Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Page 7

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Page 7
Guðbergur Bergsson Boltaleikur Um morguninn var hringt og hann var orðinn pabbi. Sonurinn var hraustur en dálítið grettinn. Móðirin komst vel frá fæðingunni og var ánægð. Gömlu vinirnir komu til að óska honum til hamingju og sögðu: Eigum við ekki að halda upp á þetta með handbolta? Hann fór með þeim á völlinn. Það var sumar og bjart yfir. Honum leið vel. Vinimir héldu dálítið fyrir honum boltanum og hlógu. Hann var linari en hann átti vanda til, kannski af geðshræringu yfir að hafa séð soninn nýkominn í heiminn. Honum þótti hann vera ljótur. Móðir hans sá hvemig honum varð innanbrjósts og sagði: Þú varst líka bólginn og með marblett við augað. Allt í einu fékk hann boltann framan í sig. Félagar hans skelltu uppúr og kölluðu: Ertu með hugann við krógann? Hugsunin hafði dregið athyglina frá leiknum. Gleraugun höfðu brotn- að og skorist í hann. Þetta er ekkert, sögðu félagamir. Ég veit það, sagði hann. Þú átt ekki að fara í handbolta með gleraugu. Áttu ekki linsur? Jú, svaraði hann en hafði misst áhuga á leiknum. Skyndilega fauk í hann og hann vildi halda áfram gleraugnalaus, en fékk þá boltann aftur í andlitið. Hann grunaði að þetta væri af vilja gert og þorði ekki að hætta fyrr en hann hefði staðið sig. Það rann á hann æði, blóðið ólgaði, en hann kom boltanum ekki í mark. Félagarnir hlógu. Þeir voru allir um tvítugt, en hann sá eini sem var orðinn pabbi. Jæja, ég er hættur, sagði hann og gafst upp. Félagarnir hættu líka. Einn tók um axlir honum og hristi hann. TMM 1993:2 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.