Morgunblaðið - 02.12.2014, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 02.12.2014, Qupperneq 17
Þú getur hjálpað núna með því að greiða valgreiðslu í heimabanka. Einnig: • Frjálst framlag á framlag.is • Gjafabréf á gjofsemgefur.is • Styrktarsími: 907 2003 (2.500 kr.) • Söfnunarreikningur: 0334–26–50886, kt. 450670-0499 Þinn stuðningur gerir kraftaverk Skortur á drykkjarhæfu vatni og hreinlætisaðstöðu veldur banvænum sjúkdómum en með aðgangi að hreinu vatni hefur allt líf möguleika á að vaxa og dafna. Hjálparstarf kirkjunnar tryggir fólki aðgang að hreinu vatni í Úganda og Eþíópíu – og þitt framlag skiptir sköpum. FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2014 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Franski hægrijaðarflokkurinn Þjóð- fylkingin, undir forystu Marine Le Pen, hefur fengið lán frá rússneskum banka í eigu vinar Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta til að fjármagna kosningabaráttu sína á næstu árum. Lánið hefur vakið umræðu um vax- andi tengsl stjórnvalda í Kreml við evr- ópska jaðarflokka sem eru andvígir Evrópusamband- inu og hafa gagn- rýnt refsiaðgerðir sambandsins gegn Rússlandi vegna átakanna í Úkraínu. Marine Le Pen hefur staðfest að Þjóðfylkingin fékk lán frá rússneska bankanum FCRB að andvirði níu milljóna evra, jafnvirði 1,4 milljarða króna. Hún hefur hins vegar neitað því að samið hafi verið um að bank- inn láni flokknum alls 40 milljónir evra, 6,2 milljarða króna. Franski netmiðillinn Mediapart hefur þó eftir öðrum forystumönnum í Þjóðfylk- ingunni að hún fái 40 milljónir evra frá bankanum og níu milljónirnar séu aðeins fyrsta greiðslan. 40 millj- ónir evra eru um átta sinnum meira en tekjur flokksins á einu ári. Miklir aðdáendur Pútíns FCRB er í eigu Romans Popovs, sem tengist olígörkunum svonefndu, fámennum hópi fjármálamanna sem stórauðguðust á einkavæðingunni í Rússlandi eftir hrun Sovétríkjanna. Haft hefur verið eftir Jean-Luc Shaffhauser, þingmanni Þjóðfylking- arinnar á Evrópuþinginu, að flokk- urinn hefði ekki fengið lánið án ná- inna tengsla Le Pen og Pútíns. Le Pen neitar því að lánið sé af pólitískum rótum runnið. Hún segir að flokkurinn hafi sótt um lán í nokkrum löndum og rússneski bank- inn sé sá eini sem hafi samþykkt lán- veitingu. Le Pen hefur tvisvar farið til Moskvu á einu og hálfu ári og lof- samað Pútín sem „verjanda kristnu arfleifðarinnar í evrópskri siðmenn- ingu“. Hún hefur sagt að hún dáist að Pútín og gagnrýnt refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn Rúss- landi. Ungverska rannsóknastofnunin Munkatársaink (Political Capital á ensku) segir að af 24 „hægriöfga- flokkum“ á Evrópuþinginu hafi fimmtán tekið vinsamlega afstöðu til stjórnarinnar í Kreml. Sumir þess- ara flokka hafa verið sakaðir um að hafa fengið peninga frá Moskvu. Í Bandaríkjunum hafa komið fram ásakanir um að ungverski hægri- flokkurinn Jobbik, sem hefur alið á útlendingahatri, og gríski flokkurinn Gullin dögun, sem er sökuð um ný- nasisma, hafi fengið fé frá Rússlandi. Leiðtogar þeirra og fleiri hægriöfga- flokka eru sagðir hafa farið til Moskvu og rætt þar við háttsetta embættismenn á síðustu árum. Rússnesk hugveita, sem styður stjórn Pútíns, hefur hvatt hana til að leita leiða til að veita hægrijaðar- flokkum fjárhagslegan stuðning, m.a. annars þýska flokknum AfD. Þetta kemur fram í skýrslu sem lekið var í þýska fjölmiðla. Að sögn Independent er UKIP, Breski sjálfstæðisflokkurinn, ekki á meðal þeirra sem hafa fengið fé frá Moskvu. Leiðtogi flokksins, Nigel Farage, sagði fyrr á árinu að Pútín væri sá maður sem hann hefði „mesta aðdáun á“. Hægriöfgamenn halla sér að Pútín  Franska Þjóðfylkingin fékk lán frá Moskvu  15 jaðarflokkar styðja Pútín Marine Le Pen Lögreglumaður gengur í skrokk á mótmælanda nálægt höfuðstöðvum stjórnarinnar í Hong Kong. Lög- reglumenn beittu kylfum og pipar- úða gegn mótmælendum sem reyndu að ráðast inn í höfuðstöðv- arnar í fyrrinótt. Um 40 mótmæl- endur voru handteknir og 39 manns fengu aðhlynningu á sjúkra- húsi eftir átökin. Leung Chun-ying, æðsti embættismaður Hong Kong, gaf til kynna að gripið yrði til frek- ari aðgerða til að binda enda á mót- mælin sem lýðræðissinnar hófu fyr- ir rúmum tveimur mánuðum til að krefjast frjálsra og lýðræðislegra kosninga. „Ég hef sagt að mótmæl- in séu ekki aðeins ólögleg heldur einnig tilgangslaus,“ sagði hann. „Hér eftir framfylgir lögreglan lög- unum án þess að hika.“ AFP Boðar meiri hörku gegn mótmælendum Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Kim Kielsen, formaður jafnaðar- mannaflokksins Siumut, hóf í gær viðræður við leiðtoga annarra flokka um myndun nýrr- ar landstjórnar eftir þingkosn- ingarnar á Græn- landi á föstudag- inn var. Siumut fékk þá mest fylgi og sigraði vinstri- flokkinn Inuit Ataqatigiit (IA) með aðeins 326 atkvæða mun. Kielsen kvaðst halda öllum möguleikum opnum, léði m.a. máls á stjórnarsamstarfi við IA, systurflokk VG á Íslandi. Sara Ols- vig, leiðtogi IA, sagði að slíkt sam- starf kæmi til greina en flokkurinn legði fram skýrar kröfur sem Siumut þyrfti að samþykkja, einkum í efna- hagsmálum. Poul Krarup, ritstjóri grænlenska blaðsins Sermitsiaq, hvatti vinstri- flokkana tvo til að taka höndum sam- an eftir kosningarnar. Hann sagði að slík stjórn væri best til þess fallin að rétta efnahaginn við og laða erlenda fjárfesta að Grænlandi. Siumut og IA fengu 11 sæti hvor af alls 31 þing- sæti. Ask Rostrup, stjórnmálaskýrandi danska ríkisútvarpsins, telur lík- legra að Siumut myndi stjórn með tveimur minni flokkum, Naleraq og Atassut. Þessir þrír flokkar fengu samtals 16 þingsæti og meirihluti þeirra yrði því mjög naumur. Ræður vináttan úrslitum? Atassut var í stjórn með Siumut á síðasta kjörtímabili þar til hún sprakk vegna ásakana um að Aleqa Hammond, þáverandi formaður landstjórnarinnar, hefði notað rúm- ar 106.000 danskar krónur (2,2 millj- ónir íslenskra) af opinberu fé í eigin þágu. Atassut hefur verið skilgreind- ur sem miðju- og hægriflokkur en hefur færst til vinstri í nokkrum málaflokkum. Naleraq er undir forystu Hans Enoksen, sem var leiðtogi Siumut og formaður landstjórnarinnar frá 2002 og þar til flokkurinn beið ósigur fyrir IA árið 2009. Enoksen sagði sig úr Siumut í janúar sl. og stofnaði þá Naleraq. Hann er náinn vinur Kim Kielsen sem varð formaður Siumut í byrjun október þegar Aleqa Hamm- ond sagði af sér. Ask Rostrup telur líklegt að þessi vinátta ráði úrslitum í viðræðunum um myndun næstu landstjórnar. Naleraq-flokkurinn fékk þrjú þingsæti (11,6% fylgi) og Atassut tvö (6,5%). Lýðræðisflokkurinn, sem er til hægri, fékk fimm sæti (11,8%). Inúítaflokkurinn, klofningshópur úr IA, fékk aðeins 1,6% fylgi og ekk- ert þingsæti. Kielsen kveðst vera til í allt  Reynir að mynda stjórn á Grænlandi Kim Kielsen, for- maður Siumut.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.