Morgunblaðið - 02.12.2014, Síða 9

Morgunblaðið - 02.12.2014, Síða 9
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson Doktorar Alls tóku 79 við gullmerki HÍ á hátíð brautskráðra doktora sem haldin var í fjórða sinn í gær, fullveldisdaginn. Er þetta metfjöldi. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Rétt eins og blóm, tré og gras spretta upp úr vel nærðri mold sprettur upp úr vel menntuðu sam- félagi þekking, gagnrýnin hugsun, nýsköpun og framþróun. Þetta kom fram í máli Nönnu Elísu Jakobs- dóttur, fulltrúa stúdenta við Há- skóla Íslands, sem í gær, á fullveld- isdeginum, flutti ávarp við leiði Jóns Sigurðssonar forseta í Hóla- vallargarði við Suðurgötu. Stúd- entar halda í að 1. desember sé há- tíðisdagur þeirra og athöfnin í garðinum, þar sem blómsveigur er lagður á leiði forsetans, byggist á langri hefð. Baráttuandi og óbilandi trú Í ávarpi sínu vitnaði Nanna Elísa til þess að 1. desember árið 1922 hefði Sigurður Nordal, þá rektor Háskóla Íslands, talað fyrir mikil- vægi þess að reisa stúdentagarða í Reykjavík og bæta aðstöðu náms- manna almennt. Sagði hún að við- fangsefni dagsins í dag væru um margt hin sömu og var fyrir 92 ár- um. Margt hefði þó áunnist og á heimsvísu háskóla væri HÍ í fremstu röð. „Það er viðeigandi að stúdentar fylki liði 1. desember ár hvert að leiði Jóns Sigurðssonar og heiðri baráttuanda hans, kraft og þá stað- reynd að hann blés í brjóst Íslend- inga óbilandi trú á að við gætum staðið á eigin fótum og byggt upp sterkt og fallegt samfélag,“ sagði Nanna Elísa. Í starfi Háskóla Íslands sjálfs gildir einnig að hátíð sé þennan dag og í gær var dagsins minnst með því að 79 doktorum, sem braut- skráðst hafa frá skólanum síðasta árið var afhent gullmerki hans. Hafa aldrei jafn margir fengið doktorsgráðu á einu ári sem nú, en venjulega eru þeir 60 til 70. Þinghlé og forsetaveisla Samkvæmt langri hefð lá starf Alþingis niðri í gær, bæði þing- fundir og nefndastarf. „Mér þætti mjög óeðlilegt ef við hyrfum frá því að taka okkur hlé á þessum degi, þó svo sá mikil áfangi í sjálfstæðisbar- áttunni sem náðist þennan dag með fullveldinu 1. desember 1918 hafi svolítið fallið í skugga á síðustu ár- um,“ sagði Einar Kr. Guðfinnsson, forseti Alþingis, í samtali við Morg- unblaðið. Í gærkvöldi bauð Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þing- mönnum og mökum til kvöldverðar á Bessastöðum, en forsetaveisla á fullveldisdegi er gamall siður. Byggt upp sterkt og fallegt samfélag  Stúdentar fögnuðu á fullveldisdegi  Viðfangsefnin um margt hin sömu og var  Dagurinn hefur fallið í skuggann, segir forseti Alþingis  Forsetaveisla fyrir þingmenn og maka á Bessastöðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Stúdentar Gengu fylktu liði í Hólavallakirkjugarð þar sem blóm voru lögð á leiði Jóns forseta og ávarp flutt. FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2014 Bonito ehf. • Friendtex • Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 • www.friendtex.is Opið mánud. - föstud. 11:00-18:00, laugardaga í desember 12:00-16:00 70% Aðeins í 3 daga Seljum allt úr eldri listum á fáránlegu verði Verðdæmi Peysa áður 14.900 – nú 4.000 Peysa áður 12.500 – nú 2.000 Kjóll áður 13.900 – nú 3.000 Buxur, peysur,túnikur á2.000 Buxur, p eysur, jakkar á 4.000 Friendtex á Íslandi 1.-3. desember Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Jóla-rauður Kvartermabolir Str. 36-52 | Kr. 8.900 Það var 1. desember 1918 sem Sambandslög milli Ís- lands og Danmerkur tóku gildi. Inntak þeirra var við- urkenning Dana á því að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki, utan hvað þeir önnuðust utanríkismál Ís- lendinga og Danakonungur var áfram, að formi til, þjóðhöfðingi Íslendinga. En fullveldið var þó alltjent í höfn og af því spratt að 1. desember varð hátíð. Með lýðveldisstofnunni 1944 varð 17. júní þjóðhátíðar- dagur. Hátíðarhöld háskólastúdenta á fullveldisdeginum hófust 1921 og hefur það haldist allt til þessa dags. Úti á landi tíðkaðist lengi að halda fullveldissam- komur á þessum degi og að gefa frí í skólum. Að öðru leyti hefur saga dagsins að nokkru marki fyrnst. Saga dagsins hefur að nokkru marki fyrnst SAMBANDSLÖGIN TÓKU GILDI Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Heildarkvótinn í Austur-Atlantshafs- bláuggatúnfiski verður meiri á næsta ári en í ár. Hlutur Íslands er áfram 0,23% kvótans og verður rúmlega 36 tonn en var liðlega 30 tonn 2014. Tæplega 50 þjóðir eru í Atlantshafs- túnfiskveiðiráðinu, ICCAT, og þar af skipta 16 þjóðir með sér þessum stofni. Brynhildur Benediktsdóttir, sérfræðingur á sviði auðlindanýt- ingar í sjávarútvegsráðuneytinu, seg- ir að stofninn sé að ná sér og því hafi verið samþykkt á nýliðnum ársfundi ICCAT á Ítalíu að auka kvótann á næstu árum. Þannig verði hlutur Ís- lands liðlega 43 tonn 2016 og rúmlega 52 tonn 2017. Settu fyrirvara við samninginn Auk ákvörðunar um heildarkvóta var ákveðið að úthluta að auki ákveðnu magni til ríkja í Norður- Afríku, en hrygningarstöðvar eru í Miðjarðarhafi. „Við settum fyrirvara við samninginn,“ segir Brynhildur um viðbrögð Íslands og Noregs vegna þessa. Hún áréttar að Ísland og Noregur sætti sig ekki við að út- hlutað sé veiðiheimildum utan heild- arkvóta. Það séu ógagnsæ vinnu- brögð og óæskileg þróun. Betra sé að hafa alla úthlutun í sama potti. „En það er eitt að gera fyrirvara við samninginn og annað að mótmæla honum,“ segir hún. Vísir hf. í Grindavík var eina fyrir- tækið sem sótti um að fá að veiða tún- fisk í ár og fékk veiðileyfi til eins árs með möguleika á endurnýjun. Kvótinn náðist í fyrsta skipti Jóhanna Gísladóttir GK, línubátur félagsins, fékk rúm 22 tonn af kvóta ársins en átta tonn fengust sem með- afli. Brynhildur segir að ekki megi heimila fleiri skipum að veiða kvót- ann á meðan hann sé ekki meiri en raun ber vitni. Reyndar hafi eigendur sportveiðibáta getað sótt um leyfi en óvíst sé hvort veiðar þeirra séu raun- hæfar þar sem túnfiskurinn veiðist töluvert langt fyrir sunnan land. Veiða má bláuggatúnfisk á línu í Atlantshafinu í kringum Ísland frá 1. ágúst til áramóta. Ísland hefur verið í ICCAT síðan 2001 og nú náðist kvót- inn í fyrsta sinn. Heildarkvótinn verður aukinn í bláuggatúnfiski

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.