Morgunblaðið - 10.12.2014, Side 33

Morgunblaðið - 10.12.2014, Side 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Kvikmyndin Pride var sigursæl þegar bresku BIFA-verðlaunin, verðlaun sjálfstæðra kvikmynda- framleiðenda þar í landi, voru af- hent. Hreppti hún ekki aðeins flest- ar tilnefningar heldur líka flest verðlaun, meðal annars sem besta kvikmyndin og verðlaun fyrir bestu leikara í auka-kvenhlutverki, Imelda Staunton, og auka- karlhlutverki en þau hreppti And- rew Scott sem tilkynnt var í vikunni að léki í næstu James Bond-kvik- mynd. Pride fjallar um stuðning samkynhneigðra baráttumanna við verkfall velskra námumanna á ní- unda áratugnum. Benedict Cumberbatch fékk sér- stök verðlaun fyrir fjölbreytileg- ustu hlutverkin á árinu, besti leik- arinn var valinn Brendan Gleeson í Calvary og besta leikkonan Gugu Mbatha-Raw fyrir Belle. Yann Demange var valinn besti leikstjór- inn fyrir kvikmyndina ’71. Pride hreppti flest BIFA-verðlaun AFP Leikarinn Benedict Cumberbatch ásamt unn- ustu sinni, Sophie Hunter. Textarnir okkar eru þess eðl-is að þeir koma frá ein-hverjum stað sem er ekki íhöfðinu á okkur. Þeir flæða frá hjartanu eða jafnvel móðurlífinu og því er tengingin við textana mjög djúp,“ sagði Sigríður Eir Zophonías- ardótir sem skipar Hljómsveitina Evu með Völu Höskuldsdóttur, í samtali við Morgunblaðið á dög- unum um plötu þeirra Völu, Nóg til frammi. Titillinn gefur til kynna hver rauði þráðurinn er í textagerð- inni, reynslu- heimur kvenna og þar er kom- ið víða við í al- vöru, gríni og kaldhæðni. Hljómsveitin skilgreinir sig sem femínískt hinsegin band og í einu laga plötunnar, „Hver er kall- inn?“, er sungið hárbeitt um for- dóma, eða öllu heldur skilningsleysi fólks í garð samkynhneigðra, í þessu tilfelli lesbía, og fornaldarlegar hug- myndir sem margir hafa um hlut- verk kynjanna. „Svo þau spurja hver er kallinn?/ Er það kannski þú, því ég er of falleg/svo þau spyrja hver er kallinn? er það kannski ég, því ég er með stórt leg?“ segir m.a. í texta. Beitt ádeila og ískrandi skemmti- legur húmor. Lögin eru nær öll róleg á plötunni, notaleg og mörg hver falleg, söngur þeirra Sigríðar og Völu fagur og raddir þeirra falla vel hvor að ann- arri. Útsetningar eru eins einfaldar og hugsast getur, kassagítarleikur og söngur og lagasmíðar eru ágæt- ar, margar grípandi en smellur plöt- unnar er án efa lokalagið sem ómað hefur í útvarpi vikum saman, „Sjálf- stæðar konur eru sjarmerandi“. Þar fer mikill eyrnaormur, frábær texti og grípandi lag með skemmtilegri útsetningu þar sem ekki heyrist að- eins söngur og kassagítar heldur líka bassi, tamborína, hljóðgervill og slagverk. Greina má fingraför Svav- ars „Prinspóló“ Péturs á því og ósk- andi væri að fleiri slík lög væru á plötunni því hinar ofureinföldu út- setningar gera hana helst til eintóna. Aðall plötunnar er fyrst og fremst textagerðin sem er oftar en ekki hugvekjandi og undirtónninn alvar- legur þó slegið sé á létta strengi. Sem dæmi má nefna texta lagsins „Ég er kona“ þar sem sungið er um konu sem allir hljóta að kannast við, konu sem hugsar um alla aðra en sjálfa sig, biðst fyrirgefningar á því að maturinn sé vondur og ítrekar að það sé nóg til frammi. „Situr einhver hér? Er ég fyrir þér?“ spyr hin fórn- fúsa kona. Að lokum skal minnst á lag sem er eitt það fallegasta á plötunni og laust við grín. Það er óður til ónefndrar ömmu og að því er virðist á dán- arbeði. „Og þú mátt liggja dreymin/ og þú mátt svífa um geiminn/og mála allan heiminn/allan heiminn amma mín“ er sungið. Fallegur ömmuóður það, þó að einhverjum þyki hann eflaust heldur væminn. Ömmum hefur ekki verið sinnt nógu vel í íslenskri tónlist og gott að Hljómsveitin Eva bæti úr því. Morgunblaðið/Þórður Eva Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophoníasardóttir. Beint frá hjarta og móðurlífi Þjóðlagapopp Hljómsveitin Eva - Nóg til frammi bbbmn Breiðskífa Hljómsveitarinnar Evu sem Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Vala Höskuldsdóttir skipa og eru höfundar laga og texta. Svavar Pétur Eysteinsson sá um hljóðritun og Axel Árnason um hljóðblöndun og tónjöfnun. HELGI SNÆR SIGURÐSSON TÓNLIST Lestrarfélagið Krummi hefur kynnt hinar ár- legu tilnefningar til Rauðu hrafns- fjaðrarinnar, sem veitt er fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins 2014 í ís- lenskum bók- menntum. Til- nefndar lýsingar er að finna í Segulskekkju eftir Soffíu Bjarna- dóttur, í Hverafuglum eftir Einar Georg, Elíasarmálum eftir Elías Mar, Rogastanz eftir Ingibjörgu Reynisdóttur, Gæðakonum eftir Steinunni Sigurðardóttur, Engla- ryki eftir Guðrúnu Evu Mínervu- dóttur, Hrímlandi eftir Alexander Dan Vilhjálmsson og Ástarmeist- aranum eftir Oddnýju Eiri Ævars- dóttur. Í tilkynningu segir að óvenju- mikið sé um kyn- lífslýsingar í skáldverkum árs- ins „og má ef- laust þakka Rauðu hrafns- fjöðrinni þá ánægjulegu þró- un, enda hefur kynlífslýsingum fjölgað jafnt og þétt frá því verð- launin voru fyrst veitt fyrir átta ár- um“. Rithöfundurinn Sjón hlaut Rauðu hrafnsfjöðrina 2013. Fjöðrin hefur verið veitt átta sinnum og eru aðrir verðlaunahafar Eiríkur Örn Norð- dahl, Elísabet Jökulsdóttir, Her- mann Stefánsson, Steinar Bragi, Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir og Megas, Sigríður Jónsdóttir og Auð- ur Ava Ólafsdóttir. Kynlífslýsingar í nýjum skáldverkum til- nefndar til Rauðu hrafnsfjaðrarinnar Steinunn Sigurðardóttir Einar Georg 0 kr. útborgun Langtímaleiga Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða. Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll, engin útborgun, tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert vesen við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald. Losnaðu við vesenið með langtímaleigu Kynntu þér málið í síma 591-4000 Á R N A S Y N IR 7 12 POWERSÝNING KL. 10 Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 L MOCKINGJAY PART 1 Sýnd kl. 5 - 7 - 10 (p) MÖRGÆSIRNAR 2D Sýnd kl. 5 DUMB & DUMBER TO Sýnd kl. 5:30 - 8 - 10:20 NIGHTCRAWLER Sýnd kl. 8 - 10:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.