Morgunblaðið - 05.12.2014, Síða 19

Morgunblaðið - 05.12.2014, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 t.d. verður svítan í turninum opnuð í næstu viku. Bókanirnar fara rólega af stað á þessum fyrstu dögum desember- mánaðar. Hótelið er orðið vel fullt yf- ir jólin og nánast fullbókað yfir ára- mótin. Á Hótel Borg er kominn bið- listi fyrir gistingu yfir áramótin. Ljóst er að mikil eftirspurn er eftir hótelgistingu hér á landi yfir áramót- in. „Það ríkir mikil eftirvænting fyrir hótelinu, bæði hjá ferðaþjónustuað- ilum og öðrum. Við höfum fengið mikil og góð viðbrögð hjá fólki en það er t.d. sérlega ánægt með lýsinguna sem er utan á húsinu. Það hefur lítið verið gert fyrir húsið síðustu ár,“ segir Ólafur. Í gær var verið að prufukeyra mat- seðil veitingastaðarins, Apótek res- taurant. Hann verður væntanlega opnaður í dag. Fyrstu gestir hótels- ins borðuðu því morgunmatinn á Hótel Borg. „Við sjáum fram á að geta tekið á móti stærri hópum þegar Hótel Borg hefur stækkað næsta sumar,“ segir Ólafur. Tæplega 150 herbergi verða samanlagt á hótelunum tveimur. Stöðugildin við hótelið eru 15 tals- ins, að frátöldum þeim á veit- ingastaðnum, og eru þau orðin full- mönnuð. thorunn@mbl.is Morgunblaðið/Þórður Gangur Rýmið er vel nýtt á hótelinu og samspil litanna er smekklegt. Guðlaug Kristjánsdóttir hefur ákveðið að hætta sem formaður Bandalags háskólamanna. Hún leiddi lista Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði í síðustu bæj- arstjórnarkosningum og er forseti bæjarstjórnar. Í tilkynningu sem hún sendi frá sér í gær segir að í samráði við stjórn BHM hafi verið ákveðið að láta reyna á möguleika þess að gegna þessum tveimur hlutverkum samhliða. Það fyrirkomulag þyki henni fullreynt og hafi hún ákveðið að hætta sem formað- ur BHM, en því starfi hún gegnt í hálft sjöunda ár. vidar@mbl.is Guðlaug hættir sem formaður BHM Guðlaug Kristjánsdóttir Fuglavernd stóð síðasta laugardag fyrir ráðstefnu um stöðu og vernd ís- lenskra mófuglastofna og þá ábyrgð sem Íslendingar bera á þeim í al- þjóðlegu samhengi. Ráðstefnan bar yfirskriftina Eiga mófuglar undir högg að sækja? Staða stofna, bú- svæðavernd og alþjóðlegar skyldur. Flutt voru erindi sem byggjast á ný- legum eða nýjum rannsóknum í fuglafræðum. Á ráðstefnunni var samþykkt ályktun um vöktun og vernd mó- fuglastofna. Í henni segir m.a.: „Mó- fuglar verpa um allt land í fjöl- breyttum búsvæðum á opnu landi. Sérstök áskorun er að vernda fugla- stofna sem verpa svo dreift því verndarsvæði geta aðeins náð yfir lítinn hluta stofnanna. Brýnt er að efla og koma á fót verndarsvæðum á lykilstöðum. Einnig er nauðsynlegt að taka tillit til mófugla við skipulag landnotkunar svo þeir geti þrifist samhliða nýtingu. Örlög mófugla- stofna á 21. öld munu endurspegla árangur Íslendinga við að samræma nýtingu og vernd landsins.“ Vilja verndarsvæði mófugla á lykilstöðum Morgunblaðið/Ómar Vorboði Heiðlóa dregur björg í bú.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.