Morgunblaðið - 02.12.2014, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Vegna skorts á dýpri skilningi á með-
alstórum jarðskjálftum í Bárðar-
bungu tel ég varhugavert að lýsa því
yfir, líkt og gert hefur verið, að það
séu einna minnstar líkur á þeim
möguleika að það verði eldgos í Bárð-
arbungu,“ segir Ingi Þorleifur
Bjarnason jarðeðlisfræðingur.
Hinir möguleikarnir eru að eldgos í
Holuhrauni haldi áfram eða að það
byrji að gjósa í sprungu undir jökli.
„Ég hef komið þeirri skoðun á
framfæri við almannavarnir að það
eigi að leggja mikla áherslu á við-
brögð vegna mögulegs eldgoss í Bárð-
arbungu, vegna
þess að sá mögu-
leiki gæti valdið
mestum skaða.“
Varðandi þá
óvissu sem Ingi
Þorleifur telur um
framhald atburða
vísar hann til fyrri
rannsókna sinna
máli sínu til stuðn-
ings, nánar tiltek-
ið á meðalstórum skjálftum af stærð-
inni 5-5,9. Yfir 60 slíkir skjálftar hafa
orðið síðan gos í Holuhrauni hófst.
„Árin 1993 til 1996 var ég með stórt
net skjálftamæla sem gátu skráð allt
tíðnisvið skjálftabylgna við Bárðar-
bungu. Markmið þess var að rann-
saka möttulstrókinn undir Íslandi.
Ég setti þá fram eftirfarandi hug-
mynd sem gekk þvert á aðrar hug-
myndir:“
Skjálftarnir táknuðu ris
„Hún var sú að röð meðalstórra
Bárðarbunguskjálfta á árunum 1973-
1996 hefði verið merki um að kvika
hefði verið að safnast fyrir í Bárðar-
bungu í um það bil aldarfjórðung og
að fjallið hefði verið að rísa. Að þessir
skjálftar táknuðu ris í öskju Bárðar-
bungu en ekki sig eins og aðrir vís-
indamenn höfðu haldið fram,“ segir
Ingi Þorleifur og víkur að atburða-
rásinni við eldfjallið síðan eldgos
hófst í Holuhrauni 29. ágúst. Nú mæli
GPS-staðsetningartæki sig í öskjunni.
„Bárðarbunguskjálftarnir núna sýna
einmitt öfuga hreyfistefnu miðað við
það sem þeir gerðu áður.
Nú vitum við að askjan er að síga og
að meðalstóra skjálfta er vel hægt að
túlka sem sig í öskjunni, líkt og þeir
voru tengdir við ris í henni áður.
Kjarni málsins er sá að þetta eru
óvenjulegir skjálftar á heimsvísu, þótt
ekki séu þeir alveg einstakir, og
fræðin eru því ekki komin mjög langt í
dýpri skilningi á þessari tegund
skjálfta. Því verðum við að vera sér-
staklega opin fyrir mikilli óvissu í
framgangi jarðhræringa í Vatnajökli í
dag,“ segir Ingi Þorleifur.
Ekki hægt að útiloka gos
Jarðeðlisfræðingur kallar eftir viðbúnaði ef til eldgoss í Bárðarbungu kemur
Segir fyrri rannsóknir á skjálftum í Bárðarbungu undirstrika óvissu í greiningu
Ingi Þorleifur
Bjarnason
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ragna Erlendsdóttir, tveggja barna
einstæð móðir í Reykjavík, fékk boð
frá tveimur ókunnugum íbúðareig-
endum í Reykjavík um tímabundin
afnot af íbúðunum án endurgjalds.
Eins og sagt var frá í Morgun-
blaðinu í gær er Ragna komin á
götuna eftir að hafa misst tíma-
bundið húsnæði. Fjárhagur Rögnu
er erfiður eftir mikil útgjöld vegna
veikinda dóttur hennar, Ellu Dísar,
sem lést eftir langvinn veikindi sl.
sumar.
Íbúðir í Breiðholti
og Vesturbæ
Saga Rögnu hreyfði við lesendum
Morgunblaðsins sem buðu henni
húsnæði í Breiðholti og Vesturbæ.
„Ég ætla að taka boðinu og vera í
íbúðinni í Vesturbænum í þrjár vik-
ur. Þá kemur annar í íbúðina og ég
færi mig yfir í aðra íbúð í eigu fjöl-
skyldu í Breiðholti sem er að fara
til útlanda. Þau leyfa mér að vera í
íbúðinni frá og með 19. desember til
2. janúar. Hvað gerist í framhaldinu
er óvíst,“ segir Ragna.
Hún var á leið í hótelíbúð í mið-
borg Reykjavíkur þegar boðin um
íbúðirnar tvær bárust. Hún hafði
bókað gistingu fram á föstudag og
fékk hún fyrirframgreiðslu þriggja
af þeim nóttum fellda niður þegar
henni stóð annað húsnæði til boða.
Hyggst hún flytja sig um set í dag.
Eigandi íbúðarinnar í Vestur-
bænum er búsettur í Danmörku.
Um miðjan dag í gær hafði Sól-
veig Kaldalóns Jónsdóttir samband
við Morgunblaðið en hún býr í
Stege í Danmörku. Sagðist hún eiga
íbúð með húsgögnum og öðrum
húsbúnaði í Vesturbæ Reykjavíkur
sem yrði ónotuð til 20. desember.
Vildi hún gjarnan lána Rögnu og
dætrum hennar íbúðina án endur-
gjalds, þó ekki yfir hátíðarnar því
þá myndi systursonur hennar
dvelja þar með konu sinni. Eftir
áramótin kæmu frekari afnot af
íbúðinni til greina.
„Það er hjónarúm í svefnherberg-
inu og svefnsófi í stofunni og rúmföt
og sængur og koddar fyrir fimm.
Það er allt í íbúðinni og vantar ekk-
ert,“ sagði Sólveig sem hafði aldrei
heyrt Rögnu getið fyrr en í gær.
Sólveig og eiginmaður hennar,
sem er læknir, eiga bújörð og rækta
hveiti, bygg, hafra og sykurrófur.
Hefur búið í Danmörku í 40 ár
„Ég á sjö rollur sem bera á vorin.
Ég er 65 ára hjúkrunarfræðingur
og hef búið í Danmörku í yfir 40 ár.
Ég á þrjú börn á aldur við Rögnu
og svo á ég barnabörn. Þegar ég
heyrði af Rögnu og að hún hefði átt
veika dóttur fannst mér sem
hjúkrunarfræðingi leitt að það
skyldi ekki vera til hjálp fyrir
hana,“ segir Sólveig sem fluttist til
Danmerkur árið 1972 til að læra
svæfingarhjúkrun.
Sólveig fylgist með fréttum frá
Íslandi og hefur áhyggjur af
húsnæðismálum. „Kerfið er orðið
fátækt á Íslandi ef það getur ekki
hugsað um þá sem eiga erfitt í þjóð-
félaginu. Ég held að Danir hugsi
betur um fólk í slíkum vanda,“ segir
Sólveig.
Ókunnugt fólk bauð
Rögnu íbúðir til afnota
Morgunblaðið/Kristinn
Sofið rótt Ragna og dætur hennar geta hallað höfðinu á koddann í vinalegu húsnæði sem þeim hefur verið boðið.
Þær mæðgur eru öruggar með húsaskjól til áramóta hið minnsta – eftir það tekur óvissan við á ný.
Mæðgurnar fá að búa þar um tíma án endurgjalds
Í tillögum meiri-
hluta fjárlaga-
nefndar er eftir-
farandi tillaga
um aukafjárveit-
ingu til ríkislög-
reglustjóra:
Lögð er til 41
m.kr. hækkun á framlagi til að
kosta mannaða öryggisgæslu lög-
reglu á Bessastöðum.
Um er að ræða mat ríkislög-
reglustjóra á því hvað slík gæsla
kostar á ári. Þar er engin öryggis-
gæsla og brýnt að bæta úr því, enda
sker embættið sig úr að þessu leyti
þegar kemur að öryggi æðstu
stjórnar ríkisins. Talið er heppileg-
ast að lögreglan annist gæsluna þar
sem um er að ræða aðsetur og
heimili forseta auk þess sem menn-
ingarverðmæti eru á staðnum og
töluverður átroðningur ferða-
manna.
41 milljón í öryggis-
gæslu á Bessastöðum
Bessastaðir.
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Gjafakort
Borgarleikhússins
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Almenn heimild ráðherra til að
ákveða aðsetur stofnana sem undir
hann heyra verður endurvakin sam-
kvæmt frumvarpi til laga um breyt-
ingar á lögum um Stjórnarráð Ís-
lands. Flutningur Fiskistofu til
Akureyrar heyrir meðal annars undir
þetta ákvæði en ekki hefur gengið
þrautalaut að flytja starfsemina norð-
ur yfir heiðar.
Tillaga fjárlaganefndar um flutn-
inginn gerir ráð fyrir að flutningurinn
kosti 200 milljónir króna. „Stærsti
kostnaðarliðurinn er vegna þeirra
starfsmanna sem ekki flytjast með
stofnuninni norður,“ segir í tillög-
unni. Samkvæmt tillögunum verða 70
milljónir teknar af byggðaáætlun rík-
isstjórnarinnar, 60 milljónir koma úr
ríkissjóði og loks verða 45 milljónir
teknar af núverandi fjárheimildum
stofnunarinnar. Alls verða því 175
milljónir greiddar á árinu 2015 en af-
gangurinn, 34 milljónir, verður
greiddur árið 2016. Opinberum störf-
um á Akureyri mun fjölga um rúm-
lega tuttugu með flutningnum.
Ákvæðið um staðsetningu stofnana
var í eldri lögum. „Í eldri lögum um
Stjórnarráð Íslands var kveðið á um
heimild ráðherra til að ákveða aðset-
ur stofnana sem undir hann heyra.
Heimild féll niður
Sú heimild féll hins vegar niður án
skýringa við endurskoðun laganna
árið 2011 og án þess að umræða hefði
farið fram um þá breytingu á Alþingi.
Er talið rétt og eðlilegt að umrædd
lagaheimild verði endurvakin enda
hefur verið litið svo á að ákvörð-
unarvald um þetta sé eðlilegur hluti
stjórnunarheimilda ráðherra gagn-
vart stofnunum sem undir hann
heyra.
Að óbreyttu má ætla að sérstaka
lagaheimild þyrfti í hverju tilviki ef
staðsetja ætti stofnun í hús utan
sveitarfélagamarka Reykjavíkur.
Verður slíkt vart talið eðlilegt,“ segir
í frétt á vef forsætisráðuneytisins.
Ráðherra ráði
staðsetningu
Eðlilegur hluti heimilda ráðherra að
ráða hvar stofnanir séu staðsettar
Morgunblaðið/Þórður
Í ráðuneytinuStarfsmenn Fiski-
stofu mótmæltu flutningum.