Morgunblaðið - 02.12.2014, Side 11
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2014
uppskriftir. Eftir því sem ég best
veit var enginn að gera uppskriftir
á íslensku í tvöföldu prjóni og
þannig kviknaði hugmyndin að
þessari bók,“ segir Guðrún sem
komst fljótt að því að konurnar
fúlsuðu við uppskriftum á ensku.
Úr varð að hún skrifaði upp, hann-
aði og teiknaði snið og uppskriftir
sem fylla býsna myndarlega bók
sem Salka gefur út. Bókin nefnist
Tvöfalt prjón – flott báðum megin.
Hvers vegna ætli tvöfalda
prjónið hafi skyndilega orðið eins
vinsælt og raun ber vitni? Guðrún
er með kenningu: „Við eigum fullt
af færum prjónakonum og -mönn-
um hér á landi og þegar maður
kann að prjóna vill maður alltaf fá
meira og meira og læra eitthvað
nýtt. Tvöfalda prjónið er nýtt og
það er öðruvísi. Prjónafólk vill allt-
af bæta við sína þekkingu,“ segir
Guðrún og ekki má gleyma að tvö-
falda prjónið hefur líka hagnýtt
gildi.
Skemmtilegasta vinnan
Það er ekki amalegt að fá að
vinna við það sem manni þykir
skemmtilegast og það er einmitt
raunin hjá Guðrúnu sem lét ekki
deigan síga þegar hún missti vinn-
una árið 2012. „Þetta er
bara mín vinna í dag að
hanna, prjóna, kenna og miðla.
Það gefur mér rosalega mikið,“
segir Guðrún María Guðmunds-
dóttir, bókarhöfundur og prjóna-
frömuður með meiru. Eftir ára-
mótin hefjast námskeiðin að nýju
eins og lesa má um á vefsíðu
þeirra mæðgna, www.handverks-
kunst.is.
Tvöfalt prjón verður vissulega
kennt og klukkuprjónið verður á
sínum stað auk námskeiðs í vett-
lingaprjóni, hekli fyrir byrjendur,
framhaldsnámskeiðs og svo mætti
lengi telja enda enginn skortur á
hugmyndum á þeim bænum.
Fjölbreytt Sumt mynstur
speglast í flíkunum en
annað er gjörólíkt í tvö-
falda prjóninu.
Það hentar alls ekki öllum að sprikla í
líkamsræktarstöð til að fá þá hreyf-
ingu sem manninum er nauðsynleg.
Það er vissulega hægt að hreyfa sig
víða annars staðar og jafnvel án þess
að mikið beri á. Á vef breska blaðsins
The Guardian eru nokkur góð ráð ætl-
uð þeim sem vilja hreyfa sig án mikils
tilstands og má hæglega heimfæra
ráðin upp á íslenskar aðstæður og
veruleika.
Í fyrsta lagi er þjóðráð að ganga
upp og niður stiga í stað þess að láta
lyftu toga mann upp eða hala niður.
Þó svo að gangan sé ekki sérlega
löng skiptir það ekki máli því við
áreynsluna kemst kerfið í gang og
brennsla líkamans hefst.
Svo má ganga örlítið lengra, það er
að segja lengja gönguferðirnar. Í The
Guardian er vitnað í rannsókn þar
sem hluti þátttakenda hljóp mílu en
hinn gekk. Þeir sem hlupu þessa
vegalengd brenndu 112 hitaeiningum
á meðan þeir sem gengu brenndu 88
hitaeiningum. Það er nú ekki ónýtt,
auk þess sem brennslan heldur
áfram að göngu lokinni án þess að
göngugarpurinn sé úrvinda af þreytu.
Það er því ekki galið að stoppa lengra
frá versluninni eða fara út einni
stoppistöð fyrr á leiðinni heim úr
vinnunni og ganga dálítinn spöl.
Síðast en ekki síst verður að nefna
eitt ráð sem kann að koma lesendum
spánskt fyrir sjónir. Það er að sitja á
gólfinu meðan horft er á sjónvarpið.
Hvers vegna? Jú, sagt er að þyngdar-
punktur þess sem situr í sófa sé til
þess fallinn að viðkomandi sé eins og
slytti en sá sem situr á gólfinu sé
stöðugt að teygja á hinum og þessum
vöðvum líkamans, auk þess sem
hann er á sífelldu iði og skiptir þar af
leiðandi mun oftar um stellingu en sá
sem er eins og klessa í sófanum!
Örlítið meiri hreyfing án mikillar fyrirhafnar
Ljósmynd/Getty Images/iStockphoto
Stigi Með því að nota stiga í stað lyftu má koma brennslu líkamans í gang.
Horfið á sjónvarp sitjandi á gólfi
Eitt af því sem tíðkast í fær-
eyskri prjónahefð er að prjóna
skólapeysur fyrir börnin. „Börn-
in fara alltaf í nýrri peysu í skól-
ann á haustin. Ég man með mín
börn að ég prjónaði alltaf peysu
fyrir veturinn og peysu fyrir vor-
ið og þetta sé ég alltaf hjá Fær-
eyingunum þegar skólinn byrjar.
Mér finnst þetta rosalega
skemmtileg hefð,“ segir Guðrún
sem prjónar skólapeysur á
barnabörnin bæði á haustin og
vorin. Ekki er óalgengt að í fær-
eyskum jólapökkum leynist
hlýjar flíkur hvers konar, rétt
eins og hér á landi því hjá báð-
um þjóðum er prjónahefðin
sterk og vinsæl.
Skólapeysur
á haustin
FÆREYSK PEYSUHEFÐ
Í síðustu viku birtust niðurstöður
bandarískrar rannsóknar um hjóna-
bandið í ritinu Journal of Health and
Social Behavior. Oft er sagt að gift
fólk sé lukkulegra en ógift. Það er þó
ekki algilt, í það minnsta ekki sam-
kvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar
því þar kemur fram að vont hjóna-
band sé hreinlega eitur í beinum og
geti reynst hinn mesti skaðvaldur.
Hjónaband sem einkennist af gagn-
rýnum samskiptum og ásökunum
getur verið til þess fallið að auka lík-
urnar á hjartaáfalli. Í grófum dráttum
segja niðurstöður þessarar rann-
sóknar sem tók mið af upplýsingum
um tæplega 1.200 giftra einstakl-
inga, að hvers kyns samband verður
að einkennast af glaðværð og ham-
ingju til að gera fólk heilbrigðara en
hið einhleypa. Í raun réttri hlýtur
lausnin á mögulegum vanda að felast
í umburðarlyndi, ástúð og jákvæðu
hugarfari í garð makans. Annað gæti
bundið enda á sambandið, eða það
sem verra væri, að það gæti gengið
af manni dauðum í leiðinni.
Nánari upplýsingar um þessa slá-
andi rannsókn er að finna á vefsíð-
unni www.hsb.sagepub.com.
Er hjónaband heilsuspillandi?
Hamingjan og heilsan samþætt
Ljósmynd/Getty Images/iStockphoto
Hætta Slæmt hjónaband er ekki bara leiðinlegt heldur getur það verið banvænt
sé ekki tekið í taumana áður en kerfið gefur sig undan almennum leiðindum.
Ísland – allt árið er markaðsverkefni sem hefur þann tilgang að festa ferðaþjónustu í sessi
sem heilsársatvinnugrein og auka arðsemi af greininni. Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt
að veita á næstu tveimur árum allt að 200 milljónum króna hvort ár til verkefnisins, enda
sé samanlagt framlag annarra þátttakenda ekki lægri fjárhæð. Því er nú stefnt að gerð nýs
samnings fyrir árin 2015 og 2016 en núgildandi samningur rennur út í lok þessa árs.
Verkefnið er markaðs- og kynningarverkefni fyrir Ísland og íslenska ferðaþjónustu á
erlendum mörkuðum. Markaðssetningin fer fram undir formerkjum Inspired by Iceland.
Framlögum skal varið með almennum hætti og kynningarefni á vegum þess verður í þágu
ferðaþjónustunnar í heild.
Helstumarkmið verkefnisins eru að jafna árstíðasveiflur í ferðaþjónustu, aukameðalneyslu
ferðamanna og bæta viðhorf og vitund gagnvart Íslandi sem heilsársáfangastað.
Lágmarksframlag þátttakenda til samningsins eru 20m.kr. Fyrirtækjum, félagasamtökum,
sveitarfélögum, stofnunum og öðrum er heimilt aðmynda hóp sem yrði aðili að samningnum.
Íslandsstofa er framkvæmdaraðili verkefnisins og veitir allar nánari upplýsingar.
Áhugasamir sendi tölvupóst á islandalltarid@islandsstofa.is fyrir 15. desember n.k.