Morgunblaðið - 22.12.2014, Qupperneq 34
VIÐTAL
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Jólasýning Þjóðleikhússins er Sjálf-
stætt fólk en frumsýning er 26.
desember, annan í jólum. Leik-
stjóri sýningarinnar er Þorleifur
Örn Arnarsson. Hann leikstýrði
Englum alheimsins í Þjóðleikhús-
inu í fyrra en sú sýning fékk frá-
bærar viðtökur. Þar var Atli Rafn
Sigurðarson í aðalhlutverki og
hann leikur nú Bjart í Sumar-
húsum. Þorleifur er aðalleikstjóri
við leik- og óperuhúsið í Wiesbaden
í Þýskalandi og hefur sett upp
rómaðar sýningar, eins og Túskild-
ingsóperuna, La Boheme og Pétur
Gaut.
„Ég er fastráðinn erlendis en bý
á Íslandi, sem er kannski skrýtið.
En þar sem ég hef verið á miklu
flakki innan Þýskalands höfum við
konan mín ákveðið að búsetan sé
hér. Við eigum tvo stráka og stuðn-
ingsnetið er allt hér á landi. Ég er
eins og sjómaður, fer í sex vikna
túra út, sem eru eins og góður
Smugutúr,“ segir Þorleifur.
Þú gætir verið búsettur í Þýska-
landi og unnið alfarið þar, af hverju
viltu búa og vinna á Íslandi?
„Ef maður elst upp í litlu sam-
félagi og fer út í heim og lærir eitt-
hvað nýtt þá ber manni ákveðin
skylda til að miðla þeim lærdómi til
samfélagsins. Þetta samfélag
menntaði mig og veitti mér þann
grunn sem ég hef og mér ber
skylda til að skila einhverju til
baka. Þá nálgun sem ég hef á leik-
hús lærði ég aðallega í Þýskalandi
og svo hef ég líka íslensku nálg-
unina og það verður til mjög
skemmtilegt sprengiefni þegar
ólíkar stefnur mætast í leiksýn-
ingum, eins og sýndi sig í Englum
alheimsins. Íslenskir leikarar eru
óskaplega flinkir og fimir að spila á
tilfinningar meðan þýsku leik-
ararnir eru mun fjarlægari bæði
tilfinningum og persónum. Hjá
þýsku leikurunum er persónan leir
sem leikarinn mótar úr, en á Ís-
landi er hefðin sú að leikarinn
verður persónan. Svo er hægt að
tengja þessar tvær ólíku stefnur
saman og útkoman verður mjög
spennandi.“
Vinnum gegn hefðinni
Hvað finnst þér heillandi við
Sjálfstætt fólk og hvernig túlkarðu
verkið?
„Sjálfstætt fólk er í rauninni tvö
ef ekki fleiri verk. Annars vegar er
bókmenntaverkið sem stendur utan
tíma og rúms og síðan er bók-
menntaverkið í tíma og rúmi ís-
lenskrar sögu. Bæði hafa gríð-
arlega þýðingu. Bókmenntaverkið
er magnþrungin og vel skrifuð
skáldsaga sem tekst það sem fáum
listaverkum tekst yfir höfuð, að
manngera stærstu pólitísku
samfélagslegu og efnahagslegu
hreyfingar á fyrri hluta 20. aldar
og setur þær í íslenskt samhengi.
Þarna er stillt upp samfélagskerfi
sem gerir lítilmagnanum full-
komlega ómögulegt að lifa af og
síðan fylgjumst við með ein-
staklingi innan þess kerfis, það er
að segja Bjarti, sem líkamnar
blekkinguna og verður eins og
hamstur í búri að berjast fyrir því
sem viðheldur kúgun hans.
Bjartur beitir fjölskyldu sína í
raun og sann sömu kúgun og sam-
félagið beitir hann. Þá verður
spurningin samfélagsleg: Er Bjart-
ur í Sumarhúsum illa innrættur og
kemur þess vegna svona fram? Eða
er hann beittur kúgun og brotinn
niður þar til hann kann ekkert ann-
að en að koma fram með þeim
skepnuskap sem hann gerir? Svo
bætast við hinar efnahagslegu
ástæður. Það er ekki hægt að eiga
kú á sama tíma og verið er að
borga jarðarskuldir. Þá er spurn-
ing að fara á hreppinn eða deyja.
Á 21. öldinni er auðvelt fyrir
okkur sem lifum við velmegun að
horfa á Bjart og segja: Þessi mað-
ur er skepna! Ég vildi sjá þann
hinn sama og heldur því blákalt
fram lifa eitt ár við aðstæður
Bjarts í Sumarhúsum og sjá hvort
hann gæti ennþá verið góður við
maka sinn og börn.
Í Sjálfstæðu fólki takast á hug-
myndir um sjálfstæði og frelsi ein-
staklings og samfélags. Á vissan
hátt er Bjartur smækkuð mynd af
landinu sjálfu og um leið vakna
spurningar um afstöðu Íslands
gagnvart eigin bændamenningu.
Leikhúsið er sá miðill sem ég þekki
best og þar hefur verið farið mjög
varfærnislegum höndum um sögu
íslenskrar bændamenningar. Þar
hefur að vissu leyti hefur verið
þjónað undir ákveðnar rómantískar
hugmyndir. Það er skýrt markmið
okkur sem vinnum að þessari sýn-
ingu að ganga gegn hinni róm-
antísku túlkun og ég tel að það sé
mjög nálægt ætlun Halldórs Lax-
ness sjálfs. Það var ekki að ástæðu-
lausu að Jónas frá Hriflu reiddist
svo illa við útkomu Sjálfstæðs
fólks, honum fannst Laxness vera
að niðurlægja íslenska bóndann og
draga upp gríðarlega dimma mynd
af honum og lífi hans.
Mér finnst Laxness vera að
stinga á meinsemd rómantíkurnnar
sem Bjartur í Sumarhúsum er fast-
ur í. Hugmyndir Bjarts um frelsi
og sjálfstæði og hvað það er að
vera bóndi er allt runnið undan
Rauðsmýrarfólkinu. Þar tekur
hann upp orðræðu kúgara sinna og
gengst undir hina kúgandi hug-
myndafræði. Bjartur í Sum-
arhúsum kúgar ekki síst sjálfan
sig. Hann hafði aldrei möguleika á
Gengið gegn
hinni róman-
tísku túlkun
Sjálfstætt fólk er jólaleikrit Þjóðleik-
hússins. Leikstjórinn Þorleifur Örn
Arnarsson segist vilja svipta hjúpi róm-
antíkur af sögu Laxness.
» Á 21. öldinni er auðvelt fyrir okkur sem lifumvið velmegun að horfa á Bjart og segja: Þessi
maður er skepna! Ég vildi sjá þann hinn sama og
heldur því blákalt fram lifa eitt ár við aðstæður
Bjarts í Sumarhúsum og sjá hvort hann gæti ennþá
verið góður við maka sinn og börn.
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014