Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Qupperneq 9

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Qupperneq 9
Þórarinn Eldjárn Þurfa nútímaskáld bragfræði? Hér kemur fram sú skoðun að hinn háttbundni bragur eigi eftir að fá sinn „renessans“ aftur og aftur á komandi áratugum og öldum, „og eigi eftir að lifa blóma- og hnignunarskeið innan um og saman við“ annan kveðskap. Höfundur telur að það sem oftast skilji milli feigs og ófeigs í frjálskveðnum nútímaljóðum sé hvort skáldið hefur tilfinningu fyrir hrynjandi eða ekki. Nú þegar útgáfa á nýrri ítarlegri íslenskri bragfræði er í sjónmáli er ekki úr vegi að varpa fram spumingunni sem ég hef gert að yfirskrift þessara lausbeisluðu hugleiðinga. Augljóslega mun væntanleg bók gagnast vel fræðimönnum og rýnendum og öllum þeim sem af einhverjum ástæðum hafa áhuga á kveðskap fomum og nýjum, en þurfa nútímaskáld bragfræði? Er einhver ástæða til að ætla að slík bók geti orðið þörf og kærkomin handbók handa skáldunum sjálfum, þeim sem nú á líðandi stundu em að skapa þá ljóðlist sem vona verður að auk eigin verðleika sé í senn arftaki þess sem áður var ort og inngangur að því sem koma skal? Ég held að flestir muni umsvifalaust svara þessari spumingu neitandi og vísa þá til þess að nú séu liðin hátt í fimmtíu ár síðan hin svokallaða formbylting varð í íslensk- um kveðskap. Á þeim tíma hafi formleysan náð yfirhöndinni svo fullkomlega að nú megi hún heita regla. Og þetta virðist alveg rétt viðhorf. Það er staðreynd að í vitund yngra menntafólks em Ijóð texti þar sem hvorki gætir stuðla, ríms né reglubundinnar hrynjandi. Og þannig finnst líka hinni svo- kölluðu bókmenntastofnun að þau eigi að vera. Sauðsvartur almúginn kann svo að vera á annarri skoðun. Auðvitað er það ljóst að enn em fjölmörg milliform iðkuð þar sem einkum stuðlum, en líka stundum rími bregður fyrir án fastrar reglu. En eiginleg háttbundin ljóð með fastri hrynjandi, rími, stuðlum og höfuð- stöfum, bragarháttum sem hægt er að kynna sér í bragfræði yrkja nú ekki lengur aðrir en andlegir ungmennafélagsmenn, sérvitring- ar og húmoristar. Og það sem slíkir menn em að yrkja er af helstu gagnrýnendum varla talið verðskulda það að kallast ljóð. Vísur ef til vill, söngtextar eða í besta falli kvæði. Þá örsjaldan það gerist nú orðið að TMM 1993:2 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.