Morgunblaðið - 10.12.2014, Side 27

Morgunblaðið - 10.12.2014, Side 27
ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Eftir það var hann stunda- og for- fallakennari við Kleppjárnsreykja- skóla til 2008. Sveinn sat í hreppsnefndum Hálsasveitarhrepps og Kaldrana- neshrepps og sinnti ýmsum nefnd- arstörfum í Hálsasveitarhreppi, setu í skólanefnd Kleppjárnsreykja- skóla og byggingarnefnd. Þá var hann prófdómari við Kleppjárn- reykjaskóla í nokkur ár. „Ég hef haft áhuga á flestum list- greinum, ekki síst myndlist og rit- list. Móðurmálið hefur mér alltaf verið hugleikið, sem og virkjun hugkvæmni, sköpunargáfu og rök- hugsunar. Þess vegna hef ég haft áhuga á sálfræði og heimspeki. En svo má ekki gleyma hesta- mennskunni.“ Fjölskylda Eiginkona Sveins er Guðrún Elsa Þorsteinsdóttir, f. 19.9. 1933, grunnskólakennari. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Jónsson, f. 5.4. 1896, d. 18.7. 1991, bóndi og rit- höfundur að Úlfsstöðum í Borg- arfirði, og Áslaug Aðalheiður Steinsdóttir, f. 5.9. 1907, d. 11.7. 1998, húsfreyja. Börn Sveins og Guðrúnar Elsu eru Þorsteinn Víkingur Sveinsson, f. 29.6. 1958, húsasmiður í Kópavogi en kona hans er Olga Markelova, doktor í norænum bókmenntafræð- um og er sonur Þorsteins Hallur, f. 1991; Þórarinn Víkingur Sveinsson, f. 28.9. 1959, byggingameistari í Reykjavík og eru dætur hans Arn- rún , f. 1988, og Heiðrún, f. 1995, en fósturdóttir Guðrún Árnadóttir; Árni Víkingur Sveinsson, f. 30.5. 1967, doktor í skólasálfræði en kona hans er Diana Wilson, kennari og námsráðgjafi og eru börn þeirra Brynja Alexandra, f. 1996, Stefán, f. 2002, og Finnur, f. 2006. Bræður Sveins: Grímur Víkingur Þórarinsson, f. 28.5. 1923, d. 9.12. 1981, verkamaður og sjómaður; Eggert Jochum Víkingur, f. 9.9. 1924, d. 21.8. 1990. leigubílstjóri og sjómaður; Árni Þór Þórarinsson Víkingur, f. 19.4. 1925, d. í ágúst 2006, prentari. Foreldrar Sveins voru Þórarinn Grímsson Víkingur, f. 6.2. 1880, d. 24.2. 1961, bóndi, skrifstofumaður og rithöfundur í Seattle í Bell- ingham í Bandaríkjunum, í Vatt- arnesi við Reyðarfjörð, á Búðum við Fáskrúðsfjörð og í Reykjavík lengst af, og Ástríður Guðrún Egg- ertsdóttir, 24 11. 1894, d. 29.7. 1981, húsfreyja. Úr frændgarði Sveins Víkings Þórarinssonar Sveinn Víkingur Þórarinsson Sólveig Jónsdóttir húsfr. í Ytra- Garðshorni Kristján Jónsson b. í Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal Guðrún Kristjánsdóttir húsfr. á Ísafirði Eggert Jochumsson kennari og sýsluskrifari á Ísafirði Ástríður Guðrún Eggertsdóttir húsfr. í Seattle, í Vattarnesi, á Búðum og í Rvík Jochum Magnússon b. í Skógum í Þorskafirði Sveinn Víkingur pr. á Dvergasteini og á Seyðisfirði og rith. Óli Jón Kristjánsson b. á Víkingavatni Árni Óli rith. og ritstj. Lesbókar Morgunblaðsins Guðmundur Kristjánsson b. í Lóni í Kelduhverfi Kristjana Anna Eggertsdóttir húsfr. í Laugarási Matthías Eggertsson pr. í Grímsey Guðmundur Eggert Mattthíasson organisti í Kópavogskirkju Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari Björn Guðmundsson hreppstj. í Lóni Árni Björnsson tónskáld Gunnar Sveinsson skjalavörður við Þjóðskjalasafnið Sigurveig Guðmundsdóttir húsfr. í Ærlækjarseli Kristján Árnason hreppstj. í Ærlækjarseli í Öxarfirði Kristjana Guðbjörg Kristjánsdóttir húsfr. í Garði Grímur Þórarinsson b. í Garði í Kelduhverfi Þórarinn Grímsson Víkingur b., skrifstofum. og rith. í Seattle, í Vattarnesi, á Búðum og í Rvík Guðrún Jónsdóttir húsfr. á Víkingavatni Þórarinn Grímsson b. á Víkingavatni Sigurður Sigurmundsson b. og fræðim. í Hvítárholti Eggert B. Sigurmundsson skipstj. Jón Laxdal Arnalds borgardómari og ráðuneytisstj. Eyþór Arnalds fram- kvæmdastj. Ragnar Arnalds rith. og fyrrv. ráðherra Elín Laxdal tónlistar- kennari í Rvík Matthías Jochumsson þjóðskáld Steingrímur Matthíasson héraðslæknir á Akureyri Þorvaldur Steingrímsson fiðluleikari Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona Guðrún Laxdal kaupkona í Rvík Theodóra Thoroddsen skáldkona Ásthildur Jóhanna Guðmundsdóttir Thorsteinsson húsfreyja Muggur listamaður Guðmundur Einarsson prófastur og alþm. á Kvennabrekku Þóra Einarsdóttir húsfr. í Skógum Sturlaugur fæddist á Skipumvið Stokkseyri 10.12. 1895.Foreldrar hans voru Jón Sturlaugsson, hafnsögumaður og traustur og farsæll formaður á Stokkseyri, og k.h., Vilborg Hann- esdóttir frá Skipum. Sturlaugur kvæntist 1929 Guð- borgu Þórðardóttur frá Laugabóli við Ísafjarðardjúp og eignuðust þau tvo syni, Jón og Þórð, sem báðir störfuðu með föður sínum við fyrir- tæki hans og varð Þórður þar síðan helsti arftaki föður síns. Sturlaugur ólst upp á Stokkseyri, fór 12 ára til sjós á opnum bátum og mótorbátum frá Stokkseyri og Vest- mannaeyjum, var formaður í þrjár vertíðir og auk þess vélamaður og var sjómaður á fiskiskútum og tog- urum frá Reykjavík frá 14 ára aldri og þar til hann var 27 ára. Sturlaugur sótti um inngöngu í Stýrimannaskólann árið 1920, var synjað um skólavist vegna litblindu, gaf þá sjómennskuna upp á bátinn, hóf nám við Verzlunarskóla Íslands, flutti til Reykjavíkur 1923, lauk próf- um frá Verslunarskólanum 1924, sinnti verslunarstörfum til 1926, stofnaði þá fyrirtækið Sturlaugur Jónsson & Co, umboðs- og heild- verslun, og starfrækti það síðan, fyrst með Guðmundi Guðmundssyni, síðan með Jóni Helgasyni 1930-45 en rak síðan fyrirtækið einn eftir það. Fyrirtækið, sem enn er í rekstri, varð snemma leiðandi í innflutningi á þýskum gæðavörum, einkum vél- um í báta og bifreiðir. Það flutti m.a. inn fyrstu tvígengisbátadíselvél- arnar (Delta) árið 1926 og síðan fjór- gengisbátadíselvélar 1934. Þá fluttu þeir inn Mercedes Benz-bifreiðir, fyrsta bergmálsfiskileitartækið í togara og fyrstu fisksjárnar 1950. Hann var áhugamaður um tónlist og flutti einnig inn þýsk gæðahljóðfæri. Sturlaugur þótti traustur í við- skiptum, heilsteyptur, samvisku- samur og stefnufastur. Hann var fjölskyldurækinn, tók þátt í félags- málum stéttar sinnar, var alla tíð áhugasamur um átthaga sína, var einn stofnenda Stokkseyringafélags- ins og fyrsti formaður þess. Sturlaugur lést 13.6. 1968. Merkir Íslendingar Sturlaugur Jónsson 100 ára Sigríður Pétursdóttir 90 ára Svava Gísladóttir 85 ára Arnór Haraldsson 80 ára Ásta Kristín Hjaltalín Bogi Arnar Finnbogason Dagbjartur Sigursteinsson Kristín Valgerður Ellertsdóttir 75 ára Fríða Ásbjörnsdóttir Guðrún Rannveig Pétursdóttir Selma Jónsdóttir Svavar Gunnarsson 70 ára Aiguo Tang Arnar Guðmundsson Ásdís Gunnarsdóttir Guðni Þ. Skúlason Helga Helgadóttir Hjördís Edda Karlsdóttir Sigurður Bergsteinsson 60 ára Halldór Hauksson Jón Þorvaldur Waltersson Lína Dagbjört Friðriksdóttir Sveinfríður G. Þorvarðsdóttir 50 ára Bjarnfríður Vala Eysteinsdóttir Elísabet Valgerður Magnúsdóttir Guðmundur Börkur Thorarensen Jóhanna Bech Ásgeirsdóttir Oddný Friðriksdóttir Ólöf Björg Óladóttir Sverrir Daníel Halldórsson Zsuzsanna Budai 40 ára Auður Svanhildur Ásgeirsdóttir Daniel Tomasz Olszewski Jóhannes Már Marteinsson Jóhann Már Jónsson Jón Stefán Scheving Kristín María Stefánsdóttir Magnús Þór Eggertsson Miroslav Stojanovic Sóley Björk Sturludóttir Vytautas Rubezius Þorgerður Helga Árnadóttir 30 ára Birkir Viðar Reynisson Hafsteinn Jónsson Hafsteinn Júlíusson Hrannar Smári Hilmarsson Íris Gefnardóttir Kjartan Örn Óskarsson Lísa María Markúsdóttir Michael Gluszuk Vignir Ófeigsson Til hamingju með daginn 30 ára Sveinbjörn ólst upp í Keflavík, en er nú búsettur á Iðu II í Bisk- upstungum og sér um laxeldi á Laugum við Eystri-Rangá. Systkini: Birta Ósk Gunnarsdóttir, f. 1979, og Helga Kristín Skúladóttir. Foreldrar: Hlíf Matthías- dóttir, f. 1958, matráðs- og veitingakona, og Skúli Sigurðsson, f. 1955, stöðvarstjóri Laxeldisins á Laugum. Sveinbjörn Skúlason 30 ára Matthildur ólst upp á Akureyri, býr í Reykjavík, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og er nú í fæðingarorlofi. Maki: Herbert Canrom, f. 1978, starfsmaður hjá Olís. Börn: Hayley, f. 2008; Mason, f. 2012; óskírð, f. 2014. Foreldrar: Stefán Sig- urðsson, f. 1944, og Ing- unn Árnadóttir, f. 1948. Þau búa í Reykjavík. Matthildur Stefánsdóttir 30 ára Ólafur ólst upp í Hafnarfirði, er þar búsett- ur og er járnsmiður hjá Járnsmíði í Hafnarfirði. Maki: Tinna Sif Bergþórs- dóttir, f. 1985, í fæðingar- orlofi. Börn: Bryndís Ösp , f. 2005; Gunnar Breki, f. 2007; Viktor Orri, f. 2012, og óskírður, f. 2014. Foreldrar: Ómar Ósk- arsson, f. 1963, og Erla María Kristinsdóttir, f. 1963. Ólafur Ingi Ómarsson Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón sem gleður Rennibekkir, standborvélar, bandsagir, hjólsagir, bandslípivélar, beygjuvélar, röravalsar, legupressur, fjölklippur, sandblásturstæki og margt fleira. Sýningarvélar á staðnum og rekstrarvörur að auki - fyrir fagfólk í léttum iðnaði og lítil verkstæði IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.