Morgunblaðið - 02.12.2014, Side 16
Morgunblaðið/Kristinn
Dómur Hæstiréttur taldi að PwC hefði verið heimilt að víkja manninum úr starfi.
FRÉTTASKÝRING
Brynja Björg Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
Hæstiréttur dæmdi nýlega fyrrver-
andi forstöðumann PriceWater-
houseCoopers (PwC) á Akureyri til
að greiða skaðabætur fyrir samn-
ingsbrot og útilokar PwC ekki frek-
ari málaferli gagnvart manninum
upp á tugi milljóna króna.
Málið varðar yfirtöku við-
skiptavina og undirbúning sam-
keppnisrekstrar í trássi við ráðn-
ingarsamning og samstarfssamning
hluthafa félagins. Forstöðumað-
urinn fyrrverandi var dæmdur til
að greiða félaginu 2,5 milljónir
króna í bætur fyrir að taka yfir þrjá
viðskiptavini PwC, en þeir eru nú í
viðskiptum hjá endurskoðunar- og
ráðgjafafyrirtæki í eigu forstöðu-
mannsins.
Aðeins brot af heildarkröfum
Vignir Rafn Gíslason, löggiltur
endurskoðandi og einn hluthafa
PwC, segir málið fyrir Hæstarétti
aðeins varða nokkur viðskipta-
sambönd og hluta greiðslna vegna
þeirra, á grundvelli samstarfssamn-
ingsins. Heildarkröfur PwC á hend-
ur forstöðumanninum, sem séu
samkynja kröfunum í dómsmálinu,
nemi mörgum tugum milljóna
króna. ,,Það er í skoðun hjá okkur
hvernig málið verður tekið áfram.
Við munum skoða alla þá kosti sem
hámarka niðurstöðu dómsins fyrir
okkar fyrirtæki og hluthafa.“ Hann
segir ekkert útilokað í þeim efnum
en getur ekki tjáð sig um hvort
reynt hafi verið að ná fram sáttum
um aðrar kröfur.
Vignir telur fordæmisgildi dóms-
ins mikið. ,,Dómurinn sýnir að
mönnum er ekki bannað að hætta á
vinnustað og taka vinnusamböndin
með sér, svo lengi sem þeir greiða
bætur á grundvelli þeirra samninga
sem þeir hafa undirgengist.“
Hann bendir einnig á, að starfs-
maður fyrirgeri rétti sínum til
launa í uppsagnarfresti, verði talið
sannað að hann hafi undirbúið sam-
keppnisrekstur við fyrirtækið sem
hann starfar fyrir. ,,Menn geta ekki
bæði undirbúið samkeppnisrekstur
og þegið laun frá vinnuveitanda sín-
um á meðan.“
Samkeppnisbann í samningi
Forsaga málsins er sú að sam-
kvæmt ráðningarsamningi forstöðu-
mannsins skyldi hann fylgja sam-
starfssamningi hluthafa PwC.
Í honum segir að hluthafi fyr-
irgeri rétti sínum til starfa hjá fé-
laginu,verði hann uppvís að því að
hefja samkeppnisrekstur eða und-
irbúning hans á meðan hann er í
starfi hjá PwC.
Þar segir einnig að taki hluthafi
með sér viðskiptamenn frá PwC,
innan þriggja ára frá starfslokum,
eða verði uppvís að því að valda fé-
laginu tjóni við útgöngu úr félaginu,
sé hann bótaskyldur gagnvart PwC
og félagið geti því krafist bóta sem
nemi tekjum síðustu 12 mánaða
vegna vinnu félagsins fyrir við-
skiptamanninn.
Forstöðumaðurinn sagði starfi
sínu hjá PwC upp 20. maí 2012,
með sex mánaða uppsagnarfresti,
en var vikið úr starfi 8. júní sama
ár.
Þann 21. maí sögðu þrír aðrir
starfsmenn PwC á Akureyri upp
störfum en þeir starfa nú undir
nafni ráðgafa- og endurskoðenda-
fyrirtækis sem forstöðumaðurinn
stofnaði þann 12. júní 2012.
PwC stefndi manninum vegna yf-
irtöku viðskiptavina og var málið
tekið fyrir í janúar 2013 hjá héraðs-
dómi. Hann krafðist hins vegar
launa í uppsagnarfresti en þeirri
kröfu var hafnað.
Í dómi Hæstaréttar kemur fram
að forstöðumaðurinn hafi gegnt
lykilstöðu hjá PwC, hafi verið í
beinu sambandi við viðskiptamenn
og borið ríka trúnaðarskyldu. Í ljósi
þess verði ekki talið að umrætt
samningsákvæði hafi skert atvinnu-
frelsi hans með ósanngjörnum
hætti.
Bæði héraðsdómur og Hæstirétt-
ur töldu að PwC hefði með réttu
mátt líta svo á að forstöðumaðurinn
væri að undirbúa samkeppn-
isrekstur við sig á meðan hann var
enn í starfi hjá PwC. Liður í því
væri jafnframt að ná til sín við-
skiptamönnum PwC, svo sem síðar
hefði komið á daginn. Hefði PwC
því verið heimilt að víkja honum úr
starfi vegna samningsbrota hans.
Ákvæði af þessum toga þekkt
Arnar Þór Stefánsson, hæstarétt-
arlögmaður hjá LEX Lögmanns-
stofu, segir samningsbundnar höml-
ur á samkeppni algengar bæði í
ráðningarsamningum og hluthafa-
samkomulagi, sérstaklega þegar um
sérfræðinga er að ræða. ,,Brot gegn
slíku samkeppnisákvæði getur varð-
að lögbanni og/eða skaðabótum.“
Gert að greiða bætur fyrir
að taka með sér viðskiptavini
Samningsbundnar samkeppnishömlur algengar hjá sérfræðistéttum
Vignir Rafn
Gíslason
Arnar Þór
Stefánsson
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2014
5. & 6. - 12.& 13. og 19.& 20. 1. janúar - opnum kl. 19.
Uppselt
Í hádeginu á Þorláksmessu
Sunnudagurinn14 desember.lifandi tónlist ogjólasveinar.hádegistilboð
5.900
Gjafabréf
Perlunnar
Góð gjöf við
öll tækifæri!
Föstudag
inn 5. des
.
Laugarda
ginn 6. de
s. - Uppse
lt
Föstudag
inn 12. de
s.
Laugarda
ginn 13. d
es.
Sunnudag
inn 14. de
s.
- Lifandi
tónlist, jó
lasveinar
og öll bör
n fá gjafir
Föstudag
inn 19. de
s.
Laugarda
ginn 20. d
es.
Veitingahúsið Perlan - Sími: 562 0200 - Fax: 562 0207 - Netfang - perlan@perlan.is - www.perlan.is
Hádegistilboð kr. 5.900 föstudagana & laug
ardagana
Hádegi
stilboð
5.900.
-
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Gengi rúblunnar hríðféll á gjaldeyr-
ismörkuðum í gær vegna ótta um áhrif
lækkandi olíuverðs á efnahag Rúss-
lands. Hefur gengi rúblunnar ekki fallið
jafn skarpt frá efnahagskreppunni sem
reið yfir landið 1998. Rúblan féll um 9%
innan dags í gær áður en hún tók aftur
við sér og var gengislækkunin 4% í lok
viðskiptadags. Á þessu ári hefur rúblan
lækkað um tæplega 60% gagnvart
bandaríkjadal sem einkum má rekja til
lækkandi olíuverðs og viðskiptabanns
á Rússland.
Mesta fall rúblunnar frá
kreppunni árið 1998
● Viðskipti með hlutabréf í Kauphöll-
inni í nóvember námu 35.459 millj-
ónum eða 1.773 milljónum á dag. Það
er 26% hækkun frá fyrri mánuði, en í
október námu viðskipti með hlutabréf
1.402 milljónum á dag. Aukning við-
skipta á milli ára er 87%. Mest voru
viðskipti með hlutabréf Marels, eða
8.472 milljónir, en viðskipti með hluta-
bréf Icelandair Group námu 7.661 millj-
ón og bréf Össurar 3.732 milljónum.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 6,96%
milli mánaða og stóð í lok nóvember í
1.269 stigum.
Viðskipti með hlutabréf
aukast á milli mánaða
!
"#!$
"$!$
$$!$
%%
#
" %
##
!
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
!
!#
"$
"%$
$%!
%!
$$
" "
#"
!!$
!
"!
"#!
"%$
$$"!
%%
#"#
"
#"#
!
"% #
● Þjónustujöfn-
uður við útlönd var
jákvæður um 80,2
milljarða á þriðja
ársfjórðungi 2014,
samkvæmt bráða-
birgðatölum frá
Hagstofu Íslands,
og jókst um 10,3
milljarða frá sama
fjórðungi 2013. Var heildarútflutningur
á þjónustu á tímabilinu 173,3 milljarðar.
Ferðaþjónusta er í fyrsta skipti
stærsti þjónustuliður í bæði inn- og út-
flutningi og var afgangur af henni 37,4
milljarðar. Útflutningstekjur hennar
námu 66,9 milljörðum.
Þjónustujöfnuður já-
kvæður um 80 milljarða
Ferðaþjónustan
skilar mestu.
STUTTAR FRÉTTIR ...
Verð á íslenskum sjávarafurðum í
erlendri mynt hefur farið hækk-
andi síðustu tólf mánuði og var
verðið í ágúst sl. hærra en það hef-
ur mælst frá árinu 1990.
Frá þessu er greint í Hagsjá Hag-
fræðideildar Landsbankans. Þar er
bent á að verð á botnfiski hafi
hækkað nokkuð síðustu mánuði en
hins vegar hefur verð á uppsjáv-
arfiski (loðna, síld, makríll og kol-
munni) lækkað lítillega.
Yfir lengra tímabil hefur verð
uppsjávarfisks þó hækkað verulega
umfram botnfisk. Þannig segir í
Hagsjá Landsbankans að 150%
verðhækkun hafi orðið á uppsjáv-
arfiski frá 2006 en aðeins 11%
hækkun hefur orðið á verði botn-
fisks á sama tíma.
Sjávarafurðaverð ekki ver-
ið hærra í erlendri mynt
Morgunblaðið/Brynjar
Þorskur Síðustu mánuði hefur verð á botnfiski tekið að hækka nokkuð.