Morgunblaðið - 05.12.2014, Side 8

Morgunblaðið - 05.12.2014, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 Andríki vék á dögunum að fjár-lagaumræðu og forgangs- röðun og benti á að ríkið hefði gríð- arlegar tekjur enda borguðu landsmenn háa skatta: „Tekjuleysi ríkisins hindrar það ekki í að sinna einhverjum mjög mikilvægum verk- efnum vel. Það væri til dæmis hægt að leggja gríðarlegt fé til viðbótar í heilbrigðismál, án þess að auka skatta eða taka ný lán. En til þess þyrfti raunverulegan niðurskurð annars staðar.“    Svo sagði Andriki: „Það er afarmikilvægt að menn ræði raun- verulega forgangsröðun hjá ríkinu. Eitt forgangsmálið gæti til dæmis verið bætt heilbrigðisþjónusta, með nýjum tækjum, bættum húsakosti og betur launuðu starfsfólki. En ef menn vilja slíkt í alvöru, þá eiga þeir einfaldlega að tala fyrir því að aðrir málaflokkar, sem ekki eiga að vera í forgangi, hverfi af ríkisspen- anum.    Ríkið hefur þanist út með ótrú-legum hraða. Nýir og nýir sér- fræðingar hafa orðið til, sérfróðir í nýjum og nýjum vandamálum. Sam- fellt finnast ný verkefni sem verður að styrkja af opinberu fé, og allir eiga víst að hagnast á því í framtíð- inni. Stjórnarþingmenn vilja meira að segja auka framlög til Rík- isútvarpsins, en svo virðist sem starfsmenn þess geti ekki haldið rekstrinum úti nema fá um fjóra milljarða á ári frá skattgreiðendum, auk verulegra auglýsingatekna.“    Það er rétt hjá Andríki að til eru„nægir peningar í ríkissjóði til að sinna allnokkrum málaflokkum mjög vel. En það eru ekki og verða ekki til peningar til að sinna ótal- mörgum þrýstihópum á sama tíma.“ Digur sjóður, en ekki ótæmandi STAKSTEINAR Sigtryggur Sigurðs- son málarameistari lést á Landspít- alanum síðastliðinn þriðjudag, 68 ára að aldri. Hann var um langt árabil sigur- sælasti glímukappi landsins og var meðal annars þrisvar glímu- kóngur Íslands. Sigtryggur var fæddur 1. mars 1946 og ólst upp í Reykja- vík, sonur hjónanna Sigurðar Sigtryggs- sonar bifreiðarstjóra og Guðrúnar Jónsdóttur húsfreyju. Sigtryggur lærði málaraiðn og starfaði sem málarameistari með eigið fyrirtæki. Hann hóf ungur að iðka íslenska glímu. Gekk fyrst í Ungmenna- félag Reykjavíkur og síðan í KR og keppti alla tíð undir merkjum KR. Sigtryggur var um langt ára- bil sigursælasti glímumaður lands- ins. Hann vann meðal annars Grettisbeltið og var glímukóngur Íslands 1968, 1970 og 1971 og sigraði sjö sinnum í Skjald- arglímu Ármanns. Þá tók hann þátt í fjölda glímumóta og glímu- sýningum, hérlendis og erlendis. Hann starfaði mik- ið að félagsmálum glímunnar, var í stjórn Glímusam- bands Íslands í rúm 20 ár og formaður 1979-1985. Sigtryggur var gerður að heiðursfélaga Glímusambands Íslands á 40 ára afmæli sambands- ins 2005. Sigtryggur var ástríðufullur bridsspilari og var um tíma í landsliði Íslands og tefldi einnig skák við góða félaga. Sigtryggur var ókvæntur og barnlaus. Andlát Sigtryggur Sigurðsson Veður víða um heim 4.12., kl. 18.00 Reykjavík -3 léttskýjað Bolungarvík -2 skýjað Akureyri 0 snjókoma Nuuk -6 skafrenningur Þórshöfn 6 súld Ósló 8 skýjað Kaupmannahöfn 3 alskýjað Stokkhólmur 2 skýjað Helsinki 0 léttskýjað Lúxemborg 1 skýjað Brussel 1 þoka Dublin 6 léttskýjað Glasgow 6 alskýjað London 3 súld París 3 alskýjað Amsterdam 1 þoka Hamborg 1 skúrir Berlín 3 heiðskírt Vín 6 alskýjað Moskva -3 þoka Algarve 17 léttskýjað Madríd 10 skýjað Barcelona 10 súld Mallorca 13 léttskýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 16 léttskýjað Winnipeg -12 léttskýjað Montreal -6 léttskýjað New York 5 heiðskírt Chicago 1 léttskýjað Orlando 25 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:57 15:41 ÍSAFJÖRÐUR 11:35 15:13 SIGLUFJÖRÐUR 11:19 14:54 DJÚPIVOGUR 10:34 15:03 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Hnepptar peysur Str. S-XXL | Kr. 5.990 Litir: rautt, svart, drapp Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is sunnudaginn 7. desember kl. 16 og mánudaginn 8. desember kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Louisa M atthíasdóttir Louisa M atthíasdóttir Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Jólauppboð í Gallerí Fold Forsýning alla helgina í Gallerí Fold föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–15, mánudag kl. 10–17 (einungis þau verk sem boðin eru upp á mánudag) Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Hæstiréttur hefur dæmt Guðmund Tryggva Ásbergsson í árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, fyrir tilraun til fjárkúgunar. Guð- mundur reyndi að hafa hundrað milljónir króna af hjónum á Ísafirði á árinu 2012. Honum var gert að greiða þeim 400 þúsund krónur í miskabætur og 862.077 krónur í málskostnað. Ríkissaksóknari ákærði Guð- mund hinn 3. október 2013 fyrir til- raun til fjárkúgunar, með því að hafa í október og nóvember á árinu 2012, bréflega og með símasam- skiptum reynt að hafa fé af hjónum, samtals 100 milljónir, með hótunum um að beita manninn eða nána vandamenn hans líkamlegu ofbeldi. Í héraðsdómi var Guðmundur dæmdur til að greiða 800.000 krónur í miskabætur til hjónanna, en sú upphæð var lækkuð um helming í Hæstarétti, því engin gögn höfðu verið lögð fram til þess að sýna fram á miska annars hjónanna. Mjög alvarlegar hótanir Guðmundur, sem er fæddur árið 1978, hefur samkvæmt sakavottorði ekki sætt refsingu áður. Við ákvörð- un refsingar var litið til þess að Guð- mundur setti fram mjög alvarlegar hótanir. Hann bæði hótaði því að hann mundi notfæra sér fjölskyldu mannsins til að knýja fram greiðslu og hótaði honum með þeim orðum að ef hann talaði við lögreglu eða aðra sem mundu leita þeirra gæti hann lofað því að hann mundi sjá eftir því alla tíð eða ekki vera til staðar til að sjá eftir því. Reyndi að kúga út 100 milljónir króna  Dæmdur til árs fangelsisvistar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.