Morgunblaðið - 22.12.2014, Qupperneq 32
32 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Samskiptahæfileikar þínir batna
verulega á næstu vikum. Sumt sem þú gerir
til að auka vellíðanina tekur bara nokkrar
mínútur – eins og að lesa eða gera maga-
æfingar.
20. apríl - 20. maí
Naut Nú er rétti tíminn til þess að gera vel
við sjálfan sig og næra líkama og sál. Mundu
bara að fara ekki fram með neinu offorsi,
heldur lagni og tillitssemi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Mundu að sumar spurningar eiga
sér ekki einhlítt svar. Sýndu kjark og leyfðu
hæfileikum þínum að blómstra.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Vertu ekki niðurlútur þótt þér finnist
þú einn á báti með skoðanir þínar. Samtöl
við ættingja og vini eru innileg á þessum
tíma.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Gefðu þér tíma til þess að skoða hlut-
ina í kringum þig. Fólk sem á sér líf ætlast
ekki til að þú sleppir öllu til að falla því í geð.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú munt fá fleiri tækifæri til að afla
peninga á næstunni en um leið færðu líka
fleiri tækifæri til að eyða þeim. Gerðu það
samt því án þess er líf þitt ófullkomið.
23. sept. - 22. okt.
Vog Óþolinmæðin er óvinur þinn. Margs
konar möguleikar blasa við. Gættu þess bara
að halda utan um þína nánustu eins og þeir
gera um þig.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Tilfinningar þínar sýna þér að
hverju þarf að vinna, en ekki sýna tilfinn-
ingar við vinnuna. Vertu með opinn huga
gagnvart framandi hlutum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Óskammfeilinn sjálfsfrömuður
getur kennt þér sitthvað. Að réttu lagi er
þetta þér allt til góðs þótt ekki virðist svo á
yfirborðinu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þér finnst aðrir vilja ráðskast um
of með þín málefni. Kannski þarftu svo ekki
á hjálpinni að halda – þú þarft bara að vita
að þú stendur ekki einn.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur ákaflega sterka eðlis-
ávísun til þess að fara eftir. Ekki sinna börn-
um þínum og barnabörnum of mikið, ein-
beittu þér frekar að ástinni og njóttu hennar
til hins ýtrasta.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það þarf visst hugrekki til þess að
taka af skarið þegar mál eru tvísýn. Hikaðu
ekki við að leita til vina þinna eftir aðstoð
þegar þú þarft á að halda.
Pétur Stefánsson skrifaði í Leir-inn í lok nóvember að hann
hefði rekist á þessar limrur í vísna-
bunkanum sínum. „Fyrri limran er
auðvitað um Sigrúnu okkar“ segir
hann.
Hvort sem er bjartviðri og blíða,
brjálæðis frost eða þýða,
og jafnvel í hríð
við hesthús ég bíð
til að sjá hana Sigrúnu ríða.
Frænkurnar Svala og Svandís,
Sveinbjörg og Guðríður Brandís,
Þórhildur Erla
og Ísgerður Perla,
eru sólgnar í kaffi og kandís.
Ekki stóð á því að Sigrún Haralds-
dóttir staðfesti það sem Pétur sagði:
„Einbeittur mætir árdaga flesta
erindi að gegna brýnu,
að horfa á mig sinna helsta og besta
hugðarefninu mínu.
Ég hugsa reyndar oft til Péturs:
Ef friðlaus verð í feldinum,
ef freistar vetrarsvalinn,
mjög þá gjarnan eigra um
Elliðaárdalinn.
Stundum sé ég stika hjá
stæðilega gæja,
þá mig geri blíða á brá,
brosi eins og pæja.
Á göngunni þá geri hlé,
gái enn og betur
í þeirri von að þetta sé
þokkafulli Pétur.
Það er reyndar einkennilegt
hvernig menn taka því ef ég horfi
gaumgæfilega á þá:
Margur frá mér burtu beygir,
brölt sitt aðrir herða,
fádæma þó flóttalegir
flestir þeirra verða.
Ég hef fulla trú á að bráðlega
mæti ég Pétri á göngu minni.“
Ingólfur Ómar Ármannsson yrkir
á Boðnarmiði:
Norðri gjallar, nepja köld
næðir hjalla og rinda,
Degi hallar, húmsins tjöld
hjúpa fjallatinda.
Út á sænum öldur kvika
ótta hylur fölva grund
Mánaljós á bárum blika
bjarma slær á vík og sund.
Gylfi Þorkelsson hugsar til
barnanna – þau njóta sín í leik úti við
segir hann:
Skrýðir fjöll og skógarhöll,
skjannamjöll á grundum.
Hávær köll og hlátrasköll
heyrast öllum stundum.
Sigurjóna Björgvinsdóttir nýtur
útsýnisins:
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Rölt í Elliðaárdalnum
en birtu slær á fjöll
Í klípu
„ÞÚ GETUR ANNAÐHVORT HÆTT
AÐ REYKJA NÚNA, EÐA EFTIR
LÍKBRENNSLUNA ÞÍNA.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„Á ÉG AÐ SLÖKKVA Á HONUM?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... í hverju skrefi ykkar.
ORFEA FRÆNKA MÍN SAGÐI
ALLTAF: „JÓLIN KOMA BARA
EINU SINNI Á ÁRI.“
SVO SAGÐI HÚN: „ALDREI FARA
UNDIR MISTILTEININN MEÐ
REYTTUM KJÚKLINGI.“
OG SVO SPILAÐI HÚN Á
ENNIÐ MEÐ SKEIÐUM.
ORFEU FRÆNKU
VANTAÐI
NOKKRAR
RÚSÍNUR Í
JÓLAKÖKUNA.
ÞETTA HEFUR VERIÐ ERFITT
ÁR FJÁRHAGSLEGA, ÞANNIG
AÐ ÞIÐ MUNUÐ EKKI FÁ ALLAR
GJAFIRNAR SEM ÞIÐ SETTUÐ Á
JÓLAGJAFALISTANN YKKAR...
ER ÞAÐ Í
LAGI?
AÐ SJÁLFSÖGÐU, VIÐ
SKILJUM!
Dagurinn í dag, 22. desember, ersá tímapunktur í almanakinu
sem Víkverja finnst skemmtileg-
astur allra. Bjartsýni og boðorð um
betri tíð liggja í loftinu. Það er nefni-
lega alveg þrælmagnað að nú sé
daginn farið að lengja og útreikn-
ingar Þorsteins Sæmundssonar
stjarnfræðings í Almanaki Háskóla
Íslands bregðast aldrei. Nú sveigir
norðurhvelið hægt og hægt í sólarátt
og í kringum þrettándann, eða í
þann mund sem álfar og huldufólk
snúa í klettaborgir sínar eftir ára-
mótaskemmtun meðal manna, sést
birtumunurinn greinilega. Fagn-
aðarboðskapur jóla, um fæðingu
frelsarans, er fínn og ástæða til að
gleðjast. Kannski enn frekar á pásk-
unum, enda eru skilaboðin sem fel-
ast í upprisunni þau að alltaf sé von.
Og nú, rétt fyrir jól, víkur myrkrið
fyrir birtunni, þó aðeins í hænufets-
skömmtum í byrjun.
x x x
Það eru notalegar morgunstundirhér á ritstjórn Morgunblaðsins
þegar við sjáum vorið koma fljúg-
andi inn yfir landið. Það er ævintýri
að standa við austurgluggana í Há-
degismóum, þar sem ísilagt Rauða-
vatnið blasir við, skógarbreiðurnar í
Heiðmörk, Heiðin há og Bláfjöll. Að
ekki sé nú talað um Vífilsfellið, bað-
að rauðri árdegisbirtu þegar sólin
gægist rétt upp fyrir fjallsbrúnir. Og
með birtunni eykst orka líkama og
sálar. Strax upp úr páskum er kom-
inn ferðahugur í Víkverja, sem þá
fer að skoða leiðakort landsins og
undirbúa ferðalögin. Þegar komið er
fram í maí er svo slegið undir nára.
x x x
Oft liggur leið Víkverja austur fyr-ir fjall. Leiðangrar þangað
ganga upp og oftan. Tíðin getur ver-
ið rysjótt langt fram í mars og
skyggnið sáralítið. Í kófi og byl, þeg-
ar sést ekki nema frá stiku til stiku,
er Faðir vorið góður vegvísir. En svo
er það eins og við manninn mælt; að
í Kömbunum rofar til. En svona er
nú bara lífið sjálft; oft er tilveran
eins og leikur í þrautabraut. En það
kemur alltaf vor; éljum léttir á
Kambabrún og eftir vetrarsólstöður
er hver dagurinn öðrum bjartari.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Eins og hirðir mun hann halda hjörð
sinni til haga, taka unglömbin í faðm
sér og bera þau í fangi sínu en leiða
mæðurnar. (Jesaja 40:11)