Morgunblaðið - 22.12.2014, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
sé
r
ré
tt
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Tenerife
Frá kr.119.900
m/allt innifalið
Netverð á mann frá kr. 119.900 á Playa Real Resort m.v. 2
fullorðnir í mini svítu.
6. janúar í 8 nætur
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
„Við eigum bara eftir að kaupa jóla-
gjöfina fyrir konurnar. Það er gott að
geta geymt þær þar til undir lokin.
Maður vinnur best undir pressu.
Málið er bara að finna eitthvað nógu
dýrt og á síðustu stundu,“ sagði Kar-
vel Pálmason í gamansömum tón
þegar blaðamaður náði tali af honum
og Helga Má Hannessyni skömmu
eftir að þeir höfðu hist á förnum vegi
í Kringlunni. „Ég er búinn að ákveða
hvað það verður en konan finnur allt
heimavið og því bíð ég með þetta þar
til rétt fyrir jól,“ segir Helgi Már og
hlær við. Ekki varð vart við títtnefnt
jólastress hjá þeim félögunum og á
bak við hlógu konurnar að þeim en
þverneituðu blaðamanni um viðtal.
Allt stressið farið
Lesa mátti mismiklar áhyggjur úr
andliti fólks. Gjarnan virtust þeir
sem voru einir á ferð flýta sér meira
en þeir sem ferðuðust í hóp. Sumir
þeirra óðu um klyfjaðir pokum og úr
jakkavasanum mátti vel ímynda sér
reykinn stíga upp vegna núnings af
kortanotkun. Önnur hegðun ein-
kenndi hjarðir á sléttum versl-
unarmiðstöðvarinanar. Þær fóru
gjarnan um með hægð og engu líkara
en að bið eftir aðfangadegi væri það
eina sem sem væri framundan. Und-
ir það tók myndarlegur mæðgnahóp-
ur þriggja ættliða sem rölti um
Kringluna, fimm konur saman. „Við
erum löngu búnar að öllu. Kláruðum
þetta í nóvember og núna er allt
stress farið,“ sagði Guðrún Þóra
Hálfdánsdóttir. Kristín Skúladóttir,
móðir Guðrúnar og Daðeyjar Ástu
Hálfdánsdóttur, sem einnig var með
í för, segir að hún hafi nær alltaf haft
allt tilbúið snemma í desember. Að-
spurðar hvað felist í þessu „öllu“ sem
þær eru búnar að klára segja þær
það vera smákökubakstur, skreyt-
ingar, þrif og jólagjafakaup.
Blaðamaður var farinn að halda að
jólastressið væri mýta ein, búin til af
markaðsmönnum sjálfshjálparbóka
þegar hann rakst á fjölskylduföð-
urinn Inga Boga Hrafnsson sem var
á ferð um Kringluna ásamt Helgu
Dögg Kristjönudóttur og vinkon-
unum Brynju Mjöll Gautadóttur og
Júlíu Sól Ingadóttur.
Stressið á mínu heimili
„Þetta er ekki mýta. Ég var að
koma frá Köben þar sem við náðum
að kaupa mest allt. En ég stend í
byggingaframkvæmdum þannig að
það er jólastress á mínu heimili. Ég
er þó byrjaður að skreyta,“ segir
Ingi í gamansömum tón og hlær við.
Hann stefnir að því að redda síðustu
gjöfinni á Þorláksmessu, þeirri sem
hann kallar „aðalgjöfina“.
Helga Dögg segist búin að klára
allt og var í Kringlunni að binda
endahnútinn á jólagjafainnkaup.
Þær Júlía Sól og Brynja Mjöll könn-
uðust ekki við neitt jólastress en
sögðust búnar að kaupa jólagjöf fyrir
hvor aðra. „Ég keypti hana í Lond-
on,“ segir Brynja.
Jólastressið er engin mýta
Vart varð þverfótað fyrir fólki sem gekk frá jólagjafainnkaupum Bíður með
gjöf konunnar svo hún finni hana ekki Mæðgurnar eru búnar að gera „allt“
Með allt á hreinu Mæðgurnar Kristín Skúladótt-
ir, Guðrún Þóra, og Daðey Ásta Hálfdánsdóttir.
Fyrir framan þær stendur Kristín María Guðna-
dóttir. Kristín og Guðrún Þóra segja stressið far-
ið enda löngu búnar að gera klárt fyrir jólin
Góðar vinkonur Þær Brynja Mjöll Gautadóttir
og Júlía Sól eru góðar vinkonur og gefa hvor
annarri jólagjöf. Við hlið þeirra standa Helga
Dögg Kristjönudóttir, móðir Brynju Mjallar og
Ingi Bogi Hrafnsson, faðir Júlíu Sólar.
Konurnar eftir Þeir Karvel Pálmason og Helgi
Már Hannesson áttu eftir að kaupa gjöf fyrir kon-
urnar og bjuggust við að gera það á síðustu
stundu. Líney er í fangi Karvels, pabba síns og
Hlynur Már er í fangi Helga, pabba síns.
Morgunblaðið/Golli
Jólaös Vart varð þverfótað fyrir fólki í Kringlunni um miðjan dag í gær enda eru margir að leggja lokahönd á síð-
ustu jólagjafainnkaupin þessa dagana. Mismikill asi var þó á fólki þar sem það gekk á milli skreytinganna.
Þær Lóa Björk Björnsdóttir og
Anna Guðrún Guðmundsdóttir voru
að hefja jólagjafakaupin þegar
blaðamaður stöðvaði þær á Lauga-
veginum í gær. Báðar voru þær í
leit að gjöf fyrir kærastann og virt-
ust í eilitlum vandræðum með hvað
þær ættu að kaupa. „Þeir segja
ekkert hvað þá langar í. Við erum
með sömu hugmynd að gjöf. Þeir
þekkjast ekki, þannig að það er allt
í lagi,“ segir Anna Guðrún. Auk
þessa hyggja þær báðar á kaup á
gjöfum handa fjölskyldumeðlimum.
Guðrún var að klára próf í há-
skólanum og var því fegin að geta
um frjálst höfuð strokið eftir prófa-
törn. Lóa starfar hins vegar sem
blaðamaður í lausamennsku. Þær
eru báðar 21 árs og segjast lítið
vera að stressa sig fyrir jólin. „Ég
þarf bara að mæta til foreldra
minna,“ segir Lóa og Anna Guðrún
tekur í svipaðan streng.
Erfiðir kær-
astar eftir
Á Laugavegi Anna Guðrún Guðmunds-
dóttir og Lóa Björk Björnsdóttir.
Viðskiptin
blómstra í
Litlu Jóla-
búðinni á
Laugavegi
og að sögn
Anne Helen
Lindsey, eig-
anda versl-
unarinnar,
finnur hún
fyrir þeirri
miklu aukn-
ingu sem
fylgir fleiri
ferðamönn-
um og er hún ekki frá því að þeir
séu fleiri á þessum árstíma en
nokkru sinni áður. „Þeir vilja
kaupa íslenskt handgert jóla-
skraut sem minnir þá á veru sína
á Íslandi yfir jólin 2014,“ segir
Anne. „Íslendingarnir koma hins
vegar inn og kaupa innflutta jóla-
skrautið sem ég er með, “ segir
Anne.
Jólaskrautið
rennur út
Jólabúðin Anne H.
Lindsay, eigandi.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Á Laugaveginum var annars konar
stemming en í Kringlunni. Það helg-
aðist af suðupotti ólíkra tungumála í
bland við okkar ástkæra ylhýra.
Veðrið var fallegt, kalt en stillt.
Engu líkara er en að fyrsta stopp hjá
erlendum ferðamönnum sé í einni af
hlífðarfataverslunum landsins. Ein-
kenni Frónbúa var hins vegar inn-
kaupapokar í bland við léttari tísku-
klæðnað. Í það minnsta í
samanburði við erlendu ferðamenn-
ina sem virtust margir hverjir búnir
undir að skella sér á Hvannadals-
hnjúk. Meðal léttklæddari ferða-
manna voru Lundúnabúarnir Ant-
hony Green og Nicole Cattanes.
Aðspurð hvers vegna þau væru
stödd hér á landi yfir hátíðirnar
sagði Anthony að heimsókn hingað
hefði verið á lista yfir það sem þau
langaði að gera í lífinu, sem gjarnan
er kallaður „Bucket list“. „Við vild-
um sjá snjó. Við komum hingað í
gær [í fyrradag] og við elskum allt
sem við höfum upplifað hingað til,“
segir Anthony. Þau eru búin að
leigja sér sumarbústað á Suðurlandi
og ætla að verja hátíðadögunum í
honum.
Fara á hundasleða
„Þar er heitur pottur,“ segir Ni-
cole sem virtist ljóma af spenningi
við tilhugsunina við ylsetuna. Þau
ætla sér m.a. að fara í ferð á hunda-
sleða sem þau töldu blaðamann
hljóta að kannast við að hafa upp-
lifað. Svo er þó ekki. Þau segjast
heilluð af Reykjavík og sakna einsk-
is af heimahögum. „Reykjavík minn-
ir mann á jólaþorp. Hér er svo mikið
af skreytingum og allt svo fallegt og
jólalegt. Fólk er með ljós á húsunum
sínum og kerti í gluggunum. Þetta
er ekki eins sýnilegt í London. Svo
eru allir svo vinalegir og tala ensku,“
segir Anthony og hlær innilega.
Heitur pottur heillar og
Reykjavík eins og jólaþorp
Anthony og Nicole dvelja á Íslandi yfir hátíðarnar
Morgunblaðið/Golli
Í jólaþorpinu Þau Nicole og Ant-
hony eru ánægð með dvöl sína í
Reykjavík sem minnir á jólaþorp.