Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Page 11
Sjálfsagt stafar þessi þráláti misskilning- ur af því að atómskáldin litu á Stein sem læriföður sinn og þegar hann gefur út hið fræga dánarvottorð í viðtali við tímaritið Líf og list í október 1950 er hann ekki að ræða eigin kveðskap heldur eru blaðamenn að spyrja hann um kveðskap atómskáldanna, hvort skáldið haldi að ljóðagerð með hinu nýja formi muni lifa. Orðrétt er svarið þannig: — Já, það held ég geti verið, — að minnsta kosti þangað til eitthvað annað og betra tekur við. Hið hefðbundna ljóðform er nú loksins dautt. Þessi frægu ummæli hafa menn síðan margtuggið og étið hver upp eftir öðrum og almennt munu þau nú skilin sem glað- hlakkalegur fögnuður yfir því að ljóðlistin væri búin að losa sig í eitt skipti fyrir öll við óværu eins og rím og stuðla. Það er hins vegar athyglisvert að sjá hvaða tökum Sigurður Nordal tekur þennan dauðadóm Steins strax sama ár í skopstæl- ingarljóði sínu „Eftirmáli við aðra próf- örk“: Útvarp, Reykjavík! (Ömurleg samhringing með sauðarbjöllum.) Hér er tilkynning: „Hin fornhelga ljóðlist er nú loksins dauð.“ Stein-rotuð. Requiescat. Seint deyja sumir og deyja þó. Dauðinn er sem sé eina yfirbót þeirrar heimsku að hafa lifað. Ári vorum við annars allir saman heppnir, sem bundum ekki trúss við svo bráðfeiga konst. Gráti nú ljóðskáldin, góðskáldin, þjóðskáldin! Við skulum hlæja: Dillir dó og Dumma! Einu sinni átti eg hest, veiztu hvað hann var: haltur á hægra auga, hringeygður á vinstra fæti, víxlaður á stalli, staður á spretti, — uxu engir vængir, — einhver prettur í kaupi. Hér færðu hána, herra Bragi. Ekkert að þakka. Allt í lagi. Eins og sjá má er það ekki nein fullkomin formleysa sem Nordal er hér að skopstæla, atómljóð í vondri merkingu andstæðings. Hrynjandin er frekar regluleg og þulu- kennd. Stuðlasetningar gætir út í gegn og rími bregður fyrir. Það sem er skopstælt eru líkingarnar og ljóðmálið sjálft, það mód- ema viðhorf sem vissulega kemur fram í seinni ljóðum Steins hvað sem bragforminu sjálfu líður. Kannski má bera þessa margumræddu byltingu saman við þá rússnesku. Hugar- fars- og afstöðubylting Steins væri þá febr- úarbyltingin, en formbylting bragformsins verður þá að vera októberbylting bolsévika sem mér virðist sem sagnfræðingum sé nú æ tamara að líta á sem hreinræktað valdarán lítillar klíku fremur en alþýðubyltingu. Lýðhyllin sýnist a.m.k. hafa orðið ósköp svipuð í báðum tilfellum. Þ.e.a.s. nákvæm- TMM 1993:2 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.