Morgunblaðið - 02.12.2014, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2014
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
✝ Óskar Valdi-marsson
fæddist á Dalvík
12. mars 1955.
Hann lést á heimili
sínu í Reykjavík
23. nóvember
2014.
Foreldrar hans
voru Valgerður
Marínósdóttir og
Valdimar Óskars-
son sem bæði eru
látin. Alsystkini
hans eru Fjóla, Ingimar (d.),
Snjólaug og Einar. Hálfsystkini
hans samfeðra eru Aðalsteinn,
Sigurbjörn og Lilja. Móðir
þeirra er Gerður Þorsteins-
dóttir.
Fyrri kona Óskars var Brynja
Guðmundsdóttir. Þau skildu og
dóttir þeirra er Harpa. Eigin-
maður hennar er Jimmy Ek-
stedt og dæturnar Vilma Ósk og
Gréta Líf.
Eftirlifandi eiginkona Óskars
störf hjá Framkvæmdasýslu rík-
isins árið 1996 og gegndi starfi
forstjóra frá árinu 1999. Í gegn-
um árin kenndi hann einnig ým-
is námskeið hjá Endurmenntun
HÍ og sat í nefndum og ráðum
varðandi byggingamál á Íslandi.
Óskar var einn af stofnendum
Rótarýklúbbsins Straums í
Hafnarfirði og var fyrsti forseti
klúbbsins. Félagar hans sæmdu
hann Paul Harris-orðunni árið
2005.
Áhugasvið Óskars hefur allt-
af tengst byggingastarfsemi og
framfaramálum á því sviði.
Hann hefur verið í fararbroddi
þeirra sem hafa viljað taka upp
vottuð gæðakerfi í byggingar-
iðnaði, verið talsmaður vist-
vænna bygginga og þess að inn-
leiða BIM-líkön í
byggingaframkvæmdum hér á
landi.
Útför Óskars fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
2. desember 2014, kl. 13.
er Jónína Ólafs-
dóttir. Dóttir henn-
ar er Guðný Kjart-
ansdóttir. Eigin-
maður hennar er
Haukur Heiðar
Hauksson og börnin
Birna og Hrafn.
Óskar lauk stúd-
entsprófi frá MR og
sveinsprófi í húsa-
smíði frá Iðnskól-
anum í Reykjavík
árið 1975. Hann
lauk BS-prófi í verkfræði frá HÍ
árið 1979 og MS-prófi í bygg-
ingarverkfræði frá University
of Alberta í Kanada árið 1981.
Árið 2010 lauk hann MPA-prófi
í opinberri stjórnsýslu frá HÍ.
Starfsævi Óskars hefur verið
í byggingageiranum, fyrst hjá
Verkfræðiþjónustu JGB, síðan
Hagvirki. Hann var forstjóri hjá
Byggðaverki 1986-1993 og
Roofcraft International í Banda-
ríkjunum 1993-1996. Hann hóf
Mín fyrsta bernskuminning er
þegar hann Óskar bróðir minn
fæddist. Ingibjörg amma okkar,
sem var ljósmóðir, kom þá og tók
á móti honum heima í Ásgarði. All-
ir heima og þetta var bara partur
af lífinu.
Við áttum heima í Ásgarði við
Dalvík og Óskar afi og amma
Snjólaug áttu heima í hluta húss-
ins og nálægðin mikil. Þetta voru
ekki stórar vistarverur en öllu
hugvitssamlega komið fyrir. Rúm-
in fyrir okkur krakkana voru til
dæmis útbúin þannig að þau voru
fest upp við vegg yfir daginn,
þannig að við fengjum leikpláss.
Og þegar við fluttum úr Ásgarði
voru börnin orðin fimm. Það eru
mikil forréttindi að alast upp í litlu
bæjarfélagi með skyldfólk allt í
kring og Kóngsstaðir og Engihlíð
voru fastir punktar í tilverunni.
Óskar naut þess að vera í sveitinni
og fljótt kom í ljós sá eiginleiki
sem var svo ríkur hjá honum að
sjá hvað þurfti að gera, finna
lausnir og framkvæma. Þótt hann
væri ekki hár í loftinu var honum
þetta í blóð borið. Hann var líka
hvers manns hugljúfi og það var
alltaf gaman að vera í kringum
hann.
En lífið hefur margar hliðar og
árið 1963 deyr móðir okkar eftir
erfið veikindi. Pabbi, sem var
sveitarstjóri á Dalvík, tekur þá
ákvörðun að flytja „suður“ með
börnin sín fimm. Þetta voru auð-
vitað mikil viðbrigði fyrir okkur
börnin sem höfðum alist upp í
þessu litla samfélagi. Hildur móð-
ursystir okkar og hennar litla fjöl-
skylda voru hjá okkur fyrsta vet-
urinn fyrir sunnan, sem var
ómetanlegt. Árin liðu og við
krakkarnir fórum í sveitina á
sumrin og þá vorum við Óskar
ávallt nálægt hvort öðru, hann var
í Engihlíð og ég í Kálfsskinni.
Síðan kemur hún Gerður inn í
líf okkar allra og við bætast þrjú
systkini og lífið fer í fastari skorð-
ur. Keyptur er sumarbústaður í
byggingu í Eilífsdal og frábærar
samverustundir þar og mikið unn-
ið og Óskar alltaf tilbúinn að
leggja hönd á plóg og frábær fag-
maður. Enn og aftur urðu kafla-
skil. Árið 1995 lést Ingimar bróðir
okkar eftir stutt veikindi og áfallið
var mikið.
Við Óskar stofnuðum bæði okk-
ar fyrstu heimili í Hafnarfirði.
Unnum hjá sama fyrirtækinu í
Hafnarfirði í nokkur ár. Og fórum
síðan bæði að vinna hjá opinber-
um stofnunum á svipuðum tíma.
Alltaf þráður á milli okkar – leið-
arljós í lífinu.
Óskar tókst á við skyndileg og
erfið veikindi af miklu æðruleysi
og á sinn hógværa hátt, með hana
Nínu sína sér við hlið. Aðdáunar-
vert að sjá hvernig þau tókust á
við þetta saman.
Hjartans þökk fyrir samfylgd-
ina og stuðninginn í gegnum lífið.
Blessuð sé minningin um kæran
bróður og vin.
Fjóla Bergrós.
Elsku Óskar Bragi. Við ótíma-
bært andlát þitt rifjast upp minn-
ingar frá æskuárum þínum, sem
ég var oft þátttakandi að.
Vegna veikinda mömmu þinnar
og eftir að hún dó var ég ósjaldan
að passa ykkur systkinin þegar
þið bjugguð í Sunnuhvoli á Dalvík.
Þá voru stundum sagðar sögur af
Fóu og Fóu feykirófu, Búkollu-
saga o.fl. Þú og Einar bróðir þinn
dvölduð oft á sumrin í Engihlíð hjá
móðurafa þínum og -ömmu (pabba
og mömmu) og síðan hjá okkur
Gylfa eftir að við tókum við búinu.
Ein af fjölmörgum skemmtilegum
minningum kemur upp í hugann,
þegar mamma þín var í heimsókn í
Engihlíð með ykkur systkinin, þú
fimm eða sex ára gamall, og þið
lékuð ykkur að því að blása litlum
bréfsnifsum upp í loftið, eitt datt á
höfuðið á mömmu þinni og hún
þóttist ekkert vita hvað orðið hefði
af því. Þú hoppaðir í kringum hana
og hlóst, „ha, ha, ha, horfðu upp í
hárið á þér“. Það þurfti ekki dýr
leikföng til að skemmta sér vel.
Þegar pabbi þinn flutti með ykkur
systkinin frá Dalvík bjugguð þið
fyrst á Hlíðarveginum í Kópavogi.
Við Gylfi ásamt Völlu dóttur okkar
bjuggum hjá ykkur einn vetur,
Gylfi var í stýrimannaskólanum
og ég hugsaði um heimilið. Þar
hélstu upp á 10 ára afmælið og á
myndum má sjá að sparistellið
með gylltu röndinni var dregið
fram og heitt súkkulaði ásamt
rjóma og tertum borið á borð. Síð-
asta afmælisveislan sem ég fór í
hjá þér var þegar þú hélst upp á 50
ára afmælið, frábær skemmtun!
Og þið komuð til Akureyrar í 60
ára afmælisveislu til okkar Gylfa
og einnig þegar afkomendur okk-
ar Gylfa héldu okkur óvænta af-
mælisveislu í tilefni sjötugs-
afmæla okkar, þá mættuð þið
Nína hress að vanda. Þrátt fyrir
áföll í lífinu; þegar mamma þín dó
frá ykkur fimm systkinum á aldr-
inum tveggja til tólf ára, þú átta
ára, og þegar Ingimar bróðir þinn
dó eftir mjög stutt veikindi, 43 ára
að aldri, frá konu og þremur ung-
um börnum, þá hefur þér tekist að
takast á við lífið, skapgóður, glað-
lyndur og stutt í bros og hlátur.
Ég trúi að þú sért búinn að hitta
foreldra þína og bræður, elsti
bróðir þinn fæddist aðeins fimm
merkur og lifði bara nokkra daga.
Ég ylja mér við skemmtilegar
minningar.
Elsku Nína, Harpa og fjöl-
skyldur, systkini og aðrir aðstand-
endur, innilegar samúðarkveðjur
frá okkur Gylfa, börnum okkar og
þeirra fjölskyldum. Minning um
góðan dreng lifir.
Hildur Marinósdóttir.
Óskari kynntist ég fyrst í níu
ára bekk í barnaskóla, fyrsta vet-
urinn sem Digranesskóli í Kópa-
vogi starfaði. Blandað var saman
börnum úr mörgum bekkjum og
sjálf þekkti ég fáa í upphafi vetrar.
Þennan vetur sat Óskar fyrir
framan mig og okkur varð ágæt-
lega til vina, hann var ljúfur í við-
kynningu og góður strákur, sem
manni fannst ekki eiga við um alla
jafnaldrana. Næsta vetur var Ósk-
ar horfinn úr bekknum og ég vissi
ekki hvað varð af honum. Svo leið
það sem virtist heill mannsaldur á
þessum árum, eða rúm sex ár, og
það kom að skólagöngu í Mennta-
skólanum í Reykjavík. Taldi mig
þekkja Óskar þar á meðal nýnema
og notaði fyrsta tækifæri sem
gafst til að tala við hann. Jú, það
var rétt, nafn hans var Óskar
Valdimarsson, en nei, hann mundi
ekkert eftir mér eða að hafa verið í
Digranesskóla. Seinna sagði Ósk-
ar mér að á þessum árum hefði
fjölskyldan oft flutt, pabbi hans
var ekkjumaður með fimm börn,
og hann myndi ekki eftir öllum
skólum sem hann hafði verið í. Á
menntaskólaárunum fór Óskar að
vera með Brynju Guðmundsdótt-
ur bekkjarsystur minni og vin-
konu. Við þrjú vorum samstúdent-
ar frá MR árið 1975 og fórum öll í
verkfræði í Háskóla Íslands. Að
loknu prófi þar fóru Óskar og
Brynja í framhaldsnám til Ed-
monton í Alberta, Kanada. Þar
voru þau í tvö ár. Áður en þau
fluttu heim keyrðu þau frá Ed-
monton til austurstrandarinnar. Á
þeirri leið heimsóttu þau mig í
Minnesota og þar áttum við
skemmtilega daga. Harpa dóttir
þeirra fæddist svo í lok nóvember
þessa árs.
Margar góðar minningar eru
tengdar Óskari frá skólaárunum
og eftir nám. Þar má nefna mat-
arboð, jeppaferðir og seinna
gönguferðir. Í einni jeppaferðinni
var hluti hópsins á göngu og við
hin svöng þegar í ljós kom að mat-
föngin voru læst inni í einum bíln-
um og lykillinn hjá þeim sem voru
í burtu. Þá sagði Óskar að lítið mál
væri að opna einn Landrover
þannig að engin ummerki sæjust.
Það gerði hann, afturhurðin var
losuð af og sett á aftur. Eigand-
anum var sögð sagan löngu síðar.
Ein minning tengist matarboði
hjá mér fyrir rúmum sextán árum.
Hafði keypt ósamsett gasgrill og
samtímis boðið þeim hjónum í
mat. Óskar og Brynja fengu það
hlutverk að setja saman grillið,
sem tók drjúgan tíma. Verkfræð-
ingarnir tveir unnu verkið, sam-
hent og af einbeitingu. Óskar tók
þessu af jafnaðargeði eins og hon-
um var lagið og við skemmtum
okkur yfir þessu tiltæki þó að mat-
urinn væri ansi seint. Í gönguferð-
um var Óskar eins og annars stað-
ar góður félagi. Það voru oft börn
og unglingar með í ferð, hann var
barngóður og hafði gaman af því
að spjalla við þau. Síðasta göngu-
ferðin sem hann var með okkur
var á Hornströndum sumarið
1999. Ekki löngu seinna slitu þau
Brynja samvistir og Óskar hvarf
úr hópnum. Við hittumst stopult
eftir það, en þá var hann ljúfur og
ræðinn, minnti á strákinn sem ég
kynntist í barnaskóla. Veikindum
hans fylgdist ég með úr fjarlægð
gegnum sameiginlega vini. Nú við
fráfall Óskars votta ég Hörpu
dóttur hans, Jónínu eftirlifandi
eiginkonu og öðrum aðstandend-
um samúð mína.
Sigrún Pálsdóttir.
Óskar Valdimarsson hóf störf
hjá Framkvæmdasýslu ríkisins
árið 1996. Hann var forstjóri frá
árinu 1999 en nú í sumar fögnuð-
um við 15 ára starfsafmæli hans
sem forstjóra. Óskar hafði mikinn
metnað fyrir hönd stofnunarinnar
og lagði hann ríka áherslu á að
Framkvæmdasýslan væri ávallt í
fararbroddi og þannig leiðandi afl
á sínu sviði. Undir forystu hans
hafa verið stigin mörg framfara-
skref á sviði opinberra fram-
kvæmda. Strax árið 1999 var
ákveðið að FSR tæki upp gæða-
stjórnun. Gæðastjórnunarkerfi
stofnunarinnar hlaut vottun
haustið 2012 og var FSR þar með
ein allra fyrsta opinbera stofnunin
á Íslandi sem var með vottað
gæðastjórnunarkerfi. Þetta verk-
efni er lýsandi fyrir framsýni Ósk-
ars og elju í starfi.
Óskar var í eðli sínu frum-
kvöðull sem lagði áherslu á frum-
kvæðisverkefni. Vistvæn gildi
voru honum hugleikin og hafði
hann forystu um að innleiða þau
með vistvænum byggingarferlum
og byggingum. Þannig lagði hann
til að helstu verkefni FSR fengju
alþjóðlega vottun og hefur það náð
fram að ganga. Þá hefur stofnunin
verið í fararbroddi við að innleiða
vistvæn og sjálfbær viðhorf í ís-
lenskum byggingariðnaði. FSR er
stofnaðili Vistbyggðaráðs og nýtti
Óskar einnig krafta sína innan
Nordic Built verkefnisins.
Óskar innleiddi BIM, upplýs-
ingalíkön mannvirkja, í verkefn-
um FSR en það er aðferðafræði
við hönnun mannvirkja, þar sem
hönnuðir gera rafræn, þrívíð líkön
af mannvirkjum. Markmiðið er að
bæta gögn og minnka líkindi á
mistökum á undirbúnings- og
hönnunarstiginu. Óskar vann öt-
ullega að því að koma á fót íslensk-
um vettvangi, BIM Ísland, til að
styðja við innleiðinguna hérlendis.
Hann var öflugur í erlendu sam-
starfi og nutum við samstarfsfólk
hans þess.
Ráðagóður, hvetjandi og yfir-
vegaður eru orð sem lýsa Óskari
sem stjórnanda og samstarfs-
manni. Hann var fagmaður sem
var ávallt yfirvegaður og er það
eiginleiki sem kom sér einkar vel í
starfi. Hann sýndi starfsmönnum
sínum mikið traust en alltaf var
hægt að leita til hans og fá góð ráð
og leiðsögn.
Starfsfólk FSR hefur verið með
leynivinaviku á aðventunni undan-
farin ár. Þá er litlum vinagjöfum
lætt til samstarfsmanna og í lok
vikunnar kemur starfsfólkið sam-
an, búið veitingum að heiman og
þá giskar fólk á hver leynivinurinn
er. Ávallt eru nöfn starfsmanna
nefnd en þó var það svo að nafn
Nínu eiginkonu Óskars var iðu-
lega nefnt. Oftar en ekki átti sá
kollgátuna enda báru gjafirnar
þess merki.
Nína er einstök kona og var
augljóst hvaða hug Óskar bar til
hennar enda kom alltaf blik í aug-
un á honum þegar Nínu bar á
góma, virðingin og væntumþykjan
leyndi sér ekki.
Það hefur verið mikil gæfa að fá
að vinna með Óskari, betri sam-
starfsfélaga er ekki hægt að hugsa
sér. Við erum lánsöm að hafa notið
leiðsagnar hans og erum þakklát
fyrir þann tíma sem við áttum með
honum. Við samstarfsfólk Óskars
hjá Framkvæmdasýslu ríkisins
vottum Nínu, dóttur, stjúpdóttur,
tengdasonum, barnabörnum og
öðrum aðstandendum samúð okk-
ar. Megi minningin um góðan
mann veita ykkur styrk í sorginni.
Fyrir hönd samstarfsfólks hjá
FSR,
Halldóra Vífilsdóttir.
Kveðja frá byggingarnefnd
NLSH
Haustið 2009 var skipuð verk-
efnastjórn um byggingu Nýs
Landspítala. Þá þegar var leitað
til Óskars Valdimarssonar for-
stjóra Framkvæmdasýslu ríkis-
ins, sem við kveðjum nú hinsta
sinni, vegna samstarfs verkefnis-
ins við stofnunina. Í kjölfar laga-
setningar nr. 64/2010 um Nýjan
Landspítala ohf. settist Óskar sem
einn af sjö aðilum í byggingar-
nefnd um nýjan spítala. Þá þegar
var hann einn af burðarásum í
samningum við Spítal-hópinn sem
vann samkeppni um forhönnun og
deiliskipulagsgerð á Hringbraut-
arsvæðinu.
Óskar sat í byggingarnefndinni
allt til dánardægurs og var allan
tímann vakinn og sofinn yfir verk-
efninu. Mikilvæg hefur verið yf-
irsýn hans og reynsla af öðrum
byggingarverkefnum á vegum
ríkisins, jafnframt sú fagþekking
og þær nýjungar sem Fram-
kvæmdasýslan lagði til, verkefn-
inu til góða. Allt það sem Óskar
lagði til var unnið af heiðarleika og
fagmennsku og viljinn til verka
var alltaf mikill. Kom það vel í ljós
þegar starfsverkefni hans erlend-
is stóðu yfir, að þrátt fyrir fjar-
veru var það okkur hinum kostur
að geta haft hann áfram með á
fundum í gegn um fjarfundarbún-
að. Óskar taldi það ekki eftir sér
að koma því alltaf þannig við,
sama hvað tími sólarhrings það
væri, og leggja þannig verkefninu
áfram til fagleiðbeiningu af sinni
hálfu.
Nú liggur fyrir forhönnun fyrir
nýjar sjúkrahúsbyggingar og eru
allar skipulagsáætlanir sam-
þykktar, fullnaðarhönnun á
Sjúkrahótelinu er hafin og eitt af
síðustu verkefnum Óskars var að
ramma inn og ljúka með NLSH
aðkomu Framkvæmdasýslunnar
að áframhaldandi þátttöku, enda
fyrirséð að verkefnið héldi áfram.
Nokkrum dögum eftir lát Óskars
fengum við síðan þær fréttir að
gera megi ráð fyrir enn meiri
krafti í verkefninu á komandi ár-
um og það er því með hlýjum hug
sem við hugsum til þeirra aðila
sem hafa barist jafn ötullega og
Óskar Valdimarsson fyrir því að
nýtt Þjóðarsjúkrahús verði reist.
Við sem störfuðum með Óskari,
í byggingarnefnd NLSH, þökkum
honum fyrir góð kynni, fag-
mennsku og áreiðanleika. Sendum
við ættingjum, vinum og sam-
starfsfólki samúðar- og kærleik-
skveðjur. Hvíl í friði.
Gunnar Svavarsson.
Kveðja frá Verkfræðinga-
félagi Íslands
Það er með söknuði sem við
kveðjum góðan félaga, Óskar B.
Valdimarsson, verkfræðing og
fyrrverandi varaformann
Verkfræðingafélags Íslands.
Óskar hóf virka þátttöku í starfi
VFÍ fljótlega að loknu framhalds-
námi í Kanada, en hann tók sæti í
stjórn byggingarverkfræðideildar
félagsins 1983 og sinnti eftir það
fjölmörgum trúnaðarstörfum á
vettvangi þess. Hann átti sæti í
fulltrúaráði VFÍ, hann var kjörinn
í aðalstjórn félagsins og gegndi
um tíma varaformennsku VFÍ.
Þeim fjölmörgu verkefnum sem
Óskar tók að sér fyrir Verkfræð-
ingafélag Íslands sinnti hann af al-
úð og leysti farsællega af hendi.
Með Óskari var einstaklega
gott að starfa, við minnumst hans
með hlýju og vottum fjölskyldu
hans og aðstandendum innilega
samúð.
Kristinn Andersen,
formaður VFÍ.
Fyrir tuttugu og fimm árum
hóf ég nýútskrifuð störf á tækni-
deild hjá verktakafyrirtæki þar
sem Óskar Valdimarsson var
framkvæmdastjóri. Það var ekki
alltaf einfalt að vera reynslulaus,
og stelpa í þokkabót, en til Óskars
var alltaf gott að leita. Hann var
traustur og réttsýnn maður með
góða nærveru. Óskar var virkur í
Rotaryhreyfingunni og bað hann
mig um að halda erindi fyrir
klúbbinn sinn sem og ég gerði.
Efnið mátti ég velja sjálf og úr
varð að ég talaði um mitt hjartans
mál – að auka hlut kvenna í tækni-
og verkfræðistörfum. Eftir fund-
inn sagði hann sposkur að erindið
hefði alveg verið áheyrilegt en
bara fyrir ranga áheyrendur –
þeir félagarnir væru löngu búnir
að átta sig á þessu. Meðmælin sem
hann gaf mér þegar ég svo síðar
meir flutti mig um set geymi ég
enn. Eins og annar texti sem frá
honum kom var það vel stílað, lág-
stemmt en hnitmiðað.
Óskar var góður fagmaður og
vandaði til allra verka. Leiðir okk-
ar lágu aftur saman á vettvangi
Verkfræðingafélags Íslands
(VFÍ). Sat hann í stjórn þess þeg-
ar ég kom ný inn í hana árið 2000.
Við mér tók sama hlýja trausta
viðmótið og áður. Fyrir lá ákvörð-
un stjórnar um að semja við verk-
taka um byggingu húss á lóðinni
við Engjateig 7. Eignaðist félagið
þar með hlut í því húsi. Óskar
leiddi þessa vinnu fyrir hönd
stjórnar félagsins og var einn af
lykilmönnunum í að koma þessu á
koppinn. Á haustmánuðum 2008
seldi félagið þennan hlut og gat þá
greitt upp allar langtímaskuldir.
Varð þetta því farsælt skref og
styrkti félagið á umrótstímum.
Sem formaður VFÍ var dýr-
mætt að eiga það bakland sem
Óskar var. Hann var rökfastur og
yfirvegaður með mikla hæfni í
mannlegum samskiptum. Honum
fórst það vel úr hendi að leiða
fundi þar sem fólk hafði ólíkar
skoðanir, gætti jafnræðis og að
fólk sýndi hvað öðru kurteisi.
Ég votta fjölskyldu hans mína
dýpstu samúð.
Jóhanna Harpa Árnadóttir,
fyrrverandi formaður VFÍ.
Kveðja frá Rótarýklúbbnum
Straumi í Hafnarfirði
Í dag kveðja rótarýfélagar í
Hafnarfirði góðan vin með virð-
ingu og þökk. Óskar Valdimars-
son var kosinn fyrsti forseti Rkl.
Straums á stofnfundi klúbbsins
25. apríl 1998, en hann hafði áður
verið félagi í móðurklúbbnum,
Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar.
Meðan heilsan leyfði sótti hann
vikulega fundi og lét sig sjaldan
vanta, enda áhugasamur rótarý-
maður, átti góða vini og félaga í
klúbbnum og var afar vel liðinn af
félögum sínum enda viðræðugóð-
ur, fróður og glaðvær. Hans er
sárt saknað í klúbbnum. Um leið
og við þökkum samfylgdina send-
um við eiginkonu, dóttur og fjöl-
skyldum þeirra samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Óskars.
Edda Möller, forseti.
Óskar Valdimarsson