Morgunblaðið - 02.12.2014, Side 12
Afslátturinn vegna væntanlegrar vörugjaldsniðurfellingar (17%) er hluti af afslætti.
0%
VEXTIR
Vaxtalausar
raðgreiðslur
í tólfmánuði*
*3.5%
lántökugjald
ÞVOTTAVÉL
Lavamat 60260FL
Tekur 6 kg af þvotti. 1200
snúningar. Öll hugsanleg
þvottakerfi. Íslensk
notendahandbók.
99.900
Verð áður 135.900
UPPÞVOTTAVÉL
F56302MO
Topplaus undir borðplötu.
Vatnsskynjari, hljóðlát
með 5 þvottakerfi.
hvÍt 99.900
Verð áður 129.900
STÁL109.900
Verð áður 139.900
ÞURRKARI - BARKALAUS
T61270AC
Tekur 7 kg af þvotti. Ný tegund af
tromlu sem minnkar slit og dregur
úr krumpum. Snýr tromlu í báðar
áttir og er með rakaskynjara.
105.900
Verð áður 139.900
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · ormsson.isOPIÐ VIRKA DAGA KL. 10-18 · LAUGARDAGA KL. 11-15
Jólatilboð-fyrir heimilin í landinu
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2014
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Varað var með góðum fyrirvara við óveðrinu
sem gekk yfir landið á sunnudag og í fyrrinótt.
Veðurstofan birti veðurspá að kvöldi þriðju-
dagsins 25. nóvember þar sem spáð var stormi
á sunnudag, að sögn Helgu Ívarsdóttur veð-
urfræðings.
Trausti Jónsson veðurfræðingur sýndi gervi-
hnattamynd frá kanadísku veðurstofunni að-
faranótt s.l. föstudags á bloggi sínu (trj.blog.is)
þar sem sjá mátti lægðina í fæðingu. Þá var
óvíst hver braut hennar yrði og hvort hún ylli
hér óveðri.
Helga sagði að þegar mjög skýr merki væru
um storm í aðsigi þá væri því spáð með þetta
löngum fyrirvara. Þegar nær dró fór myndin að
skýrast. „Fjölmiðlar voru duglegir að vekja at-
hygli á veðrinu, ég held að flestir hafi vitað hvað
var í vændum,“ sagði Helga.
Hún sagði að vísbendingar um að vont veður
gæti verið í vændum dúkkuðu oft upp í veð-
urkortunum. Svo breyttist staðan og ekkert
yrði úr óveðrinu. Því var ekki þannig farið nú.
„Þetta var nokkuð stöðugt inni í spánum. Því
var þessu spáð með þetta löngum fyrirvara og
spáin gekk bara vel eftir,“ sagði Helga.
Búið var að spá allt að 30 m/s vindi á láglendi
og vindurinn í Keflavík fór t.d. yfir 29 m/s. Í
gær var verið að fara yfir gögn úr sjálfvirkum
mælum hjá Veðurstofunni. Mesti vindur á lág-
lendi mældist á Ennishálsi, milli Bitrufjarðar
og Kollafjarðar, 40,7 m/s. Sterkasta vindhviðan
þar var 52 m/s um miðnætti í fyrrinótt. Þá sýndi
mælir í Hellisskarði á Hellisheiði tæplega 60
m/s vindhviðu, samkvæmt óyfirfarinni mæl-
ingu.
Raforkukerfið slapp að mestu
Flutningskerfi Landsnets fyrir raforku slapp
við stóráföll í óveðrinu sem gekk yfir landið á
sunnudag og aðfaranótt mánudags, samkvæmt
tilkynningu Landsnets. Töluverður viðbúnaður
var í stjórnstöð Landsnets og einnig við tengi-
virki á vestan- og norðanverðu landinu.
Straumrof varð á Búrfellslínu 1 í skamma
stund um níuleytið á sunnudagskvöld. Einnig
leysti rafmagn út á Bolungarvíkurlínum 1 og 2
rétt fyrir klukkan hálfþrjú í fyrrinótt vegna
veðursins. Varaaflstöð Landsnets fór sjálfvirkt
í gang við það og var ekki rafmagnslaust nema í
þá einu mínútu sem tók að ræsa varaaflstöðina.
Ísing varð mun minni en búist hafði verið við,
enda var hlýrra en spáð var. Enn er talsverð
selta á flutningsmannvirkjum á Vesturlandi
sem mun skolast af í næstu rigningu.
Spenna var lækkuð á nokkrum stöðum til að
draga úr líkum á yfirslætti og orkuflutningur
var jafnaður á milli landshluta.
Spáð með fimm daga fyrirvara
Flutningskerfi Landsnets fyrir raforku slapp við stóráföll um helgina
Morgunblaðið/Ingó
Foktjón Þak fauk í heilu lagi af garðhúsi í Grafarvogi og víða varð tjón á eignum. Flutnings-
kerfi Landsnets slapp að mestu við áföll. Þó varð straumlaust skamma stund á nokkrum stöðum.
Tjónatilkynningar hófu að berast trygg-
ingafélögum þegar í gærmorgun.
Um 40 tilkynningar um tjón í óveðrinu á
sunnudag og í gær höfðu borist tjónasviði
VÍS laust eftir hádegi í gær og voru til-
kynningar enn að berast. Agnar Óskars-
son, framkvæmdastjóri tjónasviðs, kvaðst
eiga von á að tilkynnt yrði um obbann af
tjónum vegna óveðursins í gær og í dag.
Algengt var að tilkynnt væri um tjón á
gleri, brotna glugga og þess háttar.
Hjá TM var búið að skrá 16 tjón eftir há-
degið í gær. Aðallega var um að ræða tjón
þar sem þakjárn hafði fokið af húsum.
Stærsta einstaka tjónið hafði orðið fyrir
norðan þar sem járn fauk af þaki. Oft
verða afleidd tjón af fjúkandi munum, að
sögn Ragnhildar Ragnarsdóttur á sam-
skiptasviði TM.
Tjón á gleri og
þökum í óveðrinu
MARGAR TILKYNNINGAR
Gunnar S. Guðmanns-
son (Nunni) lést á heim-
ili sínu 27. nóvember sl.,
84 ára að aldri.
Gunnar fæddist 6.
júní 1930 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru
Guðmann Hróbjartsson
vélstjóri og Þorgerður
Sigurgeirsdóttir. Gunn-
ar ólst upp í Reykjavík,
gekk í Landakotsskóla
og síðan í Gagnfræða-
skóla Vesturbæjar.
Þaðan lá leiðin í Loft-
skeytaskólann og frá honum útskrif-
aðist Gunnar vorið 1948. Hann starf-
aði hjá Slippfélaginu við málun skipa,
gegndi starfi forstöðumanns íþrótta-
hússins við Hálogaland 1955-1969 og
var forstöðumaður Laugardalshallar
1971-1997. Í frítímum sínum liðsinnti
hann ÍBR, annaðist á sumrin um ára-
bil rekstur veitingasölunnar á Mela-
velli og Laugardalsvelli og sá um
uppgjör getrauna við íþróttafélögin.
Gunnar lék upp alla
yngri flokka KR í
knattspyrnu og 17 ára
var hann valinn í meist-
araflokk en þar lék
hann næstu 19 árin.
Hann var lengi vel
leikjahæsti leikmaður
KR með 291 leik og sig-
ursælasti leikmaður fé-
lagsins. Hann var níu
sinnum Íslandsmeist-
ari, fimm sinnum bik-
armeistari og sjö sinn-
um Reykjavíkur-
meistari. Hann var 29 sinnum valinn í
úrvalslið Reykjavíkur, og lék níu
landsleiki á 13 ára tímabili 1951-1964.
Hann var sæmdur gullmerki KR,
KRR og KSÍ.
Eiginkona Gunnars er Anna S.
Guðmundsdóttir. Þau eiga fimm börn
og alls 31 afkomanda. Útför Gunnars
verður gerð á fimmtudag, 4. desem-
ber 2014, frá Fossvogskirkju og hefst
athöfnin kl. 15.
Andlát
Gunnar S. Guðmannsson
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Tíminn og vatnið, ljóðabók eftir
Stein Steinarr, var slegin hæstbjóð-
anda á um 180 þúsund krónur á
bókavefuppboði Gallerís Foldar
sem lauk á sunnudag. Það er um
tvöfalt ásett verð. Við þessa upp-
hæð bætist virðisaukakattur og
þóknun til uppboðshaldara. Bókina
fær kaupandinn á rúmlega 220 þús-
und krónur og var hún dýrasta
bókin sem seldist.
Ljóðabókin er fyrsta útgáfa árið
1948 og prentuð í tvö hundruð tölu-
settum eintökum og árituð af höf-
undi. Tíminn og vatnið markaði
tímamót í íslenskri bókmenntasögu.
„Miðað við hvernig uppboðið
gekk í vor þá bjóst ég ekki við að
það yrði jafn mikill barningur um
tiltekið verk og raun ber vitni,“
segir Jóhann Ágúst Hansen, list-
munasali og uppboðshaldari hjá
Gallerí Fold.
Á þessu vefuppboði voru boðnar
upp 300 bækur, af þeim seldust um
200. Margar af þeim voru fágætir
gripir sem prentaðir voru m.a. í
Hrappseyjarprenti og Hólaprenti á
18. öld.
Jafnvægi á markaðnum
„Ég held að það sé komið jafn-
vægi á þennan markað. Við erum
með tvö til þrjú bókauppboð á ári
og er greinilega þörf fyrir uppboð
á fornbókum,“ segir Jóhann sem
vill ekki meina að bókasafnarar séu
deyjandi stétt.
Gallerí Fold hafi byrjað með
bókauppboð fyrir nokkrum árum
og þau hafi mælst vel fyrir. Fyrir
það hafi ekki verið bókauppboð hér
á landi í áratugi.
Önnur verk sem seldust á upp-
boðinu voru Bréf til Láru eftir Þór-
berg Þórðarson sem seldist á 59
þúsund krónur með öllu. Einnig
árituð úr fyrstu prentun. Elstu
bækurnar sem voru m.a. prentaðar
í Hólaprenti og í Hrappseyj-
arprenti fóru á rúmlega 55 þúsund
krónur. Sem dæmi þá seldist Fjár-
bæklingur frá miðri 19. öld á 24
þúsund krónur, sem var þriðjungur
af ásettu verði.
Alltaf er töluverð eftirspurn eftir
gömlum listaverkabókum. Þeir sem
kaupa sér slíkar bækur eru oftar
en ekki þeir sem kaupa myndlist
alla jafna. Vefuppboðin fyrir jólin
hjá Gallerí Fold á ýmsum munum
standa stutt yfir og eru haldin ört.
Allar bækurnar sem boðnar voru
upp voru frá fornbókabúðinni Bók-
inni á Klapparstíg. Samstarf er
milli þessara tveggja fyrirtækja.
Tíminn og vatnið verðmætast
Um 200 bækur seldust af 300 á vefuppboði Gallerís
Foldar um helgina Þörf fyrir uppboð á fornbókum