Morgunblaðið - 05.12.2014, Síða 18

Morgunblaðið - 05.12.2014, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 Fyrstu gestir Apótek hótels gistu þar síðustu nótt. Nýja hótelið er til húsa í gamla Reykjavíkur apótekinu við Austurstræti 16 en húsið hefur tekið gagngerum endurbótum. „Það eru fjögur herbergi bókuð í nótt. Við munum taka vel á móti fyrstu gestunum, með blómum og kampavíni,“ segir Ólafur Ágúst Þor- geirsson, hótelstjóri Apótek hótels og Hótel Borgar. KEA-hótelkeðjan rek- ur bæði hótelin en þau verða rekin sitt í hvoru lagi og verða í samkeppni við hvort annað. Þegar Morgunblaðið hafði sam- band í gær voru fyrstu gestirnir væntanlegir seinna um daginn. Þeir höfðu bókað eina svítu og svokölluð delux herbergi. 45 herbergi eru á hótelinu. Hótelið er nánast alveg tilbúið en á næstu dögum verður gengið frá ýmislegu smávægilegu,Hergbergi Gamalt og nýtt mætist í allri hönnun hótelsins og eru herbergin búin öllum helstu nútímaþægindum. Kampavín og blóm fyrir fyrstu gestina  Apótek hótel opnað eftir glæsilegar endurbætur  45 herbergi á hótelinu Móttaka Gestir koma fyrst inn í bjart rými. Apótek hótel Á mótum Austur- strætis og Pósthússtrætis. Hjarta frá 4700 Kramhús frá 4500 Óróar 3200 Fallega jólavaran frá H.C.Andersen fæst í Gullbúðinni Grenitré frá 5900 Kertastjaki frá 5900 Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Embætti aðalstöðvar lögreglustjóra á Vesturlandi verður í Borgarnesi og lögreglustöðin á Höfn í Hornafirði mun tilheyra lögregluumdæminu á Austurlandi í stað Suðurlands eins og beiðni hafði komið fram um. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri reglugerð um breytingu lögregluum- dæma sem til stendur að birta í Stjórnartíðindum. Verða umdæmin níu í stað 16 áður. Eftir að drög reglugerðarinnar lágu fyrir kom fram áskorun frá Akra- nesbæ um að halda aðalstöð lögreglu- stjóra í bænum. Ekki var orðið við því. Úlfar Lúðvíksson verður lög- reglustjóri yfir lögregluumdæminu á Vesturlandi. Ekki er gert ráð fyrir því að starfsfólki muni fækka á lög- reglustöðinni á Akranesi þar sem m.a. hefur verið starfrækt öflug rann- sóknardeild. Einu breytingarnar eru þær að Halla Bergþóra Björnsdóttir sem starfað hefur sem lögreglustjóri þar verður lögreglustjóri á Akureyri. Til umræðu hafði komið að láta lög- reglustöðina á Höfn í Hornafirði til- heyra lögregluumdæminu á Suður- landi að beiðni stöðvarinnar. Í tilkynningu frá innanríkisráðuneyt- inu kemur fram að Hornafjörður telj- ist til umdæmis lögreglustjórans á Austurlandi „þar til úttekt á rekstr- arforsendum lögreglunnar á Austur- landi hefur farið fram“. Hægt að samnýta fólk betur Eins kom til umræðu að staðsetja aðalstöð lögreglustjóra á Vestfjörð- um á Patreksfirði en niðurstaðan varð sú að það verður á Ísafirði eins og verið hefur. Reglugerðin mun taka í gildi um næstu áramót. „Ég tel að þessar breytingar muni efla löggæsl- una því það verður hægt að samnýta fólk betur,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, formaður lögreglu- stjórafélagsins. Borgarnes valið umfram Akranes  Reglugerð um lögregluumdæmi birt Breytingar Reglugerð um lögreglu- umdæmi lögreglustjóra var birt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.