Morgunblaðið - 05.12.2014, Side 52

Morgunblaðið - 05.12.2014, Side 52
FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 339. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Leiðir Heiðars Helgusonar … 2. Ólöf Nordal nýr … 3. Ólöf: Ákvörðunin lá fyrir í gær 4. Einar afþakkaði ráðherrastólinn »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kvikmyndavefurinn Variety greinir frá því að Baltasar Kormákur eigi nú í viðræðum um að leikstýra kvikmynd- inni Cascade sem fyrirtækin Fox, Scott Free og Film Rites framleiða. Á vefnum Movieweb segir að ástralska leikkonan Cate Blanchett muni mögulega fara með aðalhlutverk myndarinnar, hlutverk skipstjóra á olíuskipi sem lendir í hremmingum á Persaflóa. AFP Leikstýrir Baltasar Cate Blanchett?  Umfangsmikil sýning um feril Bjarkar Guð- mundsdóttur verður opnuð í ný- listasafninu MoMA í New York 7. mars nk. Í tengslum við hana verður gefin út vegleg bók, Björk: Archives, af for- laginu Thames & Hudson, 30. mars. Bók um Björk frá Thames & Hudson  Tímarit verslunarinnar Geysis er nýkomið út og fór myndataka fyrir það fram á Flateyri á Ísafirði. Myndatakan fór öðruvísi en áætlað var því fyrirsæturnar komust ekki vestur sökum slæms veðurs. Aðrir sem að myndatökunni komu urðu að hlaupa í skarðið, m.a. stílistinn Hulda Halldóra Tryggvadóttir sem prýðir forsíðu tímaritsins. Þrír íbúar Ísafjarðar brugðu sér í hlut- verk fyrirsætna og þ.á m. 85 ára bók- sali. Stílistinn varð forsíðufyrirsæta Á laugardag Suðvestan 8-15 m/s og éljagangur, en úrkomulítið á N- og A-landi. Norðlægari seint um kvöldið og fer að snjóa norð- antil. Hiti um og undir frostmarki. Á sunnudag Norðan 5-13 m/s og él, en bjartviðri á S- og V-landi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 5-13 m/s og él vestast seint í kvöld og kólnar aftur, en fer að snjóa fyrir norðan og austan. VEÐUR Valsmenn eru áfram á toppi Olís-deildar karla í hand- knattleik eftir nauman sigur á Stjörnunni. Þeim gekk illa að ráða við Egil Magnússon, átján ára stórskyttu Garðbæinga, sem skoraði 17 mörk. Afturelding vann FH í spennuþrungnum leik í Kaplakrika og ÍR var ekki í vand- ræðum með Hauka á Ásvöll- um. »2-4 Valsmenn áfram á toppi deildarinnar Ef KR-ingar spila af fullri getu í 40 mínútur á enginn andstæðinga þeirra í Dominos-deild karla í körfuknattleik nokkra möguleika gegn þeim. Stjarnan átti algjöran draumaleik- hluta í Vesturbænum í gær en and- stæðingar KR þurfa helst 3 slíka, eða heilan draumaleik, til að leggja meistarana. KR er áfram með fullt hús stiga eftir níundu umferðina. »2 Andstæðingar KR þurfa draumaleik til að vinna ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, og kona hans Hólmfríður Þórisdóttir, eru fólkið á bak við þættina Stormað um sem vakið hefur athygli á ÍNN. Þátt- urinn er á mánudagskvöldum en Sig- urður er nýbúinn að ljúka sýningum á fjögurra þátta seríu um Hrútavina- félagið Örvar þar sem hann ferðaðist um landið með þeim Guðna Ágústs- syni og Jóhannesi Kristjánssyni eft- irhermu. „Þeir þorðu ekki annað en að hafa veðurfræðing með sér því þeir voru svo hræddir við veðrið á Holtavörðuheiðinni,“ segir Sigurður sem festi á filmu meðal annars hinstu för forustuhrútsins Gorbat- sjovs og hrútadaga á Raufarhöfn. „Fyrir mig var þetta ferðalag há- skóli og ég skil landsbyggðina miklu betur. Ég víkkaði sjóndeildar- hringinn og þetta segir manni að maður á ekki að þykjast hafa vit á einhverju sem maður hefur ekkert vit á. Ég er vitrari maður – það er betra,“ segir hann og hermir eftir Guðna Ágústssyni. Það er ekki leið- inlegt að tala við Sigurð. „Ég hafði migið í saltan sjó en ekki í flórinn,“ segir hann og hlær. Stormurinn á Spáni Næstu skref þeirra hjóna verða þáttaröð um Íslendinga sem staddir eru á Spáni en Sigurður hefur lengi haft annan fótinn þar í landi. „Ég skildi hinn fótinn meira að segja eftir síðast. Ég er eins mikið á Spáni og ég get og þættirnir voru klipptir á spænskri ströndu. Ég fer um Íslendingabyggðir á austurströndinni og þarna ætla ég að reyna að varpa fram myndum af fólki sem hefur verið að fjárfesta á Spáni. Þó að það hafi áður verið fjallað um Spánverja hefur ekki ver- ið fjallað um Íslendinga á Spáni.“ Hólmfríður er framleiðandi þátt- anna og segir Sigurður að hann hlýði í einu og öllu. „Við erum búin að vera með kvikmyndabúnað í svolítinn tíma og mitt hlutverk í þessum þátt- um er að finna sniðugt mannlíf. Mér finnst voðalega gaman að gera það sem er gaman – og þetta er gaman. Þessi hrútaferð til dæmis fannst mér alveg æðisleg. Ég var 18 ár á stóru stöðvunum, RÚV og Stöð2 og þar lærði maður smá undirstöðutökin enda vann ég með miklum meisturum. Þegar öllu var á botninn hvolft þá kunni ég merkilega mikið. ÍNN er búið að kló- festa mig ef svo má segja og ég er með fjölda verkefna þar. Það er mik- il gróska á ÍNN og mér finnst þessi hugmyndavinna og annað í kring skemmtilegt umhverfi – í miðjum storminum.“ Stormurinn í þáttagerð  Sigurður Þ. Ragnarsson í miðju stormsins á ÍNN Morgunblaðið/Árni Sæberg Stuð Sigurður er skemmtilegur maður og nær að skila þeim skemmtilegheitum heim í stofu fólks. Hann hefur dreg- ið fjölskylduna með sér í þáttagerð á ÍNN. Frúin er framleiðandi og sonurinn klippir þættina. Sigurður og Hólmfríður hafa verið gift í 24 ár og segir Sigurður að það sé ekkert minna en stórkost- legt að vinna með konunni sinni. „Ég er búinn að fá mjög jákvæð viðbrögð frá þjóðinni um þættina. Á meðan svo er fær maður góða næringu. Það er fátt skemmtilegra en að sitja með afurð sem maður er sáttur við. Hólmfríður passar að allt sé í lagi og er gríðarlega góður verk- stjóri. Lykillinn að góðu hjóna- bandi að mínu mati er að gera eitt- hvað þar sem maður finnur vináttuna í makanum. Reyna að sameinast í áhugamálunum. Ég hef orðið vitni að því á Spáni, þeg- ar pör fara saman í frí að fólk kann ekkert að vera saman – kannski eftir vikudvöl. Ef pör gera eitthvað saman þá halda þau sambandinu í lagi. Ekki spurning,“ segir Sigurður. Sameinast í áhugamáli SIGURÐUR OG HÓLMFRÍÐUR Guðjón Valur Sigurðsson er besti rétthenti hornamaður í heiminum í dag, samkvæmt kosningu lesenda og mati sérfræðinga handboltavefjarins Handball Planet. „Niðurstaðan er að sjálfsögðu ofsalega ánægjuleg fyrir mig og ég er þakklátur fyrir hana,“ segir Guðjón Valur en tveir aðrir liðsfélagar hans hjá Barcelona eru í hópi þeirra sem valdir voru bestir í sinni stöðu á vell- inum. »1 Besti rétthenti horna- maður í heiminum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.