Morgunblaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 570 8600 / 472 1111 www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Bókaðu snemma til að tryggja þér pláss DANMÖ RK 2 fullor ðnir með fól ksbíl Netverð , frá kr. 74.500á mann FÆREYJAR2 fullorðnirmeð fólksbíl Netverð, frá kr.34.500á mann Árið 2014 var uppbókað í flestar ferðir með Norrænu vegna mikillar eftirspurnar. Til að tryggja sér pláss þá er mikilvægt að bóka snemma og tryggja sér besta fáanlega verð. Verð og siglingarátælun er komin á heimasíðu okkar, www.smyrilline.is eða hringja í síma 5708600 og 4721111. Krafan um að loka SV-NA flugbrautinni næstu vikurnar vek- ur litla hrifningu hjá forstjóra Icelandair Group, forseta Flug- málafélags Íslands og þeim sem að þessu máli hafa komið. Eft- ir að hafa skrifað undir marklaust sam- komulag við fyrrver- andi borgarstjóra og formann borgarráðs í Hörpu 25. október 2013 fullyrti innanrík- isráðherra að það væri tryggt að SV-NA flugbrautin yrði í notkun til ársins 2022 til að tryggja ör- yggi sjúkraflugsins. Ég spyr: Hvers vegna hleypur ráðherra samgöngumála í fjölmiðla með fjarstæðukenndar yfirlýsingar um að til standi að opna í Keflavík nýja öryggisbraut sem eigi að koma í stað SV-NA brautarinnar í Vatnsmýri? Ekki er verjandi að sjúkraflugvél á leiðinni til Reykja- víkur lendi frekar með fárveikan mann 50 km frá sjúkrahúsum höf- uðborgarinnar sem hefur skyldum að gegna gagnvart öllum lands- mönnum. Í þessari fjarlægð frá Reykjavík á öryggisbraut fyrir sjúkraflugið ekki heima. Of mikil umferðarteppa á Reykjanesbraut, í gegnum Hafnarfjörð, Garðabæ og Kópavog réttlætir ekki að nú- verandi borgarstjóri, formaður borgarráðs og innanríkisráðherra geti leikið sér með fleiri mannslíf þegar sjúkraflugvél lendir í Vatnsmýri að meðaltali á 15-18 klst. fresti allt árið. Þannig vilja andstæðingar Reykjavík- urflugvallar tefja sjúkraflutn- ingana frá landsbyggðinni til Reykjavíkur um einn klukkutíma þegar mínútur skilja milli lífs og dauða. Þá geta andstæðingar sjúkraflugsins tekið gleði sína þegar þessi tóma vitleysa kostar alltof mörg mannslíf, nú telja þeir fárveikan mann á landsbyggðinni réttdræpan. Varað er við því að lokun flugbrautarinnar næstu ára- mót muni strax auka hættuna á flugslysum sem andstæðingum Reykjavíkurflugvallar er alveg sama um. Því svarar borg- arstjórnarmeirihlutinn með upp- hrópunum til að afskræma allar staðreyndir sem tengjast farþega- og sjúkrafluginu eins og allir landsmenn þekkja. Í stað þess að kynna sér þörfina á fram- kvæmdum við mislæg gatnamót á Reykjavíkursvæðinu, Sundabraut- og ný hliðargöng undir Hvalfjörð réttlætir innanríkisráðhera tilefn- islausa árás á sjúkraflugið sem nýskipaður borgarstjóri og forseti borgarstjórnar hafa barist fyrir. Hafi andstæðingar Reykjavík- urflugvallar skömm fyrir þessa framkomu. Sjálf gekk Hanna Birna þvert á samkomulag borg- ar, ríkis og Icelandair Group um að leiða flugvallarmálið til lykta. Nú reynir borg- arstjóri allt til að koma núverandi flug- velli úr Vatnsmýri með því að þrengja að öllum flugbrautunum smátt og smátt og hafa að engu vilja 73% Reykvíkinga sem segjast líka þurfa að nota þessa lífæð líkt og aðrir landsmenn. Hingað til hafa Dagur B. og ný- skipaður formaður borgarráðs beitt öllum brögðum til að koma í veg fyrir að Reykjavíkurflugvöllur standist kröfur sem Alþjóðaflug- málastofnunin og íslenskar reglu- gerðir gera til flugvalla hér heima. Lokun NA-SV braut- arinnar myndi valda því að örygg- ismál flugvallarins verði næstu áratugina í miklum ólestri sem flugmenn farþega- og sjúkraflugs- ins láta aldrei bjóða sér. Eina leiðin til að lífæð allra lands- manna í Vatnsmýri geti hvílt í friði er að Alþingi samþykki hið snarasta tillögu Höskuldar Þór- hallssonar, þingmanns Norðaust- urkjördæmis, um að skipulags- valdið yfir Reykjavíkurflugvelli verði flutt frá borginni til íslenska ríkisins án samráðs við innanrík- isráðherra, Dag B. Eggertsson og nýja borgarstjórnarmeirihlutann. Allt tal um að NA-SV brautin sé of lítið notuð er siðblint, mann- skemmandi, fjarstæðukennt, vill- andi og í hróplegri mótsögn við góða blaðamennsku. Það nota andstæðingar flugvallarins þegar hennar er þörf. Til eru mörg dæmi um að hinar flugbrautirnar geti ekki alltaf tekið við mikilli flugumferð vegna veðurs. Þá leys- ir það engan vanda að opna aðra sambærilega braut á Keflavík- urflugvelli. Fækkun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli sem hefur þveröfug áhrif stefnir öryggi sjúkraflugvélar með fárveikan mann innanborðs í óþarfa hættu örfáum mínútum fyrir áætlaðan lendingartíma. Í vondum veðrum tryggir NA-SV brautin öryggi sjúkraflugsins betur en Reykja- nesbrautin sem er veikur hlekkur og getur kostað fárveikan mann lífið. Láttu sjúkraflugið í friði, Dagur B. Fyrri greinar mínar í Mbl. standa andstæðingum Reykjavíkurflugvallar til ævar- andi skammar. Árás innanríkisráð- herra á sjúkraflugið Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson » Í vondum veðrum tryggir NA-SV brautin öryggi sjúkra- flugsins betur en Reykjanesbrautin. Höfundur er farandverkamaður. Þessi nýja bók er endurprentun greina ÞÞ í ýmsum tímarit- um, og hefur hann bætt þær verulega, einkum með tilvitn- unum í fyrri umfjöllun. Enn sem fyrr er hann þó „eklektískur“, svo ég leyfi mér að sletta grísku við grísku- manninn. En með því á ég við að hann velur úr heimildum – og þá ekki eftir því hve mikið eða lítið þær varði við- fangsefni hans, heldur virðist þar ráða persónuleg afstaða hans til heimildarmannna. Þorsteinn telur bók mína, Seið- blátt hafið, 1992, í heimildaskrá, en vitnar lítt til hennar. Þar er þó fjallað um sömu skáld og í fram- setningu hans. Eins og ég benti Þorsteini á fyrir mörgum árum leið- ir slíkt háttalag til þess að eigna sér verk annarra. En hitt skal við- urkennt, að hann hefur lög að mæla (bls. 101-128) um að kvæði Halldórs Laxness, Unglingurinn í skóginum, ber einkum svip af nýrómantík. Og góð er greinargerð hans (einkum bls. 129-158) fyrir hráefni annarra kvæða Halldórs frá 3. áratugnum. En sitt er hvað hráefni og afurð, og ég stend við að það að tengja sund- urlausustu atriði er einmitt meg- ineinkenni súrrealisma. Ég sendi Skírni stutta lofgrein um frumgerð þessarar greinar Þorsteins, en fékk ekkert svar, og ekki birtist grein mín. Þannig var ritstjórn Halldórs Guðmundssonar. Fráleitt tel ég hjá Þorsteini (bls. 93-4) að vitna til ljóðasafnsins Menschheitsdämmer- ung (1919) sem fulltrúa expressjón- isma. Það ljóðasafn er þrungið mærð, og hafa löngu birst betri söfn expressjónískrar ljóðagerðar (einkum Gedichte des Expression- ismus, Reclam 1966). Árið 2005 birti ég langa grein í Andvara, Uppsprettur Tímans og vatnsins. Ég sendi Þorsteini grein- ina sérprentaða og fékk svar í bréfi frá honum dagsettu 24. september 2005 þar sem hann segir m. a.: „Þakka þér kærlega fyrir Uppspretturnar. Ég er búinn að lesa þær allvel yfir en á þó eftir að skoða þær miklu betur. Ætli þú sért ekki þarna með einhverja ítarlegustu rannsókn sem gerð hefur verið á mynd- máli Tov?“ Nú gæti einhver haldið að ég legði full- mikið upp úr kurteislegum þakk- arorðum, en fyrr má nú vera kurt- eisin, vægari orð hefði mátt hafa. En nú bregður svo við að Þorsteinn vitnar hvergi í þessa grein mína í þessu nýja riti sínu! Ég get ekki að mér gert að setja það í samband við að við Þorsteinn höfum árum sam- an átt í ritdeilum um einmitt efni þessarar bókar! Og mér finnst að hann hefði átt að hugsa um verk sitt frekar en um mig. Því það hefði verið full ástæða fyrir hann að tak- ast á við þá niðurstöðu greinar minnar að ljóðmál Tímans og vatns- ins mótist af ljóðabálki sænska skáldsins Erik Lindegren, Mannen utan väg, sem birtist fyrst 1940 og vakti mikla athygli á næstu árum. Þetta benti danskur þýðandi Steins, Poul P.M. Pedersen, á fyrir hálfri öld. Að Þorsteinn leiðir þetta hjá sér bitnar fyrst og fremst á verki hans sjálfs, það hefði orðið ólíkt betra hefði hann tekist á við helstu fyrri túlkanir verksins, samsinnt því sem hann var sammála, en fært rök gegn hinu. Þorsteinn slær úr og í, kemur víða við, en stefnufestu finnst mér vanta. T.d. nefnir hann skyndilega breytingu á ljóðstíl Steins upp úr 1940 og spyr hvað valdi. Helst virð- ast þar koma til greina einhver per- sónuleg áföll, t. d. í ástamálum (bls. 34-5). En mestu skipta í lífi skálda kynni við nýtt skáldskaparlag og átök skáldsins við þau. Og því ályktaði ég í tilvitnaðri Andvara- grein: Frumgerð Tímans og vatnsins 1948 er býsna skipuleg, þar skiptast á reglulegar tersínur, ástaljóð og ljóð með óreglulegri brag, sem lýsa framandlegu umhverfi mælanda. Þessi skipan verður óreglulegri við helmingsaukningu 1956, en meg- insvipurinn helst, mælandi staddur í framandlegu, óskiljanlegu umhverfi, nálgast viðmælanda í ástasambandi. Það sem gerir Tímann og vatnið sérstætt verk í íslenskri ljóðagerð er einkum myndmálið. Annars veg- ar er einstök litadýrð, einkum í ljóð- um ortum fyrir Svíþjóðardvöl Steins seinni hluta ársins 1945. En eftir hana kemur til annað höfuðeinkenni bálksins, óræðar líkingar og samlík- ingar. Hér hefur komið fram, að þar er um arfleifð frá súrrealismanum að ræða. Sú aðferð mótaðist um og upp úr 1920 í Frakklandi. Þessi að- ferð er sérlega róttækur módern- ismi, að tengja sundurleitustu atriði saman í líkingu, þar sem þess þó skyldi gætt að þau ættu eitthvað markvert sameiginlegt, og hreyf- ingin frá kennilið til myndliðar stefndi að einhverju mikilvægu í hugrenningatengslum. Fjöl- breytnin er mikil innan þessa ramma. En þar sem áður, í t.d. blæ- leitni (sýmbólisma), náttúrufyr- irbæri voru gerð nákomnari les- endum með persónugervingu þeirra og líkingum við hluti í nánasta um- hverfi fólks, þá ríkir nú yfirleitt gagnstæð stefna, að nota líkingar til að gera kunnuglega hluti ankanna- lega, framandi. Þetta færist í aukana frá fyrri gerð Tímans og vatnsins til seinni gerðar, jafnframt því sem ástaljóðasvipurinn rénar. Greinar mínar má finna á vefslóð minni, http://oernolafs.blogspot.com Umræddar greinar mínar eru þar einkum undir ártalinu 2006. Fjögur skáld Þorsteins Þorsteinssonar Eftir Örn Ólafsson » Þorsteinn velur úr heimildum að geð- þótta, en ekki eftir þvi hve mikið þær varða viðfangsefni hans. Örn Ólafsson Höfundur er bókmenntafræðingur í Kaupmannahöfn. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.