Morgunblaðið - 22.12.2014, Síða 18
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014
Munið að
slökkva á
kertunum
Staðsetjið kerti ekki
nálægt opnum
glugga þar sem
vindur getur sveiflað
gluggatjöldum
í kertalogann
Slökkvilið
höfuborgasvæðisins
Heiðdís Diljá, 5 ára
Bandaríski tæknirisinn Xerox hef-
ur valið Advania sem „partner of
the year“, samstarfsaðila ársins.
Advania og Xerox hófu samstarf
fyrir þremur árum og vinna saman
á sviði prentreksturs.
„Við höfum tekið lausnina frá
Xerox og gert hana að okkar. Við
leggjum áherslu að við séum með
lausn sem skapar viðskiptavinum
okkar ávinning, við erum ekki bara
að selja prentara,“ segir Elfa Björk
Kjartansdóttir vörustjóri í tilkynn-
ingu sem send var fjölmiðlum.
Fékk Advania hæstu einkunn í
öllum þeim flokkum sem Xerox
leggur til grundvallar við val á
samstarfsaðila ársins. Þannig hefur
frammistaða Advania verið langt
yfir áætlunum og fyrirtækið m.a.
með mikla áherslu á nýsköpun og
innleiðingu nýrra lausna.
Morgunblaðið/Ómar
Advania fær við-
urkenningu Xerox
Breska hlutabréfavísitalan FTSE
hækkaði um 1,23% á föstudag og
nam hækkunin yfir vikuna 3,88%.
Hefur vísitalan ekki hækkað svona
mikið á einni viku síðan í desem-
ber 2011.
Tesco var meðal þeirra fyr-
irtækja sem helst áttu hlut í
hækkuninni. Matvöruversl-
anakeðjan hefur átt á brattann að
sækja undanfarið en fjárfestar
virðast vera að kaupa hlutabréf í
von um góðar sölutölur í jólamán-
uðinum, að því er Guardian grein-
ir frá.
Besta vika
FTSE í þrjú ár
STUTT
Stjórnvöld í Sádi-Arabíu munu ekki
draga úr olíuframleiðslu, jafnvel þótt
önnur OPEC-ríki myndu hægja á
borholunum. Þetta sagði Ali al-
Naimi, olíuráðherra Sádi-Arabíu, á
ráðstefnu í Abu Dhabi á sunnudag.
Sádi-Arabía er í hópi langstærstu
olíuframleiðenda heims og var
stærsti framleiðandinn þar til í sumar
að Bandaríkjamenn tóku fram úr
Sádunum.
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur
lækkað um nærri helming frá því í
sumar. Reuters hefur eftir al-Naimi
að hann kenni spákaupmönnum um
þróun heimsmarkaðsverðs á olíu.
Ráðherrann sagði lækkun olíuverðs
einnig skrifast á skort á samstarfi frá
olíuframleiðendum utan OPEC.
Margir stórir olíuframleiðendur
standa utan Samtala olíuútflutnings-
landa, s.s. Rússland, Bandaríkin,
Kína og Kanada.
Greinendur spá því að eftirspurn
eftir olíu frá OPEC-löndunum muni
fara minnkandi á næsta ári, m.a.
vegna aukins framboðs á setlagaolíu
frá Bandaríkjunum.
Bankalán dreifast ójafnt
Fjárfestar hafa haft áhyggjur af að
bankageirinn kunni að vera ber-
skjaldaður fyrir neikvæðum afleið-
ingum lækkaðs olíuverðs, m.a. vegna
lánveitinga til olíuframleiðenda.
Goldman Sachs hefur nú greint
möguleg áhrif og segir litla kerfis-
læga áhættu í bandaríska bankageir-
anum vegna þróunarinnar á olíuverði.
MarketWatch segir bankageirann
eiga útistandandi lán hjá orkufyrir-
tækjum að upphæð samtals 200 millj-
arða dala en á móti komi eignir upp á
14,3 billjónir dala. Þá er stórt hlutfall
lánveitinga til orkugeirans í formi há-
vaxtalána.
Lánaáhættan dreifist þó ekki jafnt
yfir bankakerfið og eiga bandarískir
landshlutabankar hlutfallslega meira
en aðrir undir frammistöðu orkugeir-
ans. ai@mbl.is
Sádi-Arabía mun ekki
draga úr framleiðslu
Goldman: Lítil kerfislæg áhætta í bankakerfinu vegna olíu
AFP
Brattur Ali al-Naimi olíuráðherra Sádi-Arabíu kennir spákaupmönnum og litlu samstarfi um lækkun olíuverðs.
Bandaríska ritfangaverslanakeðjan
Staples upplýsti um helgina að
óprúttnir aðilar kynnu að hafa
komist yfir greiðsluupplýsingar
allt að 1,16 milljóna greiðslukorta.
Voru ítrekaðar árásir gerðar á
greiðslukerfi Staples á tímabilinu
frá júli til september.
Var spilliforritum (e. malware)
komið fyrir í greiðslukerfum 115
verslana Staples en fyrirtækið rek-
ur samtals rösklega 1.400 verslanir
í Bandaríkjunum einum.
Fyrirtækið tilkynnti í október að
verið væri að rannsaka mögulegt
innbrot í tölvukerfin.
Staples bætist núna í langa röð
fyrirtækja sem hafa orðið fyrir
barðinu á kortagagnaþjófum en
tjónið virðist þó vera minna að um-
fangi en í þeim árásum á stórversl-
anir sem áður hafa ratað í fréttir.
Þannig er talið að upplýsingum
um 40 milljón greiðslukort og 70
milljón tölvupóstföng hafi verið
stolið í árás sem gerð var á tölvu-
kerfi Target í lok síðasta árs. Þá
náðu óprúttnir aðilar að stela upp-
lýsingum um 56 milljón greiðslu-
kort og 53 milljón tölvupóstföng
frá Home Depot um mitt þetta ár.
ai@mbl.is
Kortagögnum stolið hjá Staples
Ljósmynd / Target
Tækni Starfsmaður notar sjálfs-
afgreiðsluvél í verslun Staples.
Spilliforrit hafa
fundist í 115 búðum