlíf Sveinbj.
Sveinbjörnsdóttir
Hrönn Björgvinsdóttir
Magnús Valur Jóhannsson
María Elísabet Jónsdóttir
Markús Jón Ingvason
50 ára
Alte P. Trinidad
Erik Pálsson
Jónas Bergsteinsson
Kolbrún Sigurlaug
Harðardóttir
Kristján Högni Jónsson
Lísa Fannberg
Gunnarsdóttir
Mercy Snehalatha
Washington
Ottó Magnússon
Víðir Þór Magnússon
Þóra Loftsdóttir
40 ára
Andreas Laggner
Áki Thoroddsen
Davíð Rúnarsson
Hjördís Auðunsdóttir
Ingólfur Þór Guðmundsson
Jóhannes Ragnar
Ævarsson
Linda Rós Guðmundsdóttir
María Bragadóttir
Njáll Flóki Gíslason
Óttar Fjölnir Sigurðsson
Patrícia M. da Silva Teixeira
Sævar Ingi Borgarsson
30 ára
Camille Debrand Pessa
Gunnar Rúnar
Ingibjargarson
Hafdís Vigfúsdóttir
Helgi Haukur Hauksson
Iwona Taudul
Rattikon Rasi
Til hamingju með daginn
30 ára Moa ólst upp í
Reykjavík, býr þar, lauk
stúdentsprófi í Svíþjóð,
BA.Mus-prófi í klassískum
söng við Söngskólann í
Reykjavík og stundar nú
nám við Söngskóla Sig-
urðar Demetz.
Foreldrar: Guðjón Árna-
son, f. 1958, starfar við
Waldorfskólann í Lækja-
rbotnum, og Kerstin And-
erson, f. 1961, leiðsögu-
maður hjá Úrvali – Útsýn.
Þórunn Moa
Guðjónsdóttir
30 ára Svandís ólst upp í
Keflavík og á Akureyri,
býr í Reykjavík, lauk stúd-
entsprófi frá FB og vinnur
í Lífsstykkjabúðinni.
Maki: Óttar G. Birgisson,
f. 1984, MA-nemi í klín-
ískri sálfræði við HR.
Sonur: Jökull Óttarsson,
f. 2003.
Foreldrar: Þórunn Ótt-
arsdóttir, f. 1966, og Frið-
leifur Ingi Brynjólfsson, f.
1963. Stjúpfaðir: Jón
Sveinsson, f. 1964.
Svandís
Friðleifsdóttir
30 ára Sveinbjörn ólst
upp í Eyjum, býr þar og er
háseti á Hugin VE-55.
Maki: Ásta Jóna Jóns-
dóttir, f. 1984, hár-
greiðslukona og eigandi
Dízó í Eyjum.
Börn: Alexander, f. 2003
(stjúpsonur) Illugi, f.
2009, og Halla Ruth, f.
2012.
Foreldrar: Óðinn Krist-
jánsson, f. 1961, vélstjóri,
og Halla R. Sveinbjörns-
dóttir, f. 1965, húsfreyja.
Sveinbjörn Kr.
Óðinsson
Cindy Mari Imai hefur varið doktors-
ritgerð sína við Matvæla- og næringar-
fræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin
ber heitið „Áhrif fæðingarstærðar og
vaxtar í bernsku á áhættuþætti og
dánartíðni vegna hjarta- og æða-
sjúkdóma“ (Early growth and later
health – Influence of birth size and
childhood growth on cardiovascular
disease risk factors and mortality).
Markmið rannsóknarinnar var að
meta umhverfisþætti sem hafa áhrif á
vöxt á fósturskeiði og áhrif vaxtar í
barnæsku á áhættuþætti hjarta- og
æðasjúkdóma og dánartíðni hjá ein-
staklingum sem tóku þátt í Reykjavík-
urrannsókn Hjartaverndar. Að auki
voru skoðuð tengsl næringar á fyrstu
mánuðum eftir fæðingu við vöxt á
ungbarnaskeiði og líkamsþyngdar-
stuðul (LÞS) í barnæsku í framsýnni
hóprannsókn á börnum.
Gögn Reykjavíkurrannsóknar
Hjartaverndar sýndu að einstaklingar
fæddir í kreppunni miklu (1930-1934)
voru léttari við fæðingu og voru lík-
legri til að vera of feitir á fullorðins-
aldri, en offita er áhættuþáttur hjarta-
og æðasjúkdóma. Þegar vöxtur barna
var skoðaður sást að tengsl voru milli
aukningar í LÞS frá átta ára til 13 ára
og dánartíðni af
völdum hjarta-
og æðasjúk-
dóma meðal
karla. Meðal
kvenna sást að
bæði aukning í
LÞS og há-
markshæð-
arbreyting fyrir
12 ára aldur
voru tengd aukinni áhættu á hjarta- og
æðasjúkdómum. Þar sem næring á
fyrstu ævimánuðum var skoðuð sáum
við að börn sem fá fasta fæðu við
fimm mánaða aldur vaxa hraðar á ung-
barnaskeiði og hafa hærri LÞS við sex
ára aldur en þau sem eru eingöngu á
brjósti.
Þegar kemur að forvörnum gegn
hjarta- og æðasjúkdómum hefur mikil
áhersla verið lögð á aðgerðir á fullorð-
insaldri. Niðurstöður okkar benda til
þess að umhverfisáhrif snemma á lífs-
leiðinni geti haft langvarandi áhrif og
aukið líkur á hjarta- og æða-
sjúkdómum. Mikilvægt er að leggja
áherslu á fæðuvenjur og lífsstíl sem
tryggja hæfilegar þyngdarbreytingar
og vöxt strax á meðgöngu og á barns-
aldri.
Doktor í næringarfræði
Cindy Mari Imai fæddist árið 1985. Hún lauk BS-prófi í næringarfræði frá Uni-
versity of California, Berkeley árið 2006, MS-prófi í næringarfræði frá Friedman
School of Nutrition Science and Policy, Tufts University, Boston árið 2008, og
hóf doktorsnám í næringarfræði við Háskóla Íslands haustið 2010. Samhliða
doktorsnáminu var Cindy stundakennari við HÍ og kom að öðrum verkefnum hjá
Rannsóknastofu í næringarfræði. Cindy er nú nýdoktor hjá HÍ.
Doktor
VANDAÐIR ÍTALSKIR GÖNGU-
OG ÚTIVISTARSKÓR FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
Verð 19.995
SMÁRALIND • 2 HÆÐ