Morgunblaðið - 22.12.2014, Page 24
Blaðamaður
á bak við rimla
ranghugmynda
Kristján Jónsson
blaðamaður Morg-
unblaðsins skrifar
grein um aðstæður
Gazabúa 30. nóv. sl.
Blaðamaðurinn rekur
vandræði Gazabúa til
Hamas og skrifar að
„nú eru þeir í einangr-
unarbúðum … vegna
stefnu Hamas“ og fyr-
irsögn greinarinnar
„Bak við rimla vígamanna“ vísar
skýrt á þá sýn Kristjáns að söku-
dólgurinn heitir Hamas.
Hamas var stofnað 1987 en her-
nám og þjóðernishreinsanir síonista
gegn Palestínumönnum hafa staðið
frá árinu 1947. Augljóst er að það er
ekki vegna stefnu Hamas sem Pal-
estínumenn missa daglega bæði
landsvæði og fólk. Það er stefna ísr-
aelsku síonistanna sem er orsökin –
þeir ræna landi og þeir gera Palest-
ínumenn útlæga með ofbeldi og
morðum.
Ástandið á Gaza í dag er hluti af
heildarmynd og beint framhald af
atburðum sem hófust 1947 eftir að
allsherjarþing SÞ samþykkti að taka
ríflega hálfa Palestínu frá inn-
fæddum og afhenda „vissum flokki
útlendinga úr öllum heimi“ og nota
„handa öðrum eftir þörfum“ eins og
dr. Björn Þórðarson fyrrv. forsætis-
ráðherra lýsti því árið 1950.
Ætlun Kristjáns er auðvitað ekki
sú að skrifa grein sem lýsir átök-
unum í Palestínu í hinu stóra sam-
hengi, hann er ekki að skrifa sögu-
legt yfirlit málsins. Hann ætlar bara
að fræða lesendur Morgunblaðsins
örlítið, útskýra stöðuna og benda á
orsakir.
En hann, viljandi eða óvart, þræð-
ir götu blekkinga og rangfærslna
sem aðeins geta þjónað málstað
þeirra sem eiga sökina, þeirra sem
græða á „upplýsingum“ Kristjáns
Jónssonar.
Stefna Hamas, sem Kristján
kynnir með tilvitnun í leiðtoga sam-
takanna, „Palestína er okkar land …
Við munum aldrei láta af hendi fer-
þumlung af landi“ segir ekkert um
raunveruleikan, hún er draumsýn.
Ephraim Levy, fyrrverandi yf-
irmaður Mossad (leyniþjónustu Ísr-
aels) sagði í desember 2008 um Ha-
mas: „þeir viðurkenna að
hugmyndafræðileg markmið þeirra
eru óframkvæmanleg … og þeir eru
reiðubúnir að fallast á stofnun Pal-
estínuríkis innan landamæranna frá
1967.“ Khalid Mishal, sá sem Krist-
ján vitnar í, er formaður miðstjórnar
Hamas. Hann sagði í mars 2008 að
„flestir baráttuhópar Palest-
ínumanna, og þar á meðal Hamas,
samþykkja stofnun rík-
is innan landamæranna
frá 1967“.
Likud, flokkur Net-
anyahus forsætisráð-
herra Ísraels, hefur á
stefnuskrá sinni að ríki
Palestínumanna skuli
aldrei rísa „vestan ár-
innar Jórdan“. Sem
þýðir að ríki Palest-
ínumanna muni aldrei
rísa. Ísraelsstjórn og
her hennar ræður allri
Palestínu og því engir þverþuml-
ungar eftir fyrir Hamas til að láta
„ekki af hendi“. Þetta er raunveru-
leikinn.
Tilgangur Kristjáns með þessari
tilvitnun í leiðtoga Hamas er því
ekki að upplýsa lesendur um ástand-
ið eins og það er, heldur vill hann fá
þá til að trúa þeirri lýsingu sem
hann setur fram um Hamas og stöðu
Gazabúa „bak við rimla“ Hamas.
Gazabúar eru ekki innilokaðir
vegna stefnu Hamas, það er Ísr-
aelsher sem skammtar lífsgæðin á
Gaza. Þær þúsundir Gazabúa, kon-
ur, börn, gamalmenni og and-
spyrnumenn, sem hafa látið lífið í
árásum Ísraelshers í þremur stór-
árásum 2009, 2012 og 2014, hafa fall-
ið fyrir vopnum síonista.
Og það er vert að hafa í huga að
samkvæmt skýrslum mannréttinda-
og friðarsamtaka sem hafa fylgst
með málum Palestínu er það und-
antekningarlaust her Ísraels sem
hefur átt upptökin að átökunum.
Kristján segir hinsvegar um upptök
átakanna 2014 „að Hamas-menn
byrjuðu að láta vígahópa sína skjóta
flugskeytum á Ísrael vel vitandi að
þeir myndu svara með loftárásum“.
Hið rétta er að Netanyahu hóf her-
ferðina í kjölfar morða á þremur ísr-
aelskum unglingum með handtöku
um 700 Hamasliða og að drepa um
tug þeirra á Vesturbakkanum. Síðar
kom í ljós að Hamas átti engan þátt í
morðum þremenninganna (NYT
25.7. 14).
Ég tel að blaðamenn eigi að vera
upplýstir og málefnalegir í skrifum
sínum, að öðrum kosti misfara þeir
með það traust sem margir blaðales-
endur bera til þeirra. Kristján Jóns-
son virðist hvorki upplýstur né mál-
efnalegur í umræddri grein.
Eftir Hjálmtý V.
Heiðdal
» Augljóst er að það er
ekki vegna stefnu
Hamas sem Palest-
ínumenn missa daglega
bæði landsvæði og fólk.
Höfundur er kvikmyndagerð-
armaður.
Hjálmtýr V. Heiðdal
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014
Ég hlustaði á Rás tvö sunnudags-
kvöldið 14. desember sl. á útvarps-
þáttinn Langspil í umsjá Heiðu Ei-
ríks. Þátturinn var góður og kom
Heiða víða við og var þátturinn
henni til sóma. Það sem vakti
mesta athygli mína var viðtalið við
Einar Þorgrímsson sem hefur
komið fram á sviðið með tvær stór-
góðar barnaplötur, sem eru á ein-
hvern hátt öðruvísi en ég og flestir
aðrir eigum að venjast. Fyrir það
fyrsta er ævintýrið einfalt en býð-
ur upp á mikla möguleika. Eins og
segir á baksíðu hulstursins, finnst í
gömlu musteri djúpt í frumskógi
Afríku stórmerkilegt tæki sem
breytir röddum dýranna í manna-
mál og eins og í góðum ævintýrum
kemur í ljós að dýrin syngja eins
og við mennirnir. Kannski ekki
mjög frumlegt en virkar gagnvart
ungum hlustendum. Með þessu er
ég ekki að segja að tónlistin og
textarnir séu eingöngu fyrir börn,
miklu frekar vil ég segja að platan
sé fyrir hlustendur á öllum aldri.
Einar Þorgrímsson nefnir til sög-
unnar sögumann sem fylgir börn-
unum milli dýranna, segir eilítið
frá hverju dýri fyrir sig og saman
hlusta hann og börnin á söng dýr-
anna. Ég held að sögumaður á
milli laga sé nýjung á barnaplötum.
Eldri borgarar hafa sagt mér að
þessar tvær plötur séu á við góða
barnapíu þegar barnabörnin koma
í heimsókn. Eru í huganum á
ferðalagi með sögumanninum um
frumskóga og fjöll, hlustandi á tón-
listina og taka undir með dýrunum.
Ég óska Einari Þorgrímssyni til
hamingju með plötuna og er ekki í
vafa um, að hún muni fá góðar við-
tökur.
Ingvar Árnason.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Upplestur Málvitund og orðaforði barna
eykst ef lesið er fyrir þau.
Athyglisvert viðtal í Langspili
Skýjaglópana í borgarstjórninni
dreymir sífellt um að koma hér upp
léttlestakerfi í Reykjavík. Því spyr
ég: Getur einhver heilvita maður séð
fyrir sér léttlestir fara um borgina í
þessari hálku og snjó, sem nú er á
götunum, ekki síst þegar götur eru
svona lítið mokaðar eins og raun ber
vitni? Hvar eru þeir eiginlega stadd-
ir í heiminum þessir strákar í borg-
arstjórninni, þegar þeim dettur sú
firra í hug, að hægt sé að láta létt-
lestir fara um í þessari færð, sem er
hér yfirleitt, þegar vetrar fyrir al-
vöru með snjó og hálku? Þeir verða
sjálfum sér til skammar og athlægis
með þessum draumórum sínum, sem
þeir leggja fyrir borgarbúa.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir.
Ófærð Í Reykjavík.
Léttlestakerfi
í Reykjavík
Er á Facebook
Jurtir í jólagjöf
Slakandi olían er
góð fyrir húðina og
himnesk í baðið!
– Lena
Lenharðsdóttir
www.annarosa.is
Slakandi olían
hefur róandi
áhrif og er
frábær nudd-
og húðolía.
Eftir að ég fór að nota
24 stunda kremið hurfu
þurrkblettir í andliti
alveg og ég er ekki eins
viðkvæm fyrir kulda og
áður. Það gengur mjög
vel inn í húðina og mér finnst það
frábært í alla staði.
– Sigþrúður Jónasdóttir
24 stunda kremið er einstak-
lega rakagefandi og nærandi
fyrir þurra og þroskaða húð.
Fótakremið er silkimjúkt,
fer fljótt inn í húðina
og mér finnst það alveg
æðislegt.
– Magna Huld
Sigurbjörnsdóttir
Fótakremið er kælandi og
kláðastillandi, mýkir þurra
húð, græðir sprungur og
ver gegn sveppasýkingum.
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum
(Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum.
Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendumumallt land!
frábært spil Fyrir
ALLA fjölskylduna