Morgunblaðið - 22.12.2014, Page 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014
✝ Kolbrún Sig-urðardóttir
fæddist í Hafn-
arfirði 20. júní
1952. Hún lést á
líknardeild LHS
þriðjudaginn, 16.
desember 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Jenný
Ágústsdóttir hús-
móðir og Sigurður
Eiríksson vélstjóri.
Kolbrún var yngst ellefu systk-
ina en þau eru Þorsteinn,
Steinvör, d. 2014, Ágúst, Garð-
ar, Sigrún, Reimar, d. 1995,
Hafsteinn, Bergur, Gestur, d.
2004, og Sigurður. Kolbrún
giftist eftirlifandi eiginmanni
sínum, Benedikt Rúnari Stein-
grímssyni verktaka, f. 25. maí
1950, 11. desember 1971. For-
eldrar hans voru Margrét Al-
bertsdóttir húsmóðir og Stein-
grímur Benediktsson
Haukur, f. 2013. 5) Selma, f.
1988, eiginmaður hennar er Ei-
ríkur Ástvald Magnússon.
Kolbrún bjó alla sína tíð í
Hafnarfirði en foreldrar henn-
ar voru ættaðir af Snæfellsnes-
inu. Kolbrún lærði nudd og
snyrtifræði, sem hún vann við
stærsta hluta ævi sinnar. Hún
rak sína eigin stofu um árabil
auk þess starfaði hún um tíma í
Hafnarborg, heilsuræktinni
Hebu og snyrtistofunni An-
dorru.
Kolbrún sinnti húsmóður- og
ömmuhlutverkinu af mikilli
natni. Hún var mikið fyrir lest-
ur góðra bóka, handavinnu,
útivist og ferðalög. Hún var
mikil skíðaáhugakona og tók
virkan þátt í foreldrastarfi
Ámanns með dætrum sínum.
Fjölskyldan ferðaðist mikið alla
tíð, innanlands sem utan. Þau
hjónin byggðu sér sumarbústað
í Vaðnesi þar sem þau nutu
þess að vera en eftir að þau
eignuðust Stóra-Langadal
eyddu þau stórum hluta frítíma
síns þar.
Útförin fer fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju í dag, 22. des-
ember 2014, kl. 13.
byggingaverktaki.
Systkini hans eru
Albert Már, Sig-
rún, Steingrímur
og Björk. Börn
Kolbrúnar og
Benedikts eru; 1)
Margrét Bene-
diktsdóttir, f. 1971,
eiginmaður hennar
er Bjarni Pétur
Hafliðason, börn
þeirra eru Hafliði
Þór, f. 1991, Benedikt, f. 2003
og Snædís Björk, f. 2008. 2)
Jenný Ýr, f. 1974, eiginmaður
hennar er Ágúst Þórhallsson,
börn þeirra eru Kolbrún Elma,
f. 2003 og Magni Leon, f. 2013.
3) Hlín, f. 1981, unnusti hennar
er Gísli Þór Jónsson, börn
þeirra eru Flóki, f. 2010, og
Steinunn, f. 2012. 4) Guðrún f.
1984, eiginmaður hennar er
Steinn Sigurðsson, börn þeirra
eru Hrefna Líf, f. 2011, og
Elsku mamma,
það mun nú taka okkur ein-
hvern tíma að átta okkur á því að
þú sért farin frá okkur. Ofurkona,
-mamma og -amma eins og þú,
skilur eftir þig óendanlega stórt
skarð sem ómögulegt verður að
fylla.
Þú varst ekki einungis mamma
okkar heldur einnig vinkona.
Heimilið ykkar pabba er okkar
samkomustaður þar sem við syst-
urnar komum nánast daglega. Ef
það kom fyrir að við hittum þig
ekki þann daginn þá heyrðum við
í þér, því þú varst alltaf að tékka á
okkur og okkar fjölskyldum. Þú
gafst þér alltaf tíma til að hlusta á
okkur og okkar vandamál og ráð-
lagðir okkur ef þess var þörf. Þú
studdir okkur heilshugar í okkar
áhugamálum hvort sem það voru
fimleikar, skíði, fótbolti eða aðrar
íþróttir.
Þú elskaðir að syngja og hlusta
og dilla þér við góða tónlist. Alltaf
var stutt í fallega brosið þitt og
hláturinn. Þessi smitandi hlátur
og hlátursköst gerðu það að verk-
um að vinir okkar vildu helst
horfa á áramótaskaupið og annað
grín með þér því að þá var hlát-
urinn tryggður. Gaman var
hvernig þú hjálpaðir okkur með
uppeldi barna okkar án þess þó
að skipta þér af og aldrei steigstu
yfir þá fínu línu sem afskiptasemi
getur verið.
Það var ýmislegt sem okkur
systrum þóttu sjálfsagðir og eðli-
legir hlutir framan af, t.d. að það
væru alltaf til nýbakaðar kökur
með kaffinu og heitur matur í
hverju hádegi. Þau voru ófá
dressin og kjólarnir sem þú
saumaðir á okkur og stóðst þú
alltaf undir okkar sterku kröfum.
Þér fannst líka ekkert mál að
skella í einn kjól eftir vinnu, fyrir
skólaballið daginn eftir eða dress
fyrir hvern dag í þriggja vikna ut-
anlandsferð fyrir dæturnar. Þú
þurftir alltaf að hafa nóg fyrir
stafni og óhætt er að segja að þú
skiljir eftir þig mörg listaverk
hvort sem það eru heimili þín,
garðarnir þínir eða öll teppin þín.
Jákvæðari konu en þig er vart
að finna, því ef eitthvað bjátaði á
var gengið í málið og því reddað.
Við erum svo þakklátar því að
hafa smitast af jákvæðni þinni og
brosmildi og að hafa fengið hluta
af þessari elju í arf frá þér. Þú
varst stórglæsileg kona með ein-
staka útgeislun. Þú varst alltaf
vel til höfð og vildir að við værum
það líka.
Góðu minningarnar sem við
fjölskyldan eigum með þér og
pabba úr sveitinni og sumarbú-
staðnum eru ómetanlegar svo
ekki sé minnst á fjölskylduferð-
irnar okkar allra saman til Aust-
urríkis, Ítalíu og núna síðast til
Krítar í sumar, áður en veikindin
tóku alveg yfir. Þessar yndislegu
samverustundir munu ávallt
standa okkur ferskar í minni.
Elsku mamma okkar, takk fyr-
ir allt sem þú kenndir okkur, þú
ert hetjan okkar og verður fyr-
irmynd okkar um ókomna tíð. Við
vitum að þú verður alltaf hjá okk-
ur, þú ert ljósið í lífi okkar. Hvíl í
friði. Þínar stelpur,
Margrét, Jenný, Hlín,
Guðrún og Selma.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Það var fyrir 19 árum að ég var
kynntur fyrir foreldrum konunn-
ar minnar. Á móti mér, nokkuð
stressuðum, tók myndarlegur en
frekar dulur maður sem hafði
ekki mikið fyrir því að brosa til
mín, en svo hitti ég Kolbrúnu sem
brosti fyrir þau bæði einhverju
fallegasta brosi sem ég hafði
nokkurn tímann séð, þessi fallega
kona varð síðar tengdamamma
mín. Kollu, eins og hún var alltaf
kölluð, var margt til lista lagt í líf-
inu enda mikill dugnaðarforkur
og kláraði þau verk sem hún tók
að sér fullkomlega. Kolla var
mjög fróð um ættir og sögu fólks.
Það var ósjaldan sem samræður
við matarborðið á Háaberginu
snerust upp í það að rekja ættir
mismerkilegra Hafnfirðinga
langt aftur í tímann. Þar var
Kolla í essinu sínu og aldrei var
komið að tómum kofunum á þeim
bænum. Kolla var handlagin og
eftir hana liggja listmunir í formi
teppa og alls kyns dúkar og
ábreiður sem bera vitni um ótrú-
lega nákvæmni og listsköpun. Ég
varð þess heiðurs aðnjótandi að
fá að kynna Kollu fyrir fyrsta
barnabarninu hennar, Kolbrúnu
Elmu minni. Ég mun aldrei
gleyma hversu góð Kolla hefur
verið við dóttur mína og hefur
hún ekki bara nafnið frá ömmu
sinni heldur fallega brosið og
hjartahlýjuna sem einkenndi
Kollu. Það er nöturlegt til þess að
vita að þessi hjartahlýja, sterka
og góða kona skuli nú vera tekin
frá okkur öllum í blóma lífsins.
Elsku Kolla mín ég vil þakka þér
fyrir allt sem þú hefur gefið mér
og minni fjölskyldu. Hvíl í friði
kæra tengdamamma.
Ágúst Þórhallsson.
Elsku Kolla mín, þú ert falleg-
asta manneskja sem ég hef
kynnst og ég er óendanlega þakk-
látur fyrir að hafa fengið að kynn-
ast þér. Þú Kolla mín skildir um
hvað lífið snýst. Þú komst mér í
skilning um að fjölskyldan kemur
fyrst. Þú komst mér í skilning um
að við eigum að nýta tímann sem
við fáum úthlutaðan vel og lifa líf-
inu lifandi. Þú tókst mér opnum
örmum eftir að Selma kynnti mig
fyrir þér og mér var það strax
ljóst að fjölskyldan væri í fyrsta
sæti hjá þér. Í rauninni lék ekki
nokkur vafi á því eftir að fyrstu
setningar þínar við þennan nítján
ára pilt sem stóð í útidyrunum hjá
þér voru að það væri algjört lág-
mark að eignast fimm börn. Við
skulum ræða það síðar.
Við höfum ekki stjórn á því í
hverju við lendum en ég lærði það
af þér að við stjórnum því hvernig
við tökumst á við erfiðleika. Ég
vona að ég muni hafa brot af því
æðruleysi, viljastyrk og áræði
sem þú hafðir þegar erfiðleikarn-
ir banka að dyrum.
Ég mun muna góðu stundirn-
ar, spjallið og kökurnar á kvöldin
við eldhúsborðið á Háabergi,
kennsluna við að strauja skyrtur,
og að hafa fengið heiðurinn af því
að eyða öllum þessum klukkutím-
um í að vökva tómatplöntur.
Ég gleymi þér aldrei og öll
framtíðarbarnabörn fá að vita
hvernig amma Kolla gerði hlut-
ina. Þinn tengdasonur,
Eiríkur.
Elsku amma mín. Þú varst
besta amma í öllum heiminum.
Ég man eftir því þegar þú sóttir
mig alltaf í skólann og ég var hjá
þér allan daginn og líka þegar þú
varst alltaf að passa mig þegar ég
var lítil. Þegar ég var að gróð-
ursetja plöntur í sveitinni, gefa
hestunum og hænunum, þegar
við hittumst á Tenerife og fórum
öll fjölskyldan saman á Krít og
Ítalíu og þegar þú keyrðir okkur
Benedikt á fjórhjólinu inn í dal.
Alla rigningadagana í sveitinni og
þá horfðum við á Avatar og popp-
uðum eða gerðum grænmetisí-
dýfu og kúrðum saman í sófanum
og saumuðum.
Takk fyrir mig elsku amma
mín og takk fyrir að vera svona
yndisleg og góð amma. Elska þig.
Þín
Kolbrún Elma.
Við hjónin eigum eftir að sakna
mikið mág- og svilkonu okkar
hennar Kollu bæði sem góðrar
vinkonu gegnum lífið og einnig
sem ferðafélaga í fjölmörgum
ógleymanlegum ferðum. Við
minnumst best glaðlyndis hennar
og hláturs. Þegar Kolla mætti á
staðinn lifnaði yfir samkvæminu,
þó svo að síðustu árin hafi hún
væri sárkvalin. Að höndla sjúk-
dóm sinn með þeim hætti sem
hún gerði er ekki öllum gefið.
Hún bar harm sinn í hljóði og ef
hún var spurð um líðan sagði hún
jafnan „þetta er bara verkefni
sem þarf að vinna með“. Öll orð
eru því máttlítil, þegar við hugs-
um til þessarar kraftmiklu konu,
sem gaf okkur og börnum okkar
svo mikið með tilveru sinni. Eft-
irfarandi ljóð lýsir vel tilfinning-
um okkar og hugsunum, þegar
við kveðjum kæra vinkonu.
Dökkur skuggi á daginn fellur,
dimmir yfir landsbyggðina.
Köldum hljómi klukkan gellur,
kveðjustund er milli vina.
Fallinn dómur æðri anda,
aðstandendur setur hljóða.
Kunningjarnir klökkir standa,
komið skarð í hópinn góða.
Gangan með þér æviárin
okkur líður seint úr minni.
Við sem fellum tregatárin
trúum varla brottför þinni.
Þína leið til ljóssins bjarta
lýsi drottins verndarkraftur.
Með kærleiksorð í klökku hjarta
kveðjumst núna, sjáumst aftur.
(Hákon Aðalsteinsson)
Kæri Benni, dætur, tengda-
synir og barnabörn, megi góðar
minningar vera ykkur styrkur í
sorg ykkar og söknuði.
Albert Már og Ester.
Kolbrún var glæsileg kona og
brosið hennar ómótstæðilegt, svo
fallegt. Hún var hamhleypa til
vinnu var alltaf að, hún gat unnið
að mörgum verkefnum í einu, það
er ekki ofsögum sagt að hún hafi
verið ofurkona. Kolla var mikill
listunnandi og vel að sér á því
sviði. Þá skipti ekki máli hvort
það var myndlist, bókmenntir,
tónlist eða aðrar listgreinar, hún
var vel lesin og greind kona.
Ég kynntist Kollu eftir að við
fluttum báðar á Vesturvanginn
þó að við værum málkunnugar
áður. Það tókst með fjölskyldun-
um okkar góð vinátta. Oft var
glatt á hjalla þegar Kolla var ann-
ars vegar, við ferðuðumst saman
bæði innanlands og utan og átt-
um margar skemmtilegar sam-
verustundir. Ég saknaði þess,
þegar hún og fjölskyldan fluttu í
Háabergið, að fá hana í kaffi eða
fara yfir til hennar og tala saman
um það sem okkur lá á hjarta.
Ég kveð þig kæra vinkona.
Elsku Benni, Margrét, Jenný
Ýrr, Hlín, Guðrún, Selma og fjöl-
skyldur, megi guð styrkja ykkur
á erfiðum tímum.
Líkt og loksins í var
leiti sjóhrakið far
eftir baráttu brotsjónum í.
Er úr háskanum heimt
getur hættunni gleymt.
Slík er ástúð þín eilíf og ný.
(Jónas Friðrik Guðnason)
Ruth.
Kveðja frá Fjallafreyjum
Hún Kolla hefur kvatt og er
komin á nýtt tilverusvið. Þessi
kraftmikla, fallega, hláturmilda
kona með sína jákvæðu nærveru
sem lýsti upp tilveruna hvar sem
hún kom. Hún var ein af stofn-
endum Fjallafreyjanna, sem er
gönguhópur vaskra kvenna sem
stunda leikfimi saman á veturna
en njóta útivistar á sumrin og
ganga um fjöll og firnindi. Kolla
var mikið náttúrubarn og naut
þess að vera úti í náttúrunni, að
stússa í fallega garðinum sínum í
Háabergi í Hafnarfirði eða í sum-
arbústaðnum sínum í Grímsnes-
inu.
Það var alveg sama hvað hún
tók sér fyrir hendur; handavinna,
garðrækt, matseld, allt lék í
höndum hennar. Hún var mikil
fjölskyldukona og elskaði að ann-
ast barnabörnin sín á meðan
heilsan entist og er missir fjöl-
skyldunnar mikill. Þótt Kolla hafi
ekki getað stundað leikfimi og
göngur með okkur Fjallafreyjun-
um síðustu árin vegna heilsu-
brests fylgdist hún vel með hvað
við tókum okkur fyrir hendur og
var sönn Fjallafreyja allt til loka.
Það er því með söknuði sem við
kveðjum Kollu og minnumst
hennar með mikilli væntumþykju
og þakklæti fyrir samveruna í
meira en 20 ár. Fjölskyldu henn-
ar sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
F.h. Fjallafreyja,
Sigríður Skúladóttir.
Kolbrún
Sigurðardóttir
Þegar ég hugsa
nú um Sigríði Hrafn-
hildi Jónsdóttur að
henni genginni þá
verður fyrst fyrir hvað viðkynn-
ingin við hana var gefandi. Hún
var að vinna á skrifstofu forseta
Íslands í tíð Vigdísar Finnboga-
dóttur þegar ég kynntist henni
fyrir alvöru og átti við hana náið
samstarf vegna sjónvarpsmyndar
sem ég gerði um Vigdísi. Sigríður
reyndist mér eins vel í þessu verk-
efni og hugsast gat. Um leið sá ég í
návígi hvers konar ofur-
starfskraftur hún var. Frábær-
lega vel að sér og dugleg og fljót
að átta sig í hverju máli. Þar að
auki hafði hún þá mannkosti til að
bera að það var uppbyggilegt að
umgangast hana. Hún var sérlega
hlý og óspör á góð orð. Og eitt af
hennar aðalsmerkjum var kímni-
gáfa í betra lagi.
Fallegar eru myndirnar sem ég
Sigríður
Hrafnhildur
Jónsdóttir
✝ SigríðurHrafnhildur
Jónsdóttir fæddist í
Reykjavík 12. ágúst
1953. Hún lést 19.
ágúst 2014. Útför
Sigríðar fór fram í
kyrrþey.
á í hugskotinu af
Vigdísi Finnboga-
dóttur og Sigríði
Hrafnhildi saman í
verkefnum dagsins,
á forsetaskrifstof-
unni – í opinberri
heimsókn í Prag, í
Hrad-kastalanum
hjá Vaclav Havel.
Önnur glæsikonan
ljós og norræn yfir-
litum, hin með dökk-
leitan þokka og kínverskt ívaf, en
þangað austur átti Sigríður ættir
að rekja. Til sóma voru þær í
hverri grein, þessir íslensku
fulltrúar. Ég fylgdist með þeim af
aðdáun og stolti.
Leiðir okkar Sigríðar lágu svo
saman þegar hún var sendi-
herrafrú í Vínarborg og Strass-
borg. Hún og Sveinn Björnsson
tóku á móti mér þegar ég var í
embættiserindum sem rithöfund-
ur með þeim hætti að ekki fyrnist.
Höfðingsskapurinn og skemmti-
legheitin, vinátta og hlýja alls ráð-
andi. Í ljóma þessara minninga
kveð ég Sigríði Hrafnhildi með
innilegu þakklæti og votta fjöl-
skyldu hennar dýpstu samúð
mína.
Steinunn Sigurðardóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og systir,
ÁSTRÍÐUR HANSDÓTTIR,
Þórustíg 32,
Njarðvík,
lést að morgni þriðjudagsins
16. desember á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn
30. desember kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
.
Ragnar Þorláksson Katrín Kristbjörnsdóttir
Hólmar Eyfjörð Hreggviðsson Kristjana Júlíusdóttir
Veiga Eyfjörð Hreggviðsdóttir Baldvin Reyr Gunnarsson
Halldór Ingi Hansson Sigríður Gunnarsdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir,
tengdamóðir, amma og systir,
ANNA LILJA SIGURÐARDÓTTIR,
Aðalstræti 24,
Ísafirði,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Ísafirði þriðjudaginn 16. desember, verður
jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn
27. desember kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu
minnast hennar er bent á kvennadeild Slysavarnarfélagsins
á Ísafirði.
Erlingur Tryggvason,
Helga Sólveig Jensdóttir,
Reynir Erlingsson,
Sigurður Jóhann Erlingsson, Ragnhildur Einarsdóttir,
Sólveig Erlingsdóttir, Halldór Karl Valsson,
barnabörn og systkini hinar látnu.
MARTEINN BRYNJÓLFUR
SIGURÐSSON
vélstjóri,
Klapparstíg 4, Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann
14. desember síðastliðinn. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
.
Jón Haraldsson, Guðrún Ólafsdóttir,
Rúnar Marteinsson, Bergþóra Káradóttir,
Björn Marteinsson
Sigurður G. Marteinsson, Guðfinna Eyjólfsdóttir,
Guðbjörg S. Marteinsdóttir, Hermann Jakobsson
og afkomendur.