Morgunblaðið - 22.12.2014, Síða 10

Morgunblaðið - 22.12.2014, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is É g lærði að prjóna þegar ég var lítill strákur í Hólabrekku- skóla, í handavinnu- tímum. Ég fann strax að þetta átti vel við mig, mér fannst sérlega róandi og afslappandi að setjast niður og prjóna. Þegar ég skipti um skóla og fór í Fellaskóla þá lærði ég líka útsaum og ég rammaði inn tvær slíkar myndir sem ég hef geymt allar götur síðan, önnur er af hesti, hin af Effelturninum. Ég hef líka saumað heilmikið í saumavél, til dæmis saumaði ég á mig peysu. Ég sauma líka sjálfur rennilása á mínar lopapeysur. Maður finnur bara út úr þessu, þetta er ekkert mál,“ segir Kristinn Ómarsson starfsmaður á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, en hann nýtir hverja lausa stund til að prjóna. Kiddi rifjar upp grunnskólaárin og seg- ist oft hafa klárað skólaverkefni í prjóna- skap fyrir yngri bróð- ur sinn. „Hann nennti ekki að klára og þeg- ar hann kom heim með prjónadótið þá prjónaði ég fyrir hann og lauk hans verkefnum. En þegar hann skilaði því í handavinnu- tímana þá þekktu kennararnir handbragðið mitt og áttuðu sig á að hann hafði ekki gert þetta sjálfur. Hann gat ekk- ert að því gert að hann hafði þetta aldrei í sér.“ Eini karlinn með 10 konum Kiddi segist hafa lagt prjónaskapinn á hill- una eftir að hann lauk grunnskólanum og hann prjónaði ekki í mörg ár. „En ég hafði engu gleymt, það kom í ljós þegar ég slóst í hópinn á prjónakvöldunum fyrir starfsfólk Grundar sem fóru af stað fyrir þremur árum. Hún Guð- rún Gísladóttir forstöðukona stjórn- ar þeim kvöldum og ég er eini karlmaðurinn í hópi tíu kvenna. Guðrún trúði ekki að ég gæti prjónað og hún ætlaði að láta mig prjóna ein- hvern einfaldan lepp, en ég vildi það auðvit- að ekki og byrjaði bara á lopapeysu strax fyrsta kvöldið. Þær urðu svolítið hissa þeg- ar þær sáu að þetta var ekkert mál fyrir mig, ég fer bara eftir upp- skriftinni,“ segir Kiddi sem fær hvarvetna mikið hrós fyrir prjónaskapinn. „Öll- um finnst þetta frá- bært og það hvetur mig til dáða. „Gulla, Guðlaug Péturs- dóttir, konan mín hafði lengi talað um að hana lang- aði í sjal svo ég prjónaði eitt slíkt um daginn handa henni og var fljótur að því. Það var mitt síðasta verk í prjónaskapnum fyrir jól, nú tek ég mér frí frá honum fram í jan- úar, þá byrja ég aftur.“ Nóg að gera í félagslífinu Kiddi segir misjafnt hvað hann er lengi að prjóna eina flík. „Ég prjóna mest á kvöldin, kannski sjö, átta umferðir, en ég er upptekinn mörg kvöld á kóræfingum af því ég er í þremur kórum, Grund- arkórnum, Karlakórnum Mosfells- bræðrum og Kirkjukór Óháða safn- aðarins,“ segir Kiddi sem syngur fyrsta bassa. Hann er líka í spilahóp sem kemur saman tvisvar í mánuði og spilar félagsvist. „Gulla konan mín er í tveimur kórum, hún er í kvennakór og líka í kirkjukór Óháða safnaðarins eins og ég. Það er nóg að gera hjá okkur í félagsslífinu.“ Kiddi hefur selt eina lopapeysu, en oftast gefur hann afrakstur prjónaskapsins. „Ég geri þetta ánægjunnar vegna, mér finnst gam- an að gefa. Ég gaf mágkonu mini eina peysu. En næst ætla ég að snúa mér að lopasokkum og vettlingum, ég er aðeins byrjaður og búinn með eitt par af sokkum. Nú þegar er fólk farið að panta sokka og vettlinga hjá mér, eins gott ég fari á fullt í því eft- ir áramótin.“ Alltaf brosandi og bóngóður Kiddi hefur unnið á Grund í tuttugu ár, frá því hann var 17 ára og vill hvergi annarsstaðar vera. Finnst sérlega róandi að prjóna Hann hefur unnið á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund frá því hann var 17 ára og er þar allt í öllu. Þar kynntist hann líka ástinni í lífi sínu. Hann syngur bassa og er í þremur kórum en gefur sér þó tíma til að prjóna lopapeysur, sjöl og sokka. Morgunblaðið/Ómar Ást Gulla eiginkona Kidda skartar hér sjalinu sem hann prjónaði á hana. Í leiknum Kringlujól hjálpast allir að sem spila við að safna raunveruleg- um gjöfum fyrir þá sem minna mega sín. Hver leikmaður safnar stigum í sameiginlegan pott. Eftir því sem stigafjöldi eykst bætast við pakkar í pakkasöfnunina sem fyrirtæki í Kringlunni gefa og verða lagðir undir jólatré verslunarmiðstöðvarinnar. Mæðrastyrksnefnd og Fjölskyldu- hjálp Íslands sjá um að útdeila pökk- unum sem munu gleðja á aðfanga- dagskvöld, en margt fólk á Íslandi hefur ekki efni á að kaupa jólagjafir. Um 1.400 fjölskyldur og einstakl- ingar hafa leitað eftir aðstoð hjá Fjöl- skylduhjálp fyrir jólin og einnig marg- ir hjá Mæðrastyrksnefnd. Leikmaðurinn sjálfur getur unnið glæsilega vinninga í leiknum. Hægt er að ná í Kringlujól í App Store eða á Google Play og leggja sitt af mörkum við pakkasöfnun Kringlunnar. Endilega … …gefið þeim sem skortir Morgunblaðið/Árni Sæberg Góðverk Börn gefa gjafir undir tréð. Það er margt í okkar daglegalífi sem getur valdið streitu.Misjafnt er hvernig streita hefur áhrif á okkur og hvernig við vinnum úr henni. En hvernig hefur streita áhrif á samband okkar við maka? Það er margt sem getur ýtt undir streitueinkenni í sambandi, t.d. fjármál, uppeldi barna, vinna, ólík markmið maka, ekki nægur stuðningur frá maka, lítið hrós o.fl. Þegar við finnum fyrir mikilli streitu sem varir í langan tíma getur það haft slæm áhrif á heilsu okkar og einnig á samband okkar við maka. Nauðsynlegt er að pör geri sér grein fyrir því hvernig streita getur haft áhrif á samband þeirra. Þar sem ekki er hægt að koma í veg fyrir streitu þurfum við að vita hvernig hægt er að takast á við hana á áhrifaríkan hátt. Mikilvægt er að finna leiðir sem henta báðum aðilum til þess að takast á við streitu. Ein áhrifarík leið er að vera hreinskilin hvort við annað. Ræðið saman um það sem veldur ykkur streitu og hvernig streita hefur áhrif á ykkur. Maki getur aðstoðað og veitt skiln- ing sem á þarf að halda. Það þarf ekki alltaf að finna lausn á vand- anum heldur getur það eitt að vera til staðar veitt fólki mikinn styrk. Önnur áhrifarík leið er að viðhalda nánd í sambandinu. Pör eiga það til að forðast nánd þegar þau ganga í gegnum mikið streitutímabil vegna þess að þau eru of þreytt eða orðin tilfinningalega úrvinda. Lítil nánd getur haft mjög slæm áhrif á sam- bandið. Með því að sýna hvort öðru nánd hjálpum við til að losa um streitu og kvíða sem hefur síðan já- kvæð áhrif á líðan okkar. Nánd felur ekki aðeins í sér kynlíf heldur er margt annað sem fellur þar undir. Að deila tilfinningum og hugsunum sínum með öðrum getur verið vand- ræðalegt en með því sköpum við til- finningalega nánd. Þriðja áhrifaríka leiðin er að við- halda jafnvægi í því hvernig við verj- um tíma okkar. Það er auðvelt að gleyma sér í mörgum viðburðum sem við höfum í raun ekki tíma fyrir eða að verja of miklum tíma í vinnunni. Slíkt ójafnvægi getur vald- ið streitu í sambandi okkar. Því er mikilvægt að vanda valið þegar við verjum tíma okkar. Hvað er það sem skiptir okkur mestu máli? Mikilvægt er að huga að þessu nú þegar jólahátíðin er að skella á. Fyr- ir marga geta jólin verið mikill streituvaldur og þá er mikilvægt að vera til staðar hvort fyrir annað. Sýnum tillitssemi, verum hreinskilin og umfram allt sýnum hvort öðru hlýju og skilning. Getty Images/iStockphoto Jól Sýnið tillitssemi, verið hreinskilin og sýnið hvort öðru hlýju og skilning. Heilsupistill Ólöf Edda Guðjónsdóttir sálfræðingur  Heilsustöðin sálfræði- og ráðgjafarþjón- usta, Skeifunni 11a, Rvk. www.heilsustodin.is Hefur streita áhrif á samband þitt við maka? Jólagjöf gr i l lmeistarans Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Kjúklingastandur Hamborgarapressa FULLT VERÐ 5.500 4.500 Þráðlaus kjöthitamælir Ljós á grill Pítsusteinn FULLT VERÐ 8.990 5.99015” FULLT VERÐ 7.990 5.990 Spaði og skeri fylgja FULLT VERÐ 4.490 3.490 Einstökupplifun Stilltu á kjöttegund og steikingu. Mælirinn lætur vita þegar maturinn er tilbúinn Fyrir grill ogofna FULLT VERÐ 4.990 3.990 LED Stillanlegþykkt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.