Morgunblaðið - 10.12.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.12.2014, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Guðbjörg Sveinfríður Pálmarsdóttir er kennari í Heiðarskóla íReykjanesbæ og kennir 2. bekk. Hún útskrifaðist árið 2003frá Kennaraháskólanum og er búin að kenna í Heiðarskóla síðan þá. „Nú er fullt að gera við að undirbúa jólin og föndra með krökkunum. Svo er ég svo lánsöm að ég fæ að kenna unglingum í 8.- 10. bekk bakstur, en það er valáfangi í skólanum. Það er gaman að geta unnið bæði með litlu krökkunum og unglingunum.“ Fríða, eins og hún er oftast kölluð, er Hafnfirðingur en hefur búið í Njarðvík og Keflavík í 30 ár. Maðurinn hennar er úr Garðinum og heitir Frímann Þór Þórhallsson og er verslunarstjóri hjá Bílanaust í Reykjanesbæ. Börn þeirra eru þrjú: Daníel Ómar, f. 1981, doktor í efnafræði og vinnur við Stanford-háskóla; Bjarki Þór, f. 1988, nemi í Tækniskólanum og vinnur hjá Vodafone, og Andrea Ósk, f. 1990, lögfræðinemi við Háskólann í Reykjavík og vinnur í Landsbank- anum. Fríða á líka barnabarn úti í Ameríku, Lennon Loka Daníels- son, sem fæddist á árinu. „Við heimsóttum fjölskylduna úti í sumar og vorum hjá þeim í þrjár vikur. Þau koma svo til okkar eftir ára- mót og þá ætla ég að slá til afmælisveislu.“ Fríða var ein af stofnendum Kiwanis-hreyfingarinnar Vörðu í Reykjanesbæ, en hefur dregið sig í hlé frá félagsmálunum að sinni. „Fjölskyldan er aðaláhugamálið og svo auðvitað vinirnir. Hef verið með sömu vinkonunum í saumaklúbb í 25 ár og við héldum upp á 20 ára saumaklúbbsafmæli með því að skella okkur á U2-tónleika í Dublin árið 2009. Á næsta ári er stefnan að skella sér í aðra ferð saman.“ Guðbjörg S. Pálmarsdóttir er 50 ára í dag Fjölskyldan á Golden Gate-brúnni Frá vinstri: Daníel Ómar, Lauren, Frímann Þór, Andrea Ósk, Guðbjörg og Bjarki Þór. Fær barnabarnið í heimsókn eftir áramót Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Benedikt Áki Árnason Cosser fæddist 17. júlí 2014 kl. 9.34. Hann vó 3.002 g og var 47 cm langur. Foreldrar hans eru Helga Valdís Cosser og Árni Páll Benediktsson. Nýir borgarar S veinn Víkingur fæddist að Búðum við Fáskrúðs- fjörð 10.12. 1934, en for- eldrar hans bjuggu á Vattarnesi við mynni Reyðarfjarðar: „Þetta var ævin- týrastaður í faðmi náttúrunnar fyr- ir okkur börnin og ekki dró úr gleðinni að fá að skreppa með eldri bræðrum sínum á Tríó, árabáti föð- ur okkar, og veiða í soðið. Minnisstæðastur er mér þó góð- viðrisdagur, þann 10. maí 1940, er mikil breyting varð á staðnum. Gríðarstórt skip lá fyrir landi og á land voru gengnir fleiri menn en ég hafði nokkurn tímann áður séð saman komna. Það vakti svo enn meiri furðu að allir voru þeir í eins fötum og bulluðu látlaust einhverja vitleysu. Mér varð nóg boðið og hraðaði mér heim. En þá tók ekki betra við því að móðir mín stóð úti á tröppunum og bullaði af mikilli ákefð við einn þessara manna sem var að vísu í miklu flottari fötum en hinir. Þetta kórónaði leiðindin og ið um kring og flutti um það erindi í útvarpið. Það varð til þess, að ég var ráðinn kaupamaður, hesta- sveinn og kúasmali að Sörlastöðum í Fnjóskadal. Þar var mér tekið opnum örmum og viljinn tekinn fyrir verkið hjá 11 ára dreng sem vildi standa sig vel í því sem honum var trúað fyrir. Þarna var ég í sex lærdómsrrík sumur sem urðu mér ómetanleg hvatnig og styrkur síðar á lífsleiðinni.“ Sveinn lauk grunnskólanámi frá Miðbæjarbarnaskólanum, lands- prófi frá Gagnfræðaskóla Vest- urbæjar, lauk prófi úr 3. bekk MR 1953 og útskrifaðist frá Kennara- skóla Íslands vorið 1956. Sveinn kenndi við Melaskólann í einn vetur, var skólastjóri við Barna- og unglingaskólann á Drangsnesi við Steingrímsfjörð í sex ár, kenndi einn vetur við Kleppjárnsreykjaskóla, annan vetur við Héraðsskólann í Reykholti og var þar síðan fastráðinn kennari til 1994, þá kominn á eftirlaunaaldur. Sveinn Víkingur Þórarinsson kennari 80 ára Við Barnafossa Sveinn Víkingur og Guðrún Elsa með börnum Árna Víkings, Stefáni, Finni og Brynju Alexöndru. Grunnskólakennari á landsbyggðinni í 50 ár Vinátta Sveinn með folanum Glæsi sem hann hefur verið að temja. lítill drengur barðist við grátinn.“ Nokkrum árum síðar flutti fjöl- skyldan til Búða. Þar hófst skóla- ganga Sveins. sem stóð þar í einn vetur því síðan var förinni heitið til Reykjavíkur. „Móður minni fannst ekki heppi- legt að börn lékju sér á mölinni ár- Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isSíðumúli 16 • 108 Reykjavík • sími 580 3900 • www.fastus.is • opið mán - fös 8.30 - 17.00 F A S TU S _E _4 5. 11 .1 4 Veit á vandaða lausn 20% AFSLÁTTURÍ NÓVEMBER Potturinn og pannan í jólasteikinni Hágæða stálpottar og pönnur fyrir þá sem eru metnaðar- fullir í eldhúsinu. Má nota á allar gerðir af hellum, þ.m.t. spanhellur. Mikið úrval af öllum stærðum og gerðum. Þess má geta að pottarnir frá Swan eru mikið notaðir af atvinnukokkum á helstu veitingastöðum landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.