Morgunblaðið - 10.12.2014, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 10.12.2014, Qupperneq 23
liðin hvar sem hún vann. Ragnheiður fékk krabbamein í annað sinn vorið 2013, en sem betur fer átti hún lengst af góða daga þar til yfir lauk. Hún varð sjötug 6. nóvember sl. og hlakk- aði mikið til afmælisins og skipu- lagði það vel og vandlega. Um leið og við systur hennar þökkum Ragnheiði samfylgdina, erum við vissar um að mamma og Gurrý frænka, sem hún fær að hvíla hjá í Fossvogskirkjugarði, taka vel á móti henni. Kæmi okkur ekki á óvart þótt þær tækju lagið sam- an. Dálítið fjörugt frá Ellu og nokkra tregablandaða frá Billie og gott ef ekki nokkur Jitterbug- spor um leið. Hvíl í friði, kæra systir. Margrét Valgerðardóttir og Guðrún Kr. Óladóttir. Fyrrverandi mágkona mín, Ragnheiður Helga Óladóttir, er fallin frá. Um hugann fer kær þökk fyrir góð tengsl og vinsam- leg samskipti um leið og ég færi Elíasi, Valgerði, Bjarna og Katr- ínu og systkinum Ragnheiðar og þeirra fjölskyldum innilegar sam- úðarkveðjur okkar systkinanna og fjölskyldna okkar. Gísli Ólafur Pétursson. Eftir að ég kynntist Bjarna manninum mínum var eitt af því fyrsta sem ég gerði að rekja ættir okkar. Fljótlega áttaði ég mig á því að í gegnum móður sína átti hann ættir að rekja til Bakka við Húsavík, þar sem móðir hans dvaldi mikið hjá föðurforeldrum sínum í æsku. Á þessum tíma var ég iðnaðarráðherra og umræðan um iðnaðaruppbyggingu á Bakka mikil. Það átti því fyrir mér að liggja að giftast inn í Bakkafjöl- skylduna á meðan ég var iðnaðar- ráðherra sem var svolítið skondið í ljósi aðstæðna en hefur líka reynst mér mikil gæfa. Ragnheiður reyndist okkur af- ar vel eftir að tvíburasynir okkar Bjarna fæddust fyrir tæplega þremur árum. Hún var mikil barnagæla og strákarnir okkar urðu mjög fljótt hændir að henni. Annar þeirra var framan af ekki mikið fyrir að gefa sig að fólki og þurftu ættingjar og vinir að leggja mikið á sig til að sanna sig áður en hann var til í spjall. Ragnheiður náði þó strax til hans og var hann örfárra mánaða far- inn að kætast óskaplega við komu ömmu sinnar. Hún gaf sig alla í samskiptin við þá og var fljótt farin að lifa sig inn í leikinn með þeim án þess að gefa umhverfinu mikinn gaum, þeir urðu miðja veraldar. Ragnheiður var mikil sögu- manneskja. Hún hallmælti aldrei nokkrum manni en sagði gjarnan skoðun sína í gegnum sögur. Eft- ir að hún veiktist breyttust sög- urnar meira yfir í frásagnir úr lífshlaupi hennar. Stundum greindi ég trega en oftast gleði og þá ekki síst þegar hún kímin sagði mér skondnar sögur um uppátæki sín og Margrétar syst- ur sinnar á þeirra yngri árum. Ég flissa enn yfir þeim þegar ég rifja þær upp. Svo miklu lífi gæddi hún þær. Strákarnir spyrja mikið um ömmu sína og skilja ekkert í því af hverju hún er hætt að koma í heimsókn. Nú er það okkar að segja sögurnar og nú verða þær af henni svo minningin megi lifa áfram með börnunum okkar sem sakna hennar svo mjög. Nú þegar leiðir okkar skilur í þessu jarðlífi er ég fyrst og fremst þakklát. Ég er þakklát fyrir sögurnar sem hún sagði mér, dýrmæta aðstoð á heimilinu og með börnin þegar mikið álag var á okkur hjónum og síðast en ekki síst fyrir einlæga ást hennar á börnunum mínum sem mun verða þeim dýrmætt veganesti út í lífið. Katrín Júlíusdóttir. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Smáauglýsingar 569 1100 KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699-8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Ýmislegt Ódýr blekhylki og tónerar Verslun í Hagkaup, Smáralind og Fjarðargötu 11, Hafnarfirði Blekhylki.is, sími 517 0150 Kristalshreinsiúði Hreinsiúði fyrir kristalsljósakrónur og kristal. Slóvak kristall Dalvegi 16 b, Kópavogi, s. 544 4331. Klapparstíg 44 • Sími 562 3614 Jólaóróar frá PLUTO Margar gerðir Verð kr. 1.795 Teg. 2975 Einstaklega vandaðir og þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-41. Verð: 16.800 Teg. 2921 Einstaklega vandaðir og þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-41. Verð: 15.670 Teg. 2921 Einstaklega vandaðir og þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-41. Verð: 15.670 Teg. 2881 Einstaklega vandaðir og þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-41. Verð: 15.800 Teg. 2942 Einstaklega vandaðir og þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-41. Verð: 15.800 Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. GJÖF SEM GLEÐUR Teg Selena - létt fylltur í D,E,F,G skálum á kr. 6.850,- buxur við á kr. 2.680,- Teg. SELENA - push up fyrir þær stærri í stærðum 75-95 B,C,D,E,F,G á kr. 6.850 - Verð kr. 2.680 Teg Belinda - glæsilegur kjóll í S,M,L á kr. 7.950,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14 Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur          !!"#$                                              !! Enn á lífi Í minningargrein Gylfa Guðjónssonar um séra Baldur Vilhelmsson sem birtist 4. nóvember síðastliðinn varð honum það á að segja Rebekku Ágústsdóttur frá Múla látna. Hið rétta er að hún er enn á lífi og vill Gylfi koma á framfæri innilegri afsökunarbeiðni til allra hlutaðeigenda. LEIÐRÉTT að nú skyldi flogið en ekki siglt. Það var glaðbeittur hópur sem steig um borð í Gullfaxa eftir að hafa sungist á við Karlakór Reykjavíkur, sem mætti á flug- völlinn til að kveðja bræðrakór sinn og hvetja fyrir þessa æv- intýraför. Einn þessara söngmanna, sem þá stóð á tvítugu, var Björn Jónatan Emilsson, mætur félagi sem Fóstbræður sjá nú á bak. Björn var félagi, sem um rösk- lega sextíu ára skeið kom við sögu félagsins og málefni þess með margvíslegum og eftir- minnilegum hætti. Þetta var árið sem Björn gekk í kórinn, beint inn í þessa miklu ævintýraferð, fullur tilhlökkunar til þeirra stóru stunda sem vænt- anlegar voru. En Björn átti eftir að upplifa margar aðrar stórar stundir með Fóstbræðrum á löngum ferli: Söngsigur Fóst- bræðra í kórakeppnum í Wales árið 1972, í Llanghollen árið 1987, í Prag árið 2001, sem og margvíslegar aðrar eftirminni- legar stundir á ferðalögum kórs- ins bæði hér heima og erlendis. Þá var Björn einn Fjórtán Fóst- bræðra sem áttu gríðarlegum vinsældum að fagna á Íslandi um langt árabil. Björn bjó yfir fal- legri barítónrödd og söng alla tíð fyrsta bassa í kórnum og þau voru ófá skiptin sem hann tókst á við einsöngshlutverk, sem hann skilaði með mikilli prýði. Björn gegndi um árabil trún- aðarstörfum fyrir kórinn og lagði sitt af mörkum í þeirri vinnu og setti gjarnan hag Fóst- bræðra ofar einkahag. Björn var enginn venjulegur maður og átti sér margar hliðar, bjó yfir margvíslegum kostum og kunnáttu þó ekki tækist alltaf að samhæfa. Samhljómurinn sem hann átti svo auðvelt með í söng sýndist manni oft ekki eins auðveldur utan söngsins. Stund- um fannst manni að Björn væri einfari en þegar kom að Fóst- bræðrum var hann hópsál. Trú- mennska hans við félag sitt var einlæg og traust. Við sem sungið höfum með Fóstbræðrum þekkjum að góður samhljómur kórs er ekki aðeins tilkominn af hljómnum sjálfum, heldur því bræðraþeli sem ríkir milli manna og að menn upplifi það máttuga Fóstbræðralag, sem okkur öllum er svo kært og við viljum að fylgi okkur til hinsta dags. Það er líklega einsdæmi í menningu að sjálfbærar menn- ingarstofnanir sem bornar eru uppi af óeigingjörnu starfi kór- félaga, kynslóð fram af kynslóð, nái í nálægt hundrað ár að halda uppi svo metnaðarfullu og þróttmiklu starfi sem Fóst- bræður hafa gert. Menn koma og fara, sumir staldra stutt við en aðrir lengur. Björn Emilsson var einn þeirra. Fóstbræður kveðja nú góðan félaga, sem alla tíð stóð í fremstu röð í þjónustu við þá list, sem viðleitni okkar er helg- uð. Að leiðarlokum þökkum við fyrir þann ríka vinarhug sem Björn Emilsson sýndi okkur og félagi sínu alla tíð. F.h. Fóstbræðra, Eyþór Eðvarðsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.