Morgunblaðið - 22.12.2014, Page 20

Morgunblaðið - 22.12.2014, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Árásir öfga-manna ogíslamista voru í hámæli í vik- unni sem leið. Boko Haram gerðu árás- ir á þorp í Nígeríu og rændu enn fleiri konum og börnum til viðbótar við þá sem þegar voru í haldi samtakanna, ofbeldisfullur stuðningsmaður íslamista tók gísla herskildi í Sydney í Ástralíu, og drap tvo áður en hann sjálfur var felldur af lögreglu, og talíbanar gerðu hræðilega árás á skóla í Pak- istan og myrtu þar 141, þar af um 130 skólabörn. Mann- vonskan í þeirri árás var alger og yfirþyrmandi. Þá heyrast enn fregnir af ógeðfelldum hermdarverkum meðlima Ríkis íslams, sem þó biðu ósigur gegn Kúrdum á dögunum. Árásirnar nú, undir lok ársins, undirstrika það, að árið 2014 hefur verið gott ár fyrir öfga- og ofbeld- ishópa. Öfgasamtök á borð við Boko Haram, talíbana og Ríki íslams munu áfram verða ein af helstu ógnum samfélagsins á komandi ári. Þau hafa fengið að blómstra í því ástandi óvissu og stjórn- leysis sem ríkt hefur í löndum þeirra, og alls er óvíst að stjórn- völd í Nígeríu, Írak, Afganistan og Pakistan fái nokkra rönd við reist, eigi þau að takast á við vandann ein sín liðs. Innviðir ríkjanna eru einfaldlega ekki nógu sterkir til þess að vinna á öfgunum, og því mun þurfa til- stilli alþjóðasamfélagsins, sé ætlunin að draga úr ítökum og getu þessara hópa til grimmd- arverka sinna. Að öðrum kosti er hætt við að öfgamönnunum muni enn vaxa ásmegin á árinu 2015, með hræðilegum afleið- ingum fyrir þá sem verða fyrir barðinu á þeim beint og ógn fyr- ir heimsbyggðina alla. Tilfelli byssu- mannsins í Ástralíu er af örlítið öðrum meiði, en tengist þessari þróun þó, þar sem nokkuð hefur verið um, að ungmenni og aðrir stuðn- ingsmenn öfganna á Vestur- löndum hafi leitað til Íraks og Sýrlands, með það að markmiði að ganga til liðs við Ríki íslams, en forsvarsmenn þar sögðust hafa nóg af mannskap og hvöttu fólk frekar til þess að beita sér á heimaslóð. Ekki er enn að fullu vitað, hvort ástralski byssumaðurinn, sem var sjálf- skipaður klerkur í íslam, hefur verið að svara því kalli, eða hvort hann hefur tekið það upp hjá sjálfum sér að valda ótta í nærsamfélagi sínu. Er hugs- anlegt að þarna hafi einungis birst forsmekkurinn af því sem vænta má á Vesturlöndum, þeg- ar öfgamönnunum vex ásmegin. En þó að sviðsmyndin sé nokkuð dökk, má ekki gleyma því að eitthvað hefur áorkast á árinu í baráttunni gegn ísl- amisma og öðrum öfgum. Afg- anar fengu nýjan forseta, kjör- inn eftir lýðræðislegum leiðum, þó að nokkur bið yrði á niður- stöðunni. Túnis-búar fengu nýja stjórnarskrá og ríkis- stjórn, og virðist land þeirra vera hið eina þar sem arabíska vorið er að breytast í sumar. Þá má ekki gleyma nóbels- verðlaunahafanum Malölu You- safzai og baráttu hennar fyrir því að stúlkur gangi mennta- veginn. Í þessum og mörgum öðrum dæmum má finna ljós- tíru í myrkrinu og von um að öfgarnar verði ekki ofan á. Verði rétt hlúð að þeim, er von til þess að bjartara verði um að litast undir lok árs 2015. Það mun þurfa sam- stöðu um allan heim til að vinna bug á öfgamönnunum} Ár öfgahópanna Þær fregnir aðafþreyingarr- isinn Sony hefði ákveðið að draga kvikmynd sína The Interview úr sýn- ingum, vegna hótana og árása frá tölvuþrjótum, markar ný og óæskileg þáttaskil. Líklegt má telja að stjórnvöld í Norður- Kóreu hafi staðið á bak við árás- irnar, og bendir ýmislegt til þess að þau hafi fengið til þess aðstoð eða kunnáttu lánaða frá þriðja ríki. Hins vegar benti ekkert til þess að í bígerð væri viðamikil hryðjuverkaárás gegn kvikmyndahúsum sem sýndu myndina, líkt og hótað var. Með því að láta undan hót- ununum hefur Sony því gefið þau skilaboð að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafi í raun neitunarvald gagnvart út- gáfu kvikmynda. Sú niðurstaða mun að- eins ýta undir að leikurinn verði end- urtekinn og að fleiri en leiðtogi Norður- Kóreu reyni að hafa óeðlileg áhrif á kvikmyndaframleiðslu og væntanlega í framhaldinu á aðra útgáfustarfsemi. Obama Bandaríkjaforseti segir að þeir sem ábyrgð bera verði látnir gjalda fyrir árásina, en fer ekki nánar út í hverjir, hvenær eða með hvaða hætti. Út af fyrir sig gæti því farið svo að þeir sem bera ábyrgð á árás- unum muni ekki þurfa að gjalda þeirra á nokkurn hátt. Árásin á Sony er áminning um hættuna vegna árása tölvu- þrjóta og ætla má að hún fari áfram vaxandi, einkum ef þeir fá sitt fram. Netárásin á Sony markar óæski- leg þáttaskil} Látið undan ósvífninni F átækt á Íslandi er staðreynd og fyrir mitt leyti ef ég hefði ein- hvern tímann viljað halda fyrir eyrun á börnum og gera bla, bla, bla, er það þegar útvarpið dynur í verslunum og úr því flæðir að vin- sælasta gjöfin í ár kosti 100.000 krónur og speki á borð við að það sé mikilvægt að setja ekki lítinn hlut inn í sama pakka og stóran og dýran því það dragi úr gildi þess stærri. Sem og að allir séu að sjálfsögðu búnir að skreyta núna, hvaða tossar eigi það eiginlega eftir? Ef það á að fjalla meira um tillitssemi út frá fleiru en trú í desember, þar sem enginn verður útundan, mætti beina sjónum að þessu; þarna er ógrynni af börnum að hlusta sem eru börnin sem fá pakka undan jóla- trénu í Kringlunni og allt hitt sem „allir“ virðast vera að gera er eins og óraunverulegur hand- anheimur. Í þessu skiptir máli hvernig þetta er fram- sett, af virðingu fyrir þeim og þeirra högum; högum sem er kannski ekki búið að skreyta. Að því sögðu tel ég umræðuna sem Líf Magneudóttir setti fram ekki óþarfa þótt ég sé ekki sammála henni. Maður finnur að maður hefur gott af því að prófa að setja spurningarmerki við ýmislegt sem hefur samt „alltaf verið“ og Líf fékk mann til að gera það með málefnalegri og góðri umræðu. Það sem ég á við er að íburður jóla þarf ekki allt þetta pláss í umræðu og umfjöllun. Þá vil ég frekar guðspjall á hverjum degi. Við ættum að geta sýnt aðgát í þjóðfélagi þar sem barnafátækt hefur aukist mest meðal efna- meiri ríkja miðað við lágtekjumörk 2008 samkvæmt skýrslu UNICEF sem birt var í haust. Þar kom fram að 31,6% íslenskra barna bjuggu við fátækt árið 2012 en árið 2008 var þetta sama hlutfall 11,2%. Í sömu mælingum kom fram að fátækt barna í Nor- egi var 5,4% árið 2012. Svo að … Það má vera að þessu sé tekið sem forræðishyggju en í mínum huga er þetta kannski bara spurning að við séum ekki alveg taktlaus. Leyfum öllum heimsins glaum og glys að yfirtaka eigið jólahald ef við viljum en tónum okkur kannski aðeins niður út á við. Leyfum jólatónlistinni að hljóma í útvarpi og sjónvarpi, tölum meira um kerti og spil og náungakærleik en dinglum ekki demöntunum framan í allt og alla. Kunnum okkur. Ég veit að þetta hljómar eins og fólk eigi að geyma lúxusjeppana inni í bílskúr um jólin en það er einfald- lega þessi endalausa áminning um veraldlega skiptingu auðs sem mætti bara dempa aðeins, þó ekki nema örlít- ið. Þeir sem vilja gera góðverk geta akkúrat litið á það sem ekki minna góðverk en að stinga pakka undir jóla- tréð í Kringlunni. Þetta heitir auðvitað að falsa jöfn- uðinn en það er hópur barna sem þarf ef til vill á því að halda þessa dagana. julia@mbl.is Júlía Margrét Alexanders- dóttir Pistill Fleiri kerti og spil STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Nokkuð er um að íslenskbörn og ungmenni leitilæknisaðstoðar eftirneyslu orkudrykkja sem innihalda koffín. Erlendar rannsóknir sýna að neysla barna á slíkum drykkjum hefur aukist umtalsvert, en engar rannsóknir á því sviði hafa ver- ið gerðar nýlega hér á landi. Næring- arfræðingur segir að gera megi gera ráð fyrir að þróunin hafi orðið svipuð hérlendis, ekki síst vegna þess að orkudrykkir séu í auknum mæli markaðssettir sem heilsuvara. Lækn- ir segir fyllstu ástæðu til að vera á varðbergi vegna þessara drykkja Auk koffíns innihalda þeir orku- drykkir sem hér eru til umfjöllunar oft ýmis önnur virk efni eins og gin- seng og tárín sem er örvandi efni. All- ur gangur er á því hvort þeir eru sykraðir eða með gervisætu. Sam- kvæmt reglugerð sem sett var í ár er hámarksmagn koffíns í drykkjum 320 mg í hverjum lítra. Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) kannaði neyslu orkudrykkja í 16 löndum ESB árið 2011. Þar kom m.a. fram að 68% barna og ungmenna neyta orkudrykkja og var dagleg meðaltalsneysla 0,5 lítrar á dag. Í haust hvatti Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin WHO til þess að aldurstakmörk yrðu sett á það hverjir geti keypt orkudrykki. Miklu meira en ráðlagt er Vilhjálmur Ari Arason heim- ilislæknir í Hafnarfirði segir ríka ástæðu til að vara við því að börn neyti koffínríkra orkudrykkja. „Þeir eru margir hlaðnir koffíni, fullorðnir hafa margir hverjir aðlagast koff- ínneyslu, en það hafa börn ekki,“ seg- ir Vilhjálmur og nefnir í þessu sam- bandi drykk sem inniheldur 200 mg af koffíni í flösku, en hámarksdags- skammtur fyrir 50 kg barn er 125 mg. Í störfum sínum hefur Vil- hjálmur sinnt börnum og ungmenn- um sem hafa fengið mikinn hjartslátt eftir neyslu koffínríkra orkudrykkja. „En ég hef aðallega áhyggjur af áhrifum drykkjanna á hegðun ung- menna, rannsóknir sýna að ýmis hegðunarvandamál geta komið fram. Það er virkileg ástæða til að vara við þessum drykkjum.“ Nýjasta könnunin á neysluvenj- um Íslendinga er Landskönnun á mataræði 2010-2011. Þar kemur m.a. fram að 42% stráka drekki stundum orkudrykki og 19% stelpna. Anna Sigríður Ólafsdóttir, dósent í næring- arfræði við Menntavísindasvið HÍ, segir að síðan þá hafi fjölbreytni drykkjanna aukist og því sé ekki ólík- legt að ungt fólk drekki nú meira af orkudrykkjum, ekki síst stelpur. „Ef mið er tekið af sýnileika og markaðs- setningu á þessum vörum má gera ráð fyrir að neyslan hafi aukist,“ segir Anna Sigríður. Hún segir að drykk- irnir hafi breyst undanfarið, nú hafi bæst við koffínríkir drykkir í duft- formi sem fólk blandi sjálft. „Í þeim drykkjum eru jafnvel engar hitaein- ingar og varan er líkari íþrótta- eða lífsstílsvörum en það gæti valdið því að fólk liti þær öðrum augum en litlu áldósirnar.“ Notaðir til megrunar Anna Sigríður segir að sumir noti þessa vöru í talsverðu magni, sumir drykkirnir séu m.a. markaðs- settir sem leið til að auka fitu- brennslu og auglýsingunum sé beint að unglingum. „Það streyma inn vís- indagreinar þar sem lýst er yfir áhyggjum af neyslu koffínvara, enda fyllsta ástæða til. Orðið orkudrykkur er villandi, því þessir drykkir eru margir örvandi, en innihalda enga orku. Þeir koma í veg fyrir að fólk finni þreytu; en er það gott og hollt?“ Leita læknis eftir neyslu orkudrykkja Morgunblaðið/Þórður Sala koffínríkra orkudrykkja hefur þrefaldast í Danmörku undanfarin fimm ár og ný dönsk rannsókn sýnir að 20% af 10-14 ára þarlendum börnum sem drekka orkudrykki neyta of mik- ils koffíns. Frá þessu var greint í danska ríkissjónvarpinu nýver- ið. Læknir á dönsku sjúkrahúsi segir þar að nokkuð sé um að börn séu lögð inn á sjúkrahús vegna hjartsláttartruflana sem rekja megi til neyslu orku- drykkja. Talsmaður dönsku mat- vælastofnunarinnar segir í við- tali við DR að nú skipi orku- drykkir sama sess hjá börnum og gosdrykkir gerðu áður. Svíar hafa sett hömlur á sölu orkudrykkja til barna og ung- linga, m.a. með því að takmarka sölu sumra þeirra við apótek og tiltekinn aldur. Salan hefur þrefaldast BÖRN ÞAMBA ORKUDRYKKI Anna Sigríður Ólafsdóttir Vilhjálmur Ari Arason Orkudrykkir Talsvert úrval er af þeim og innihaldið er mismunandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.