Morgunblaðið - 10.12.2014, Page 22

Morgunblaðið - 10.12.2014, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 ✝ RagnheiðurHelga Óladótt- ir fæddist í Reykja- vík 6. nóvember 1944. Hún lést á Landspítalanum í Kópavogi aðfara- nótt sunnudagsins 30. nóvember síðastliðins. Foreldrar Ragn- heiðar voru þau Valgerður Árna- dóttir, húsmóðir og verkakona, f. á Vopnafirði 8. desember 1918, d. 4. febrúar 1999, og Óli Hermannsson, lögfræðingur og þýðandi, f. á Kaldbak í Tjörnes- hreppi 18. september 1914, d. 7. júní 1997. Þau skildu eftir tíu ára sambúð. Ragnheiður ólst upp í stórum systkinahópi, fyrst á Bergstaðastræti og síðar í Ás- garði við Fossvoginn. Alsystkin hennar eru Árni, f. 10. mars 1942, Margrét, f. 11. maí 1943, 1972. Börn þeirra eru Bjarni Bjarnason rithöfundur, f. 9. nóv- ember 1965 og Valgerður Bjarnadóttir líffræðingur, f. 19. febrúar 1967. Eiginkona Bjarna er Katrín Júlíusdóttir, alþing- iskona og fv. ráðherra, f. 23. nóvember 1974. Synir Bjarna og Katrínar eru tvíburarnir Krist- ófer Áki og Pétur Logi, f. 23. febrúar 2012. Sonur Bjarna frá fyrri sambúð er Snorri Vikanes, f. 1. ágúst 2000, búsettur í Berg- en í Noregi. Stjúpsonur Bjarna, sonur Katrínar, er Júlíus Flosa- son, f. 1. mars 1999. Sambýlis- maður Ragnheiðar til tuttugu ára var Elías Rúnar Sveinsson, tugþrautarmaður og trésmiður, fæddur 1952. Ragnheiður starf- aði lengst af við fiskvinnslu, í mötuneytum og við af- greiðslustörf. Síðast starfaði hún í mötuneyti félagsmiðstöðv- arinnar Aflagranda. Eftir starfslok var hún sjálfboðaliði í verslun Rauða krossins á Land- spítalanum og gætti barnabarna sinna á meðan heilsan leyfði. Útför Ragnheiðar Helgu verður haldin í Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 10. desem- ber, kl. 15.00. Hermann, f. 30. jan- úar 1946, Brjánn Árni, f. 13. júní 1947, d. 31. desem- ber 2010, Guðrún Kristjana, f. 28. október 1950, og Hrólfur, f. 25. nóv- ember 1952. Bræð- ur Ragnheiðar samfeðra eru Odd- ur, f. 1953 og Guðni, f. 1961. Ragnheiður dvaldi mikið hjá afa sínum Hermanni og ömmu sinni Friðnýju á Bakka við Húsavík sem barn. Ragnheiður lauk grunnskóla í Reykjavík og fór ung að vinna og vann ýmis störf þar til 1964 að hún giftist Bjarna Birgi Péturssyni, f. 3. mars 1942, sjómanni og bifvélavirkja. Foreldrar hans voru Guðrún Gísladóttir bókasafnsfræðingur og Pétur Sumarliðason kennari. Ragnheiður og Bjarni skildu Ragnheiður Helga Óladóttir var fædd í Reykjavík þann 6. nóv- ember 1944. Foreldrar hennar voru Óli Hermannsson lögfræð- ingur og Valgerður Árnadóttir verkakona. Faðir Valgerðar var Árni frá Múla, alþingismaður og ritstjóri. Þriggja ára var Ragn- heiður send í sveit að Bakka á Tjörnesi, til ömmu og afa. Að vera á Bakka þar sem öll lífsins gæði varð að sækja í náttúruna var á við bestu skólagöngu. Ekki voru allir dagar sólardagar í lífi Ragnheiðar. Hún fór ung að heiman að vinna fyrir sér eins og þá var algengt. Vann hún meðal annars við fiskvinnslu og í mötu- neytum. Þótt hún léti ekki mikið fyrir sér fara þá vissi hún sínu viti. Hún var sú manngerð sem á ekki alltaf gott með að verjast ágangi heimsins. Í fari hennar var ekk- ert nema góðmennsku að finna. Var hún hænd að móður sinni og er gott til þess að vita að hún mun liggja hjá henni í Fossvogskirkju- garði, eins og hún óskaði sér. Ísland er einni fyrsta flokks konu fátækari. Vil ég þakka líkn- ardeild Landspítalans fyrir alúð- leg og vel unnin störf, er óhætt að segja að þar starfi fólk á heims- mælikvarða á sínu sviði. Elías Rúnar Sveinsson. Ragnheiður Helga var þriðja af sjö börnum foreldra okkar, þeirra Valgerðar Árnadóttur og Óla Hermannssonar. Einhver ruglingur varð á genunum þegar Ragnheiður kom í heiminn. Í stað þess að vera ljóshærð eins og við hin sex, með grá, blá eða græn augu, voru augu hennar móbrún og hárið mikið og fallega ljós- gyllt. Þriggja ára var hún send til afa okkar og ömmu, þeirra Frið- nýjar Óladóttur og Hermanns Stefánssonar, er bjuggu á Bakka við Húsavík. Það dvaldi hún fyrst í eitt og hálft ár og síðan á hverju sumri uns Hermann missti heils- una, en hann lést 1957. Minntist hún áranna á Bakka ætíð með mikilli hlýju. Þótt stundum hafi verið þröngt í búi á æskuheimili okkar hjá ein- stæðri móður sjö barna, ríkti gleði í stóra systkinahópnum, enda mamma sérstaklega skemmtileg og svo stóðu allar dyr opnar fyrir vinum okkar krakk- anna. Mamma las fyrir okkur á kvöldin, hlustað var á útvarp, sér- staklega á sögur og jazz. Fékk því Ragnheiður áhuga á lestri og tón- list með móðurmjólkinni. Ragn- heiður var falleg og glæsileg kona og góð manneskja. Hún hafði yndi af því að „hafa sig til“ og „hitt kynið“ renndi einatt til hennar hýru auga og það strax á unglingsaldri. Þurfti þá eldri systirin stundum að stugga þeim ágengustu frá. Margrét og Ragnheiður fóru ungar að vinna fyrir sér. Þær réðu sig sem kaupakonur hvor á sinn bæinn, Stakkahlíð í Loð- mundarfirði og Húsavík í Borg- arfirði eystra. Nokkuð stutt sýndist á milli bæjanna séð af landakorti, og álitu þær sem svo að þær gætu hist oft, en gleymdu að skoða kortið nægilega vel, því þegar á hólminn var komið reyndist heilt fjall vera á milli, þannig að þær hittust bara einu sinni allt sumarið. Nokkrum ár- um seinna lögðu þær aftur af stað út í óvissuna, nú á skipi til Súg- andafjarðar þar sem þær höfðu ráðið sig í fiskvinnslu og áttu að búa á verbúð. Verbúðirnar á Suð- ureyri voru kallaðar eftir hinu stríðsþjáða Afríkulandi „Kongó“ sem þá stóð í sjálfstæðisbaráttu. Þar bjuggu þær með þeim góðu konum Ingu Þórðardóttur og Sigríði Kristinsdóttur, sem urðu vinkonur þeirra upp frá því. Þegar þær snéru aftur heim fengum við hin ótal skemmtilegar sögur af ævintýrum þeirra í „Afr- íku“ á Súganda. Ragnheiður var hlédrægari en við hinar systurn- ar, en hún hafði yndislegan og oft beittan húmor. Laumaði inn í um- ræður setningum eða orði sem fékk mann til að kafna næstum úr hlátri. Hún var vandvirk og vel Ragnheiður Helga Óladóttir ✝ Björn JónatanEmilsson fædd- ist á Eskifirði 28. maí 1934. Hann lést á Landspítalanum 13. nóvember 2014. Foreldrar Björns voru hjónin Niels Peter Emil Weywadt Björnsson, f. 28. ágúst 1892, d. 7. júlí 1972 og Laufey Sig- ríður Jónatans- dóttir, f. 27. júlí 1905, d. 17. júlí 1964. Systkini Björns eru Ingvar, f. 1926, búsettur í Mexíkó, Bryndís, f. 1928, d. 2002 og Hulda, f. 1930, búsett í Kaliforníu. Björn kvænt- ist Þórunni Jónsdóttur, f. 13. október 1934, dáin 1990. Björn og Þórunn skildu 1974. Þau eign- uðust fimm börn, sem eru: Emil, f. 1957, Birgir Örn, f. 1959, Katrín, f. 1961, Björn Þór, f. 1965, látinn 2009 og Einar, f. 1966. Fyrir hjónaband eignaðist Björn dótt- ur, Andreu Dögg, f. 1956. Björn á ellefu barnabörn og eitt barna- barnabarn. Björn ólst upp á Eskifirði til ársins 1940, en þá flutti fjöl- þeir félagar Breiðholt hf. og áttu þeir lægsta tilboð í fjölbýlishús sem byggð voru í Neðra- Breiðholti. Það krafðist tækni og fluttu þeir inn þýsk stálmót og rafmagnskrana sem fóru eftir teinum meðfram byggingunum. Einnig keyptu þeir steypuverk- smiðju, því dýrt var að aka með vatnsblandaða steypu frá neðri svæðum borgarinnar. Vegna lágs byggingarkostnaðar var Menningarmiðstöðin í Gerðu- bergi gefin Reykjavíkurborg af Framkvæmdanefndinni. Kran- arnir og stálmótin voru síðast notuð í Mosfellsbæ fyrir hrunið 2008. Björn hætti hjá Breiðholti hf. árið 1973 og hóf ásamt öðrum sem höfðu umboð fyrir Butler- stálgrindargús að byggja Coca- Cola-verksmiðjur í Nígeríu ásamt íbúðarhúsnæði. Björn var viðloðandi störf í Nígeríu þar til um 1980. Eftir það hóf hann aft- ur störf á Teiknistofunni á Laugavegi 96 og eftir það var hann sjálfstætt starfandi. Björn hafði yndi af söng og söng með Karlakórnum Fóst- bræðrum frá 1954, með hléum er hann dvaldi erlendis vegna náms og starfa. Með kórnum söng hann til ársins 2011 og með Eldri Fóstbræðrum þar til hann lést. Útför Björns verður gerð frá Langholtskirkju í dag, miðviku- daginn 10. desember, og hefst athöfnin kl. 11.00. skyldan til Reykja- víkur. Björn lauk hefðbundnu skyldunámi og fór síðan í Versl- unarskóla Íslands, þar sem hann lauk stúdentsprófi árið 1954. Sama ár réð hann sig til ÍAV, sem byggði upp radarstöð á Heið- arfjalli á Langa- nesi. Þar starfaði hann til ársins 1956, en í árslok það sama ár hélt hann til náms í Darmstadt í Þýskalandi, þar sem hann lagði stund á arkitektúr og bygginga- tæknifræði. Að námi loknu, árið 1962, flutti Björn ásamt fjöl- skyldu sinni til Íslands. Björn stofnaði teiknistofu að Lauga- vegi 96, ásamt félögum sínum. Árið 1965 stofnaði hann ásamt félögum sínum Byggingatækni sf. og byggðu þeir átta hæða fjöl- býlishús ofarlega við Kleppsveg, þar sem byggt var með gömlu trémótauppsláttaraðferðinni. Þegar Framkvæmdanefnd bygg- ingaáætlunar áformaði að byggja upp í Breiðholti, stofnuðu Ég hafði ekki í langan tíma séð nafna minn, sveitunga og skólabróður, Björn Jónatan. Svo var það í síðdegiskaffinu á Vitatorginu að ég frétti að Björn hefði dáið á miðvikudeg- inum 12. nóvember og brá mér sannarlega við. Þótt við værum báðir frá Eskifirði kynntist ég ekki Birni fyrr en í Verzlunar- skólanum, en þar vorum við sambekkingar. Að vísu var kunningsskapur- inn ekki mikill þá, en ég átti eft- ir að hitta hann oftar á lífsleið- inni, einkum á síðari árum eftir að ég fór að sækja starfsemina á Vitatorgi. Við ræddum oft saman yfir kaffibolla eða matardiski. Þar ræddum við um heimahaga eystra og sitthvað fleira. Nafni minn átti sér mikla drauma og áætlanir sem hann sagði mér frá og ýmsar framkvæmdir sem hann hafði í huga. En það er nú einu sinni svo að mennirnir bollaleggja en Guð ræður. Sá sem vaknar að morgni er ekki öruggur um að geta gengið til hvílu að kveldi. Hann hafði fengist við ýmislegt um dagana, m.a. búskap og eins teiknaði hann hús, enda list- fengur vel. Björn Jónatan var skemmti- legur maður, sem gaman var að tala við, en nú er hann allur og það er eftirsjá í huga mér. Ég tjái öllu hans fólki einlæga sam- úð mína vegna fráfalls hans. Blessuð sé minning Björns Jónatans. Björn G. Eiríksson. Kveðja frá Karlakórnum Fóstbræðrum Á baksíðu Morgunblaðsins þann 1. sept. 1954 er sagt frá því að Karlakórinn Fóstbræður hafi daginn áður lagt upp í söngför til Evrópu, þar sem sungið skyldi bæði í þýska út- varpinu og franska sjónvarpinu sem þá þótti mikið nýnæmi, enda ekkert sjónvarp á Íslandi. Annað nýnæmi við þessa mán- aðarlöngu utanför kórsins var Björn Jónatan Emilsson Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR, Viðarrima 4, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju mánudaginn 15. desember kl. 15.00. . Jakob Jónsson, Guðjón Árni Eggertsson, Helena Karlson, Anna Sóley Eggertsdóttir, Gísli Gíslason, Eggert Smári Eggertsson, Katharina Snorradóttir, Kristín Björg Eggertsdóttir, Jens Ólafsson, barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, elskulegur afi og langafi, EINAR ÓLAFSSON, fyrrv. skipstjóri og útgerðarmaður, Smáragötu 9, Vestmannaeyjum, andaðist sunnudaginn 30. nóvember. Hann verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 13. desember kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast Einars er bent á líknarfélög. . Viktoría Ágústa Ágústsdóttir, Ólafur Ágúst Einarsson, Halla Svavarsdóttir, Agnes Einarsdóttir, Kári Þorleifsson, Viðar Einarsson, Dóra Björk Gunnarsdóttir, Hjalti Einarsson, Dagmar Skúladóttir, afa- og langafabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖSKULDUR JÓNSSON símaverkstjóri, Kolbeinsgötu 52, Vopnafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði mánudaginn 1. desember. Útförin fer fram frá Áskirkju í Reykjavík föstudaginn 12. desember kl. 13.00. . Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar kæri frændi og vinur, SIGTRYGGUR SIGURÐSSON málarameistari, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 2. desember. Útförin fer fram frá Neskirkju mánudaginn 15. desember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Systkinin úr Hólmgarði og vinir. ✝ Faðir okkar og tengdafaðir, JÓN S. EINARSSON húsasmíðameistari, verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn 12. desember og hefst athöfnin kl. 13.00. Kristín Björg Jónsdóttir, Jón Hlífar Aðalsteinsson, Margrét Jónsdóttir og fjölskyldur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KJARTAN ÓLAFSSON fv. deildarstjóri í búvörudeild Sambandsins, Ársölum 3, áður Hlíðarhvammi 10, Kópavogi, lést mánudaginn 1. desember á hjúkrunarheimilinu Eir. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. desember kl. 15.00. Jóhanna Bjarnadóttir, Margrét I. Kjartansdóttir, Sigmundur Einarsson, Ólafur Kjartansson, Nanna Bergþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur bróðir okkar og frændi, SÆVAR BJÖRN KOLBEINSSON, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, lést miðvikudaginn 3. desember. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 11. desember kl. 11.00. Sverrir Kolbeinsson, Ævar Halldór Kolbeinsson, Guðjón Steinar Sverrisson, Patricia Velasco Sverrisson, Kristín Ósk Guðjónsdóttir, Adda Björg Guðjónsdóttir, Viktor Ingi Guðjónsson, Magnús Bjarni Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.