Morgunblaðið - 02.12.2014, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2014
Ég hef átt þess kost
sem tónlistarmaður,
kennari í meira en hálfa
öld og hlustandi, að
skynja mátt og vægi
tónlistar á fjölmörgum
sviðum mannlífsins.
Tónlistarnám frá unga
aldri hefur geysilega
víðtæk áhrif á allt
þroskaferli barnsins.
Iðkun og nám í tónlist
þroskar barnið tilfinningalega, fé-
lagslega, rökrænt, listrænt, hugrænt
með tilliti til fegurðar, forms og sköp-
unar. Svona mætti lengi telja. Í mín-
um huga hefur tónlistarnám barna og
ungmenna ekki að aðalmarkmiði að
skapa atvinnumenn í tónlist, þótt það
leiði óhjákvæmilega í mörgum til-
fellum til þess, sem betur fer. Að-
almarkmiðið hlýtur að vera að skapa
og stuðla að þróun betri eink-
staklinga, ekki einungis faglega held-
ur ekki síður manneskjulega. Með
góðu uppeldi sem hlýtur að vera
hæfileg blanda af aga, umhyggju og
alúð er tónlistarnám mikilvægur
þáttur í uppeldinu. Það er engin til-
viljun að tónlistarnemar skara yf-
irleitt framúr í öðru námi. Þau hafa
lært öguð vinnubrögð, eru skipulagð-
ari og einbeittari. Það má því ljóst
vera að mjög ákjósanlegt væri að öll
börn fengju tækifæri til tónlistar-
náms. Faðir minn heitinn, Ævar R.
Kvaran leikari, sagði við mig fyrir að
minnsta kosti 50 árum, að öll börn
ættu að læra að lesa nótur samhliða
því að læra stafrófið. Börn læra ótrú-
lega hratt og vel séu þau vel þjálfuð
frá unga aldri. Auðvitað eru börn
mismunandi móttækileg fyrir ým-
iskonar fræðslu, en fái þau tækifæri
til að þroska sína hæfileika er mikils
af þeim að vænta. Það er hægt að
kenna öllum börnum eitthvað í tón-
list, líka þeim sem sýna ekki augljósa
hæfileika frá byrjun. Öll börn hafa
einhverja hæfileika sem þarf að hlúa
að frá unga aldri, hvort
sem það eru tónlist-
arhæfileikar eða eitt-
hvað annað. Bara það
að hlusta á góða tónlist
breytir manneskjunni.
Það laðar fram góða
eiginleika sem eru til
staðar í öllum mann-
eskjum. Það er lækn-
andi og heilandi máttur
í tónlistinni. Þetta er
vísindalega sannað, til
dæmis með notkun tón-
listar við geðrænar lækningar. Bylgj-
ur þær sem göfugasta tónlist kemur
af stað smjúga inn í líkama og sál og
geta virkað eins og balsam á sálina.
Öll stærstu tónskáld veraldarsög-
unnar eiga það sameiginlegt að vera
farvegir fegurðar, kærleika, visku og
dýptar sem engin orð fá lýst, en sem
manneskjan getur skynjað opni hún
hjarta sitt. Það er líka eftirtektarvert
og umhugsunarvert að tónlistariðk-
andi börn eru síður líkleg til að fara
sér að voða í óteljandi hættum sem
steðja að ungum sálum. Það er engu
líkara en tónlistin myndi ósýnilegan,
verndandi hjúp yfir þessum börnum.
Í dag er orðið „forvarnir“ tamt orð
bæði í ræðu og riti. Ég trúi því stað-
fastlega að tónlistarnám frá unga
aldri séu einhverjar bestu forvarnir
sem þjóðfélagið getur veitt ungum
þegnum sínum. Megi okkur veitast
sá skilningur, framsýni og ábyrgð
sem kallar á stóraukið vægi tónlistar-
náms og fræðslu í þessu landi.
Máttur tónlistar
og mikilvægi
í uppeldi barna
Eftir Gunnar
Kvaran
» Aðalmarkmiðið
hlýtur að vera að
skapa og stuðla að
þróun betri einstak-
linga, ekki einungis
faglega heldur ekki
síður manneskjulega.
Gunnar Kvaran
Höfundur er sellóleikari.
Í illviðrinu um
liðna helgi (30. nóv.)
var eftir því tekið
hve reiknaðar veð-
urspár gáfu ná-
kvæma mynd af ferli
lægðarinnar og hvar
helstu vindstrengir
umhverfis hana
kæmu til með að
herja á landsmenn. Á
Garðskaga brast á
með vestsuðvestan stormi rétt um
kl. 19 á sunnudag eins og fínkv-
arða veðurspár höfðu reiknað
með af mikilli nákvæmni frá því
daginn áður. Ekki nóg með það,
heldur reyndist styrkur veð-
urhæðar nánast sá sami sam-
anborið við mælingar eða 28-30
m/s (Garðskagaviti).
Hér áður fyrr komu illviðri oft-
ar en ekki íbúum landsins í opna
skjöldu og viðbúnaður var eðli
málsins samkvæmt minni og
stundum alls enginn. Tjón var því
meira, röskun á högum fólks og
jafnvel mannskaðar í verstu til-
vikum. Óvissa var ævinlega mikil
þegar krappar lægðir skutust yfir
landið eða rétt fram hjá því og al-
gengt var að tölvuspár misreikn-
uðu eða hreinlega misstu af
lægðamyndunum. Reyndi þá á
greiningarhæfni og reynslu veð-
urfræðinga við spágerð og viðvar-
anir. Nú er staðan allt önnur. Gott
aðgengi er að margvíslegum
hnattrænum veðurspám sem stöð-
ugt verða betri og betri. Þær eru
uppfærðar allt að fjórum sinnum á
dag. Nefna má spár Evrópsku
reiknimiðstöðvarinnar sem Ísland
á aðild að, spá Bresku veðurstof-
unnar eða Bandaríska alríkisveð-
urlíkanið. Þessi spálí-
kön eru afrakstur
áratuga þróunar og
stöðugra framfara í
reiknikrafti stærstu
tölva sem völ er á á
hverjum tíma. Þannig
næst að sjá fyrir
myndun allra stærri
og líka margra
smærri veðurkerfa og
hreyfingar þeirra. Á
grunni þessara spáa
eru síðan reiknaðar
fínkvarða veðurspár fyrir afmörk-
uð svæði þar sem haldið er utan
um ýmis fínni blæbrigði eins og
staðbundna vindstrengi sem mót-
aðir eru af landslagi. Harmonie-
spá Veðurstofunnar og WRF-spá
Reiknistofu í veðurfræði (Belg-
ingur) eru dæmi um slíkar spár.
Spákort þessara líkana eru síð-
an aðgengileg öllum á vefnum þar
sem settar eru fram á litskrúð-
ugum kortum tímaraðir af marg-
víslegum toga. Fyrir alla áhuga-
menn um veðurspár eru þessar
reiknuðu spár mikill upplýs-
ingabrunnur. Hver og einn getur
sökkt sér ofan í spárnar og hag-
nýtt sér að vild. Því eru nú breytt-
ir tímar frá því að Veðurstofa Ís-
lands ein hafði aðgang að
reiknuðum veðurspám og mæl-
ingum til miðlunar til almennings.
Ýmsir aðrir sýsla með þessar upp-
lýsingar samfélaginu til hagsbóta,
þar má nefna Vegagerðina. Eng-
inn hefur samt ríkari skyldur en
Veðurstofan sem er gert lögum
samkvæmt að fylgjast grannt með
og miðla veðurspám og viðvör-
unum á hverjum tíma.
Viðvaranir auðkenndar
með litum
Samræming viðvarana er næsta
framfaraskrefið í hagnýtingu allra
þeirra upplýsinga sem nú liggja
fyrir. Unnið er að því að taka upp
svokölluð litakvörðuð hættustig,
eins og gert er víðast í Evrópu.
Þá er lagt mat á líkindi og styrk
þess að veður sem þarfnast að-
gæslu verði að veruleika saman
með áhrifum. Sem dæmi þá eru
áhrif hríðarveðurs á höfuðborg-
arsvæðinu í janúar umtalsvert
meiri en svipað veður á fjallvegi
eins og Steingrímsfjarðarheiði
svo dæmi sé tekið. Áhrifin eru
metin út frá veðurfræðilegum
kennistærðum en einnig tíma sól-
arhringsins, árstíma, samfélags-
gerð o.fl. Viðvaranir munu verða
auðkenndar með litum: gulur,
appelsínugulur og rauður, sem er
efsta stig og á að nota aðeins þeg-
ar metið er að veður verði mjög
afbrigðilegt eða að því fylgi veru-
leg röskun. Við innleiðingu á lit-
akvörðuðum viðvörunum þurfa að
koma þeir aðilar sem miðla veð-
urspám og líka þeir sem skipu-
leggja viðbragð. Samræmi er
mikilvægt, frumkvæðið á oftast
að koma frá Veðurstofunni, enda
eiga þar flestar veðurviðvaranir
til almennings upptök sín.
Um liðna óveðurshelgi varð
tjón sem betur fer ekki mikið,
samanborið við það sem oft gat
orðið hér áður við sambærilega
veðurhæð. Viðbragð á grunni veð-
urspáa á þar stóran þátt, fólk
brást rétt við í tíma, tók mark á
veðurspánni, gekk frá eigum sín-
um, breytti ferðaáætlunum
o.s.frv. Allt gerði það að verkum
að tjón af völdum veðursins var
minna en annars hefði orðið. Þá
má ekki gleyma þætti björg-
unarsveita, lögreglu og slökkvi-
liðs en flokkur manna og kvenna
er gjarnan mættur þegar sést til
lausra muna á foki og bygging-
arhlutar eru njörvaðir niður nán-
ast um leið og þeir taka að flaksa
undan vindinum. Allt ber þetta að
sama brunni, fumlaus og rétt við-
brögð draga stórlega úr tjóni.
Þau eru undirbúin á grunni ná-
kvæmrar veðurspár og útgefinna
viðvarana.
Eftir Einar
Sveinbjörnsson
»Um liðna óveðurs-
helgi varð tjón sem
betur fór ekki mikið,
samanborið við það
sem oft gat orðið hér
áður við sambærilega
veðurhæð.
Einar Sveinbjörnsson
Höfundur er veðurfræðingur.
Nákvæmari veðurspár
spara samfélaginu
ómælda fjármuni
Ég hef lengi verið dygg-
ur aðdáandi Gullbylgj-
unnar en nú nenni ég
ekki lengur að hlusta á
hana. Ástæðan er lestur
auglýsinga sem mér
finnst taka of mikinn
tíma frá tónlistinni. Ég
vona bara að þessu linni
í janúar.
Hlustandi.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Of mikið af auglýsingum
Útvarp Aksturinn
verður skemmti-
legri ef góð músík
hljómar undir.
Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is
Útsölustaðir: Bústoð Keflavík, Bjarg Akranesi
Íslensk hönnun og framleiðsla
A81
Hönnuðir: Atli Jensen og
Kristinn Guðmundsson
Verð frá: 27.800,-
www.facebook.com/solohusgogn
Jólasöfnun
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin
Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur
íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning,
hver og einn eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma
s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is