Morgunblaðið - 02.12.2014, Page 6

Morgunblaðið - 02.12.2014, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2014 Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com Andvirði: 12.280 kr. Húðmjólk 75 ml - 1.390 kr. | Handkrem 30 ml - 1.250 kr. Sturtusápa 250 ml - 2.380 kr. | Eau deToilette 75 ml - 7.260 kr. CHERRY BLOSSOM GJAFAKASSI Jólatilboð: 8.990 kr. SVÍFÐU INN Í JÓLAHÁTÍÐINA Malin Brand malin@mbl.is Árið 1991 hófst starfsemi Sorpu og þar með var grunnur lagður að flokk- un pappírs, málma, timburs og spilli- efna. Síðan þá hefur margt breyst og eru flokkunar- möguleikarnir orðnir fleiri, auk þess sem blá- tunnur eru nú við flest hús á höfuð- borgarsvæðinu. Í þær má setja all- an pappírsúrgang og fer hann til endurvinnslu. Ís- lendingar fóru kerfisbundið að flokka heimilissorpið. Á vefsíðu SORPU birtust nýlega niðurstöður neyslukönnunar Capacent þar sem spurt var um flokkun úrgangs á heimilum. „Þar sést meðal annars að um 86% heimila á höfuðborgarsvæð- inu eru að flokka að einhverju leyti,“ segir Ragna I. Halldórsdóttir, deild- arstjóri umhverfis- og fræðsludeildar Sorpu. Hvað um plastið? Sjá má á súluriti á síðunni að flestir flokka skilagjaldsskyldar umbúðir, pappír og pappírsumbúðir, eða fólk á um 90% heimila á höfuðborgarsvæð- inu árið 2013. Án efa hefur blátunnan sitt að segja í þessari tölfræði því flokkun pappírs fór úr 70% í 90% frá 2011 til 2013. Þeir sem vilja flokka heimilissorpið enn frekar geta til dæmis farið með plast í grenndar- Enn er svigrúm hjá olíufélögunum til að lækka verð á dísilolíu, að mati framkvæmdastjóra Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda (FÍB). Olíufélögin lækkuðu í tvígang verð á bensíni og dísilolíu í síðustu viku. Bensínlítrinn lækkaði samtals um 4 krónur og dísilolíulítrinn um 5 krónur. „Þessar lækkanir eru auðvitað góðar og blessaðar,“ sagði Run- ólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, í samtali við Morgunblaðið í gær, „því það var alveg greinilegt að olíufélögin voru á haustmán- uðum að hækka álagningu sína bæði á bensín og dísilolíu,“ sagði Runólfur. Hann sagði að sér sýndist að með þessari lækkun á bensínverði í síð- ustu viku væru olíufélögin að nálg- ast meðalálagningu ársins, en þar eins og með dísilolíuna hefðu þau hækkað álagningu í nokkrar vikur. Svigrúm til lækkunar „Hvað varðar dísilolíuna, þá virð- ist sem álagningin sé áfram upp á við þar og því er enn talsvert svig- rúm fyrir hendi hjá olíufélögunum til að lækka verðið á dísilolíulítran- um enn frekar, þótt olíufélögin hafi lækkað lítrann í tvígang í síðustu viku – annars vegar um tvær krón- ur og hins vegar um þrjár krónur. Eftir sem áður erum við ekki að sjá sömu verðþróun þar og í bensín- inu.“ agnes@mbl.is Hægt að lækka dísilolíu meira  Álagning á bensín nálgast meðaltal Morgunblaðið/Árni Sæberg FÍB Runólfur Ólafsson segir inni- stæðu fyrir frekari lækkun olíu. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrirhuguð lækkun á hámarks- niðurfellingu vörugjalda á bílaleigubíla úr einni milljón króna í hálfa milljón á hvern bíl mun hafa alvarlegar afleið- ingar fyrir rekstur bílaleiga, að mati tveggja hagsmunaðila í greininni sem Morgunblaðið ræddi við. Vörugjöld á bifreiðar fara nú eftir koldíoxíðslosun á hvern ekinn kíló- metra, eins og sýnt er hér til hliðar. Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, áætlar að fyrir- huguð breyting muni kosta bílaleigur 370-400 milljónir. „Þetta er fyrir neðan allar hellur. Við erum í 25,5% virðisaukaskatts- þrepi og erum eina atvinnugreinin sem greiðir vörugjöld af atvinnutækjum. Við skipuleggjum okkur og verðleggj- um meira en ár fram í tímann. Við verðlögðum okkur í ágúst sl. fyrir næsta ár. Nú rétt fyrir áramót er lögð fram breyting á okkar vinnuumhverfi. Við getum á engan hátt brugðist við því. Svona vinnubrögð eru óþolandi.“ Hann segir vörugjöld nú hækkuð í fjórða sinn frá hruni. T.d. hafi vöru- gjöld í flokki j (neðsta flokki) hækkað úr 24% 2011 í 35% frá ársbyrjun 2013. Sigurður Berndsen, fjármálastjóri Hertz, segir hlutdeild bílaleiga sem bjóða nýja bíla hafa lækkað úr 95% niður í 70% á síðari árum, á kostnað vaxtar bílaleiga sem bjóða eldri bíla. Afkoman ekki verið beysin „Afkoman hefur ekki verið beysin. Hún hefur versnað á síðustu tveimur til þremur árum,“ segir Sigurður sem telur ljóst að breytingin „ýti undir druslubílavæðingu“. Eiginfjárhlutfall 10-12 stærstu bílaleiga landsins sé nú aðeins 4,25%. „Það mun því draga úr kaupum hjá okkur. Við höfum ekki eigið fé til að brúa bilið. Það þýðir aftur samdrátt hjá bílaumboðum. Við höfum nýtt bílana í 15-24 mánuði en höfum neyðst, eftir skattahækkanir undan- farin ár, til að lengja það tímabil í 36 mánuði. Þetta ýtir undir að við þurfum að nýta bíla í þrjú til fimm ár. Það er ekki gott fyrir ímynd Íslands, né heldur er það gott fyrir endurnýjun bílaflotans á Íslandi eða öryggi í umferðinni. Þetta kemur verst niður á fjórhjóladrifnum bílum og leiðir til skorts á þeim.“ „Ýtir undir druslubílavæðingu“  Fjármálastjóri Hertz gagnrýnir boðaðar breytingar á vörugjöldum á bílaleigur  Forstjóri Bílaleigu Akureyrar áætlar kostnaðinn 370-400 milljónir króna á ári Vörugjöld á bifreiðar Tíu gjaldflokkar eftir koldíoxíðslosun *Leigubílar og bílaleigubílar eru t.d. í þessum flokki. **grömm á km. 0 10 15 20 25 35 45 55 60 65 0 0 0 0 5 10 15 20 25 30 0-80 81-100 101-120 121-140 141-160 161-180 181-200 201-225 226-250 yfir 250 Aðalflokkur Undanþágu-flokkur* Skráð losun CO2** Innan við eitt prósent heimilissorps Svía endar á haugunum. Allt annað fer í endurvinnslu. Í nýrri grein eftir sænska blaðamanninn Jonas Fredén á vefsíðunni www.sweden.se má lesa um hvernig Svíar hafa skipað sér í flokk þeirra fremstu í endurvinnslu í heiminum. Endurvinnslugámar, sambærilegir grenndargámum Sorpu á höfuð- borgarsvæðinu, eru aldrei lengra en 300 metra frá íbúðahverfum. Á með- al þess sem hinn almenni íbúi flokkar heima hjá sér er pappír, plast, málmur, gler, ljósaperur og rafhlöður. 99% alls þessa úrgangs eru endur- nýtt, endurunnin eða sett í safnhauga. Svíar hafa tekið miklum fram- förum við endurvinnslu heimilissorps og hlutfallið farið úr 38% árið 1975 upp í 99% í dag. Eftir sem áður eru yfirvöld sannfærð um að enn megi gera betur og er markmiðið að ná 100% endurvinnslu innan tíðar. Einstakur árangur Svía BYLTING Í ENDURVINNSLU gáma eða á endurvinnslustöðvar. Mörgum þykir fyrirhöfnin nokkur og segir Ragna að fyrirspurnum fjölgi um það hvort til standi að koma með einhverjum leiðum til móts við þá sem flokka plast. „Það sem verið er að skoða hjá okkur er þessi gas- og jarðgerðarstöð og í samvinnu við hana höfum við verið að leita leiða til að aðstoða fólk við að losa sig við plastið. Þá erum við bæði að hugsa um mögulegar leiðir hér í móttökustöðinni til að ná plast- inu frá, til dæmis með að fá fólk til að setja plastið í sérstaka poka sem færu mögulega með gráu tunnunni og við gætum náð að blása pokanum frá í móttökustöðinni,“ segir Ragna. Verið er að skoða ýmsa möguleika og hvort glærir pokar undir plast verða fyrir valinu eða sérstök tunna liggur ekki fyrir en ljóst er að vilji er til að ná enn betur utan um flokkun úrgangs. Ragna segir að með blátunnunum hafi orðið vitundarvakning sem með- al annars sjáist í áhuga á annars kon- ar flokkun. „Þá fór fólk að taka betur eftir því sem verður eftir í tunnunni og það er auðvitað gífurlega mikið plast sem maður er að bera heim á hverjum degi,“ segir Ragna I. Hall- dórsdóttir og bendir jafnframt á að þó að enn hafi ekki verið aukið við þjónustuna hvað þetta snertir sé töluvert af plastumbúðum að skila sér annaðhvort um grenndargámana eða endurvinnslustöðvarnar. Þess má geta að það sem endar í gráu tunnunum fer á urðunarstaði þar sem það brotnar niður. Við niður- brotið myndast hauggas og úr 60% gassins fæst metan sem nýtist sem eldsneyti. Morgunblaðið/Kristinn Sorphirða Mikið af plastumbúðum ratar inn á heimilin og leitar SORPA nú leiða til að auðvelda íbúum flokkunina. Aukinn áhugi íbúa á endurvinnslu plasts  Úrgangur flokkaður á 86% heimila á höfuðborgarsvæðinu Ragna Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.