Morgunblaðið - 05.12.2014, Page 49

Morgunblaðið - 05.12.2014, Page 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 „Eins og nafnið gefur til kynna fjallar verkið um MP5- hríðskotabyssu, samskonar og þær sem bíða í tollinum,“ segir Hilmir Jensson um leikritið MP5 sem leikhópurinn Sómi þjóðar frumsýnir í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20. Hilmir skrifaði verkið, leikur í því og leikstýrir í samvinnu við Tryggva Gunnarsson, en þeir eru báðir meðal stofnfélaga leikhópsins og hafa unnið tvær aðrar sýningar saman, þ.e. Ég er vindurinn og Gálma. „Okkur langaði til að segja eitt- hvað um þetta mál og setja upp sýningu áður en umræðan fjarar út og fólk hættir að hugsa um þessar byssur,“ segir Hilmir, en sem kunnugt er taldi Landhelgisgæslan sig hafa fengið 250 MP5-hríðskotabyssur að gjöf frá norska hernum og hugðist leyfa lögreglunni að nýta þær einnig, en ákvað síðar að skila byssunum. „Verkið okkar gerist í nálægri framtíð í geimstöðinni Pandóru þar sem aðeins dvelja vel menntaðir, víðsýnir, friðsamir og umbyrðarlyndir einstaklingar. Fyrir slysni lokast Ísak og Vilhjálmur inni í vistarverum sínum og opna þá neyðarkassa rýmisins. Í þessum neyðarkassa er allskyns búnaður sem er nauðsynlegur til að halda lífi við erfiðar aðstæður um borð í geimskipi sem og MP5- hríðskotabyssa. Í framhaldinu fara þeir að ræða hvers vegna byssan sé í neyðarkassanum, hvaða hlutverki hún geti mögulega gegnt og hvað skuli gera við hana, þ.e. farga henni, hunsa hana eða nýta með einhverjum hætti og þá hvernig. Við búum til lítinn míkrókosmos sem von- andi speglar það sem er í gangi í samtímanum,“ segir Hilmir og tekur fram að verkið sé hugsað sem háðsádeila. Fyrsta verkið í þríleik Að sögn Hilmis er leikritið hugsað sem fyrsta verkið í þríleik um þá Ísak og Vilhjálm og raunir þeirra í geimn- um. „MP5, og þríleikurinn allur, er ákveðið tilraunaverk- efni til að sjá hversu hratt leikhúsformið getur brugðist við samfélagsumræðu líðandi stundar, en leikhúsið hefur oft verið gagnrýnt fyrir að vera svifaseint og þungt í vöf- um,“ segir Hilmir og tekur fram að þeir Tryggvi séu ekki byrjaðir að leggja drög að næstu verkum. „Við viljum ekki ákveða neitt fyrirfram heldur geta stokkið til með stuttum fyrirvara til að bregðast við hlutum á líðandi stundu. Ef við hefðum ekki verið að vinna MP5 akkúrat núna þá hefð- um við kannski getað stokkið til og gert verk þar sem fjallað er um átta nýja virkjunarkosti. Það er af nógu að taka,“ segir Hilmir. Nánari upplýsingar um verkið má finna á somithjod- ar.is og tjarnarbio.is. Vegna anna aðstandenda eru aðeins fyrirhugaðar þrjár sýningar, þ.e. í kvöld, föstudaginn 12. desember og mánudaginn 15. desember kl. 20 öll kvöld. Sýningin tekur 50 mínútur. silja@mbl.is „Af nógu að taka“  Sómi þjóðar frumsýnir MP5 í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20  Verkið er háðsádeila um málefni líðandi stundar Ógn Hilmir Jensson í hlutverki sínu sem Vilhjálmur. Sally Magnusson er frétta-maður, dóttir hjónannaMary Baird (iðulega kölluðMamie) og Magnúsar Magnusson. Hinn íslenski Magnús var bæði þekktur fyrir skrif sín og þáttastjórn á BBC og Mamie þótti ekki síður slyng- ur penni en hún var afar vinsæll blaðamaður. Upphaflegi til- gangurinn með ritun þessarar bókar var að varðveita ótal minningar sem Sally átti um móður sína sem veiktist af Alzheim- er-sjúkdómi. Úr varð annað og meira verk sem lýsir hinni einstöku og gáskafullu konu, Mamie, samhliða því að lýsa þeim erfiða sjúkdómi sem Alzheimer er, þeim áhrifum sem hann hefur á nánustu aðstandendur, félagslegum þáttum og í heildina litið hvernig sjúkdómurinn breytir í raun og veru öllu, ekki bara þeim sem greinist með sjúkdóminn sjálfan, eins og höfundur orðar það í bókinni: „Í rauninni er ég farin að velta því fyrir mér hvort þetta geti verið sjúk- dómur sem breytir öllum nema dýr- lingum í eins konar skrímsli að lok- um.“ Bókin segir sögu tveggja kyn- slóða, sögu af uppbyggingu, stað- festu, starfsframa, missi, mannvirð- ingu, sorg, sæmd og hamingju. Ljóst er að höfundurinn hefur komið á blað öllum sínum fegurstu minningum samhliða þeim sársaukafyllstu. Þó svo að bók þessi sé afar per- sónuleg fjallar Sally um sjúkdóminn sjálfan á afar faglegan hátt og í gegnum leit hennar að skýringum og svörum við illskýranlegum birting- armyndum heilabilunarinnar má glögglega greina hinn fróðleiksfúsa blaðamann sem gefst ekki upp í leit sinni að skýringum. Fyrir vikið er bókin sérlega fræðandi og getur án efa hjálpað aðstandendum heilabil- aðra að skilja betur eðli sjúkdómsins og jafnvel eigin viðbrögð við hinni hrakandi heilsu þess sem með hann greinist. Eftir lesturinn var ég Sally afar þakklát fyrir að veita lesendum innsýn inn í sögu fjölskyldunnar sem hún hefur skrifað af óþrjótandi ást og góðu skopskyni. Sagan er nefni- lega mjög spaugileg og þar spilar Mamie stærsta hlutverkið með hnyttni sinni, orðavali og lífsgleði sem má segja að sé rauði þráðurinn í gegnum bókina. Bókin á erindi við mun fleiri en að- standendur heilabilaðra því öll get- um við lært eitthvað af lestrinum, hvort sem við erum heilbrigðisstarfs- fólk, blaðamenn, afgreiðslufólk eða hvað sem er því mannvirðing er eitt- hvað sem við þurfum að geta sýnt í orðum og gjörðum í þjóðfélaginu, sama hver á í hlut. Sally spyr á ein- um stað hverju þurfi að breyta til að komið sé vel fram við heilabilaða. Svarið er einfalt og jafnvel nær manni en það lítur út fyrir að vera: Sjálfum þér. Morgunblaðið/Ómar Höfundurinn „Bókin á erindi við mun fleiri en aðstandendur heilabilaðra því öll getum við lært eitthvað af lestrinum,“ segir um bók Sally Magnusson. Áhrifaríkur ást- aróður til móður Endurminningar Handan minninga - hvers vegna heila- bilun breytir öllu bbbmn Eftir Sally Magnusson. Salka, 2014. 412 bls. MALÍN BRAND BÆKUR Begin Again Gretta er gítarleikari, söngkona og lagahöfundur og býr alein í New York eftir að unnusti hennar land- aði plötusamningi og sleit í kjölfar- ið sambandi þeirra sem olli henni mikilli ástarsorg. Kvöld eitt þegar Gretta er að spila á knæpu hittir hún upptökustjórann Dan sem hrífst mjög af söng hennar og laga- smíðum og býður henni plötusamn- ing. Fer þá að lyftast brúnin á Grettu og við taka nýir og betri tímar. Þó er sá galli á gjöf Njarðar að upptökustjórinn er heldur lítill spámaður þegar kemur að tónlist- armönnum og hefur oftar en ekki veðjað á rangan hest. Leikstjóri er John Carney og með aðalhlutverk fara Keira Knightley, Mark Ruffalo, Adam Levine, James Corden, Hailee Steinfeld og Cat- herine Keener. Metacritic: 62/100 Einmana í New York Á byrjunarreit Keira Knightley og Mark Ruffalo í Begin Again. Bíófrumsýning 7 12 Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU POWERSÝNING KL. 10 Forsýning Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 16 L EXODUS Sýnd kl. 10 (power) MOCKINGJAY PART 1 Sýnd kl. 7 - 10:20 MÖRGÆSIRNAR Sýnd kl. 4 - 6 DUMB & DUMBER TO Sýnd kl. 5 - 8 NIGHTCRAWLER Sýnd kl. 8 - 10:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.