Morgunblaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014
✝ Óskar Hjart-arson fæddist
29. ágúst 1927 í
Vestmannaeyjum.
Hann lést á hjarta-
deild Landspítalans
við Hringbraut 15.
desember 2014.
Foreldrar hans
voru Hjörtur
Magnús Hjartarson
bóndi, frá Miðey í
Landeyjum, f. 7.8.
1893, d. 8.10. 1978, og Sólveig
Kristjana Hróbjartsdóttir hús-
móðir, frá Eyrarbakka, f. 28.10.
1902, d. 15.10. 1993. Óskar ólst
upp í foreldrahúsum í Hellis-
holti, Vestmannaeyjum. Börn
Hjartar og Sólveigar voru sjö,
þau Hjörtur Kristinn, f. 1921, d.
2012, Klara, f. 1924, d. 2013,
Marta, f. 1926, þá Óskar, f.
1927, María, f. 1928, d. 1951,
Aðalheiður, f. 1930, d. 2012, og
Hafsteinn, f. 1932.
Óskar giftist 1950 Ruth
Kristjánsdóttur verkstjóra frá
Vopnafirði, f. 31. ágúst 1930, d.
3. mars 2010. Þau eignuðust
tvær dætur, ættleiddar: 1) Sig-
urborg hjúkrunarfræðingur,
búsett í Noregi, f. 1955, í sam-
búð með Helmut Wilke. 2) Ólöf
Sesselja sellóleikari, f. 1954, gift
norður) eða vaxtarrækt-
artækjum í Gáska. Hann var
sannkallaður þúsundþjala-
smiður. Hann starfaði áður sem
sendibílstjóri í Reykjavík;
keyrði hann m.a. fyrir Kidda-
búðirnar og Heildverslun
Björgvins Schram sem fastur
bílstjóri, ók hljómsveitum á böll
um allar trissur og leikurum um
landið með leiksýningar. Óskar
hafði mjög fallega söngrödd og
hafði numið söng í Hafnarfirði
þar sem hann vann í tvö ár og
við trompetleik á Selfossi.
Óskar og Ruth bjuggu fyrstu
árin saman á Selfossi og í
Vestmannaeyjum en í Reykjavík
frá því um 1955. Þau fluttu úr
leiguíbúðinni á Hofteignum
1966 í nýbyggt hús sitt við Sæ-
viðarsund sem þau byggðu með
samhentu átaki vina og ætt-
ingja. Gróðuráhuginn kviknaði
hjá þeim er þau græddu upp
nýju lóðina í Sæviðarsundinu
með fjölmörgum tegundum
blóma og trjáa. Um 1990 hófu
Óskar og Ruth síðan metn-
aðarfullt ræktunarstarf sitt í
Ölfusinu. Þar áttu þau sínar
bestu stundir, voru samstiga og
óþreytandi við að gróðursetja
og annast gróðurinn. Óskar bjó
á heimili sínu í Sæviðarsundi til
morguns þess dags er hann lést.
Útför Óskars fer fram frá
Fossvogskirkju í Reykjavík í
dag, 22. desember 2014, kl. 13.
Árna Árnasyni
grunnskólakenn-
ara, f. 1951. Dætur
þeirra eru Hrafn-
hildur, f. 1985,
Arngunnur, f.
1987, í sambúð með
Birni Leó Brynj-
arssyni, og Val-
gerður, f. 1991, í
sambúð með Leifi
Eiríkssyni. Sonur
Árna er Hrafn, f.
1972, í sambúð með Önnu Lóu
Aradóttur. Sonur þeirra er
Hrafn Hafstað, f. 2009.
Óskar átti góð æskuár í Eyj-
um. Hann hafði yndi af dýrum,
átti kanínur, dúfur og allt að 60
ær. Hann eignaðist mótorhjól
og bíl nokkrum árum áður en
hann hafði réttindi til að aka
honum, vann á jarðýtu, fór til
sjós, seig í björg og keyrði fyrir
útgerð Helga Ben. Eftir að Ósk-
ar flutti á „fasta landið“ 19 ára
gamall starfaði hann við við-
gerðir á hvers kyns vélum og
tækjum, aðallega ökutækjum,
en hann var að mestu sjálf-
lærður. Hann hafði einstakt lag
á að leysa tæknileg vandamál,
hvort sem kæmu þau upp í bíl-
um, verksmiðjuvélum Sjó-
klæðagerðarinnar (síðar 66°
Ég hitti Óskar Hjartarson
tengdaföður minn seinast á mánu-
daginn var á Hjartagátt Landspít-
alans á þröngri stofu í kjallaranum
þar sem hann lá ásamt fjórum eða
fimm öðrum hjartasjúklingum,
flestir tengdir pípandi tækjum
með snúrum og nemum, þröngt á
milli rúmanna svo varla var hægt
að koma stól fyrir til að setjast á
án þess að valda næsta sjúklingi
ónæði. Hafi verið gluggi á stofunni
hefur hann verið það hátt uppi
undir loftinu að ég hef ekki tekið
eftir honum. En Óskar kvartaði
ekki nema hvað honum var kalt og
var hann þó vafinn í teppi undir
sænginni. Það var hvorki að sjá né
heyra á Óskari að hann væri neitt
á förum úr þessum heimi, hann
borðaði vel var skrafhreifinn að
vanda og gerði að gamni sínu. Það
var fallegt blik í augum hans og
fór ég frá honum fullur bjartsýni
um að við, fjölskyldan hans,
myndum halda jólin hátíðleg með
honum á heimili hans í Sæviðar-
sundinu. Tæpum þremur tímum
síðar var hann látinn.
Fyrstu kynni mín af Óskari
voru á heimili þeirra Ruthar
Kristjánsdóttur skömmu eftir að
samband mitt og Ólafar Sesselju
dóttur þeirra hófst. Hann var
áhugasamur um flest, var góður
hlustandi og með afbrigðum minn-
ugur. Það fór strax vel á með okk-
ur og var samband okkar alla tíð
traust og snurðulaust. Óskar gat
verið hrjúfur og snöggur upp á
lagið en undir niðri var góður
drengur sem hafði sterka réttlæt-
iskennd og djúpa samúð með þeim
sem erfitt eiga uppdráttar.
Bílskúrinn var ríki hans og
starfsvettvangur um áratuga
skeið. Þar gerði hann við bíla og
hvers kyns vélar, smíðaði hluti
sem vantaði í tæki og tól svo þau
mættu virka sem skyldi. Þarna
var hann á sínum heimavelli og
þurfti maður ekki lengi að fylgjast
með honum til að sjá að þar fór
maður sem hafði eðlislægar gáfur
á sviði véla og mótora. Óskar
hannaði og smíðaði haganlegar
kerrur, tók gamla traktora í frum-
parta og setti þá svo saman aftur.
Stundum var eins og sprengju
hefði verið varpað inn í skúrinn og
leist manni hreint ekki á blikuna
þegar maður kom þar að Óskari í
einhverri olíublautri partahrúg-
unni. En fáeinum vikum síðar ók
hann svo skínandi fagurri drátt-
arvél út úr skúrnum, traktor sem
áratugum saman hafði kannski
verið hálfsokkinn í svörðinn úti í
sveit.
Óskar náði áttatíu og sjö ára
aldri. Mér fannst hann aldrei gam-
all og honum fannst það heldur
ekki sjálfum fyrr en undir það síð-
asta. Ég held að hann hafi verið
nokkuð sáttur við sitt lífshlaup.
Hæfileikar hans fengu að njóta sín
í flestu því sem hann tók sér fyrir
hendur. Hann vildi bjarga sér
sjálfur og heilsa hans leyfði það
nánast alla tíð. Þegar hann þurfti
á hjálp annarra að halda gat hann
leitað til margra sem áttu honum
greiða að launa. Í mínum huga er
bjart yfir minningunni um Óskar.
Þar fór ljúfur drengur undir
hrjúfu yfirborði, hjálplegur og
greiðvikinn en nægjusamur.
Hann braust áfram af eigin ramm-
leik, einn af þessum sjálfstæðu og
sjálfmenntuðu mönnum sem finna
hæfileikum sínum farveg.
Ég votta Mörtu, Hafsteini og
öðrum aðstandendum samúð mína
við fráfall Óskars. Megi minning
hans lifa með okkur.
Árni Árnason.
Það er með söknuði og eftirsjá
sem við kveðjum Óskar okkar í
dag en einnig með kæru þakklæti
fyrir alla hans ástúð við okkur og
börnin okkar.
Óskar var eiginmaður Ruthar
móðursystur minnar sem lést 3.
mars 2010. Það var Óskari mikill
harmur að missa eiginkonu sína
en þau voru mjög samrýnd hjón.
Ung að árum byggðu þau sér
fallegt hús í Sæviðarsundi 100 og
garðinn ræktuðu þau með glæsi-
brag enda sameiginlegur áhugi
þeirra á gróðri og garðrækt.
Óskar var handlaginn maður og
allt virtist leika í höndunum á hon-
um – en lengst af vann hann við
bifvélavirkjun.
Sönn vinátta og kærleikur ríkti
ávallt milli okkar og var eins og
þarna ættum við annan pabba og
börnin okkar annan afa. Það er
gaman að rifja það upp hvað hann
gladdi börnin með handverki sínu
eins og rugguhesti, kassabíl og
margt fleira sem hann útbjó og
kom með.
Hjálpsemi var Óskari í blóð
borin og alltaf var hann reiðubú-
inn ef hann vissi að hann gæti orð-
ið að liði. Hann var ekki fé-
lagslyndur út í frá en yndislegur
heim að sækja.
Óskar dáði dætur sínar þær
Sísí og Systu, tengdasoninn og
afastelpurnar sem hann var afar
stoltur af. Það er aðdáunarvert
hvað þau hafa öll hugsað vel um
Óskar og var það honum mikill
styrkur þegar heilsan fór að bila.
Á yngri árum hafði Óskar gam-
an af því að ferðast um landið og
um tíma áttum við saman tjald-
vagn sem við nýttum til skiptis.
Þegar ferðalögum fækkaði var
smíðað fallegt sumarhús í Ölfus-
inu – sem síðar var selt en fljótlega
útbúið annað lítið hús með stóru
landi þar sem þau hjónin höfðu
landrými til ræktunar og var
hreint ótrúlegt hvað allt óx í hönd-
unum á þeim.
Núna seinni árin var gaman að
fylgjast með áhuga Óskars á
íþróttum ýmiss konar og sérstak-
lega fótboltanum en hann varð að
passa sig að æsa sig ekki um of yf-
ir þessum leikjum.
Minninguna um yndislegan
mann munum við varðveita í
hjörtum okkar og við vitum að vel
verður tekið á móti Óskari.
Innilegar samúðarkveðjur til
Sísíar, Systu, Árna, Hrafnhildar,
Arngunnar og Valgerðar.
Ó, virstu, góði Guð, þann frið,
sem gleðin heims ei jafnast við,
í allra sálir senda,
og loks á himni lát oss fá
að lifa jólagleði þá,
sem tekur aldrei enda
(Helgi Hálfdánarson)
Esther og Sigurður (Siggi).
Elsku Óskar afi okkar er far-
inn. Um leið og við finnum fyrir
djúpri sorg og söknuði erum við
fullar þakklætis fyrir að hafa
þekkt hann og átt hann að þennan
tíma. Það var sönn gæfa að eiga
afa enn að þegar við vorum orðnar
nokkurn veginn fullorðnar og geta
þar af leiðandi kynnst honum enn
betur, átt hann að félaga og boðið
honum heim í kaffi eftir að hafa
svo oft þegið veitingar hjá afa og
ömmu í Sæviðarsundi. Afi var
sannur félagi. Hann fylgdist vel
með því sem fram fór í lífi okkar
og sýndi okkur áhuga og um-
hyggju. Samveran með honum við
eldhúsborðið var innileg og sam-
ræðurnar ávallt innihaldsríkar,
hvort sem skeggrætt var um þjóð-
málin, sem aldrei fóru fram hjá
hans réttsýna auga, hlýtt á ævin-
týralegar frásagnir af æskuárum
afa í Vestmannaeyjum eða hlegið
að frumlegum bröndurum hans.
Það var hægt að líta upp til afa
á marga vegu. Til dæmis fyrir það
hvað hann var iðinn, hjálpsamur
og nægjusamur. Hann átti nóg af
verkfærum, tækjum og tólum inni
í bílskúr til að hjálpa hverjum
þeim sem óskaði aðstoðar hans við
bílaviðgerðir eða smíði hvers kon-
ar. Hann hreykti sér ekki og
hjálpin var alltaf sjálfsögð. Og afi
hafði ríka og sanna réttlætis-
kennd. Hann sýndi fólki virðingu
og var einstakur dýravinur. Hann
átti fjölmargar kanínur, kindur og
jafnvel dúfur sem strákur í Vest-
mannaeyjum. Honum þótti ein-
staklega vænt um fuglana í garð-
inum í Sæviðarsundi og til marks
um það var að einhvern tíma blés
hann lífi í fugla sem höfðu rotast
við að fljúga á stofugluggann. Á
seinni árum lagði afi sig fram við
að hugsa vel um heilsuna og sýndi
þannig virðingu því lífi sem honum
var gefið.
Síðustu árin dáðumst við ekki
síst að því hvað afi var opinn og
lærdómsfús. Einn daginn hafði
hann lært að búa sér til heilsu-
drykk úr grænmeti. Annan dag
var hann orðinn baráttumaður
fyrir réttindum minnihlutahópa
sem hann kannski hafði ekki vitað
af áður. Og á níræðisaldri lærði
hann á tölvu. Þrátt fyrir dvínandi
heilsu hafði hann allt til enda lífs-
kraft og gleði.
Afi var einstakur karakter og
eins og einhver sagði við fráfall
hans þá skilja stórir karakterar
eftir sig mikið skarð. Söknuður
okkar er mikill. Um leið óskum við
þess að mega læra af afa og þann-
ig halda minningu hans lifandi.
Arngunnur, Hrafnhildur og
Valgerður.
Óskar Hjartarson
✝ Páll Þór-arinsson fædd-
ist í Þrúðvangi 26 á
Hellu 10. nóvember
1957. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu 12. des-
ember 2014.
Foreldrar hans
voru Ingibjörg
Soffía Einarsdóttir,
f. 2.11. 1929, d. 3.2.
2003, og Þórarinn
Pálsson, f. 22.10. 1917, d. 10.12.
1993. Systkini hans eru Margrét
Erna, f. 30.10. 1950, Sigrún, f.
15.6. 1952, Þorsteinn Ingi, f.
24.10. 1953, Aðalheiður, f. 10.5.
1955, Katrín, f. 1.7. 1956, Stein-
ar, f. 5.2. 1964, og Sigríður
Linda, f. 6.2. 1973. Eiginkona
hans var Ragnhildur Hafdís
Guðmundsdóttir, f. 28.12. 1966,
d. 13.6. 1998. Þau láta eftir sig
þrjá syni, þá Inga Hrafn, f.
10.11. 1990, Þórarin Árna, f.
24.1. 1992, og Jón
Guðmann, f. 6.5.
1995. Einnig lætur
Páll eftir sig son,
Guðmund Líndal, f.
27.4. 1977, eig-
inkona hans er
Ingibjörg Anna
Björnsdóttir, börn
þeirra eru: Krist-
ófer Daði Líndal, f.
1.4. 2003, Gabríel
Leó Líndal, f. 23.7.
2009, Ísabella Rós, f. 13.8. 2010,
og Sigursteinn Ísak Líndal, f.
10.3. 2014, og dóttur, Hönnu
Láru, f. 28.1. 1983, dóttir henn-
ar er Helena Marý Óðinsdóttir,
f. 4.4. 2012. Eftirlifandi unnusta
Páls er Ásta Sveinbjörnsdóttir,
f. 3.2. 1956, á hún fjögur börn og
fimm barnabörn. Lengst af
starfaði hann hjá Icelandair.
Útför Páls fer fram frá Ár-
bæjarkirkju í dag, 22. desember
2014, og hefst athöfnin kl. 13.
Pabbar eru hetjur, pabbar eru
alltaf til staðar, eru alltaf til í að
hjálpa manni og geta reddað nán-
ast öllu og var pabbi minn einmitt
þannig. Ég gat alltaf talað við
hann ef ég lenti í einhverju ves-
eni, til dæmis ef við komumst ekki
inn í bílinn því læsingin var frosin
eða ef ég villtist og vantaði leið-
beiningar. Ég var næstum farinn
að hringja í þig um daginn þegar
við festum bílinn. Pabbi minn
hugsaði líka um aðra en sjálfan
sig sem vitnisburð um það má
nefna að hann keypti húsbíl til
þess að þurfa ekki að tjalda en
samt var hann byrjaður að hjálpa
öllum öðrum að tjalda um leið og
hann var búinn að stilla sínu upp.
Pabbar eru hetjur, pabbi minn
var allavega hetjan mín.
Hver vegur að heiman er veg-
ur heim.
Jón Guðmann Pálsson.
Elsku pabbi, ég man eftir öll-
um stundum sem við vorum sam-
an og þá sérstaklega eftir öllum
útilegunum sem við fórum í hvert
einasta sumar þar sem við ferð-
uðumst út um allt land og skoð-
uðum okkur um, ég hlakkaði allt-
af til að leggja strax af stað eftir
vinnu og keyra upp í sveit með
tónlistina í tækinu. Ég man eftir
því þegar við vorum að basla við
að setja upp gamla Trigano-vagn-
inn sem við áttum og við litlir
peyjar að reyna að hjálpa til við
að tjalda og svo man ég einn dag-
inn þegar þú sóttir okkur á Eyr-
arbakka til ömmu lang, þá hafðir
þú keypt fellihýsi og ég man svo
vel hvað mér fannst það alveg
rosalega magnað og ég sá hvað þú
varst stoltur af nýju kaupunum.
Eftir nokkur ár með fellihýsið í
eftirdragi þá var komið að því að
kaupa húsbíl og eftir langa leit að
einum slíkum fundum við
draumabílinn í Borgarnesi og var
hann keyptur á staðnum og var
mikið notaður. Allar útilegur með
þér voru bæði skemmtilegar og
fróðlegar. Einnig eru mér minni-
stæðar þær stundir sem við gát-
um spjallað saman um daginn og
veginn og allar þær stundir sem
þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa
til, sama hvað bjátaði á, og alltaf
settirðu okkur bræðurna í fyrsta
sæti. Það var greinilegt að þú
vildir allt fyrir okkur gera og þú
passaðir alltaf að okkur liði vel.
Elsku pabbi, ég mun ekki aðeins
muna eftir þér sem föður heldur
líka sem mjög góðum vin og mikl-
um félaga en nú þegar þú varst
tekinn frá okkur allt of snemma
þá er mikið farið og eftir situr
skarð sem erfitt verður að fylla og
ég þakka fyrir allar þær minning-
ar sem við gátum búið til saman.
Þú munt ávallt eiga vísan stað í
hjarta mínu og eflaust margra
annarra.
Minning þín er ljós sem lifir.
Með miklum söknuði. Þinn sonur,
Ingi Hrafn Pálsson.
Stundum getur lífið verið svo
hræðilega ósanngjarnt. Þegar ég
sit og reyni að koma orðum á blað
til að kveðja Palla þá er erfitt að
orða hlutina. Það streymir fram
sorg en einnig góðar minningar.
Palli var ekki mikið fyrir að
flækja hlutina og nennti ekki
neinu veseni. Hann var ávallt með
allt sitt á hreinu og var ávallt tím-
anlega í öllu, hvort sem það var að
mæta í afmæli eða græja hlutina.
Palli hafði ekki mikinn pening á
milli handanna en gat samt gert
allt sem þurfti til að gleðja fjöl-
skylduna.
Þær eru ófáar útilegurnar sem
ég hef farið í með Palla, það var
alveg sama hverju maður
gleymdi, Palli reddaði því. Hann
hugsaði vel um strákana sína en
vildi ekki hrós fyrir. Þegar það
barst í tal að fólki fyndist hann
duglegur að vera ekkill með þrjá
unga drengi var svarið ávallt:
„Hvað annað átti ég að gera?“
Föðurhlutverkið var sjálfsagt.
Hann elskaði íslenska tónlist
og landið sitt. Hann naut þess að
ferðast um það. Þegar fólk hugs-
ar til Palla þá hugsar það um
Palla í útilegu. Snjó var varla far-
ið að leysa þegar Palli var farinn í
útilegu.
Elsku Palli minn, þín verður
sárt saknað.
Dagný Hrund.
Elsku Palli. Það er sárt til þess
að hugsa að þú sért farinn frá
okkur, farinn frá peyjunum þín-
um sem þú lifðir fyrir og hugsaðir
svo vel um alla tíð. Þú hefur skilið
eftir þig frábæra stráka sem allir
eru svo flottir og ótrúlega dugleg-
ir, þú átt hrós skilið fyrir að hafa
staðið vaktina einn í öll þessi ár
eftir að Hafdís okkar dó.
Mín fyrsta minning um þig er
fyrir utan Fögrubrekkuna á
rauða Bronco-jeppanum, frekar
svalur að sækja systur mína þeg-
ar þið voruð að byrja saman. Mér
er líka minnisstætt þegar ég var
12 ára, í vist á Reyðarfirði, og þú
komst með flugvélinni til Egils-
staða að sækja mig, mikið var ég
ánægð að sjá þig, ég fékk meira
að segja að vera í flugstjórnar-
klefanum á heimleiðinni, það var
ekki á allra valdi.
Útilegur voru þínar ær og kýr
og varst þú þá maðurinn sem var
alltaf langbest útbúinn og með
allar græjur og allt til alls. Þú
varst líka alltaf boðinn og búinn
að hjálpa öðrum hvort sem það
var með mat, kaffi, fatnað, að
tjalda eða taka saman, þú sem
fékkst þér húsbíl til þess að þurfa
ekki að standa í þessu veseni. Og
ekki má gleyma því að þú varst
maðurinn sem hélst uppi stuðinu
með íslenskri tónlist og almennri
skemmtun.
Ég er þakklát fyrir að þú
fékkst að kynnast Ástu og eiga
með henni nokkur góð ár þar sem
þið nutuð lífsins saman, þau hefðu
þó mátt vera mun fleiri. Þú hefðir
líka eflaust viljað fylgjast með
börnum og barnabörnum vaxa úr
grasi því þú varst svo barngóður,
góður pabbi og afi.
Elsku Palli, takk fyrir allt. Við
pössum peyjana þína fyrir þig.
Þín mágkona,
Signý Hlíf.
Elsku pabbi minn, á svona
stundu er margt sem flýgur í
gegnum hugann. Margar góðar
minningar um stundir sem við
áttum saman og í kjölfarið ótal
blendnar tilfinningar á borð við
gleði, væntumþykju, söknuð og
sorg og er baráttan við tárin í
þessu tilfelli algjörlega óumflýj-
anleg og ósigrandi. Ég læt hér
fylgja textann við lagið Í fjar-
lægð, sem mér þykir ákaflega fal-
legt og eiga vel við.
Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur,
og fagrar vonir tengir líf mitt við.
Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar,
er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég
hjá.
Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á?
Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber?
Þú fagra minning eftir skildir eina,
sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er.
(Valdimar Hólm Hallstað)
Þín verður sárt saknað, elsku
pabbi, megir þú hvíla í friði og
blessuð sé minning þín.
Hanna Lára Pálsdóttir.
Það er margs að minnast og
miklar gleðistundir sem við áttum
saman, þá sérstaklega á ferðalög-
um okkar um landið. Krafturinn
sem frá þér kom var hreint ótrú-
legur og alltaf stóðst þú á bak við
mig og bræður eins og klettur og
reyndir að gera það besta sem þú
gast fyrir okkur hverju sinni þótt
oft á tíðum hafi ekki verið úr
miklu að moða. Alltaf varst þú
tilbúinn að rétta hverjum sem var
hjálparhönd og sýndir vilja í verki
hvar sem var. Með hjarta fullt af
kærleik mættir þú hversdagsleik-
anum og komst fram af virðingu
og vinsemd jafnt við dýr og menn.
Margt má læra af afrekum þínum
og gott að hafa sem veganesti í
framtíðina þegar maður sjálfur
tekst á við raunveruleikann sem
við vitum báðir að getur verið
kaldur. Þú bjóst yfir ógleyman-
legum dugnaði og sýndir að ekk-
ert er óyfirstíganlegt. Ég þakka
fyrir góðar stundir, þú varst minn
besti vinur elsku pabbi.
Þórarinn Árni Pálsson.
Páll Þórarinsson