Morgunblaðið - 22.12.2014, Side 23

Morgunblaðið - 22.12.2014, Side 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014 Áhyggjur lækna af stöðu heilbrigðiskerf- isins endurspeglast í þeirri ákveðni sem gengið er fram í í kjaramálum. Þeir gera sér grein fyrir að ef spár um fjölda starf- andi lækna á Íslandi og fjölgun landsmanna ganga eftir stefnir í óefni. Undanfarið hafa læknar í auknum mæli kosið sér starfsvettvang erlendis að loknu framhaldsnámi þar sem kjör gerast umtalsvert betri en á Íslandi. Nú er ástandið þannig að fleiri og fleiri kjósa að minnka við sig stöðuhlut- fall á ríkisstofnunum, t.d. á Land- spítalanum. Síðastliðin 2-3 ár hefur meðaltalsstarfshlutfall sér- fræðilækna á Landspítala lækkað um 3%. Þeir flýja launakjör sem þar eru í boði fyrir dagvinnu. Vinna að hluta til erlendis fyrir betri laun eða finna sér annan starfsvettvang en beint hjá ríkinu sem er betur borg- aður. Aðrir segja hreinlega upp eft- ir margra ára starf. Ef fram heldur sem horfir mun ástandið ekkert skána. Það gerist ekkert sjálfkrafa í þessu máli. Deilan leysist ekki af sjálfu sér þó að fjármálaráðherra haldi að þreyta megi til hlýðni. Stærsti vandinn er að læknar sem eru nú þegar erlendis og þeir sem ættu að vera að koma heim sitja þar sem fastast. Þetta end- urspeglast m.a. í því að 1. sept- ember 2013 voru 40% starfandi sér- fræðilækna og 65% yf- irlækna Landspítalans eldri en 55 ára. Hætti þeir að taka næt- urvaktir eins og þeir eiga rétt á verður ekki hægt að manna núver- andi vaktakerfi spít- alans. Þetta snýst því ekki eingöngu um þá hættu og öryggisleysi sem gæti skapast við að læknar gefast upp á vinnuálagi og segja stöðum sínum lausum á Landspítala eða í heilsu- gæslunni heldur að núverandi kjör höfða ekki til þeirra sem þegar eru í vinnu erlendis og endurnýjunin er botnfrosin. Stjórnvöld verða að átta sig á vandanum og grípa nú þegar til ráðstafana til að koma í veg fyrir kerfishrun. Læknum verður ekki hnikað frá réttmætum kröfum um leiðréttingu kjarasamnings. Því fyrr sem stjórnvöld gera sér grein fyrir þessu, því fyrr má búast við lausn deilunnar. Öryggisventillinn stend- ur á blístri. Gera má ráð fyrir að á næstu 10 árum fari 300 læknar á eftirlaun vegna aldurs, um þriðjungur starf- andi lækna í dag. Ef árlegur fjöldi kandídata verður óbreyttur og sama hlutfall flytur af landi brott og kem- ur heim eins og verið hefur und- anfarin misseri má búast við að eftir 10 ár verði rúmlega 390 ein- staklingar á hvern lækni miðað við 294 nú. Það dugar ekki til að við- halda því heilbrigðiskerfi sem við þekkjum í dag. Norrænir standard- ar eru 240 einstaklingar á hvern lækni. Ekki er tekið tillit til annars brottfalls lækna á tímabilinu, s.s. heilsubrests í þessu dæmi. Þegar ástandið byrjar að þróast í þessa átt eykst álagið á þá sem eftir eru. Gera má því skóna að það fæli enn frekar frá því að snúa heim í vinnu- umhverfið sem þar býðst. Ástandið gæti því orðið mun verra en spár gera ráð fyrir, ef stjórnvöld grípa ekki nú þegar inn í. Áður en boltinn fer að rúlla hraðar niður hallann. Nú þarf að bregðast við. Það er hörð samkeppni um lækna og ekki þýðir að stinga hausnum í sandinn með það. Félög lækna geta ekki krafið fjölskyldur sinna manna um að flytjast heim til Íslands til að leysa þennan samfélagslega vanda sem við stöndum frammi fyrir og stjórnvöld bera ábyrgð á. Sætta sig við miðstýrðar tillögur samtaka at- vinnulífsins af því að það hentar stefnu forystumanna alþýðu- sambandsins og fyrirtækjaforstjóra í dag gagnvart öðrum en þeim sjálf- um. Þannig ganga hlutirnir ekki fyrir sig. Hversu lengi verður heil- brigðiskerfinu haldið í gíslingu Samtaka atvinnulífsins? Stjórn- endur heilbrigðisstofnana verða að bregðast við ef þeir ætla að halda uppi lögbundinni þjónustu og halda læknum í vinnu. Þeir geta ekki fríað sig ábyrgð á ástandinu eftir að hafa blóðmjólkað kerfið í nafni hagræð- ingar. Þeim bar að vara við þeirri vegferð sem haldið var út á. Greiða þarf götu lækna sem vilja koma heim. Lausnamiðaðan átaks- hóp ríkis og lækna þarf til að taka á þessum vanda. Fyrsta skrefið er þó gagnger endurskoðun á kjarasamn- ingi lækna. Umtalsverðar úrbætur á grunnlaunum verða að koma til. Annað að vinda ofan af niðurskurði í stöðufjölda lækna, sérstaklega al- mennra lækna, á undanförnum ár- um. Fjölga sérfræðilæknum á Landspítala og í heilsugæslu. Meta þarf sérfræðiþjálfun í undirgreinum læknisfræðinnar að verðleikum. Gera laun námslækna sambærileg við það sem býðst erlendis svo þeir ílengist hér í starfi. Ráðherrar heil- brigðis- og fjármála hafa í hendi sér að koma fram með tillögur til úr- bóta. Læknar vilja samstarf um þessa þætti. Ábyrgð á lausn deil- unar hvílir á herðum fjármálaráð- herra. Læknar bíða enn eftir raun- hæfum tillögum úr þeirri áttinni. Að skilja alvöru málsins – læknadeilan í hnotskurn Eftir Reyni Arn- grímsson » Lausnamiðaðan átakshóp ríkis og lækna þarf til að taka á þessum vanda. Fyrsta skrefið er þó gagnger endurskoðun á kjara- samningi lækna. Reynir Arngrímsson Höfundur er varaformaður Lækna- félags Reykjavíkur. Fjöldi lækna með lækningaleyfi 2014 20192015 20202016 20212017 20222018 2023 1.150 1.100 1.050 1.000 950 900 850 800 Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ LAUGAVEGUR 34, 101 REYKJAVÍK SÍMI: 551 4301 - WWW.GUDSTEINN.IS SKYRTURVERÐ FRÁ4.900 kr TREFLARVERÐ FRÁ3.900 kr HANSKARVERÐ FRÁ2.900 kr HÚFUR VERÐ FRÁ5.900 kr NÁTTFÖTVERÐ FRÁ7.900 kr ÞVERSLAUFURVERÐ FRÁ2.200 kr MÁNUDAG ÞRIÐJUDAG AÐFANGADAG LAUGARDAG 22. DES 23. DES 24. DES 27. DES 9 TIL 22 9 TIL 23 10 TIL 12 12 TIL 16 OPIÐ:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.