Morgunblaðið - 05.12.2014, Side 27

Morgunblaðið - 05.12.2014, Side 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 Snjór Mörgum brá á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun, þegar þeir sáu nýfallinn snjóinn, en flestir létu hann ekki á sig fá heldur bjuggu sig eftir aðstæðum og héldu sína leið. Golli Fjarskipti eru stór hluti af okkar daglega lífi. Fyrir um 40 árum var gert myndarlegt átak í að leggja aðra kynslóð talsíma um land allt. Í mínum uppvexti kallaður „sjálfvirki síminn“ til að- greiningar frá gamla sveita- símanum. Breytingar frá þeim tíma eru ótrúlegar. Þá kom farsímabyltingin og í dag má kalla farsíma okkar litlar tölvur og í raun er orðið farnet meira lýsandi um möguleika þeirrar tækni. Á sama tíma hefur orðið ótrúleg bylting í notkun á rafrænum samskiptum yfir netið. Samskipti, nám, viðskipti, örygg- ismál, heilbrigðisþjónusta, fjöl- miðlun og afþreying eru meira og meira háð öflugu netsambandi. Öflug fjarskipti eru stórt efna- hagsmál, atvinnumál og ekki síst byggðamál. Á margan hátt eru öflug fjarskipti um land allt mesta byggðamál okkar um þessar mundir. Við stöndum enn á tímamótum Við þurfum að hrinda af stað miklu átaki í að byggja upp framtíðar fjarskiptatækni. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er skýr sýn á gildi öflugra fjarskipta. Því verki hefur ríkisstjórnin þegar hrundið af stað. Fyrsti áfangi þess er að innanríkisráðherra hefur látið greina regluverk fjarskiptamark- aðarins og möguleika opinberra aðila til að stuðla að hraðri uppbyggingu grunnkerfis fjarskipta. Með grunnkerfi fjarskipta er átt við þann hluta þess er flytur fjarskiptamerkið. Óháð endabúnaði og sölu á fjarskiptavörum. Greining á regluverkinu liggur nú fyrir og er hafin kynning á því. Annar áfangi er unninn af starfshópi, sem innanrík- isráðherra skipaði sl. vor. Hlut- verk hans er að fara yfir um- hverfi alþjónustu og að vinna að tillögum um leiðir til að hrinda af stað framkvæmdum á sviði fjar- skipta. Í starfshópnum, sem und- irritaður leiðir er einnig Páll Jó- hann Pálsson, alþingsimaður, ásamt fulltrúum frá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga, Samtökum atvinnulífsins, ráðuneyti byggða- mála og innaríkisráðuneytinu. Í starfi okkar hefur margt áhugavert komið fram – ekki að- eins að eftirspurn og væntingar til hraðrar uppbyggingar á há- hraðatengingum eru gríðarlegar – og með markvissri vinnu má gera einstaka hluti á Íslandi. Það er nauðsynlegt að nálgast fjar- skiptamál með nýrri hugsun. Skýrt afmörkuð og einföld upp- bygging með hámarksnýtingu fjármuna og fjárfestinga í huga. Því miður er offjárfesting hluti af veruleika fjarskiptamarkaðarins – líkt og hent hefur á höfuðborgarsvæðinu. En eftir situr landsbyggðin með fjarskiptakerfi sem þarfnast verulegra endurbóta. Ljósleiðari og frekari útbreiðsla hans er þungamiðja í bættum fjarskiptum. Ljósleiðari er forsenda betra farnetskerfis og möguleika til að nýta betur kopartengingar í þéttbýli. Starfshópurinn er að láta kostnaðargreina sviðsmyndir um kraftmikla uppbyggingu. Hafa ber í huga að ríkið leggur ekki ljósleiðara sjálft, heldur er hlutverk þess að stuðla að slík- um framkvæmdum með endurskoðun á laga- umhverfi, beinum stuðningi og öðrum aðgerð- um. Ríkið hefur líka það hlutverk að stuðla að því að hér verði samkeppnismarkaður með fjarskiptavörur og íbúar hafi um fjölbreytta þjónustu að velja. Það er síðan hlutverk fjar- skiptafyrirtækja að eiga og reka búnað sem þarf til að virkja grunnkerfið og selja neyt- endum þjónustu. Þriðji áfangi er síðan væntanleg þingsálykt- unartillaga að fjarskiptaáætlun sem verður lögð fyrir Alþingi á nýju ári. Þar verður frekari stefnumörkun stjórnvalda mótuð og mark- miðið er að afkastamikið og öflugt fjarskipta- grunnkerfi verði að veruleika á næstu árum. Í fjárlagafrumvarpi fyrir 2015 er tillaga um fjár- veitingu til að hefja sókn til betri fjarskipta strax á næsta ári. Það er framkvæmdakraftur í stefnu stjórn- arflokkanna í þessu mikla framfaramáli. Há- hraðatengingar – öflugar og afkastamiklar – eru mikilvægar fyrir alla íbúa landsins sem og gesti okkar. Kannski eitthvert besta markaðs- tæki okkar til lengri tíma. Ferðamaður sem tekur mynd af okkar fallega landi og getur samstundis varpað á netið er mikil landkynn- ing. Að ógleymdum þeim miklu tækifærum sem íbúum landsins munu opnast, að geta sótt eða veitt margvíslega þjónustu um allan heim, á áður óþekktum hraða. Það opnar dyr sem eru ekki fyrir hendi í dag og fjölda nýrra tæki- færa. Eftir Harald Benediktsson » Það er fram- kvæmda- kraftur í stefnu stjórnarflokk- anna í þessu mikla framfara- máli Haraldur Benediktsson Höfundur er alþingismaður og formaður starfshóps um fjarskipti. Á hraða ljóssins – stærsta byggðamálið Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjarskipti „Á margan hátt eru öflug fjarskipti um land allt mesta byggðamál okkar um … “

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.