Morgunblaðið - 22.12.2014, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.12.2014, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjafakort Borgarleikhússins Jólablótshald ásatrúarmanna hófst í gær með helgistund við minnisvarða Sveinbjörns Bein- teinssonar, fyrsta allsherjargoða Ásatrúarfélags- ins, á lóð félagsins. Að sögn Hilmars Arnar Hilm- arssonar allsherjargoða hefjast framkvæmdir við hof Ásatrúarfélagsins fljótlega og vonast hann til að það verði í febrúar eða mars. Hann segir ríka hefð meðal ásatrúarmanna fyrir því að halda langar og miklar veislur á jólunum. ash@mbl.is Helgistund á jólablóti Ásatrúarfélagsins Morgunblaðið/Golli Fjöldi fólks kom saman við minnisvarða Sveinbjörns Beinteinssonar á jólablóti ásatrúarmanna Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Ísland er langt frá því að nálgast þol- mörk sín hvað fjölda erlendra ferða- manna varðar, samkvæmt þeim upplýsingum sem fram komu í er- indi Halldórs Benjamíns Þor- bergssonar, framkvæmda- stjóra við- skiptaþróunar Icelandair Group. Erindið flutti Halldór á fjár- festafundi félagsins og leitaðist þar við að svara því hvort fjölgun er- lendra ferðamanna til Íslands væri raunverulegt áhyggjuefni. Heildarfjöldinn skiptir minna máli en dreifing yfir árið „Menn þurfa að horfa á þetta frá réttu sjónarhorni og þetta er tilraun til að gera það. Heildarfjöldinn yfir árið skiptir minna máli,“ segir Hall- dór. Fjöldi ferðamanna hefur þre- faldast yfir háannatímann frá árinu 2003, þegar erlendir ferðamenn voru 15 þúsund talsins á dag, en árið 2014 er fjöldinn 45 þúsund á dag yfir há- annatímann en 10 þúsund ferða- menn að meðaltali á dag utan há- annatíma. Hefur ferðamönnum sem eru á Íslandi að meðaltali á hverjum sumardegi því fjölgað um 30 þúsund á tíu árum. Á sama tíma eru um 20 þúsund Íslendingar erlendis yfir há- sumarið, þ.e.a.s. að hreinu áhrifin eru tiltölulega lítil. „Ef skoðuð er fjölgun Íslendinga sl. tíu árin þá sést að náttúruleg fjölgun Íslendinga er meiri en fjölg- un ferðamanna sem eru á Íslandi á hverjum degi,“ segir Halldór en Ís- lendingum hefur fjölgað um 36 þús- und á tímabilinu. Þegar talið berst að vinsælum ferðamannastöðum segir Halldór þar vera orðið þétt en það sé fyrst og fremst skipulagsmál. Að þessi mikli fjöldi ferðamanna, sem vinsælir ferðamannastaðir ná ekki að anna, sé einungis áskorun yfir háannatím- ann. „Meira að segja á þessum þrem- ur mánuðum er þetta vandamál ekki alla dagana og á engum degi er þetta vandamál allan sólarhringinn, held- ur einungis takmarkaðan tíma úr hverjum degi,“ segir Halldór og bæt- ir við að þetta snúist fyrst og fremst um innra skipulag greinarinnar og það þurfi einfaldlega að stýra um- ferð betur. Aðalatriðið sé að skoða hlutina frá réttu sjónarhorni. Ísland langt frá þolmörkum  Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Icelandair Group segir að það þurfi að horfa á fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands frá réttu sjónarhorni Halldór Benjamín Þorbergsson Morgunblaðið/Ómar Fjöldi 45 þúsund ferðamenn eru á Íslandi hvern dag yfir háannatíma. Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Nýir kjarasamningar grunnskóla- kennara hafa sett strik í reikning reksturs margra smærri sveitarfé- laga. Kolfinna Jóhannesdóttir sveit- arstjóri Borgarbyggðar vakti athygli á málinu en sveitarfélagið stóð frammi fyrir 290 milljóna króna gati við gerð fjárhagsáætlunar, þar af voru 180-190 milljónir tilkomnar vegna kjarasamninganna. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir sveitarstjórnarmenn úr minni sveitarfélögum hafa komið að máli við sambandið vegna þessa. „Bæði höfum við heyrt af þessu frá mörgum sveitarfélögum og þetta var líka rætt í tengslum við samningana. Það var lögð mikil áhersla, í tengslum við þessa samninga, á það að á móti tölu- verðri launahækkun kæmu hagræð- ingarmöguleikar með breyttum vinnutíma kennara,“ segir Halldór og bætir við að alla jafna sé auðveld- ara að ná hagræðingu í stærri sveit- arfélögum en dæmi séu um minni sveitarfélög þar sem breytt fyrir- komulag gangi upp. Það sé misjafnt eftir samsetningu grunnskólanna innan sveitarfélagsins hve mikil hag- ræðing náist. Aðspurður hvort það sé grundvöll- ur fyrir því að samið sé fyrir hönd allra sveitarfélaga þegar rekstur þeirra er jafnfjölbreyttur og raun ber vitni segir Halldór að umrædd sveitarfélög væru í sömu stöðu ef hvert sveitarfélag semdi fyrir sig sjálft. „Sveitarfélag sem væri að bjóða lægri laun myndi bara missa frá sér kennara.“ Kjarasamningar kennara þyngja róður sveitarfélaga  Auðveldara að ná fram hagræðingu í stærri sveitarfélögum Halldór Halldórsson Tólf hestar fund- ust drukknaðir í Bessastaðatjörn í gærmorgun. Hestarnir voru þar á haustbeit, sjö þeirra voru í eigu Íshesta en fimm í eigu félaga í Hestamanna- félaginu Sóta. „Þau hafa greinilega ráfað þarna út á ísinn og hann gefið sig undan þeim. Þetta er bara hræðilegt slys,“ segir Einar Þór Jóhannsson, um- sjónarmaður hesthúsa Íshesta. Einar telur líklegt að slysið hafi átt sér stað í óveðrinu á þriðjudag- inn. Hestunum var smalað í fyrra- dag, þá kom í ljós að það vantaði í hópinn og hófst leit. Í gærmorgun flaug þyrla Land- helgisgæslunnar yfir svæðið er hún var á leiðinni í reglubundið eftirlits- og gæsluflug og sá áhöfnin þá hest- ana í vatninu. Leitarmenn fundu þá á svipuðum tíma. „Það er frosið yfir en það sést aðeins í þá,“ segir Einar sem telur tilfinningalegt tjón eig- enda og þeirra sem umgengust dýrin vera mun meira en fjárhagslegt tjón. „Maður hefur kannski misst einn og einn hest, en ekki svona. Þetta er náttúrlega algjört einsdæmi.“ Reynt verður að sækja hrossin í dag og segir Einar að brjóta þurfi upp ísinn til að komast að þeim, en þau eru frosin undir ísnum og sést aðeins í efsta hluta þeirra. Fundu hrossin drukknuð Bessastaðir 12 hross féllu í tjörn.  Reyna að ná hest- unum upp í dag Í dag verður norðaustanátt með éljagangi eða snjókomu á Norður- og Austurlandi en bjart með köflum suðvestanlands, samkvæmt spá Veð- urstofu Íslands. Víða verður 0 – 5 stiga frost og hvassast verður norð- vestan til. Það bætir ekki í snjókomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga og áfram verður frost. Búist er við hvítum jólum, en síðan leiðindaveðri á öðrum og þriðja í jólum um nær allt land með austan og norðaustan stormi eða roki, snjókomu og ófærð. Mesta snjókoman verður vestan- og austanlands. Draga mun úr henni 28. desember, en áfram verður hvasst og éljagangur austanlands. Von á hvít- um jólum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.