Morgunblaðið - 05.12.2014, Síða 4

Morgunblaðið - 05.12.2014, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjafakort Borgarleikhússins VIÐTAL Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ólöf Nordal tók við lyklavöldum í innanríkisráðuneytinu í gær. Hún var kjörin varaformaður Sjálfstæð- isflokksins á aukalandsfundi hinn 26. júní 2010. Ólöf var alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðaust- urkjördæmi 2007-2009 og þingmað- ur Reykjavíkurkjördæmis suður 2009-2013, þegar hún ákvað að hætta í pólitík. Nú er hún snúin aft- ur, orðin ráðherra án þess að vera þingmaður og nýbúin að sigrast á ill- vígum veikindum. Morgunblaðið ræddi í gær við Ólöfu í innanrík- isráðuneytinu, rétt eftir að hún tók við lyklunum úr hendi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Flugvöllurinn verði í Reykjavík – Ólöf, þú ert að taka við stóru og þýðingarmiklu ráðuneyti. Forveri þinn í innanríkisráðuneytinu, Hanna Birna Kristjánsdóttir, vildi Reykja- víkurflugvöll burt. Hverjar verða áherslur þínar í sambandi við flug- völlinn? „Ég er fylgismaður þess að flug- völlurinn sé í Reykjavík og hef verið það alla tíð. Ég held að það þurfi ekki að hafa fleiri orð um það. “ – Áttu von á því að þú munir verða með breyttar áherslur í sambandi við málefni hælisleitenda? Hvaða breytingar sérðu fyrir þér þar? „Nú er þetta þannig að ég tók ákvörðun um það að setjast í emb- ætti innanríkisráðherra í gærkveldi. Það var í gærkveldi sem formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Bene- diktsson, spurði mig endanlega að því hvort ég væri reiðubúin að taka þetta verkefni að mér. Ég verð að segja það alveg eins og er að ég tel það ekki skynsamlegt af mér að út- tala mig mikið um þau málefni sem falla undir þetta stóra ráðuneyti í einhverjum smáatriðum. Ég vil byrja á því að setja mig inn í helstu málefni sem eru á könnu ráðuneyt- isins og kynnast fólkinu í ráðuneyt- inu. Þegar ég er búin að því verð ég reiðubúin til þess að fjalla um ein- staka þætti og málaflokka.“ Millidómsstig gagnlegt – Eins og þú veist hefur talsverð umræða verið hér um nauðsyn þess að hér verði komið á millidómsstigi. Hvaða skoðun hefur þú á þeim hug- myndum? „Það er reyndar nokkuð sem mik- ið hefur verið rætt á vettvangi lög- fræðinnar áratugum saman. Það mál er komið á nokkurn rekspöl hér í ráðuneytinu og ég er mjög áhuga- söm að sjá hvernig því vindur fram og á hvaða stigi það er núna. Ég held að millidómsstig geti á margan hátt verið mjög gagnlegt og geti aukið skilvirkni og afköst dóm- stólanna, þannig að þetta sérstaka málefni finnst mér afar áhugavert.“ – Mikil sameining hefur orðið hjá lögregluembættum á Íslandi og lög- reglustjóraembættum hefur við sameininguna stórfækkað. Sérðu fyrir þér frekari sameiningar og hagræðingu, eða er slíku starfi lok- ið? „Mér sýnist að við séum komin á einhvern endapunkt í því samein- ingar- og hagræðingarstarfi, þannig að það þurfi ekki að huga að slíkum breytingum, a.m.k. ekki í bili. Sú sameining lögreglustjóra- og sýslu- mannaembætta hefur líka átt sér langan aðdraganda og mér sýnist að undirbúningur þeirra breytinga hafi verið með svo ágætum hætti, að ró og friður hafi skapast um þær sam- einingar, sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir embætti lög- reglustjóra og sýslumanna í land- inu.“ Verður að tryggja öryggið – Þú hefur væntanlega fylgst með umræðunni um vopnakaup/ vopnagjöf lögreglunnar og Land- helgisgæslunnar. Hverjar eru þínar áherslur hvað varðar vopnavæðingu lögreglu og Landhelgisgæslu? „Ég hef nú bara verið að lesa fréttir af þessum málum, rétt eins og aðrir. Ég veit að það er greinargerð í smíðum hjá Ríkislögreglustjóra um vopnin og vopnaþörfina og tel að það sé best fyrir mig að lesa hana, þegar hún kemur fram og kynna mér það sem þar kemur fram. En við verðum auðvitað alltaf að hafa ákveðið ör- yggisstig í landinu og það hlýtur allt- af að verða útgangspunkturinn, þeg- ar ákvörðun er tekin. Að öðru leyti tel ég mig ekki hafa forsendur til að úttala mig meira um þessi mál á þessu stigi en ég á von á að það skýr- ist frekar á næstunni, þegar ég fer að tala við þá sem mest vitið hafa í þessum efnum.“ Mögnuð lífsreynsla – Þú hefur nýlokið lyfjameðferð vegna illkynja krabbameinsæxlis sem þú greindist með í sumar. Hafði sú barátta áhrif á að þú ákvaðst að segja já við Bjarna Benediktsson, þegar hann óskaði eftir því að þú tækir að þér innanríkisráðuneytið? „Já, veistu það, Agnes. Þessi reynsla er nú eiginlega ein sú magn- aðasta sem ég hef gengið í gegnum í lífinu og hefur haft og mun eflaust hafa áhrif á mig. Ég hef reyndar alltaf haft mikinn áhuga á því að tak- ast á við nýjar áskoranir og það hef- ur engin grundvallarbreyting orðið á því, en það að hafa farið í gegnum lyfjameðferðina og að það skuli hafa gengið svona vel, það dró ekki úr mér, síður en svo. Hitt er svo annað mál að ég hefði aldrei látið mér detta í hug að segja já nema vegna þess að ég treysti mér til þess að taka þetta verkefni að mér. Til þess er þetta verkefni allt of mikilvægt fyrir land og þjóð. Þetta hugleiddi ég frá öllum hliðum á þeim stutta tíma sem ég hafði til umhugsunar.“ Búin að púsla í mörg ár – Hafðir þú engar áhyggjur af því að þú hefðir ekki nægt þrek í starf- ið? „Ég hefði, eins og ég sagði, aldrei fallist á að gera þetta, ef ég héldi ekki að ég réði við verkefnið.“ – Eiginmaður þinn, Tómas Már Sigurðsson, einn af æðstu stjórn- endum Alcoa, er væntanlega á þön- um um allan heim, starfs síns vegna. Þið eigið fjögur börn, fædd á ár- unum 1991 til 2004. Hvernig í ósköp- unum ætlið þið að púsla þessu öllu saman, eftir að þú ert orðin innan- ríkisráðherra? „Við erum búin að vera að púsla í mörg ár og höfum mikla reynslu á því sviði. Það var þannig þegar Tóm- as tók við starfinu í Genf í Sviss 2013, að við ákváðum að hætta að púsla í bili og að ég fylgdi honum til Sviss, því ég taldi að það væri skyn- samlegt að gera það á þeim tíma. Síðan er það nú þannig, Agnes, að í millitíðinni var hann fluttur upp í fyrirtækinu í hærri stöðu og þurfti vegna nýja starfsins að flytja til New York. Ég fór hingað heim með börn- in okkar. Við Tómas mátum það svo, eftir að hafa rætt málin fram og til baka, að skynsamlegast væri að ég og börnin værum hér. Starf Tóm- asar er með þeim hætti að hann er meira og minna fjarverandi og mér leist alls ekki á það að vera meira og minna ein í New York með börnin og hann á eilífum ferðalögum um heim- inn. Ég var farin að hugsa þetta mjög alvarlega, áður en ég greindist með krabbameinið í sumar og mér fannst miðað við alla mína starfs- orku og áhuga minn á því að leggja gott af mörkum, að hálfgerð einvera í New York, væri ekki það sem heill- aði mig. Við púsluðum því aftur sam- an lífi okkar á þann veg að ég er hér ein heima með börnin og hann kem- ur þegar hann getur og sinnir fjöl- skyldunni. Það gerir hann mjög vel, því hann er alveg einstakur fjöl- skyldumaður.“ – Með þessari ákvörðun þinni, snúin aftur í pólitíkina, eftir eins og hálfs árs hlé. Er ekki borðleggjandi að þú skellir þér aftur í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að tveimur og hálfu ári liðnu? „Það er ekkert borðleggjandi í þeim efnum. Það sem ég ákvað núna var að taka við þessu viðamikla emb- ætti innanríkisráðherra og ég get ekki ímyndað mér að ég hafi tíma til að hugsa um nokkuð annað. Allt annað er seinni tíma músík, sem ég hugsa ekkert um núna.“ Ólöf Nordal, nýr innanríkisráðherra, vill alltaf takast á við nýjar áskoranir  Hefur alltaf verið fylgismaður þess að Reykjavíkurflugvöllur sé í Reykjavík og er það enn Morgunblaðið/Golli Innanríkisráðherra Ólöf segir það hafa verið magnaða lífsreynslu að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð. Ólöf Nordal fæddist 3. desember 1966. Hún var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins á aukalands- fundi flokksins í júní 2010. Hún var kjörin á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðaust- urkjördæmi í alþingiskosningunum 2007 en gaf kost á sér í Reykjavík í kosningunum 2009. Hún sat á Al- þingi sem leiðtogi flokksins í Reykjavík suður frá 2009 til 2013, en þá hætti hún í stjórnmálum og fluttist með manni sínum og börn- um til Genfar í Sviss. Eiginmaður Ólafar er Tómas Már Sigurðsson, einn æðsti stjórnandi Alcoa með aðsetur í New York, og eiga þau fjögur börn, fædd á árun- um 1991 til 2004. Ólöf varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1986, hún lauk lögfræðiprófi við Háskóla Ís- lands 1994 og fékk málflutnings- réttindi fyrir héraðsdómi árið 1999. Árið 2002 útskrifaðist hún með MBA-próf frá Háskólanum í Reykjavík. Ólöf starfaði í lögfræðideild Landsbanka Íslands, hún var deild- arstjóri í samgönguráðuneytinu og lögfræðingur hjá Verðbréfaþingi Íslands. Ólöf var stundakennari í lög- fræði við Háskólann á Bifröst og vann að stofnun lagadeildar við skólann. Hún var deildarstjóri lagadeildar við Háskólann á Bif- röst og yfirmaður heildsölu- viðskipta hjá Landsvirkjun. Ólöf var framkvæmdastjóri sölusviðs hjá RARIK og framkvæmdastjóri Orkusölunnar 2005-2006. Ólöf hefur verið formaður bankaráðs Seðlabankans und- anfarið ár, en hún tók sér frí frá því starfi í sumar, eftir að hún greindist með illkynja krabbamein- sæxli. Hún hefur nú lokið lyfja- meðferð sem að hennar sögn gekk mjög vel og hefur hún nú verið út- skrifuð úr meðferðinni. Með víðtæka og fjölbreytta reynslu í farteskinu ÓLÖF NORDAL INNANRÍKISRÁÐHERRA Morgunblaðið/Golli Móttökur Ragnhildur Hjaltadóttir ráðu- neytisstjóri tók hlýlega á móti Ólöfu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.