Morgunblaðið - 05.12.2014, Side 16

Morgunblaðið - 05.12.2014, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hormónaraskandi efni, sem m.a. finnast í ýmsum heimilisvörum, auka mjög á kostnað Evrópuríkja vegna heilbrigðismála. Háar fjárhæðir myndu sparast yrði dregið úr notkun efnanna, samkvæmt nýrri skýrslu frá Norrænu ráðherranefndinni. Þar kemur fram að árlegur kostn- aður Evrópuríkja vegna minni starfsgetu og aukins kostnaðar við heilbrigðisþjónustu vegna kvilla sem efnin valda nemi að minnsta kosti 4,5 milljörðum danskra króna (94 millj- örðum íslenskra króna), samkvæmt frétt Umhverfisstofnunar. Kostnaðurinn vegna áhrifa hormónatruflandi efna er líklega mun meiri því í skýrslunni er ein- göngu litið til áhrifa efnanna á krabbamein í eistum, hve mjög þau draga úr sæðisgæðum hjá körlum og tvo fæðingargalla í kynfærum svein- barna. Annar þeirra lýsir sér þannig að þvagrásaropið er ekki á eðlilegum stað og hinn í því að annað eða bæði eistu hafi ekki gengið niður þegar sveinbarnið fæddist. Umhverfisráðherrar Norðurlanda hafa krafist viðbragða framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins vegna málsins. Alvarleg áhrif efnanna Efnin geta haft margvísleg áhrif á hormónakerfi líkamans. Þau eru allt frá fæðingargöllum og efnaskipta- vandamálum til krabbameina. Efnin hafa oftast áhrif á þroska fóstra í móðurkviði, allt frá getnaði til fæð- ingar. Þau hafa áhrif á kynþroska og geta kallað fram kvenleg einkenni hjá sveinbörnum og einkenni hjá stúlkubörnum sem alla jafna ein- kenna karlkynið. Efnin eru sérstak- lega hættuleg fyrir verðandi mæður því tiltekinn styrkur efnanna hefur ekki sömu áhrif á fóstur og mæður. Grunur leikur á að hormónatrufl- andi efni hafi enn víðtækari neikvæð áhrif á mannslíkamann og villt dýr. Talið er að rekja megi til þeirra minni frjósemi, aukna tíðni krabba- meina sem rekja má til hormóna- starfsemi, hegðunarbreytingar, efnaskiptakvilla sem valda offitu og sykursýki og bælingu ónæmiskerf- isins. Ekki einungis veldur þetta vanlíðan fólks og dýra sem fyrir því verða heldur miklum kostnaði við meðhöndlun þessara sjúkdóma. Sá kostnaður lendir að stórum hluta á samfélaginu. Í niðurlagsorðum skýrslunnar kemur fram að séu öll áhrif horm- ónaraskandi efna tekin með í reikn- inginn, þar með talin áhrif á dýralíf og aukna tíðni hormónatengdra krabbameina á borð við mein í blöðruhálskirtli og brjóstum, sé sam- félagslegi kostnaðurinn sem þessi efni valdi miklu hærri. Í skýrslunni segir m.a. að horm- ónatruflandi efni sé að finna í mjög lágum styrk í algengum heimilisvör- um. Þau eru t.d. í nánast öllum plast- vörum. Þeirra á meðal eru efni sem eru skammstöfuð sem PCB, BPA, PBDE og fjöldi svonefndra falata. Þau er líka að finna í vörum sem eru auglýstar sem BPA-lausar. Efni í plasti geta raskað hormónum  Ný norræn skýrsla um gríðarmikinn kostnað sem hlýst af áhrifum hormónaraskandi efna á heilbrigði fólks AFP Vandamál Plastsorp skapar vanda í náttúrunni og nú er ljóst að efni í sumu plasti geta valdið ýmsum heilsufarsvanda hjá mönnum og dýrum. Hormónaraskandi efni » Skýrslan Kostnaður að- gerðaleysis (The Cost of Inac- tion) inniheldur félagshag- fræðilega greiningu á kostnaði sem hlýst af áhrifum horm- ónaraskandi efna á heilbrigði karla. » Efnin heita t.d. polychlor- inated biphenyls (PCB), bisfenol A (BPA, polybrom- inated diphenyl ethers (PBDE) auk fjölda falata. Þau finnast í vörum sem sagðar eru án BPA. „Jól á götunni, þannig byrjaði Götu- smiðjan á sínum tíma. Við byggjum því á fortíð en horfum til framtíðar,“ segir Mummi, forstöðumaður Götu- smiðjunnar sem verður opnuð í dag með landsátakinu Jól á götunni. Um er að ræða söfnun til að koma upp þjónustumiðstöð, neyðarskýli og rekstri útideildar sem hefur það að markmiði að hjálpa ungmennum frá fíkniefna- og afbrotatengdum lífsstíl. „Allt þetta ferli er að byrja og grunnurinn að Götusmiðjunni er að fara af stað. Það er fullt af fagfólki í kringum okkur og við bjóðum fjöl- skyldum og unglingum stuðning. Það er styttra ferli til okkar í hjálp- ina. Það er ekki eins mikil skrif- finnska á bak við okkur. Við opnum líka gjaldfrjálst neyðarnúmer í dag, 800-1133, sem öll símafélögin hýsa. Þessi sími verður mannaður af fag- fólki allan sólarhringinn allt árið um kring. Þjónustan er hugsuð fyrir ungmenni í vanda. Mummi segist hrærður yfir viðtökunum sem hann hefur fengið að undanförnu. „Þau hafa verið ótrúleg. Stundum hefur maður verið í svokölluðu ástar/ haturssambandi við samfélagið sitt en ég er ástarmegin núna.“ Vonleysið ríkir á götunni Einn liður í söfnuninni er val- greiðsla í heimabanka einstaklinga og fyrirtækja. Einnig hefur verið stofnað til söfnunarnúmersins 908- 1133 sem gjaldfærir 1.500 krónur af símareikningnum. Í dag fer svo af stað sala á verndarenglum, í minn- ingu þeirra sem lotið hafa í lægra haldi í baráttunni við vímuefnin enda segir Mummi að ástandið í þjóð- félaginu núna minni hann á ástandið fyrir 20 árum. „Þó að ég sé búinn að fara heilan hring með Götusmiðjunni þá finnst mér samfélagið líka búið að fara heilan hring. Það er búið að loka svo mörgum úrræðum. Á götunni ríkir enn ákveðið úrræðaleysi og vonleysi, því förum við aftur af stað núna til að mæta því,“ segir Mummi. benedikt@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Góður bíll Mummi, Elísabet Gísladóttir og Sigrún Eva Rúnarsdóttir inni í bíl sem Götusmiðjan fékk gefins frá útgerðarmönnum á Suðurnesjum. Jólin eru einnig haldin á götunni  Götusmiðjan opnuð á ný í dag  Markmiðið að hjálpa ungmennum www.volkswagen.is Volkswagen atvinnubílar Einstakt tækifæri Nú í desember gefst einstakt tækifæri til að kaupa sýningar- og reynsluakstursbíla hjá VW atvinnubílum á góðum kjörum. Kynntu þér málið hjá sölufulltrúum okkar á Laugavegi 174. Atvinnubílar Til afgreiðslu strax HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn ÍsafirðiTakmarkað magn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.