Morgunblaðið - 22.12.2014, Síða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014
✝ Guðrún Sig-urðardóttir var
fædd á Skúms-
stöðum á Eyr-
arbakka, 24. júlí
1917. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Skógarbæ
mánudaginn 8. des-
ember 2014. For-
eldrar hennar voru
Sigurður Sigurðs-
son verkamaður, f.
1868, að Nethömrum í Árnes-
sýslu, d. 1937 og Sigríður Guð-
mundsdóttir, húsmóðir, f. 1876,
á Flóagafli í Árnessýslu, d.
1950. Systir Guðrúnar var Þór-
dís Sigurðardóttir, f. 1914 í
Brennu á Eyrarbakka, d. 1996,
maki Einar Ágúst Jónsson,
bóndi og vegaverkstjóri, f. 1900,
d. 1969. Börn þeirra: Jón Helgi,
Sigríður Björk og Helga Ásdís,
rúnu Maríu, Grétu Rún, Heið-
dísi Þóru og Írisi Dóru.
Barnabörnin eru 6. Faðir
Snorra var Tómas Bergur
Snorrason, f. 1907. d. 1970. 4)
Margrét Sigríður Halldórs-
dóttir. Faðir: Halldór Vigfús-
son, f. 1910, d. 1990.
Guðrún flutti ung að árum
með foreldrum sínum frá Eyr-
arbakka að Ytri-Þurá í Ölfusi
og stundaði hefðbundið barna-
skólanám í Ölfusinu. Síðar fór
hún í húsmæðranám. Um 1940
fluttu Guðrún og móðir hennar
aftur til Eyrarbakka og bjó
Guðrún þar til ársins 1958 en þá
hóf hún sambúð í Reykjavík
með verðandi eiginmanni sínum
Halldóri Vigfússyni, búfræðingi
og rafvirkjameistara. Þau
byggðu sér hús í Kópavogi og
fluttu þangað árið 1959. Halldór
og Guðrún giftu sig 28. desem-
ber 1969. Guðrún vann ýmis
störf utan heimilis, en lengst af
við fiskvinnslu.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Bústaðakirkju, í dag, 22. desem-
ber 2014, og hefst athöfnin kl.
13.
d. 2012. Guðrún
eignaðist 4 börn.
Þau eru: 1) Sigrún
Alda Mich-
aelsdóttir, gift Guð-
jóni Ágústssyni.
Þau eiga 3 börn:
Guðrúnu Rögnu,
Ágúst og Halldór.
Barnabörnin eru 9
og barnabarnabarn
1. 2) Bragi Mich-
aelsson, kvæntur
Auði Ingólfsdóttur. Þau eiga 5
syni: Ágúst Þór, Ingólf, Rúnar
Már, Jón Yngvar og Gísla Örn.
Barnabörnin eru 10 og barna-
barnabörnin 3. Faðir Sigrúnar
Öldu og Braga er Michael Guð-
varðarson, f. 1924. Guðrún og
Michael slitu samvistum. 3)
Snorri Guðlaugur Tómasson,
kvæntur Jónu Björgu Jóns-
dóttur. Þau eiga 4 dætur: Ey-
Í dag kveð ég mína ástkæru
móður, Guðrúnu Sigurðardóttur,
97 ára að aldri. Hún á að baki
langa og að mörgu leyti erfiða
ævi.
Þegar mamma var ung að ár-
um veiktist faðir hennar Sigurð-
ur alvarlega og gat ekki upp frá
því stundað erfiða verkamanna-
vinnu. Vegna veikinda og erf-
iðleika hjá fjölskyldunni flutti
mamma frá Eyrarbakka, sem
hún unni mjög, að Ytri-Þurá í
Ölfusi, þar sem hún bjó með for-
eldrum sínum og gekk þar í
barnaskóla. Ung að árum fór
hún að hjálpa til og vann við ým-
is sveitastörf en lengst af í
kaupavinnu á Þóroddsstöðum í
Ölfusi. Eftir að faðir hennar lést
fluttu þær mæðgur aftur á Eyr-
arbakka og bjuggu á Háeyri.
Þegar amma mín Sigríður lést, í
mars 1950, stóð mamma ein uppi
með okkur, mig og Sigrúnu Öldu
systur, sem án efa hefur ekki
verið auðvelt á þeim árum. At-
vinnutækifæri voru fá á Eyrar-
bakka en hún vann við fisk-
vinnslu og netahnýtingar fyrir
Hampiðjuna. Netin gat hún
hnýtt heima og ég var ekki gam-
all þegar ég fór að setja garnið í
nálarnar, sem svo voru nefndar,
og notaðar voru við að hnýta
netin. Þegar ég var 8 ára var
ákveðið að ég færi til sumardval-
ar til Þórdísar móðursystur
minnar en hjá henni dvaldi ég að
mestu leyti til 18 ára aldurs.
Þessi ákvörðun var mömmu ekki
auðveld en eftir að Snorri bróðir
fæddist vorum við systkinin orð-
in þrjú og ekki var auðvelt fyrir
hana að vinna úti frá þremur
börnum. Mamma var ráðskona í
Reykjavík í eitt ár 1955-1956 og
kynntist þá eiginmanni sínum
Halldóri Vigfússyni, búfræðingi
og rafvirkjameistara, og með
honum átti hún yngri systur
mína Margréti Sigríði. Halldór
og mamma ákváðu að byggja sér
einbýlishús í landi Meltungu í
Kópavogi, sem í dag er staðsett
við Fossvogsbrún 6. Þau fluttu í
húsið árið 1959 og átti mamma
heimili á þessum stað þar til yfir
lauk. Það var mömmu mikils
virði að eignast þetta heimili og
geta ræktað sinn garð með kart-
öflum, rabarbara, trjágróðri og
blómum. Á þessum árum vann
móðir mín í fiskvinnslu hjá ýms-
um fyrirtækjum, s.s Ísbirninum,
Bæjarútgerð Reykjavíkur, Sjó-
fangi og Barðanum þar sem hún
var verkstjóri. Hún lauk starfs-
ævinni hjá Síldarréttum í Kópa-
vogi á 75. aldursári. Á atvinnu-
leysisárunum 1967-1969 hikaði
mamma ekki við að fara í síld-
arsöltun á haustin til Seyðis-
fjarðar til að leggja sitt af mörk-
um. „Að gefast upp“ var ekki til í
orðaforða mömmu. Hún vildi og
ætlaði að bjarga sér hvað sem
hver segði. Eftir að við systkinin
fórum að eignast okkar eigin
börn var hún iðulega kölluð
„Gunna amma“ og var hún í
miklu uppáhaldi hjá þeim.
Mamma var félagslynd og hafði
gaman af dansi, ferðalögum og
spilamennsku. Margoft fór ég
með henni á spilakvöld og þá
mátti ekki sleppa Varðarspila-
kvöldinu um áramót og ekki
spilakvöldum Sjálfstæðisfélag-
anna í Kópavogi. Frá því Hall-
dór lést 1990 hafa mamma og
Margrét systir búið saman. Mar-
grét sýndi mömmu mikla alúð og
umhyggju þegar heilsu hennar
fór að hraka. Fyrir það ber að
þakka. Nú hefur mamma fengið
hvíldina. Góði guð mun vernda
hana um ókomna tíð. Far þú í
friði, friður guðs þig verndi,
elsku mamma.
Bragi Michaelsson.
Í dag kveð ég móður mína.
Það fylgir því sár söknuður að
sjá ekki blíða brosið hennar,
finna ylinn sem streymdi frá
henni og hlusta á hlýlegu orðin
hennar. Hún var einstök móðir,
ósérhlífin, hjálpsöm og gjafmild.
Elsku mamma mín.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Sigrún Alda Michaelsdóttir.
Elsku amma. Það er erfitt að
hugsa til þess að þú sért farin.
Við eyddum miklum tíma saman,
brölluðum ýmislegt og alltaf var
glatt á hjalla. Margar minningar
vakna. Það var eins og að vera í
sveit að vera hjá þér í þessu
sveitalega umhverfi þar sem
voru kýr, hestar, kindur o.fl. Þú
varst svo mikið fyrir okkur
barnabörnin, kenndir okkur svo
margt og leyfðir okkur að vera
með í öllu, sama hvað var í
gangi, hvort sem það var bakst-
ur, sláturgerð, ræktun, sultu-
gerð, handavinna, garðvinna eða
eitthvað annað. Þú varst alltaf að
og við vorum þátttakendur. Þú
varst gestrisin, vildir hafa sem
flesta í kringum þig og við
krakkarnir nutum góðs af því.
Við vorum margar stundirnar
hjá þér og þú kenndir okkur að
vinna. Mér er minnisstæður tím-
inn, þegar ég fékk vinnu sem
unglingur í frystihúsinu Barðan-
um. Þú naust þín vel með unga
fólkinu, enda eilífðarunglingur
sjálf og varst vel liðin sem verk-
stjóri. Bolluvandagerðin stóð
upp úr. Þegar mest lét bjuggum
við til þúsundir vanda og seldum
í búðir bæjarins. Þessar sam-
verustundir eru mér dýrmætar.
Þú varst mikil hannyrðakona og
voru þær ófáar lopapeysurnar,
vettlingarnir og sokkarnir sem
þú prjónaðir á okkur og á met-
tíma. Það var svo mikil orka í
þér, tókst bílpróf fimmtug,
keyptir þér sjálf bíl og sóttir
okkur og keyrðir.
Þér þótti gaman að ferðast,
hvort sem var innanlands eða ut-
an. Við ferðuðumst með þér um
landið sem börn og þú varst svo
fróð um landið og sögu þess. Þú
naust þess að fara utan og þótt
þú værir komin á níræðisaldur
léstu það ekki aftra þér að fara á
vit ævintýranna. Þú heimsóttir
mig og fjölskyldu mína til Dan-
merkur 83 ára og slóst aldrei
slöku við.
Ég tel það hafa verið mikil
forréttindi að eiga þig sem
ömmu. Þú varst besta amma í
heiminum, góð, örlát og
skemmtileg og fórst stundum
með ljóð fyrir okkur sem voru
aðeins fyrir fullorðna. Það þótti
öllum vænt um þig. Ég kveð þig
amma mín með miklum söknuði
og þakka þér fyrir mig.
Ágúst Guðjónsson.
Nú er yndislega amma mín
fallin frá. Með miklum söknuði
kveð ég hana. Nánast daglega
allt mitt líf hef ég notið nærveru
hennar og gleði. Ósjaldan sagði
ég því setningarnar; er hjá
ömmu, er að fara til ömmu eða
var hjá ömmu. Ég hafði ákveðna
sérstöðu sem fyrsta barnabarnið
og stoltið leyndi sér ekki hjá
henni að eiga mig sem nöfnu.
Barnabörnunum fjölgaði hratt
og fjórum árum eftir fæðingu
mína höfðu fimm fjörugir dreng-
ir bæst í hópinn. Næstu árin
bættust svo við sex önnur barna-
börn. Hún var mikið fyrir okkur
öll og allir fengu að upplifa sig
sérstaka hjá henni. Jafnræðið
var algjört og enginn skilinn út-
undan. Ánægðust var amma
þegar við gátum sem flest verið
hjá henni. Minningar um ilminn
af heitum kakódrykkjum, nota-
legum kvöldstundum, lestri æv-
intýrabóka og kvöldbæna vakna
í huga mínum eins og allt þetta
hafi gerst í gær.
Það má segja að þegar við
dvöldum hjá ömmu værum við í
sveit. Til fjölda ára var í næsta
nágrenni við hana bóndabærinn
Meltunga. Lömb fæddust þar úti
í móa. Kýr villtust inn á lóð.
Hestar komu í heimsókn og við
færðum þeim brauð að éta.
Amma hafði gott lag á börn-
um og hvatti okkur til dáða og
allir fengu að taka þátt í því sem
hún var að gera hverju sinni.
Litlar hendur aðstoðuðu við
kleinugerð, pönnukökur og ann-
an bakstur. Í okkar augum var
hún töfrakonu líkust. Lítil fræ
urðu að stjúpum og hádegis-
blómum að vori. Nokkrar
skrýtnar kartöflur settar í mold
urðu að mörgum fallegum kart-
öflum á haustin. Rabarbari, rifs-
ber, krækiber og bláber urðu að
sultum eða graut.
Hún var mikil prjónakona og
prjónaði sokka, vettlinga, húfur
og lopapeysur sem ýmist var
gefið eða farið með í verslanir til
sölu. Auðvitað fengu allar litlar
hendur að prjóna og hjálpa til.
Jafnframt hjálpuðu margir við
að búa til með henni litríku
Ömmu-bolluvendina sem fóru í
verslanir til sölu.
Hún átti sér ávallt drauma
sem hún kepptist við að láta
rætast. Fimmtug tók hún öku-
próf og í framhaldinu keypti hún
sinn fyrsta bíl. Í sína fyrstu ut-
anlandsferð fór hún 59 ára og
eftir það var farið í ýmsar er-
lendar skemmtiferðir. Ensku
lærði hún í gegnum bréfaskóla.
Hún ferðaðist mikið um náttúru
landsins og fékk ég að fara með í
fjöldamargar Varðarferðir. Hún
hafði gaman af því að ráða
myndagátur, krossgátur, spila á
spilakvöldum og fara á bingó-
kvöld. Oftar en ekki áskotnaðist
henni vinningur.
Með fáum orðum er hægt að
segja að amma hafi verið
„AMMAN“ með stórum stöfum.
Hún hélt vel utan um sitt fólk og
vildi allt fyrir alla gera. „Allt
mitt er þitt“ sagði hún margoft
við mig og aðra. Ótal oft sagði
hún frá því þegar sonur minn
Kristófer sagði við hana eitt
sinn: „Amma! Þú ert svo góð.
Við alla.“ Amma verður ávallt
fyrirmynd mín í svo mörgu, t.d.
hvernig eigi að koma fram við
börn, að eiga sér drauma og
keppast við að láta þá rætast.
Minningin um dugnað hennar,
kraft og lífsgleði verður ávallt
geymd í hjarta mínu. Hún var
svo stolt af okkur öllum og ég er
afar stolt og þakklát fyrir það að
hafa átt hana sem ömmu.
Guðrún Ragna Guðjóns-
dóttir.
Í dag kveð ég Gunnu ömmu,
vinkonu mína og langömmu
drengjanna minna. Gunna amma
var stórbrotin kona sem var ein
af mínum fyrirmyndum. Hún
lifði tímanna tvenna, var mikil
baráttukona og skildi mikið eftir
sig.
Það var alltaf gott að heim-
sækja hana. Allir alltaf velkomn-
ir á hvaða tíma sem var. Strák-
arnir mínir nutu þeirra
forréttinda að mega koma þegar
þeir vildu. Hjá Gunnu ömmu og
Möggu fengu þeir uppeldi og
ástúð sem þeir búa að alla ævi.
Bakstur, handavinna, músaveið-
ar, eða hvað sem þeim datt í
hug, allt fengu þeir að gera og
ekki amast við neinu.
Gunna amma sagði líka
skemmtilegar sögur, stundum
nokkuð tvíræðar, sem gátu feng-
ið hraustasta fólk til að roðna.
Þá sló hún gjarnan sér á lær og
skellihló. Hún átti einnig auðvelt
með að setja saman vísur og
skellti fram einni og einni þegar
tækifæri gafst.
Hún var skörungur, ráðskona,
kennari og svo mikið meira og
hún kunni að láta sig dreyma.
Allt fram á gamals aldur lét hún
sig dreyma um ferðir og fram-
andi hluti. Mér er minnisstætt
þegar Guðrún, nafna hennar,
sagði eitt sinn: „ Mér finnst svo
frábært, það er alveg sama hve
Gunna amma verður gömul, hún
er alltaf að láta sig dreyma.“
Mér fannst gott að vera minnt á
hversu mikilvægt það er að eiga
sér drauma og þó svo að þeir
rætist ekki allir þá verður lífið
svo mikið meira spennandi.
Ég kveð stórbrotna konu með
þakklæti og söknuði. Hún gaf
mér og mínum mikið.
Agnes.
Elsku amma okkar. Það er
sárt að þurfa að kveðja þig en á
sama tíma erum við þakklátar
fyrir að hafa haft þig hjá okkur í
svona langan tíma. Það er alls
ekki sjálfgefið. Amma var ein-
staklega glöð, örlát, jákvæð og
sterk kona og ekki spurning að
það hafði mikið að segja um það
hversu háum aldri hún náði. Eitt
það fyrsta sem við fengum frá
henni þegar við komum í heim-
sókn var bros og okkur leið allt-
af vel í kringum hana. Amma var
mjög gjafmild og mikil fé-
lagsvera. Hún naut þess að vera
með fólk í kringum sig og átti
því marga góða vini í gegnum líf-
ið. Hún sótti mikið spilakvöld á
sínum efri árum og hún hafði
gaman af því þegar ættingjarnir
og barnabörnin komu í heim-
sókn. Hún var full af lífsgleði og
hafði gaman af að ferðast þegar
hún hafði getu til.
Í hugann kemur margt sem
hægt er að minnast í kringum
ömmu. Við sem eldri erum mun-
um eftir nammiskúffunni góðu,
heilum stafla af pönnukökum,
álfum og álfasteinum í móanum.
Enginn mun gleyma því þegar
húsið var yfirfullt af fallegum
bolluvöndum sem hún bjó til
ásamt Möggu dóttur sinni og
seldi síðan. Barnabörn og barna-
barnabörn fengu slíkan vönd að
gjöf og það var sko góð gjöf.
Amma passaði ætíð upp á það að
afkomendum hennar væri ekki
kalt á veturna því flestir áttu
prjónaða húfu,vettlinga eða
peysu frá henni eða Möggu dótt-
ur hennar. Hún hafði mikinn
húmor og það var oft sem maður
gat hlegið að ýmsu sem amma
sagði og þannig var það fram á
síðustu stundu. Til dæmis eftir
að hún fékk göngugrind gaf
amma henni nafnið „viðhaldið“.
Nýlegt dæmi um ömmu húm-
orista var þegar hún var nýkom-
in á spítala nú í haust og það átti
að fara að hjálpa henni að borða.
Hún hélt nú ekki og sagði að
hún þyrfti ekki hjálp, hún væri
ekki 200 ára heldur aðeins 97
ára. Þegar hún átti afmæli
spurði maður oft „jæja hvað ertu
gömul í dag?“ og hún svaraði að
hún væri mun yngri en hún væri
í rauninni. Þó að amma væri orð-
in öldruð og margt farið að gefa
sig var lífsviljinn greinilega mik-
ill og við urðum aldrei varar við
nokkra uppgjöf hjá henni. Hún
kvartaði aldrei og sagðist alltaf
líða vel. Elsku amma. Það er svo
margt sem þú kenndir okkur
sem við getum nýtt okkur í lífinu
og þá helst þetta frábæra já-
kvæða viðhorf til lífsins og hve
gleðin og bjartsýnin skilar
manni langt. Amma var einstök
kona með stórt hjarta. Við erum
ríkar að hafa átt slíka fyrir-
mynd.
Íris Dóra Snorradóttir, Ey-
rún María Rúnarsdóttir,
Gréta Rún Snorradóttir og
Heiðdís Þóra Snorradóttir.
Nú er komið að kveðjustund
elsku Guðrún, eða Gunna amma
eins og við kölluðum þig alltaf
heima eftir að ég sjálf varð full-
orðin og eignaðist mín börn.
Ég á svo margar ljúfar minn-
ingar um Gunnu ömmu sem ég
hef þekkt alla mína ævi. Um
þriggja ára aldur kynntist ég
Möggu æskuvinkonu minni sem
er dóttir Gunnu ömmu. Fljótlega
varð ég heimalningur á þeirra
heimili og alltaf tekið á móti
manni með ást og umhyggju.
Gunna amma var yndisleg kona,
hjartahlý, alltaf stutt í glens og
gaman og sérlega barngóð. Það
er ekki til það barn sem ekki
vildi vera hjá Gunnu ömmu og
helst gista. Þau eru nú orðin
mörg börnin, barnabörnin og
langömmubörnin sem hún hefur
annast og vafið hlýju og ást.
Hún gaf sér alltaf tíma til að tala
við börnin, brosandi og yfirveg-
uð en ákveðin. Sagði okkur til
um allt milli himins og jarðar, á
milli þess sem pönnukökur og
kleinur voru bakaðar, hún var
sérlega gestrisin kona hún
Gunna amma og það fór enginn
svangur frá henni. Nú þegar jól-
in eru að bresta á minnist ég
skemmtilegu jóladaganna í
gamla daga þegar við, ég,
Magga og Gunna amma, gátum
setið tímunum saman og spilað á
spil, og stundum langt fram á
nótt en spilin voru eitt af áhuga-
málum Gunnu ömmu. Klárari
prjónakona fannst ekki og mikið
var nú gott að eiga góða að þeg-
ar maður var að byrja að læra að
prjóna og lykkjurnar vildu detta
af prjónunum. Marga bíltúrana
og ferðalög fór ég með fjölskyld-
unni og hún var óþreytandi að
segja okkur til um landið og
vekja áhuga okkar á náttúrunni.
Það var svo ótalmargt sem ég
lærði af Gunnu ömmu sem mun
fylgja mér um mína ævi.
Horfin ertu héðan vina kæra
hnigin ertu nú í svefninn væra.
Sofðu vært uns sólin fagra skín
á sælulandi gleðin aldrei dvín.
(Lilja Guðmundsdóttir)
Anna (Systa).
Guðrún
Sigurðardóttir
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð, vináttu og alla þá
ómetanlegu aðstoð sem okkur hefur verið
sýnd vegna andláts og útfarar yndislegs
eiginmanns og föður,
JÓNS GUÐMUNDSSONAR.
Með ósk um gleðileg jól og farsæld á nýju ári
til ykkar allra.
Fríða Ragna, Elfa Rut, Katla Rut og Tinna Rut.
Við kveðjum góð-
an vin í dag. Ná-
granna og hjálpar-
hellu. Alltaf var gott
að leita til þín, sér-
staklega í sambandi við vélar.
Þar varstu snillingur mikill og
hjálpaðir mörgum. Líka var alltaf
Kristján
Ragnarsson
✝ Kristján Ragn-arsson fæddist
27. júní 1930. Hann
lést 24. nóvember
2014. Útför Krist-
jáns fór fram 1.
desember 2014.
gaman að hitta þig
og ykkur hjónin sem
bjugguð í næsta
húsi við okkur og
börnin okkar léku
sér saman. Með
besta þakklæti til
þín segjum við:
Hugurinn verður
hljóður
við hugsum til þessa
manns
vertu guð öllum góður
og gættu ástvina hans.
Sigríður og Kristinn.