Morgunblaðið - 02.12.2014, Side 15

Morgunblaðið - 02.12.2014, Side 15
Morgunblaðið/Árni Sæberg gæti eyjabæ FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2014 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 af öllum snyrtivörum, ilmum og gjafakössum fyrir dömur og herra í desember TAX FREE „Það svífur yfir vötnunum að hækkun rafmagns virðist óum- flýjanleg. Það mun gera að- stöðu þeirra sem nýta raf- magn til húshitunar enn verri,“ segir Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköp- unarmiðstöðvar Íslands, um ástæðu þess að stofnunin hef- ur nú hafið nýja námskeiðaröð undir heitinu Orkubóndinn 2. Fyrsta námskeiðið var hald- ið á Höfn í Hornafirði og það næsta verður á Dalvík. Alls mættu 840 manns á Orkubóndanámskeiðin sem haldin voru á árunum 2009 og 2010. Markmiðið var að fræða fólk um möguleikana sem víða eru, hvort sem það er að virkja bæjarlækinn eða setja upp varmadælu til að spara raf- magnskaup. Þorsteinn segir að margir hafi nýtt sér fræðsluna til að huga að orku- öflun. Markverðasta árang- urinn telur hann þó vera bylgju í sölu á varmadælum fyrir heimili. Rafmagnið mun hækka NÝR ORKUBÓNDI greindra. Af þeim ellefu sem greindust með HIV árið 2013, voru fimm samkynhneigðir, fimm gagn- kynhneigðir og einn sprautufíkill. Samkvæmt upplýsingum frá Al- þjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) voru undir lok ársins 2013 um 35 milljónir manna með HIV/ alnæmi í heiminum, eða 0,8% allra jarðarbúa á aldrinum 15-49 ára. Þetta sama ár smituðust 2,1 millj- ón manns af HIV og 1,5 milljónir dóu úr alnæmi. Faraldurinn er jafnan mestur í þróunarlöndunum, stórum borgum og á ákveðnum landsvæðum og yf- ir 80% af nýsmituðum í heiminum eru í aðeins þrjátíu löndum. vidar@mbl.is Morgunblaðið/Sigurgeir S. HIV forvörn Smokkurinn er besta vörnin gegn HIV-smiti. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Stjórn Ríkisútvarpsins sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem skorað er á Alþingi að falla frá hug- myndum um lækkun útvarpsgjalds- ins. Eins og fram hefur komið stendur til að lækka útvarpsgjaldið á næsta ári úr 19.400 krónum í 17.800 kr. og í 16.400 krónur árið 2016. „Stjórn RÚV hefur óskað eftir því að Ríkisútvarpið fái útvarps- gjaldið óskert eins og það er á árinu 2014. Sú upphæð dugar til að standa undir starfseminni til fram- tíðar. Samhliða hafa stjórn RÚV og nýir stjórnendur unnið að eignasölu sem vonast er til að leysi uppsafn- aðan skuldavanda félagsins,“ segir í tilkynningu frá stjórninni. Þá segir að gangi fyrirætlanir um lækkun útvarpsgjalds eftir, blasi við stór- felld breyting á hlutverki, þjónustu og starfsemi Ríkisútvarpsins. „Þá er ljóst að áætlanir um úrbætur á tilteknum þáttum í starfseminni eru óframkvæmanlegar en nýir stjórn- endur og stjórn hafa hug á að efla þjónustu við landsbyggðina, bjarga efni í gullkistu Ríkisútvarpsins og gera aðgengilegt þjóðinni, efla framboð á vönduðu barnaefni á ís- lensku, leggja aukna áherslu á inn- lenda framleiðslu og bæta dreifi- kerfið um land allt.“ Umræða um breytt hlutverk „Ef það er vilji Alþingis að gjör- breyta hlutverki Ríkisútvarpsins og skyldum, þá er eðlilegt að fram fari umræða og þá með tilheyrandi breytingum á útvarpslögum áður en tekin er ákvörðun um að lækka út- varpsgjald,“ segir í tilkynningunni. Áskorun um að lækka ekki gjaldið  Stjórn Ríkisútvarpsins telur að óbreytt framlag muni standa undir rekstrinum Morgunblaðið/Kristinn RÚV Stjórnin sendi út tilkynningu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.