Morgunblaðið - 10.12.2014, Side 8

Morgunblaðið - 10.12.2014, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Andríki bendir á að þeir semkrefjist þess að „hlustað sé á okkur“ séu sjaldnast að krefj- ast þess að hlustað sé á þá, heldur þess að fá að ráða:    Þeir viti hins vegar að sú krafahljómi ekki eins vel. Í Fréttablaðinu var fjallað um þá ákvörðun fyrrverandi dóms- málaráðherra að lögreglan á Höfn í Hornafirði myndi heyra undir lögregluna á Austurlandi en ekki Suðurlandi.    Blaðið talaði við mjög reiðanbæjarstjóra á Höfn, sem vildi að lögreglan heyrði undir Suður- land og hefur eftir honum: „Við vorum fullvissuð um að hlustað yrði á afstöðu okkar.“    En hver segir að ekki hafi veriðhlustað á sjónarmið bæj- arstjórnarinnar í Hornafirði?    Getur ekki verið að ráð-herrann, sem samkvæmt lög- um á að taka ákvörðunina, hafi hlustað á þau sjónarmið en engu að síður ákveðið að hafa annan hátt á?    Ókosnir aðilar reyna í sífellu aðfá að taka ákvarðanir sem ekki eiga að vera í þeirra höndum.    Þeir lýsa skoðun, veita umsagn-ir, gera tillögur, og krefjast þess svo að á þá „sé hlustað“.    En þá eiga þeir ekki við að þeirvilji að menn hlusti. Þeir vilja fá að ráða.    Þeir halda að óskir eða tillögurþeirra séu í raun fyrirmæli.“ Hlustið og hlýðið STAKSTEINAR Veður víða um heim 9.12., kl. 18.00 Reykjavík -2 skýjað Bolungarvík -2 snjókoma Akureyri -2 léttskýjað Nuuk -8 snjókoma Þórshöfn 3 léttskýjað Ósló -6 skýjað Kaupmannahöfn 3 skýjað Stokkhólmur 2 léttskýjað Helsinki 2 léttskýjað Lúxemborg 2 skýjað Brussel 5 léttskýjað Dublin 11 skýjað Glasgow 11 skúrir London 7 léttskýjað París 5 heiðskírt Amsterdam 6 léttskýjað Hamborg 2 alskýjað Berlín 2 heiðskírt Vín 3 léttskýjað Moskva -1 þoka Algarve 17 heiðskírt Madríd 10 léttskýjað Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 12 léttskýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 12 léttskýjað Winnipeg -15 skýjað Montreal -2 snjókoma New York 5 skúrir Chicago 3 súld Orlando 15 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:08 15:34 ÍSAFJÖRÐUR 11:50 15:02 SIGLUFJÖRÐUR 11:35 14:43 DJÚPIVOGUR 10:46 14:55 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Í ljósi þess að við höfum verið með góðan rekstur og greitt niður skuldir, þá hefur meirihlutinn fengið svigrúm til að bæta þjónustuna sem og lækka skatta og gjöld á íbúana í bænum,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjar- stjóri Kópavogsbæjar, en fjárhags- áætlun bæjarins fyrir árið 2015 var samþykkt í bæjarstjórn í gærkvöldi. Að sögn Ármanns er mikil áhersla lögð á börn og fjölskyldur í fjárhags- áætluninni en í henni er meðal annars gert ráð fyrir 200 milljónum í kaup og innleiðingu á spjaldtölvum í grunn- skóla. „Meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks leggur áherslu á að okkar skólar séu í fremstu röð og það er ljóst að upplýsingatæknin er búin að festa rætur. Ef við berum okkur saman við mörg önnur lönd, þá virð- umst við vera komin talsvert aftur úr í því að nýta okkur þessa tækni. Það er af þeim ástæðum sem við tókum þennan pólinn í hæðina,“ segir Ár- mann. Frítt í sund fyrir eldri borgara Þess má einnig geta að samkvæmt áætluninni verður frístundastyrkur barna í Kópavogi hækkaður í 30.000, hafist verður handa við byggingu íþróttahúss við Vatnsendaskóla auk þess sem eldri borgarar og börn yngri en tíu ára fá frítt í sund frá og með áramótum. Í fréttatilkynningu segir einnig að heildartekjur Kópavogsbæjar séu áætlaðar 24,2 milljarðar og eru skatt- tekjur þar af um 19,5 milljarðar. Fræðslu- og uppeldismál eru stærsti útgjaldaliður fjárhagsáætlunar Kópavogsbæjar en af heildarskatt- tekjum bæjarins á næsta ári fara tæplega 60 prósent til málaflokksins. Spjaldtölvur fyrir 200 milljónir  Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2015 var samþykkt í gærkvöldi Kristín ráðin aðstoðarmaður Ólafar Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur ráðið Kristínu Haraldsdóttur, sérfræðing við lagadeild Háskólans í Reykjavík, sem lögfræðilegan aðstoðarmann sinn. Kristín lauk lögfræðiprófi frá lagadeild Háskóla Ís- lands og meistaragráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi. Hún var m.a. lögfræðingur í sjávarútvegs- ráðuneytinu og lögfræðilegur aðstoðarmaður dómara við EFTA-dómstólinn. Frá 2009 hefur Kristín verið sérfræðingur við lagadeild HR og forstöðumaður Auð- lindaréttarstofnunar lagadeildar HR. Hún hefur þegar hafið störf. Kristín Haraldsdóttir Hverfisgata 4 101 Reykjavík s: 537 4007 info@hverfisgalleri.is www.hverfisgalleri.is opið 11-17 þri-fös & 13-16 lau SIGURÐUR ÁRNI SIGURÐSSON Án titils, 2012 | olía á striga | 200 x 220 cm JÓLATILBOÐ Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 • 3 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • Kveiking í öllum rofum • Auka steikarplata fylgir • Niðurfellanleg hliðarborð • Efri grind • Bakki fyrir fitu • Hitamælir • Fáanlegt í fleiri litum Er frá Þýskalandi Niðurfellanleg hliðarborð FULLT VERÐ 99.900 84.900 Opið kl. 11 - 18 virka daga Opið kl. 11 - 16 laugardaga Opið kl. 12 - 15 sunnudaga Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.