Morgunblaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 Tvíburarnir Surtla og Sighvatur eru nýjustu jólavættir Reykvíkinga og munu ærslast á austurvegg Safna- hússins gegnt Þjóðleikhúsinu næstu vikurnar. Surtla og Sighvatur bæt- ast í hóp jólavætta sem hafast við á húsveggjum víða um miðborgina og eru nú orðnar þrettán talsins. Fjöldi fólks var samankominn í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær- morgun þegar hulunni var svipt af nýjustu jólavættunum. Tvíburum á öllum aldri var sérstaklega boðið að vera við afhjúpunina ásamt leik- skólabörnum frá Lindarborg og Njálsborg. Jólavætturin Leiðinda- skjóða mætti óvænt og truflaði dag- skrá en bætti svo fyrir það með því að syngja með krökkunum. Síðan fór allur hópurinn út í myrkið og fylgdist með þegar tvíburarnir birt- ust á veggnum. Surtla og Sighvatur eru tvíburar og yngstu börn Grýlu. Þau eru auga- steinar jólasveinanna sem æfa sig allt árið í að gleðja þau og gefa þeim í skóinn. Leitin að jólavættunum er fjöl- skylduleikur sem snýst um að finna fimm vættir og skrifa svar sem stendur á skilti hjá þeim á svarseðil sem er svo skilað í Upplýsinga- miðstöð ferðamanna í Aðalstræti 2 eða í pósti fyrir 19. desember nk. Gunnar Karlsson myndlistar- maður á heiðurinn af útliti jólavætt- anna en þær byggjast á hugmynd Hafsteins Júlíussonar um að tengja íslenska sagnahefð við Jólaborgina Reykjavík. Tvíburar á vegg Safnahúss Fylgst með Börnin voru spennt þegar tvíburarnir birtust á veggnum.Á veggnum Nýjustu jólavættirnar eru tvíburarnir Surtla og Sighvatur.  Jólavættir Reykvíkinga Ítrekað hefur verið brotist inn í sjálfsala bílaþvottastöðvarinnar Löðurs í Vatnagörðum að undan- förnu. Sjálfsalarnir eru spenntir upp og mynt sem þar er stolið. „Þegar við reyndum að gera sjálfsalana þjófheldari þá var geng- ið það harkalega að þeim að þeir voru hreinlega eyðilagðir,“ segir Páll Mar Magnússon, framkvæmda- stjóri Löðurs, í samtali við mbl.is. „Þjófarnir hafa ekki komist burtu með mikil verðmæti þar sem sjálfsalarnir eru tæmdir daglega en skemmdirnar eru talsvert meiri. Við sjáum okkur ekki annað fært en að hætta að taka á móti hundrað króna mynt og einungis verður tek- ið á móti kortum í sjálfsafgreiðsl- unni í Vatnagörðum,“ segir Páll. Ítrekað brotist inn í sjálfsala Löðurs LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 20% afsláttur af öllum vörum alla helgina föstudag, laugardag og sunnudag Landsins mesta úrval af úrum Þú færð jólagjöfina hjá okkur • Demantslokkar • Demantshringar • Demantssnúrur • Demantshálsmen • Silfurvörur • Gullvörur •Trúlofunarhringar • Fossel skartgripir Biskup Íslands hefur auglýst laust til umsóknar embætti prests í Nes- prestakalli, Reykjavíkurprófasts- dæmi vestra frá 1. febrúar 2015. Umsóknarfrestur er til 7. janúar nk. Skipað verður í embættið til fimm ára. Fráfarandi prestur er sr. Sig- urður Árni Þórðarson, sem verður sóknarprestur við Hallgrímskirkju. Í Nesprestakalli er ein sókn, Nes- sókn, með tæplega ellefu þúsund íbúa og eina kirkju, Neskirkju í Reykjavík. Sóknarprestur Nessóknar er sr. Örn Bárður Jónsson. Embætti prests í Nes- sókn auglýst Neskirkja í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.