Morgunblaðið - 02.12.2014, Side 8

Morgunblaðið - 02.12.2014, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2014 www.gildi.is Aukaársfundur 3. desember 2014 lífeyrissjóður Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs. Aukaársfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn miðvikudaginn 3. desember nk. kl. 17.00 á Grand Hótel, Reykjavík Dagskrá fundarins: 1.Samrunasamningur Gildis-lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs Vestfirðinga lagður fram til afgreiðslu. 2.Tillögur til breytinga á samþykktum Gildis-lífeyrissjóðs. Tillögurnar má nálgast á skrifstofu sjóðsins og á heimasíðunni Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum með málfrelsi og tillögurétti. Sérstakt fulltrúaráð, að jöfnu skipað fulltrúm stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem að sjóðnum standa, fer með atkvæði á fundinum. Reykjavík, 20. nóvember 2014, Jón Magnússon skrifar um nef-skatt og valfrelsi: „Vinur minn sagði farir sínar ekki sléttar og tel- ur að það sé verið að ræna sig með nefskatti til RÚV. Borga þarf 18.000 krónur fyrir hvert fullorðið nef og lög- aðila.    Þetta þýðir hjávini mínum að hann þarf að borga sjálfur eitt gjald, konan hans annað, einka- hlutafélag hans eitt gjald og einka- hlutafélag konunnar eitt gjald. Samtals greiða þau því fyrir sig og einkahlutafélögin sem horfa aldrei á sjónvarp eða hlusta á útvarp 72.000 kr.    Eitt af því sem er það versta viðlýðræðisþjóðfélagið er ótti þeirra sem fara með löggjafar- valdið við lýðræðið. Í samræmi við það treystir meirihluti alþingis- manna ekki einstaklingunum til að taka ákvörðun um það hvort þeir vilja borga fyrir áskrift að RÚV eða ekki. Þeir skulu borga með góðu eða illu hvort sem þeir nýta þjón- ustu RÚV eða ekki.    Hvernig væri að við færum aðvelta fyrir okkur hvernig við aukum lýðræðið í landinu með því að gefa borgurunum meiri rétt til að taka ákvarðanir fyrir sig í stað þess að einhverjir kallar og kell- ingar á Alþingi taki ákvörðunar- valdið af einstaklingunum.    Hvernig væri að þú fengir aðráða því hvort þú viljir kaupa áskrift að RÚV eða ekki.“    Er nokkuð hættulegt við þessahugmynd Jóns? Er ekki sjálf- sagt að almenningur fái að ráða því hvað hann leggur mikið fé til þess- arar starfsemi? Jón Magnússon Er ekki best að fólk fái að velja sjálft? STAKSTEINAR Veður víða um heim 1.12., kl. 18.00 Reykjavík 0 léttskýjað Bolungarvík 0 snjókoma Akureyri 1 léttskýjað Nuuk -7 skýjað Þórshöfn 6 skýjað Ósló -2 skýjað Kaupmannahöfn 1 skýjað Stokkhólmur 1 skýjað Helsinki -2 skýjað Lúxemborg 1 þoka Brussel 2 þoka Dublin 7 súld Glasgow 7 alskýjað London 7 alskýjað París 2 alskýjað Amsterdam 2 alskýjað Hamborg -2 skýjað Berlín -2 skýjað Vín 2 skúrir Moskva -5 snjókoma Algarve 21 heiðskírt Madríd 12 léttskýjað Barcelona 16 skýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 15 skýjað Winnipeg -26 léttskýjað Montreal 0 skýjað New York 16 skýjað Chicago -5 skýjað Orlando 25 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:49 15:46 ÍSAFJÖRÐUR 11:25 15:20 SIGLUFJÖRÐUR 11:09 15:02 DJÚPIVOGUR 10:26 15:09 Vinir Vatnajökuls úthlutuðu í gær samtals tæplega 40 milljónum króna til styrktar 24 verkefnum sem falla undir rannsóknir, kynningu og fræðslu um Vatnajökuls- þjóðgarð og ná- grenni hans. Nýr formaður stjórnar Vina Vatnajökuls, Halldór Ásgríms- son, afhenti styrkina við athöfn á Hótel Natura. Vinir Vatnajökuls eru frjáls fé- lagasamtök sem voru stofnuð 2009. Þau hafa á fimm árum veitt tæplega 250 milljónir í fræðsluverkefni og styrki. Í ár bárust samtökunum 47 styrkumsóknir en fagráð samtak- anna valdi að lokum 24 verkefni sem hljóta styrki. Þá var ný vefsíða Vina Vatnajökuls formlega tekin í notkun, en þar eru kynnt niðurstöður styrkt- arverkefna samtakanna. Kristbjörg Hjaltadóttir er framkvæmdastjóri Vina Vatnajökuls. 40 milljónir frá Vinum Vatnajökuls Halldór Ásgrímsson Guðni Einarsson gudni@mbl.is Undirbúningur er að hefjast að lagn- ingu nýs vegarkafla við Holuhraun og nýrra göngleiða á svæðinu. Vegir við Holuhraun hafa á köflum horfið undir hið nýja Nornahraun. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hef- ur lagt til breytingar á stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins hvað varðar viðbótarákvæði sem heimilar lagningu nýrra vega og gönguleiða í kjölfar eldsumbrota eða annarra hamfara, samkvæmt tilkynningu frá þjóðgarðinum. „Ljóst er að þegar aðstæður við gosstöðvarnar verða tryggari og umferð verður heimiluð mun ásókn ferðafólks verða mikil. Þess vegna er mikilvægt að skýrar heimildir liggi fyrir til stýringar á umferð um nýjar leiðir. Þar með talið verði af- mörkun vega, gönguleiða og annarra þátta er snúa að öryggi ferðafólks og stýringu umferðar með tilliti til verndunar jarðmyndana,“ segir m.a. í tilkynningunni. Ljúka þarf hinu stjórnsýslulega ferli áður en farið verður að huga að sjálfri framkvæmdinni, að sögn Jó- hönnu Katrínar Þórhallsdóttur, há- lendisfulltrúa og staðgengils þjóð- garðsvarðar á norðursvæði Vatna- jökulsþjóðgarðs, í samtali við Morgunblaðið. Hún sagði að gerð yrði tillaga að nýrri leið á nokkurra kílómetra kafla við hraunið þar sem gamli vegurinn hvarf. Það verður ekki gert fyrr en ljóst verður hvar hraunið endar. Eins á að hanna gönguleiðir og merkja þær skýrt. Við lagningu þeirra verður haft í huga að frá þeim sjáist sem best yfir hraunið og að gönguleiðirnar valdi sem minnstum skemmdum á hraun- inu. Svæðisráð norðursvæðis Vatna- jökulsþjóðgarðs mun koma að þess- ari vinnu. Á næstu mánuðum mun almenningi gefast kostur á að koma ábendingum á framfæri. Eldsumbrotin í Holuhrauni eru annað eldgosið innan Vatnajökuls- þjóðgarðs á stuttum tíma, en hið fyrra var gosið í Grímsvötnum 2011. Starfsmenn þjóðgarðsins hafa unnið að því að stýra umferð á svæðinu með tilliti til öryggis og áhrifa um- ferðar eins og kostur er. Leggja þarf nýjan veg hjá hrauninu  Vegurinn í Holuhrauni hvarf undir Nornahraun  Gönguleiðir verða lagðar Morgunblaðið/RAX Nýtt hraun Nýr vegur kemur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.